Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1991, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1991, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1991. 11 Utlönd Kóknærfót- festu í Eystra- saltsríkjunum Fáum dögum eftir að Sovétstjómin viðurkenndi sjálfstæði Eystrasalts- ríkjanna þriggja náði sjálft tákn vest- ræns kapítalisma fótfestu í löndun- um. Þetta er að sjálfsögðu Coka Cola sem hér eftir verður til sölu á hverju götuhorni. Það er Norðurlandadeild kókverk- smiðjanna bandarísku sem annast framleiðslu og dreifingu á drykknum í Eystrasaltslöndunum. í framtíðinni er ætlunin að koma upp átöppunar- verksmiðjum fyrir austan Eystra- saltið. Til þessa hefur Norðurlanda- deildin haft yfirumsjón með fram- leiðslunni í Noregi, Svíþjóð, Finn- landi og íslandi. Kók var fyrst boðið til sölu í Moskvu og Leníngrad, nú Péturs- borg, árið 1979. Nú í mánuðinum á einnig að færa út kvíarnar til Úkra- ínu og hefja sölu á kóki í höfuðbog- inni Kænugarði. NTB Norðmaður kyrkti unnustu sína Norðmaður á fertugsaldí hefur ver- ið handtekinn í Kaupmannahöfn fyr- ir að hafa kyrkt unnustu sína. Mað- urinn gaf sig sjálfur fram við lögregl- un og sagði frá hvernig komið var. Hann hefur nú verið úrskurðaður í 25 daga gæsluvarðhald. Unnusta hans var 27 ára gömul. Maðurinn kom á lögreglustöð í Kaupmannahöfn síðdegis á sunnu- daginn og sagði að hann hefði myrt unnustu sína í íbúð þeirra á Nörrebro. Lögreglan fór á staðinn og fann konuna þar sem hún lá önduð í hjónarúminu og hafði líkinu verið misþyrmt. Vitað er að Norðmaður- inn var mjög drukkinn kvöldið áður en verknaðurinn var framinn. Ritzau Færeyingar björguðu langreyði Færeyingar geta nú kraflst viður- kenningar frá umheiminum á að þeir láti sér mjög annt um hvali. Fær- eyska gæsluskipið Ólafur Helgi var fyrir síðustu helgi sent til að bjarga langreyði þar sem hún lá strönduð á suðurodda Austureyjar. Skipverjar höfðu snör handtök við verkið og björguðu hvalnum frá bráðum bana þar á ströndinni. Það voru nokkur skólabörn sem fyrst sáu hvalinn þar sem hann var landfastur á oddanum. Um var að ræða unga langreyði sem var orðin nokkuð sár eftir að hafa legið í fjöru- grjótinu en ekki lífshættulega. Lang- reyður er friðuð tegund. Fjöldi fólks fylgdist með björgun- inni og skólahaldi var aflýst í skóla eyjarinnar þennan dag. Færeyingum þykir sem með þessu sé sannað að þeir láti sér annt um hvali hvað sem grænfriðungar og aðrir hvalavernd- unarmenn segja. Ritzau Skotar brugga græntviskí Skoskir bruggarar í Springbank brugghúsinu hafa uppgötvað að þeir eiga tvær ámur af grænu viskíi. Ætl- unin er að selja áfengið á almennum markaði og sjá hvort það reynist nokkuð síðri söluvara en hefðbundið ljósbrúnt viskí. Venja er að láta viskí eldast í eikar- ámum sem áður hafa verið notaðar undir sérrí en fyrir 18 árum var viskí í brugghúsinu sett á ámur undan rommi. Þegar farið var að skoða í ámurnar nú á dögunum kom í ljós að innihaldið var ljósgrænt. Bragðið er alveg nýtt en að sögn sérfræðinga prýðisgott. Reuter Allt bendir nú tíl að leit eftir, gulli á austurströnd Grænlands verði til einskis. Grænlendingar hafa undanfarið ár bundið nokkrar vonir við að þar fmnist guU í vinn- anlegu magni og að það eigi eftir að létta nokkuð á skuldum lands- sjóðsins. Niðurstöður rannsókna í sumar benda hins vegar til að lítið sé af gulli á þessum slóðum. Borað hefur verið á þremur stöð- um á svæðinu frá Ammassalik að Scoresbysundi en sáralítið hefur fundist af hinum dýra málmi. Von- ir stóðu einnig til að þar væri plat- ínu að finna en hún hefur ekki heldur komið í leitirnar. Það er kanadíska fyrirtækið Plat- inova sem hefur annast boranirn- ar. Eftir frumrannsóknir síðasta sumar töldu forráðamenn fyrir- tækisins að gnægð væri af dýrum málnum á Austur-Grænlandi og fengu heimild til að rannsaka mál- ið. Rannsóknum hefur nú verið hætt í bili og enn er óákveðið hvort hafist veröur handa að nýju næsta sumar. Auk Platinova hafa námafyrir- tæki frá Bandaríkiunum og Eng- landi tekið þátt í rannsóknunum. Ef af gulivinnslu hefði orðið var talið hentugast að hafa bækistöðv- ar á íslandi. Ritzau DUNDURUTSALA - FRABÆRT VERÐ Aspen 599 krumpug. Fjólubl., S-M-L-XL. Verð kr. 3.280,- Keflavík krumug. Madonna krumpug. Sinnepsg/fjólubl. S-M-L-XL. Grátt/grænt. Fjólubl/sinnepsg. S-M-L-XL. S-M-L-XL. Verð kr. 3.280,- Verð kr. 2.880,- Anna Gult/hvítt/bleikt. S-M-L-XL. Verð kr. 2.880,- Pony Gult. M-L-XL-XXL. Verð kr. 2.660,- IIUIIIC nc of Iceland VERSLUN SKIPHOLTI 37 SÍMAR 31515 Linda Helsingborg Joggingefni. Bleikt. S-M-L-XL. M-L-XL. Verð kr. 1.960,- Verð kr. 2.660,- Mexico Lilla/grænt. S-M-L-XL. Verð kr. 2.880,- Super M-L. Verð kr. 3.280,- ATH.: EINNIG BARNAGALLAR OPIÐ VIRKA DAGA 10-18, LAUGARDAGA 10-16 m tmsnouMN ^dT^nda. SKILAR BETRI ÁRANGRI hverjum tíma REYKJAVIK: FÓSTBRÆÐRAHEIMILIÐ, LANGHOLTSVEGI109-111 (EKKI í SÍMA) Njarðvík - Stokkseyri - Þorlákshöfn HAFNARFJÖRÐUR: Reykjavíkurvegi 72, Sími 65-22-85 Raðgreiðslur ~-J KENNSLA HEFST 14. SEPT. Barnadansar Gömludansarnir Samkvæmisdansar Suðuramerískir (standard, latin) Félagar í FÍD og DÍ Bjóðum einkatíma eftir samkomulagi Lokaðir tímar fyrir félagasamtök og aðra hópa LANDSBYGGÐIN: AUGLYST VERÐUR I VIÐKOMANDI BYGGÐARLAGI.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.