Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1991, Blaðsíða 4
4
ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1991.
Fréttir
Lífeyrissjóður Dagsbrúnar og Framsóknar:
Eftirlifandi eiginmenn
f á bara greitt í 2 ár
- brot á jafnrétti, segir Ragna Bergmann, formaður Verkakvennafélagsins Framsóknar
„Við teljum þetta brot á jafnrétti
og það er skýr afstaða félagsins. Það
er búiö að halda um þetta fulltrúa-
ráðsfundi í mörg ár. Máliö var sent
til Sambands almennra lífeyrissjóða
sem afgreiddi það þannig aö sjóður-
inn væri svo stór að það væri of dýrt
fyrir hann að greiða eftirlifandi eig-
inmönnum eins og eiginkonum.
Okkur fannst það svolítið hart að
SAL skyldi afgreiða málið þannig,“
segir Ragna Bergmann, formaður
Verkakvennafélagsins Framsóknar.
Ef kona, sem greitt hefur í lífeyris-
sjóö Dagsbrúnar og Framsóknar,
fellur frá fær eftirlifandi eiginmaður
hennar einungis greitt úr sjóðnum í
2 ár en ef karlmaður, sem greitt hef-
ur í sjóðinn, fellur frá fær eftirlifandi
eiginkona hans fullar greiðslur, svo
fremi hún gifti sig ekki aftur.
Karl Benediktsson, framkvæmda-
stjóri lífeyrissjóðs Dagsbrúnar og
Framsóknar, segir að ef sýnt sé að
eiginkonan hafl verið aðalfyrirvinna
heimilisins eða eiginmaðurinn sé
öryrki sé heimildarákvæði í lögum
að eftirlifandi eiginmaður fái fullar
greiðslur.
„Þetta hefur verið svona síðan líf-
eyrissjóðimir voru settir á laggirnar
1970. Aður þurfti að greiða í lífeyris-
sjóðina í 10 ár til að öðlast rétt til
makalífeyris en nú eru þaö 6 mánuð-
ir en að vísu var fullt jafnrétti í því.
En þegar þessir sjóðir voru settir á
laggirnar var ákveðið að gera eftirlif-
andi konu hærra undir höfði en eftir-
lifandi karli. Það er aftur á móti ver-
ið að endurskoða þetta mál núna,“
segir Karl.
Ragna Bergmann segir að konur í
Verkakvennafélaginu Framsókn séu
mjög sárar vegna þe'ssa ójafnréttis.
„En nú er þetta í umræðu og það
á að breyta þessu. Við höfum gagn-
rýnt þetta mjög mikið því að við er-
um náttúrlega eigendur að sjóðnum.
Ég er til dæmis búin að borga í sjóð-
inn frá byijun en maðurinn minn er
ekki í lífeyrissjóði og hann myndi
bara fá greitt í tvö ár. Þetta getur
hreinlega ekki gengiö svona þegar
flestallar konur eru útivinnandi,"
segir Ragna. -ns
Innflutt grjót á götur ísa-
fjarðar og Bolungarvíkur
Hlynur Þór Magnússon, DV, ísafirdi:
Undanfarið hefur vegagerðin unn-
ið að lagningu nýs slitlags á ýmsar
götur á ísafirði, bæöi á húsgötur og
einnig á Skutulsfjarðarbraut inn í
Fjörð og veginn um Eyrarhlíð milli
Skutulsfjarðareyrar og Hnífsdals.
Slitlag þetta er úr möluðu norsku
djúpbergi, sem er mun harðara og
slitþolnara en íslenskt grjót, þannig
að þegar upp er staðið á það að vera
ódýrara en heimafengiö efni. Það
hefur auk þess þann kost að það er
mjög Ijóst á lit og gleypir ekki götu-
ljós og bílljós í dimmviðri og rigningu
eins og kolsvart malbik eða venjulegt
dökkt shtlag af íslensku bergi brotið.
Nú mun lagningu þessa norska slit-
lags að mestu eða öllu leyti lokið á
ísafirði en þá tekur við lagning á
ýmsar götur og plön i Bolungarvík.
Nýja slitlagið hefur m.a. verið lagt á vegarkafla frá flugvallarafleggjaranum
og spottakorn suður fyrir Kirkjubæ. Hér má glögglega sjá litamuninn á
gamla slitlaginu og þvi nýja norska og Ijósa. Ekki vitum við hvernig á aö
mála linur á götur með þessu Ijósa grjóti. Kannski þær verði svartar eða
jafnvel rauðar og grænar? DV-mynd Hlynur
Reykjavíkurmaraþonið:
sendir út eftir helgi
ihsföngum fólksins út frá skrán-
„Þeir sem luku skemmtiskokk-
inu en hafa ekki enn fengiö verð-
launapeningana sina í hendumar
fá þá væntanlega í pósti eftir helg-
ina því að þeir komu til landsins í
gær,“ sagði Katrín Atladóttir,
gjaldkeri Fijálsíþróttasambands
Islands.
Nokkuð hefur borið á óánægju
þeirra sem tóku þátt í Reykjavíkur-
maraþoninu þann 19. águst síöast-
liðinn þvi að verðlaunapeningamir
gengu til þurrðar og þvi urðu sum-
ir útundan.
„Þeir hafa verið að leita að heim-
íngarseðlunum og það eru um 140
manns sem eiga von á þessum pen-
ingi í pósti,“ sagði Katrín.
Katrín sagði að allt væri þetta
fólk sem tekið hefði þátt í skemmti-
skokkinu því að mun fleiri komu í
mark á þeirri vegalengd en í fyrra,
eða um 900 fleiri.
Peningarnir dugðu þvi ekki svo
að panta þurfti aðra sendingu frá
Bretlandi. Sökum anna hjá fyrir-
tækinu tafðist sendingin en er nú
sem sagt komin til landsins.
-ingo
„Atvihnuferill“ Heiðarstapaður
„Ég lánaði fyrir um það bil þremur
áram tvær plastmöppur í A4 stærð
sem í vora myndir af mér í starfi
erlendis og hér á landi við fórðun.
Einnig voru þar alls kyns módel-
myndir og fleira. Þetta er i raun minn
atvinnuferill,“ sagði Heiðar Jónsson
snyrtir sem leitar nú myndamapp-
anna sinna logandi ljósi.
Ef einhver blaðamaður eða annar
kann að vita um afdrif mappanna er
hann beðinn að hringja í Heiðar í
síma 623160 eða 75148.
-ELA
í dag mælir Dagfari
Bönnum, bönnum, bönnum
Formaðurinn í samtökum fisk-
verkenda og fiskvinnsluhúsa hefur
lagt til að banna útflutning á þorski
og ýsu. Þessi tillaga mun stafa af
því að fiskiskipin hafa verið uppvís
að því að sigla með aflann í tíma
og ótíma vegna þess að ytra fæst
meira verð fyrir fiskinn. Fisk-
vinnsluhúsin á íslandi borga
minna og fá þar af leiðandi minni
fisk til verkunar, nema þau borgi
til jafns við fiskmarkaðina erlend-
is.
Þetta er auðvitað ótækt fyrir fisk-
vinnsluna og þá er ráðið einfalt:
banna mönnum að sigla. Banna
sjómönnum að selja aflann fyrir
hæsta verð. Ef sett verður bann á
að sigla með fiskinn neyðist útgerð-
in til að selja hér heima og þá geta
fiskvinnsluhúsin verið nokkurn
veginn öragg með að greiða nógu
lágt verð til að það borgi sig að taka
við aflanum.
Það þarf nefnilega varla að taka
það fram að eftir því sem meira
fæst fyrir sjávarafla því hærri
veröa þjóðartekjurnar. Með því að
halda fiskverðinu niðri tekst
mönnum að halda lífskjöranum
niðri. Þar að auki fæst ekki nokkur
innfæddur maöur í fiskvinnslu
lengur og fiskvinnsluhúsin verða
að flytja inn erlendan starfskraft
til að hafa undan að vinna þann
fisk sem berst í húsin.
Kosturinn við útlenda verka-
menn í fiskvinnslunni er sá að ekki
þarf að borga þvi fólki önnur laun
en duga til að draga fram lífið með-
an íslendingar heimta sífellt hærri
laun og rífa kjaft. Útlendinga má
alltaf senda úr landi ef þeir rífa
kjaft en sama verður ekki sagt um
landann sem aldrei skilur þá hags-
muni fiskvinnsluhúsanna að
þeirra hagur og þjóðarhagur er
undir því kominn að borga sem
minnst.
Ef farið verður eftir tillögu for-
manns fiskvinnsluhúsanna kemst
það fyrirkomulag á að útflutningur
á helstu fiskistofnum verður bann-
aður en innflutningur gefinn frjáls
á vinnuafli til að gera að fiskinum
sem bannað er að flytja út. Er þetta
vissulega göfugur hugsunarháttur,
því staðreyndin er sú að atvinnu-
leysi er mikið í Póllandi og öðram
fátækum löndum og það hlýtur að
vera forgangsverkefni hjá höfuðat-
vinnuvegi landsmanna að draga úr
lífskjörum íslendinga með boðum
og bönnum til að geta útvegað út-
lendingum vinnu.
Slíkt bann verður og í samræmi
við aöra atvinnustefnu hér á landi.
Viö leyfum til að mynda fijálsan
útflutning á kindakjöti, enda borg-
ar þjóðin með hverju kílói af kjöti
sem sent er til útlanda. Það er í
góðu lagi að hafa frelsi í slikum
útflutningi, enda og í þágu erlendra
neytenda að fá sem ódýrast hráefni
frá íslandi eftir að íslendingar era
búnir að niðurgreiða framleiðsluna
ofan í þær þjóðir sem hafa betri
lífskjör heldur en við.
Innflutningur á iandbúnaðarvör-
um er aftur á móti stranglega bann-
aður, enda eru alla líkur á því aö
grænmeti og aðrar landbúnaöaraf-
urðir muni snarlækka í verði á
neytendamarkaðnum ef mögulegt
væri að kaupa slíkar vörar frá öðr-
um löndum. Þetta er yfirvofandi
hætta sem íslenskir stjórnmála-
flokkar hafa verið mjög á verði
gegn því lífskjör mundu snarbatna
með ftjálsum innflutningi.
Reyndar virðist þessi stefna vera
afar útbreidd og eiga miklu fylgi
að fagna því að hér á landi hafa
nýverið verið stofnuð sérstök sam-
tök til að standa vörð um lakari
lífskjör ogbeita sér þess vegna fyrir
því að sem minnst samstarf sé haft
við erlendar þjóðir. Það kemur ekki
til greina að stuðla að tollfijálsum
markaði fyrir íslenskar sjávarvör-
ur vegna þess að þá fæst meira fyr-
ir fiskinn og þá skapast ekki lengur
atvinna fyrir erlenda atvinnuleys-
ingja.
Þannig ber allt að sama brunni.
Banna ber innflutning á vörum
sem lækka framfærslukostnað og
banna skal útflutning á vörum sem
bæta þjóðarhag. Þegar sú óvænta
staða kemur upp að þorskurinn og
ýsan seljast fyrir hærra verð á er-
lendum mörkuðum skal umsvifa-
laust banna mönnum að selja fisk-
inn á þann markað. Þess í stað skal
flytja inn útlendinga til að vinna
fiskinn sem keyptur er á lægsta
fáanlegu verði. Með þeim hætti og
þeim hætti einum er mögulegt að
skapa hér stöðugt efnahagslíf og
draga úr þeim sveiflum sem betra
verð og auknar þjóðartekjur kunna
að hafa í för með sér.
Dagfari