Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1991, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1991, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1991. 5 Fréttir Jarðvegi f rá jarðganga- gerð rutt út í Langá - laxinnflýturdauðurniðurána Jón Víðir, DV, Suðureyit Þegar byijaö var á framkvæmdum við jarðgangagerð á Botnsdal í Súg- andafirði virðist allt benda til þess að verktakar hafi vaiið ódýrustu leið- ina fyrir sig, en kannski ekki fyrir vegagerðina, við að koma jarðvegi frá gangamunnanum. Að sögn sjónarvotta, sem fréttarit- ari DV ræddi við, var staðið mjög einkennilega að þessum jarðvegs- flutningum. Langá, sem er upp af Laxalóninu í Botni, var bókstaflega notuð í staðinn fyrir flutningstæki og var öllum jarðvegi af stóru svæði rutt beint í ána og áin þannig látin flytja mold og annan jarðveg til sjáv- ar. Við þessa framkvæmd voru að- eins notaðar beltagrafa og jarðýta svo ljóst má vera að jarðvegurinn átti aldrei að fara annað en í ána. Ekki stóð á afleiðingum þessa verknaðar því mold og leir settist í botn árinnar og laxinn fór að fljóta dauður niður ána. Nú er Langá og Lónið eins og kolmórauður drullu- pollur á að líta og ekkert hefur veiðst síðan þessar framkvæmdir hófust. Mjög góð veiði hafði verið þar á und- an. Veiðimenm. sem urðu að hætta eftir tvo og hálfan dag þegar áin mengaðist svona, voru búnir að fá 37 laxa á aðeins tvær stangir. Ekki er hægt að meta allt það tjón sem af þessu hlýst nú en ljóst að það er veru- legt. Laxeldi hér í Botni hófst fyrir 25 árum og hafa síðustu þrjú árin komið sérstaklega vel út. Litill bergvatnslækur rennur i kolmórauða bergvatnsána Langá í Súganda- firði eftir mengun verktaka við jarðgangagerö i Botnsdal. DV-mynd Jón Víðir Allir vilja hér í Súgandafiröi fá mn á norðanverðum Vestfjörðum og um en svona nokkuð má ekki endur- jarðgöng tíl að tengjast byggðarlög- rjúfa þá einangrun sem hér er á vetr- taka sig. GLASG0VL11® FERÐATILBOÐ MÁNAÐARINS Dagsferðir til Glasgow 20. og 21. september - endanlegt staðgreiðsluverð án flugvalla- skatta og forfallatryggingar aðeins kr. 11.900,- Brottför kl. 7.00 að morgni - komið aftur til Keflavikur kl. 11.00 að kvöldi. Flugtími aðeins ein klukkustund og fjörutiu og fimm mínútur. Tilvalið tækifæri til að eiga góðan dag i stórborginni, skoða sig um og heimsækja stórversl- anir og útsölur. Innifalið i verði: flug, ferðir frá flugvelli í Glasgow inn i borgina og til baka og islensk leiðsögn. ALLTAF MEÐ LÆGSTA VERÐIÐ — Fl IIHFERDIR = SGLRRFLUG VESTURGÖTU 12, SÍMAR 620066, 10661 OG 15331 xampox / skófatnaðui\ HAUSTSKORNIR KOMNIR xampox / skófatnaður\ Mjög sterkur og þægilegur hversdagsskór. Nabuc leður. Reimaður. Litur - dökk grænn. St. 36-41. %tira*n**u Stílhreinn og glæsilegur kvenskór úr nabuc-leðri. Allur leðurfóðraður. Leðursóli. Litur - svartur. St. 36-41. Sterkur og vandaður leðurskór með sóla sem þolir m.a. olíu, bensín, síru ofl. Litur - svartur. St. 36-41. Nánast sami skór og 7990, nema hvað saumur er yfir ristina. 3>ér gengur betur á góðum skóm... SKÓS4LAN LAUGAVEGI 1 - SÍMI 1-65-84 Loðfóðraður kuldaskór úr rúskinni. Hefur margsannað sig við íslenskar aðstæður undanfarin ár. Litir - brúnt og svart. St. 41-46. (36-41 vænt.l.) ^tiramryu Sérlega þægilegur kvenskór úr rúskinni. Allur leðurfóðraður. Litur - svart. St. 36-41.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.