Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1991, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1991, Blaðsíða 12
12 Spumingin MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1991. Ferðast þú oft með strætisvagni? Snorri Páll Jónsson nemi: Nei, aldr- ei, ég feröast allt á einkabíl. Reynir Þór Reynisson nemi: Nei, ég feröast meö bíl. Egill Þ. Steingrímsson nemi: Nei, ég á bíl svo ég fer á honum þaö sem ég þarf aö ferðast. Ragnar Fjalar nemi: Nei, ég ferðast meö einkabíl eða fótgangandi. Elín Einarsdóttir, atvinnulaus: Já, stundum, en þó oftar með bíl. Anna Rósa Þórðardóttir, vinnur á Pósthúsi: Já, ég ferðast mjög mikið með strætó. Lesendur Erum við þrælar eða menn? Uppgjör við fortíð í Tékkóslóvakíu: Havel hreinsar til Einar Magnússon skrifar: Sl. laugardag heyrði ég á útvarps- stöðinni Bylgjunni frétt sem mér fannst einkar óvenjuleg og hugsaði með mér að lestrinum loknum að nú fengju aðdáendur Václavs Havel, for- seta Tékkóslóvakíu, kannski örlítinn kipp í magavöðvana. En eins og fram hefur komið eru í menningunni hér á landi einstaklingar sem vart geta vatni haldið yfir þvi að forseti Tékkó- slóvakíu skuli vera leikritahöfundur. Var verk eftir þennan annars harðsnúna og heilbrigða stjórnmála- mann, forseta Tékkóslóvakíu, fært upp hér með mikilli serimóníu og fleðulátum fyrir ekki löngu. Áðurnefnd Bylgjufrétt sagði frá því að ríkisstjórn Václavs Havel í Tékkó- slóvakíu hefði nú bannað starfsemi Alþjóða nemendasambandsins (Int- ernational Union of Students), Al- þjóða blaðamannasambandsins (Int- ernational Organization of Jouma- lists) og Alþjóða verkamannasam- bandsins. - Þessi félög höfðu öll aö- setur í Tékkóslóvakíu og fóru mikinn á árum áður í áróðri sínum gegn vestrænu þjóðskipulagi og hinum vondu og grimmu kapítalistum. Þessi samtök hafa nú öll sameinast öðrum fórnarlömbum falls kommún- ismans eins og sagði í lok fréttarinn- ar. Þessi ákvörðun ríkisstjórnar Tékkóslóvakíu er auðvitað eina raunhæfa leiðin til að uppræta og losna við það kaun sem þessi öflugu alþjóðasamtök voru og gætu enn ver- ið á framþróun lýðræðis í Tékkósló- vakíu og víðar í Austur-Evrópu. Það er hins vegar hætt við að einhverjum aðdáanda Havels hér á landi þyki hann nú færa sig skrefi frá þeirri ímynd sem þeir voru búnir að byggja um þennan framsýna og vinsæla for- seta. Havel og stjórn hans vita þó áreiðanlega hvað þau eru að fara með þessari tilskipun. - Tékkar vilja ekki sæta ámæli fyrir að líða frekari undirróður, jafnvel þótt hann komi frá heimsþekktum alþjóðasamtök- um. Því ákváðu þeir að hefja uppgjör við kommúnismann með þessum eft- irtektarverða hætti. Frá Prag, höfuðborg Tekkoslovakiu. Guðbjörn Guðmundsson, stjórn- málafræðinemi og félagi í FUJ í Reykjavík, skrifar Þaö er sama hveijir eru í stjórn, allt miðast við að níðast á þeim lægst launuðu. Gott dæmi um þetta eru áætlanir um hvemig eigi að ráðstafa gríðarmiklum umframbirgðum af lambakjöti sem safnast hefur upp í landinu. Landbúnaðarráðherra hef- ur valið þann kost að losna vð þetta kjötfjall með því að urða það eða selja Mexíkönum á niðursettu verði. Mexíkanar eiga að borga 37 krónur fyrir kg á meðan útsöluverð á lamba- kjöti fyrir íslendinga kostar 307 krónur. Halldór Blöndal landbúnaðarráð- herra sagði í sjónvarpsviðtali á dög- unum að það væri svo mikið af lambakjöti í landinu að landsmenn gætu ekki torgað því. Þetta er mis- skilningur hjá honum, það er til fullt af fólki í þessu landi sem ekki getur veitt sér það að kaupa lambakjöt nema stöku sinnum, t.d. ellilífeyris- þegar, verkafólk og ungt fólk sem er að byrja að búa. - Er ekkert hugsað til þessa fólks? Þetta sama fólk er búið að taka á sig kjaraskerðingu hvað eftir annað í nafni þjóðarsáttar. Það er auðséð hvað landbúnaðarráðherra hefur í huga. Hann ætlar að losna viö gamla kjötið í urðun eða á utanlandsmark- að á niðursettu verði. Með því móti getur hann selt nýja kjötið á upp- sprengdu verði. - Við launþegar eig- um að borga með þessu kjötfjalli á haugana eða á utanlandsmarkaö í stað þess að fá að neyta þess sjálfir. Ég skora á landbúnaðarráðherra að hætta öllum hugmyndum um urð- un eða útflutning og lækka verðið hiö snarasta. Þegar nýja kjötið kem- ur á markað mætti bjóða tvo skrokka á verði eins. - Eða m.ö.o. einn gam- all fylgir einum nýjum. Ég hvet landslýð til aö mótmæla þessum að- gerðum ríkisstjórnarinnar harka- lega. Viö getum ekki látið fara með okkur eins og þræla endalaust. Við búum í lýðræðisríki. Forsenda þess að almenningur hafi áhrif er að hann láti í sér heyra. - Það vill svo til að landbúnaðarráðherra hefur umboð sitt frá almenningi þessa lands en ekki guði. En það er ekki hægt að kenna Hall- dóri Blöndal og félögum hans í Sjálf- stæðisflokknum um allt. Ekki má gleyma að Alþýðuflokkurinn á aðild að þessari ríkisstjórn. Eitt af aðal- baráttumálum þess flokks í síðustu kosningum var að taka landbúnaðar- kerfið fóstum tökum en um leið að tryggja jafnrétti. Samræmist það hugmyndafræði Alþýðuflokksins að taka mat frá munni þeirra sem minna mega sin og senda til Mexíkó á kostnað þessa sama fólks? Er Al- þýðuflokkurinn ekki í ríkisstjórn til að standa vörð um rétt launþega? Innborgun krónur ein, ný staða krónur núll GREIÐSLUKVIT T U N 29.08.91 143840 IFSl/IFP2/HHE AÐEAG ELDRI GJtJLD ALAGNING 0 OGR.DRV. 0 KOSTNAÐUR 0 GJdLD ARSINS ALAGNING 1 OGR. DRV. 0 KOSTNAÐUR 0 INNBORGUN 1- NÝ staða 0 1 29W»J-öatHi , „Ný staða núll.“ Hlynur Þór Magnússon ísafirði skrif- ar: Unglingur nokkur á ísafirði fékk nýlega álangingarseðil frá skattstjór- anum í Vestfjarðaumdæmi í pósti, burðargjald kr. 26. Þar kom fram, að viðkomandi á ógreidda eina krónu í útsvar. Þá fekk hann greiðslukvittun frá innheimtumanni ríkissjóðs þar sem fram kemur aö gjaldandinn hef- ur staðið skil á þessari einu krónu, - ný staða 0. Stundum er því haldiö fram að það séu tölvurnar sem geri svona hluti. Helst að skilja að enginn mannlegur máttur geti ráðið við það sem tölvun- um þóknast að gera. Þetta er rugl. Tölvurnar gera ekkert annað en það sem þeim er sagt að gera. Það er til dæmis einfaldasta mál í heimi að segja tölvunum að fella niður álagn- ingu eða skuld sem er undir ein- hverju tilteknu lágmarki, hvort sem það eru eitt hundrað krónur eða hvaða upphæð sem er önnur, þegar það er augljóst að tilkostnaður viö innheimtu og greiðslu skuldarinnar er margfalt meiri en upphæðin sjálf, eins og í þessu tilviki. Öhófleg álagn- ingávarahluti Haraldur skrifar: Ég hef nokkrum sinnum þurft að kaupa varahluti i tæki og vél- ar. Mér blöskrar verðið. I eitt skiptið pantaði ég sjálfur simleið- is hlut nokkurn sem átti að kosta hér rúmar 24 þúsund krónur sem mér fannst ofurverð. Ég spurðist því fyrir í várahlutaverslun í Bretlandi hvað það kostaði áður en ég pantaöi. - Veröið var tæp 9 þúsund. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég kemst að betri kaupum erlend- is, þótt fragt sé greidd líka, skatt- ur ogaðflutningsgjöld ef um slíkt er að ræða. - Ég held aö hér hljóti að vera um mismun að ræða sem beinlínis felst í álagningu hér heima. Það er áreiðanlega víðar en á einu viðskiptasviði sem álagningin hér á landi er ófhóf- leg. Af því súpum við seyðiö og lifum í yfirmáta dýru þjóðfélagi. Ekkisenda Þröst til Moskvu Tryggvi Þorvaldsson skrifar: Ég mótmæli harðlega að Þröst- ur Ólafsson, aðstoðarmaður ut- anríkisráðherra, verði sendur til Moskvu á mannréttindaráð- stefnu nú á næstunni eins og áætlað er. Þannig vfil nefnilega til að Þröstur er annar formaður sjávarútvegsnefhdar sem skipuð var nýlega. Auk þess sem hann hefur gríðarlega mikið að gera yfirleitt. Það kom m.a. upp nú nýlega að fluttur var út alltof mikill fiskur án þess að leyfi væri fyrir útflutningnum. Þetta eftirlit er aðeins eitt af mörgum verkefn- um Þrastar. Það á að nota sendiherra okkar erlendis til að sinna svona ráð- stefnum. - „Spara, spara,“ segja ráðherrar. Óg svo eyða stjórnvöld og eyða í það óendanlega! Sigmundur verði forseti Eiríkur H. Þorsteinsson skrifar: Ég vil koma á framfæri tillögu um næsta mann í embætti forseta lýðveldisins. Þaö er dr. Sigmund- ur Guðbjarnason, fráfarandi há- skólarektor. Sigmundur er nátt- úruvísindamaður í fremstu röð Og hefur unnir þjóðþrifastarf með hjartarannsóknum sínum. Hann er íslenskur lýðræðis- og fullveld- issinni: Telur starf stjómenda meir felast í því að leiðbeina en beita valdboði, og mælir gegn því að landið beygi sig undir evrópsk- ar valdastofhanir. Hann hefur einnig í verki stutt fullveldi landsins með þeirri stefhu sinni aö opna atvinnuvegunum aðgang aö þekkingu Háskólans. Þjóðin þarf nýja stjórnendur, nú á þessum úrslitatímum. En til þess aö slíkt geti þó oröið að gagni, dugir ekki minna til en aö tekiö sé hér upp nýtt og uppruna- legra stjórnskipulag í stað þess sem nú er og að mestu er upp tekið eftir valdaþjóðum Evrópu. Pallíettuskórinn týndist Aldís hringdi: Ég fór á reiðhjóli mínu sem leið liggur frá Vesturgötu inn að Borgarleikhúsi sl. fimmtudag. Á loiðinni kom gat á bréfþoka sem ég geymdi skó í sem ég hafði meðferðis. Þannig datt annar skórinn úr pokanum á leiðinni án þess að ég vissi af. - Þetta er arabískur flatbotna skór, raarg- litur með pallíettum. Þar sem þetta eru skór sem mér eru sérlega hjartfólgnir er mér sárt um að týna öðrum þeirra. Sá sem hugsanlega hefur fundið þennan dýrmæta skó er vinsam- lega beöinn að hafa samband í síma 68800 eða 22996.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.