Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1991, Blaðsíða 6
6
ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1991.
Viðskipti
Veruleg aukning í nýjum innfluttum fólksbílum:
Toyota og Mitsubishi eru
í hörkuslag um toppsætið
Veruleg aukning hefur oröiö í nýj-
um innfluttum fólksbílum á þessu
ári. Eins og oft áður á undanförnum
árum eru það Toyota og Mitsubishi
sem slást af hörku um toppsætið.
Eftir fyrstu átta mánuðina slefar
Mitsubishi í að hafa vinninginn.
Þrátt fyrir aukinn bílainnflutning
er hann aðeins um helmingur þess
sem hann var á metárinu 1987 þegar
fluttir voru inn yfir 18 þúsund nýir
fólksbílar.
Fyrstu átta mánuði þess árs var
fluttur inn 6.841 nýr bíll á móti um
4.500 bílum á sama tíma í fyrra og
hittifyrra.
Miðað við reynslu síðustu þriggja
ára spáir DV því að heildarinnflutn-
ingur fólksbíla verði í kringum 9.300
bílar á öllu árinu eða um helmingur
þess sem var á árinu 1987. Bilainnflutningur er að aukast en er samt minni en i meðalári ennþá.
Innfluttir fólksbílar 1986-1991
18081
13352
□ Alltárið
H Fyrstu 8 mán.
12206
'86 '87 '88 '89 '90 '91
Á landinu eru skráðir yfir 120 þús-
und bílar. Miðað við að endingartími
hvers bíls sé um 10 ár væru fluttir
inn þetta 10-12 þúsund bilar á ári.
Standist spá DV-um að innílutning-
urinn á árinu verði í kringum 9.300
fólksbílar er ljóst að bílainnflutning-
urinn er að nálgast jafnvægi. Miðað
við endingartíma upp á 10 ár er bíla-
innflutningurinn enn undir því sem
er í meðalári.
Fyrstu átta mánuðina voru fluttir
inn 1.254 bílar af Mitsubishi, 1.228 af
Toyotu, 680 bílar af Nissan, 721 bíll
af Subaru og 478 bílar af Lödu. Þetta
eru efstu fimm sætin.
Þess má geta að fyrirtækið Ingvar
Helgason hf. er með umboð fyrir
Subaru og Nissan og hefur það því
flutt inn flesta bílana á þessu ári.
-JGH
ÁTVR hættir með Eldur-ís
- samnlngar viö Glenmore í Bandaríkjunum úr sögunni um áramótin
ÁTVR, Áfengis- og tóbaksverslun
ríkisins, hyggst hætta allri fram-
leiðslu á vodkanu Eldur-ís frá og með
áramótum. Þar meö hverfur þessi
vodkategund úr hillum bæði á ís-
landi og í Bandaríkjunum. Ástæðan
er sú að salan á vodkanu gekk ekki
upp i Bandaríkjunum en þar hefur
fyrirtækið Glenmore annast dreif-
ingu og sölu.
Höskuldur Jónsson, forstjóri
ÁTVR, segir að framleiðslan á Eld-
ur-ís vodka hafi frá upphafi eingöngu
veriö vegna markaðssetningarinnar
í Bandarikjunum. Salan hér á landi
hafi því byggst á framleiðslunni fyrir
Bandarikjamarkað.
„Niðurstaðan úr viðræðum okkar
viö Glenmore í sumar varð sú að við
hættum samvinnu við fyrirtækið um
næstu áramót. Þar með hættum við
líka allri framleiðslu á Eldur-ís," seg-
ir Höskuldur.
Hann segir að dæmið hafi einfald-
lega ekki gengið upp með Eldur-ís í
Bandaríkjunum. „Salan vestanhafs
7 prósent verðbólga:
Matur lækkar
Verðbólga er nú 7 prósent mið-
að við hækkun framfærsluvísi-
tölunnar í ágúst. Það vekur at-
hygli að verðlækkun hefur orðiö
á matvælum i búðum frá ágúst
til september.
Kauplagsnefnd hefur reiknað
út vísitölu framfærslukostnaðar
miðað viö verðlag í bytjun sept-
ember og reynist hún vera 158,1
stig eða 0,6 prósent hærri en í
ágúst
Veröhækkanir á bensíni og
áfengi í upphafi þessa mánaðar
eiga drjúgan þátt í hækkuninni,
auk hækkunar á öðrum vöru- og
þjónustuliðum.
Kauplagsnefnd finnur út að
verðlækkun hafi orðið á matvæl-
um á milli mánaða. Sú lækkun
dró verulega úr hækkun fram-
færsluvísitölunnar að þessu
sinnt
Síðastliðna tólf mánuði hefur
framfærsluvisitalan hækkað um
7,7 prósent. Síðastllðna þijá mán-
uði hefur hún hins vegar hækkað
um 8,5 prósent. Verðbólgan er því
núnaániðurleið. -JGH
réttlætti ekki að henni yrði haldið
áfram. Þetta er því búið dæmi frá og
með áramótum."
ÁTVR geröi á sínum tíma fimm ára
samning við Glenmore um sölu á
Eldur-ís í Bandaríkjunum. Sá samn-
ingur rennur út um áramótin og
verður ekki endurnýjaður.
Glenmore fyrirtækið var i sumar
selt til United Distillers sem er Guin-
nes-hringurinn í Bandaríkjununm.
Kaup United á Glenmore eru hins
vegar ekki ástæðan fyrir því að sam-
starfmu er lokið heldur lítil sala á
Eldi-ís.
Markaössetning Eldur-ís hefur
fengið nokkra umfjöllun í DV á und-
anfórnum árum og hefur rauði þráð-
urinn verið nokkur bjartsýni Glen-
more-manna um að Eldur-ís ætti eft-
ir að slá í gegn vestra. Glenmore stíl-
aði inn á svonefnda uppa, ríkt ungt
fólk sem heldur oft matarboö og býð-
ur upp á vodka að málsverði loknum.
Glenmore eyddi milljónum í að
auglýsa Eldur-ís upp vestra. Þannig
Kristján Davíðsson, sölumaður hjá
SÍF, sem nýkominn er frá Brasilíu,
segir að SIF bjóði sínum framleið-
endum mjög svipað verð fyrir verk-
aða keilu til Brasilíu og Guðbergur
Ingólfsson, fiskverkandi í Garðinum,
getur fengið hjá norskum fiskútflytj-
anda. Sá hyggst kaupa keiluna af
Guðbergi og flytja hana til Brasilíu.
DV sagði frá því á föstudag að Guð-
bergur heföi haft samband við
norska fiskútflytjendur eftir frétt DV
í síðustu viku um að Norðmenn væru
að kaupa óunna keilu af Jóni Ás-
bjömssyni, fiskútflytjanda í Reykja-
vík, á háu verði.
Guðbergur spuröi sig þeirrar
spumingar hvort Norömenn næðu
fékk auglýsingaherferð um drykkinn
verðlaun vestra fyrir um þremur
árum. ÁTVR greiddi ekki krónu í
auglýsingakostnaði Glenmore.
Fari svo að til verði einhvert magn
af glerflöskum merktum vodkanu
um áramótin er mjög líklegt að
ÁTVR fylli þær fyrir innanlands-
markað og hætti svo framleiðslunni
endanlega.
Auk vodkans Eldur-ís hefur ÁTVR
á undanförnum árum framleitt
Tindavodka, Brennivín, Hvannarót-
arbrennivín og Dillons-gin. Engin
breyting verður á þeirri framleiðslu
fyrirtækisins.
Eldur-ís hefur ekki verið eina ís-
lenska vodkað á Bandaríkjamarkaði.
Fyrirtækiö Sproti, með Orra Vigfús-
son laxveiðimann í fararbroddi,
framleiðir Icy-vodka.
Eftir áramót verður Icy eina ís-
lenska vodkað í hillum bandariskra
vínbúða. -JGH
betrí samningum við Brasilíumenn
við sölu á keilu en Sölusamband ís-
lenskra fiskframleiðenda, SÍF.
Kristján Davíðsson segir að nýr
verðlisti hafi tekið gildi eftir 1. sept-
ember enda sé verðið í Brasilíu nú
að hækka nokkuð vegna aukinnar
eftirspumar fyrir jólin. Verðiö hjá
SÍF, sem Guðbergur vitnaði í, var á
verðhsta sem gilti til mánaðamóta.
„Saitfiskur er lúxusvafa í Brasiiiu.
Mest er hann borðaður fyrir jól og
páska og þess vegna em brasilískir
salfiskkaupendur núna að kaupa
saltfisk fyrir jólin. Við þaö hefur eft-
irspumin aukist og verðið hækkað."
Sem dæmi um veröhækkunina um
mánaðamótin segir Kristján að
þurrkuð keila, sem var á 2,9 ECU
Salan á Eldur-ís brást í Bandarikjun-
um og verður henni hætt um ára-
mótin. Jafnframt hverfur Eldur-is úr
hillum ÁTVR hér á landi. Þetta er
búið dæmi.
fyrir mánaðamótin, sé núna á 3,2
ECU. Jafnframt að keila, sem var á
3,2 ECU áður, sé núna á 3,6 ECU.
Þetta eru aðeins dæmi um tvo stærð-
arflokka.
Kristján segir að saltfiskfram-
leiðsla Norðmanna hafi dregist sam-
an og þá vanti fisk til að ílytja út til
Brasilíu núna fyrir jólin. Því leiti
þeir til íslands.
Keila er munaðar\7ara í Brasilíu.
„Fyrir jólin er nautasteikin seld á
þetta kringum 5 dollara á veitinga-
húsum en saltfiskur, þorskur, í
kringum 16 dollara. Þetta er því lúx-
usvara sem aðeins lítið brot af þjóð-
inni getur veitt sér.“
-JGH
Kristján Davíðsson hjá SÍF:
SÍF býður sama verð og
Norðmenn fyrir keiluna
- verðið í Brasilíu hefur hækkað að undanfórnu
Peningainarkaður
INNLÁNSVEXTIR INNLÁN ÓVERDTR. (%) hæst
Sparisjóðsbækur ób. Sparireikningar 5.5-7 Lb
3jamán. uppsögn 5,5-9 Sp
6mán. uppsögn 6,5-10 Sp
Tékkareikningar, alm. 1-3 Sp
Sértékkaréikningar VlSITÓLUB. REIKN. 5,5-7 Lb.lb
6mán. uppsögn 3-3.75 Sp
15-24 mán. 7-7,75 Sp
Orlofsreikningar 5.5 Allir
Gengisb. reikningar i SDR6.5-8 Lb
Gengisb. reikningar i ECU 8,5-9 ÓBUNDNIRSÉRKJARAR. Lb
Visitolub. kjor, óhreyföir. 3,25-4 Bb
överðtr. kjör, hreyfðir SÉRST. VERÐBÆTUR 12-13.5 Lb.Sp
(innan tímabils)
Visitölubundnirreikn. 6-10,8 Bb
Gengisbundir reikningar 6-10,8 Bb
BUNDNIR SKIPTIKJARAR
Visitolubundin kjör 6,25-7 Bb
Överðtr. kjór 15-16 Bb
INNL. GJALDEYRISR
Bandaríkjadalir 4,5-5 Lb
Sterlingspund 9-9,6 SP
Vestur-þýsk mork 7,5-9,25 Lb
Danskarkrónur 7,5-8,1 Sp
ÚTLÁNSVEXTIR útlAnóverðtr. (%) lægst
Almennir víxlar(forv.) 20,5-21 Allirnema LB
Viðskiptavixlar(forv.)(1) kaupgengi
Almennskuldabréf 21 22 Sp.íb
Vidskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir
Hlaupareikningar(yfirdr.) útlAn verðtr. 23.75-24 Bb
Skuldabréf afurðalAn 9.75-10.25 Bb
Isl. krónur 18.25-20,5 Lb
SDR 9,5-9,75 Ib.Sp
Bandarikjadalir 7.8-8,5 Sp
Sterlingspund 12,8-13,5 Sp
Vestur-þýsk mork 10,5-10,75 Bb
Húsnæðislán Lífeyrissjóðslán 4.9 5-9
Dráttarvextir 27.0
MEÐALVEXTIR
Alm. skuldabréf júlí Verðtr. lán júlí 18,9 9.8
VÍSITÖLUR
Lánskjaravísitala sept. 3185 stig
Lánskjaravisitala ágúst 3158 stig
Byggingavísitala sept. 596 stig
Byggingavísitala sept. 186.4 stig
Framfærsluvisitala ágúst 157,2 stig
H úsaleigu visítala 2.6% hækkun 1. júli
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóða
Einingabréf 1 5,908
Einingabréf 2 3,161
Einingabréf 3 3,874
Skammtímabréf 1,970
Kjarabréf 5,526
Markbréf 2,961
Tekjubréf 2,129
Skyndibréf 1,722
Sjóðsbréf 1 2,826
Sjóðsbréf 2 1,917
Sjóðsbréf 3 1,955
Sjóðsbréf 4 1,713
Sjóðsbréf 5 1,171
Vaxtarbréf 1,9959
Valbréf 1.8708
islandsbréf 1,232
Fjórðungsbréf 1,138
Þingbréf 1,230
Öndvegisbréf 1,213
Sýslubréf 1,248
Reiðubréf 1,199
Heimsbréf 1,082
HLUTABRÉF
Sölu- og kaupgengi að lokinni jöfnun:
KAUP SALA
Sjóvá-Almennar hf. 6,10 6.40
Ármannsfell hf. 2,33 2,45
Eimskip 5,70 5,95
Flugleiðir 2,30 2,40
Hampiðjan 1,80 1,90
Hlutabréfasjóður VlB 1,06 1.11
Hlutabréfasjóðurinn 1.67 1.75
Islandsbanki hf. 1,66 1.74
Eignfél. Alþýðub. 1,68 1.76
Eignfél. Iðnaðarb. 2,45 2,55
Eignfél. Verslb. 1.75 1,83
Grandi hf. 2.75 2,85
Olíufélagið hf. 5,20 5,50
Olís 2,10 2,20
Skeljungur hf. 5,75 6,05
Skagstrendingur hf. 4,80 5,05
Sæplast 7,33 7.65
Tollvorugeymslan hf. 1.01 1,06
Utgerðarfélag Ak 4,70 4.90
Fjárfestingarfélagið 1,35 1.42
Almenni hlutabréfasj. 1.12 1.17
Auðlindarbréf 1,03 1,08
islenski hlutabréfasj. 1,15 1,20
Sildarvinnslan, Neskaup. 3,23 3,40
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuidabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge.
Skammstafanir: Bb = Búnaðarbankinn,
lb= Islandsbanki Lb= Landsbankinn,
Sb = Samvinnubankinn, Sp = Sparisjóð-
irnir.
Nánari upplýsingar um peningamarkað-
inn birtast i DV á fimmtudögum.