Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1991, Blaðsíða 16
16
ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1991.
íþróttir
Sport-
stúfar
Staða 10 efstu manna á
heimsafrekalistunum í
golfi er þannig:
1. lan Woosnam. .Bretl.
2. Jose M. Olazabal...Spáni
3. Nick Faldo.....Bretlandi
4. GregNorman......Ástralíu
5. Severiano Ballesteros.Spáni
6. Payne Stewart .Bandaríkjunum
7. Pal Azinger.Bandarikjunum
8. Fred Couples ...Bandaríkjunum
9. Bemhard Langer ....Þýskalandi
10. MarkMcNulty....Zimbabwe
Edberg og Seies
sigurvegarar
Svíinn Stefan Edberg
sigraði á opna banda-
ríska meistaramótinu
í tennis sem lauk um
nýliðna helgi. Edberg vann
Bandaríkjamanninn Jim Couríer
frekar auðveldlega, 6-2,6-4 og 6-0.
Með þessum sigri skaust Edberg
á topp heimsafrekalistans en í
öðru sæti er Þjóðverjinn Boris
Becker. í einliðaleik kvenna fór
Monica Seles frá Júgóslavíu með
sigur af hólmi. Seles sigaröi Mart-
inu Navratilovu frá Bandaríkjun-
um í úrslitum, 7-6 og 6-1.
innritun hjá
Borðtennisdeild Vikings
Vetrarstarf hjá Borðtennisdeild
Víkings er hafið. Innritun ungl-
inga er í símum 35935, 36717 á
daginn og á kvöldin í síma 36862
(Pétur) og 43077 (Krístján Viöar).
Grindavík
vann Hauka
Ægir Már Kárason, DV, Sudumeajum;
Grindvíkingar sigruðu
Hauka, 86-80, á
Reykjanesmótinu í
körfuknattleik um
helgina. Eftir venjulegan leik-
tíma var staðan jöfn, 74-74, en í
framlengingunni voru Grindvík-
ingar sterkari aðilinn. Dan
Krebbs var í miklu stuði og skor-
aði 35 stig fyrir Grindvíkinga.
Njarðvík vann Keflavík, 94-78,
Haukar sigruðu Breiöablik,
119-97, og Breiðablik tapaði fyrir
Njarðvik, 80-116. Einn leikur fer
frara í kvöld á Reykjanesmótinu.
Grindvíkingar taka þá á móti
Keflvíkingum og hefst leikurinn
klukkan 20.
Metþátttaka í
Reykjalundarhlaupinu
Þátttaka í Reykjalund-
arhlaupinu, sem fram
fór í fjórða skipti um
fyrri helgi, sló öll met
en um sjö hundruð manns voru
með að þessu sinni. Boðið var upp
á nokkrar vegalengdir, lengst 14
kílómetra, og þar bætti Toby
Tanzer metið í karlaflokki meö
því aö hlaupa á 49,47 mínútum. í
kvennaflokki fékk Ursula June-
mann besta tímann, 65,49 mínút-
ur. Margir fóru sína vegalengd
með aðstoð hjálpartækja og náðu
afbragðs árangri.
Kiinsmann á bekknum
Berti Vogts, þjálfari
Þjóðverja i knatt-
spyrnu, hefur tilkynnt
byrjunarliðið gegn
Englendingum á Wembley á mið-
vikudaginn kemur og er Ijóst að
Jtirgen Klinsmann þarf að byrja
leikinn á bekknum. Bytjunarlið-
iö verður þannig: Illgner, Reuter,
Kohler, Buchwald, Hássler, Eff-
enberg, Mattháus, Möller,
Brehme, Doll, Riedle.
Njósnað um Valsmenn
Þjálfári og framkvæmdastjóri
svissneska liðsins Sion, sem
mætir Val í Evrópukeppni bikar-
hafa í næstu víku, fylgdust með
Valsliðinu gegn Breiöabliki í
Kópavogi á sunnudaginn var.
Yfirlýsing frá stjóm Knattspymusambands íslands:
Grein Pressunnar upp-
full af rangfærslum
í síðasta tölublaði Pressunnar,
sem út kom þann 5. september sl.,
var grein þar sem mjög ómaklega
er vegið að formanni KSÍ, Eggert
Magnússyni, og reyndar einnig að
sambandinu sem slíku.
Þar sem umrædd grein er uppfull
af rangfærslum og hreinum ósann-
indum þykir rétt að koma á fram-
færi eftirtöldum athugasemdum:
1. ÁforsíðuPressunnarerfullyrt
að laun og ferðalög formanns KSÍ
séu falin í reikningum sambands-
ins.
Þetta er rangt!
KSÍ hefur ekkert að fela. Eggert
Magnússon er ekki á launum hjá
KSI sem formaður. Hins vegar fékk
hann greiddar á árinu 1990 kr.
600.000 frá KSÍ vegna vinnu við
auglýsingasöfnun. Þetta kemur
fram í reikningum sambandsins
sem lagðir voru fyrir síðasta árs-
þing endurskoðaðir af löggiltum
endurskoðanda KSÍ, Gunnari Erni
Kristjánssyni, og samþykktir á
þinginu.
Á þessu ári hefur formaður KSÍ
fengið greiddar kr. 450.000 af sama
tilefni
Nú nýverið lagði gjaldkeri sam-
bandsins, Elías Hergeirsson, fram
uppgjör fyrir fyrstu 8 mánuöi árs-
ins og þar kom þessi tala fram.
Að því er varðar ferðalög for-
mannsins á vegum KSÍ þá er því
til að svara að allar tölur þar að
lútandi liggja fyrir í reikningum
sambandsins.
Vert er að geta þess að fjárhagur
KSÍ er traustur og var sambandið
rekið með 25 milljón króna hagnaði
sl. ár.
2. í greininni inni í blaðinu er því
haldið fram að KSÍ hafi greitt kr.
400.000 vegna ferðar formannsins
og sonar hans á úrslitaleik heims-
meistarakeppninnar á Ítalíu sum-
arið 1990.
Þetta er rangt!
Eins og þeir vita sem til þekkja
er ársfundur FIFA, Alþjóðaknatt-
spyrnusambandsins, ávallt hald-
inn í tenglsum við úrslitakeppni
heimsmeistarakeppninnar.
Eins og tíðkast hefur um árabil
sótti formaður KSÍ fundinn ásamt
Sveini Sveinssyni stjórnarmanni
og greiddi KSl feröina fyrir þá,
annað ekki.
3. Fullyrt er að Eggert Magnús-
son hafi fengið umboðslaun vegna
sölu KSÍ á sjónvarpsréttindum
heimaleikja íslands í undankeppni
Evrópumótsins í knattspyrnu.
Þetta er rangt!
Samningur sá er hér um ræðir
var tímamótasamningur sem for-
maðurinn á allan heiður af. Samn-
ingurinn var undirritaður og frá
honum gengið endanlega á skrif-
stofu lögfræðings KSÍ, Sigurðar G.
Guðjónssonar hrl., og undirrituðu
formaður og gjaldkeri KSÍ samn-
inginn fyrir hönd KSÍ og hefur
hver einasta króna samkvæmt
honum verið greidd til sambands-
ins.
4. Talað er um aukin ferðalög
formanns KSÍ.
Þetta er rangt!
KSÍ er aðili að FIFA og UEFA,
einnig hafa annars vegar Norður-
löndin og hins vegar Noröurlöndin
og Bretlandseyjar svokallaðar
NorthWest hópur með sér náið
samstarf.
Þessi þátttaka í alþjóðasamstarfi
hefur óhjákvæmilega í fór með sér
töluverð ferðalög, en stjórn KSÍ tel-
ur hins vegar aö þessi þátttaka sé
tvímælalaust af hinu góða og nauð-
synleg íslenskri knattspymu.
Hér hefur engin breyting orðið á
í tíð núverandi formanns.
5. Hvað varðar ferð eiginkonu
Eggerts Magnússonar, Guðlaugar
Ólafsdóttur, til Englands og Wales
nú sl. vor skal upplýst að KSÍ greið-
ir ekki fyrir Guðlaugu Ólafsdóttur.
Að lokum skal tekið fram að
stjórn KSÍ lýsir yfir fyllsta stuðn-
ingi við formann sinn sem að mati
stjórnarinnar hefur unnið mikið
og gott starf fyrir knattspyrnu-
hreyfinguna í landinu. Stjórnin
harmar að jafnómaklega hafi verið
vegið að honum á opinberum vett-
vangi eins og raun ber vitni.
Reykjavík 9. september 1991
Stjórn KSÍ
Evrópukeppni félagsliða í handknattleik:
„Víkingur og ÍBV eiga
erfiða leiki fyrir höndum“
segir Jakob Jónsson sem leikur handbolta 1 Noregi
„Víkingur og ÍBV eiga mjög erfiða
leiki fyrir höndum í Evrópukeppn-
inni því Stavanger og Runar eru
sterk um þessar mundir og tvö af
þremur bestu liðum Noregs,“ sagði
Jakob Jónsson, handknattleiksmað-
ur hjá Viking í Noregi, í samtali við
DV.
„Stavanger sigraði á geysisterku
móti í Svíþjóð á dögunum þar sem
meöal þátttökuliöa voru Neva frá
Sovétríkjunum og Atletico Madríd
frá Spáni, og liðið er mjög öflugt.
Víkingar ættu þó að eiga möguleika,
en ef ég ætti að leggja undir um úr-
slit myndi ég veðja á Stavanger. Run-
ar hefur styrkt lið sitt talsvert og
Eyjamenn munu eiga erfitt uppdrátt-
ar í þeim leikjum," sagði Jakob.
Víkingar mæta Stavanger í 1. um-
ferð IHF-keppninnar og ÍBV leikur
við Runar í Evrópukeppni bikarhafa,
en leikirnir fara fram síðar í þessum
mánuöi.
Norskur ríkisborgari
Jakob er nú að hefja sitt þriðja tíma-
bil með Viking en hann spilaði í tvö
ár með Stavanger. Hann verður
norskur ríkisborgari á næstu dögum
en fyrir nokkru gerðu norsk blöð
nokkuð úr því að þá ætti hann mögu-
leika á að leika með norska landslið-
inu.
„Ég er ekki að spá í landsliðssæti,
það var ekki tilgangurinn með þessu.
Viking er búið að fá tvo Rússa fyrir
komandi tímabil og því er mikilvægt
fyrir mig að vera ekki talinn útlend-
ingur. Það verður svo bara að koma
í ljós hvort ég eigi einhverja mögu-
leika á að komast í norska landslið-
ið,“ sagði Jakob.
Hann lék á síðasta tímabili sem
hornamaður vinstra megin, en hér
heima lék hann ávallt sem skytta
vinstra megin, með KA og KR. „Það
er allt í lagi að vera í hominu ef skytt-
an við hliðina á manni er ekki blind!
Ég býst við því að leika til skiptis sem
hornamaður og skytta í vetur. Okkar
markmið er að komast í ijögurra liða
úrslitin í deildinni, Stavanger, Runar
og Sandeford eru langbestu liðin en
við stefnum að því að ná íjórða sæt-
inu,“ sagði Jakob Jónsson.
-VS
ísland nær sigri
- gerði jafntefli gegn Wales, 1-1
Helgi Sigurösson skoraöi mark ís-
lenska liösins í gærkvöldi.
Lið íslands og Wales, skipuð leik-
mönnum 18 ára og yngri, gerðu jafn-
tefli, 1-1, í undankepnni Evrópu-
mótsins í knattspyrnu í Wales í gær-
kvöldi. Helgi Sigurðsson kom íslend-
ingum yfir á 6. mínútu eftir góða
sendingu frá Þórði Guðjónssyni.
Walesbúar jöfnuðu á 27. mínútu á
miklu heppnismarki.
íslensku strákarnir voru mun
frískari í síðari hálfleik og áttu þá
aila möguieika að bæta við mörkum
en heppnin var ekki með okkar
mönnum. Helgi Sigurðsson komst
eitt sinn einn inn fyrir en markvörð-
ur Wales varði vel með úthlaupi
„Við áttum að vinna sigur en okkar
strákar voru mun betri aðilinn í
leiknum. Auðunn Helgason úr FH
var yfirburðamaður á vellinum og
einnig komust þeir Rúnar Sigmunds-
son og Kristinn Lárusson vel frá
leiknum," sagði Helgi Þorvaldsson,
formaður unglinganefndar KSÍ, í
samtali við DV eftir leikinn í gær-
kvöldi.
íslendingar eiga að leika gegn Eng-
lendingum í sömu keppni í London
á fimmtudaginn kemur og verður
leikurinn á Selhurst Park, heima-
velli Crystal Palace. ísland hefur
hlotið þrjú stig í riðlinum en Eng-
lendingar hafa svo gott sem er tryggt
sér sigur í riðlinum. Síðasti leikur
íslands verður gegn Belgum 19. sept-
ember hér á landi. - JKS
Franska kn
Bordeaux
Arnór Guðjonhsen og félagar hans í
franska liðinu Bordeaux sigruðu
Grenoble, 0-2, í 2. deildinni um helgina.
Þegar átta umferðum er lokið hefur
Bordeaux hlotið 13 stig en Strassborg er í
efsta sætinu í riðlinum með 14 stig.
„2. deildin mun erfiðari
en ég bjóst við“
„Okkur hefur gengið ágætlega til þessa
ef undan er skilinn leikurinn gegn Strass-
borg. Ég er einn frammi í útileikjum og
er mest í því að leggja upp mörk og lagði
meðal annars upp annað markið í leiknum
Hásteins-
völlur
endurbyggður
ÍBV mun leika heimaleiki sína 11.
deildinni í knattspyrnu á næsta ári
á Helgafellsvelli, grasvellinum sem
stendur við rætur Helgafells í Vest-
mannaeyjum. Hásteinsvöllurinn, að-
alleikvangur Eyjamanna, verður
endurbyggður og tekinn í notkun á
ný sumarið 1993.
„Tilboð í verkiö verða opnuð um
næstu mánaðamót og eftir þessa
breytingu verður Hásteinsvöllurinn
glæsilegur. Hann verður stækkaður
i 110x72 metra og vandað vel til
verka. Völlurinn verður tyrfður í vor
og ætti því að vera tilbúinn til notk-
unar ári síöar,“ sagði Jóhannes Ól-
afsson, formaður knattspyrnuráðs
ÍBV, í samtali við DV. -VS
Gunnar
hljóp nærri
metinu
Gunnar Guðmundsson úr FH hjó
nærri íslandsmetinu í 300 metra
hlaupi karla á haustmóti ÍR á
fimmtudagskvöldið. Hann hljóp á
34,29 sekúndum en met Odds Sig-
urðssonar er 34,0 sekúndur með
handtímatöku.
Gunnar er á fórum til Noregs þar
sem hann tekur þátt í tveimur alþjóð-
legum mótum og keppir í 400 metra
hlaupi.
-VS
M
hi
bi