Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1991, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1991, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1991. MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1991. 17 fþróttir Guðmundur Torfason á leikvangi St. Mirren, Lowe Street. Guðmundur gerir sér vonir um að leika gegn efsta liðinu, Hearts, á laugardaginn kemur. Stjarnan féll í 2. deild - eftir jafntefli í Eyjum, 1-1 Ómar Garðaisson, DV, Eyjunr Eftir þriggja daga seinkun náðist loks að ljúka leik ÍBV og Stjörnunnar á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í gærkvöldi og losnaði þar með um mikinn hnút í 1. deildinni. Fram aö þessum leik gat farið svo að sex lið berðust fyrir lífi sínu í deildinni i siðustu umferðinni, en úrslitin urðu jafntefli sem þýöir að Stjarnan fellur í 2. deild ásamt Víði. Strax á fyrstu mínútu var ljóst að bæði lið ætluðu sér sigur i þessum leik og ekki voru liðnar nema ijórar mínútur af leiknum þegar fyrsta markið leit dagsins ljós og þar voru Eyjamenn að verki. Friðrik Sæ- bjömsson sendi boltann fyrir mark Stjörnumanna og dansaði hann á markslánni fyrir fætur Tómasar Inga sem gaf boltann á Leif Geir sem skoraði með skalla, 1-0. Þá var eins og Stjörnumenn tækju við sér og komu þeir meira inn í leik- inn. Náðu tökum á miðjunni á meðan Eyjamenn bökkuðu. Náðu þeir að skapa sér nokkur tækifæri og jöfn- uðu á 32. mínútu. Var það Ingólfur Ingólfsson sem skallaði boltann í net Eyjamanna eftir fyrirgjöf frá Ragnari Gislasyni. Staðan 1-1 og urðu það lokatölur leiksins. Vestmannaeyingar komu tviefldir til leiks í seinni hálfleik, en stórgóð markvarsla Jóns Otta varð til þess að Stjörnumenn fengu ekki fleiri mörk á sig. Sagan úr fyrri hálfleik eridurtók sig því þegar líöa tók á síðari hálfleik færðust þeir í aukana og börðust eins og ljón fram á síðustu sekúndu, en Eyjamenn lögðust í vörn, greinilega sáttir við eitt stig. Bragi Bergmann dómari þurfti að lyfta gula spjaldinu fimm sinnum og rétt fyrir leikslok var Heimi Erlings- syni vikið af leikvelli eftir gróft brot á Tómasi Inga. „Þaö er frábært að þessu er lokiö og við búnir að tryggja okkur í deild- inni,“ sagði Heimir Hallgrímsson, fyrirliði ÍBV, eftir leikinn. „Nú eigum við bara eftir að velja hverjir verða íslandsmeistarar." Hann sagði að leikurinn hefði verið harður. „Og dómarinn missti hann algjörlega úr böndum. Hvorugt liðiö ætlaði að gefa sig og svoleiðis leikir verða alltaf erfiðir." Sveinbjörn Hákonarson sagöi aö þeir Stjörnumenn hefðu komið sof- andi til leiksins. „En frá 15. mínútu fyrri hálfleiks vorum við sterkari aðilinn og héldum því út leikinn. En dæmið gekk ekki upp eins og í þess- um sex jafnteflisleikjum okkar í sumar. Við áttum að vinna þá alla, nema kannski einn, og þvi fór sem fór,“ sagði Sveinbjörn sem verður ásamt félögum sínum að bíta í það súra epli að spila í 2. deild að ári eft- ir tveggja ára dvöl í þeirru fyrstu, en þeir komust í 1. deild árið 1989 ásamt ÍBV. Besti maður vallarins var Hlynur Stefánsson, einnig voru Leifur Geir, Tómas Ingi og Elías góðir hjá ÍBV. Jón Otti var hetja Stjörnumanna og Þór Ómar var oft stórhættulegur á kantinum. Guðmundur á góðum batavegi - leikur Hklega gegn Hearts Atli Eðvaldsson býr sig undir að skjóta með hægri fæti og augnabliki síðar lá boltinn í markinu hjá Fram. Pétur Marteinsson Framari fékk engum vörnum við komið og fyrir aftan Atla fylgist Bjarki Pétursson spenntur með. DV-mynd GS íslandsmótið í knattspymu -1. deild: Gunnar færði Víkingi gullna möguleika - jafnaði á elleftu stundu fyrir KR í 2-2 leik gegn Fram Verður Gunnar Oddsson, KR-ingur, gerður að heiðursfélaga í Víkingi að þessu keppnistímabili loknu? Allavega hljóta Víkingar að hugsa ákaflega hlýtt til keflviska varnarmannsins í vestur- bæjarliðinu - hann færði þeim í gær gullna möguleika á íslandsmeistaratitl- inum með því að skora jöfnunarmark KR, 2-2, gegn Frömurum, keppinautum Víkinga, á lokamínútunni í leik liöanna á KR-vellinum. Leiktíminn var að renna út þegar KR fékk hornspyrnu. Boltinn barst um vítateiginn þar til Gunnar henti sér fram, einn og óvaldaður i markteign- um, og skallaði boltann niður í hornið. KR-ingar og Víkingar á áhorfendapöll- unum fögnuðu í sameiningu - leikmenn Fram stóðu eftir niðurlútir. Þeir höfðu staðið með pálmann í höndunum eftir að hafa náð 1-2 forskoti í leiknum - með sigri hefðu þeir haft tveggja stiga forskot á Víkinga fyrir lokaumferðina. Nú þurfa þeir að vinna þremur mörk- um stærri sigur á ÍBV en Víkingar vinna á Víði á laugardaginn til að hreppa titilinn, ellegar treysta á að Víð- ir taki stig af Víkingi. Fékk boltann í 70 sentímetra hæð „Við ákváðum að breyta horninu og taka það stutt. Rúnar átti skot, Siggi náði að pota í boltann og ég fékk hann allt í einu í 70 sentímetra hæð og henti mér fram,“ sagði Gunnar Oddsson í samtali við DV eftir leikinn. „Við ætluðum okkur sigur og stefnd- um á Evrópusætið en með þessum úr- slitum er það því miður úr sögunni. Við náðum að rífa okkur upp þegar Rúnar kom inn á með góöan hreyfanleik og spil, það er það sem hefur vantaö hjá okkur undanfarið," sagði Gunnar. Spiluðum bara einn hálfleik „Það var svekkjandi að fá þetta mark á sig, en staðreyndin er sú að við spiluð- um bara einn hálfleik í leiknum. Mark- ið breytir stöðunni mikið, við verðum að spila gegn ÍBV eins og í seinni hálf- leiknum. Við þurfum aö sigra stórt en það þýðir ekki að spila bara sóknarleik gegn Eyjamönnum, viö verðum að sækja af skynsemi á laugardaginn," sagði Ásgeir Elíasson, þjálfari Fram. KR-ingar voru mun betri aðilinn í fyrri hálfleik, spiluðu ágætlega og tóku forystuna verðskuldað undir lok hans þegar Atli Eðvaldsson skoraði með góðu skoti úr vítateignum eftir fyrirgjöf Sigurðar Arnar Jónssonar. Ódýrt mark Ríkharðs Fram náði undirtökunum í seinni hálf- leik og sótti stíft og það skilaði sér að lokum með tveimur mörkum á fimm mínútum. Þó sluppu Framarar með skrekkinn þegar Björn Rafnsson hikaði í dauðafæri við mark þeirra. Ríkharður Daðason lagði upp mark fyrir Baldur Bjarnason, 1-1, og síðan skoraði Ríkharður ódýrt mark með skoti af 20 metra færi, Ólafur Gott- skálksson, markvörður KR, misreikn- aði boltann sem lá í netinu við hliö hans. Synd fyrir Ólaf sem átti að öðru leyti mjög góðan leik og hafði bjargað tvíyegis frá Antoni Birni Markússyni og Jóni Erling sem komust einir gegn honum. Kraftur með Rúnari Átta mínútum fyrir leikslok kom Rúnar Kristinsson inn á hjá KR, eftir að hafa verið frá vegna meiðsla síðan liðin mættust í fyrri umferðinni. Við það kom aukinn kraftur í KR-inga, þeir sóttu stíft í lokin og uppskáru mark sem var eftir atvikum verðskuldað. KR-ingar áttu í heildina ágætan leik. Þeir misstu tökin á honum í síðari hálf- leik en sýndu mikinn karakter með því að ná að jafna í lokin. Sigurður Björg- vinsson átti stórgóðan leik í vörninni og Atli Eðvaldsson var skæður í sókn- inni, ávallt hættulegur í og við vítateig Fram. Hjá Fram lék Kristján Jónsson mjög vel í vörninni en að öðru leyti voru Framarar samtaka í sínum aðgerðum, allir undir getu í fyrri hálfleik og allir virkiríþeimsíðari. -VS Miklar líkur era á að Guðmund- ur Torfason geti leikiö með St.Mirren um næstu helgi en þá leikur liðið á heimavelli sínum, Love Street, gegn Hearts sem nú er á toppi skosku úrvalsdeildarinn- ar í knattspymu. Eins og kunnugt er kjálkabrotn- aði Guðmundur í æfingaleik með St. Mirren rétt fyrir upphaf tíma- bils og hefur ekkert leikið með fé- laginu siðan. „Ég fer í læknisskoðun í dag og þá fær ég það á hreint hvort ég geti leikið. Eg tel möguleikana vera um 90%. Ég hef verið á séræfingum og þannig haldið mér í góðu formi og vonandi get ég leikið á laugar- dagínn,“ sagöi Guðmundur í sam- tali við DV. St. Mirren hefur gengiö illa það sem af er móti og í dag er liðiö i næstneðsta sæti með aðeins 2 stig og hefur enn ekki unniö leik í deild- inni. „Það hefur ótrúleg óheppni elt okkur og sterkir leikmenn hafa lent í meiðslum. Þýski leikmaður- inn Thomas Stickroth sleit kross- bönd í hné rétt fyrir mótið og mark- vörður liðsins, Money, meiddist illa í upphafi móts og þeir eru enn frá. Hins vegar hefur liðið leikið ágæt- lega og um síöustu helgi var liðið óheppið aö leggja ekki Celtic að velli. Viö erum með mun betri hóp nú en i fyrra og það er bara tíma- spursmál hvenær liðiö hrekkur i gang,“ sagði Guömundur. Guömundur var spurður hvernig honum litist á ráðningu Ásgeirs Elíassonar í stöðu landsliðsþjálfara og hvort hann gæfi kost á sér í landsliðið. „Ég er mjög ánægður með ráðn- ingu Ásgeirs og tel að ekki hafi verið hægt að fá hæfari mann í starfiö. Númer eitt hjá mér í dag er aö ná mér af meiðslunum og standa mig vel hérna úti en hvað varðar landsliðið þá verður þaö bara að koma í ljós,“ sagði Guð- mundur. -GH Evrópukeppni 1 körfubolta: KR-ingar veittu harða mótspyrnu - SPI Wien skoraði sigurkörfuna á síðustu sekúndunni og sigraði, 89-87 KR-ingar komu heldur betur á óvart í fyrri leiknum gegn austur- ríska liðinu SPI Wien í Evrópu- keppni félagsliða í körfuknattleik. Lokamínútur leiksins voru æsi- spennandi og réðust úrslitin ekki fyrr en á síðustu sekúndunum þegar austurríska hðið skoraði sigurkörf- una og sigraði með tveggja stiga mun, 89-87. í hálfleik var staðan jöfn, 47-^7. KR-ingar léku við sinn hvern flng- ur í leiknum í Vínarborg í gærkvöldi en austurríska liðið er eingöngu skipað atvinnumönnum. KR-ingar báru enga virðingu fyrir mótherjan- um, baráttan var allsráðandi frá upp- hafi til enda. Axel Nikulásson lék ekki með vegna bakmeiðsla og varö það til að þjappa mannskapnum enn betur saman og tók Hermann Hauks- son stöðuna og skilaði sínu hlutverki frábærlega. Liðin skiptust á að hafa forystu í fyrri hálfleik en um tíma náðu KR- ingar þó fimm stiga forskoti, 27-32. Mótspyrna KR-inga kom Austurrík- íslenska landsliðið í handknattleik skipað leikmönnum 21 árs og yngri tapaði í gær fyrir Svíum, 19-21, á heimsmeistaramótinu sem nú stend- ur yfir í Aþenu. Þetta var fyrsti tap- leikur íslenska liðsins á mótinu og enn einu sinni urðu íslendingar að láta í minni pokann fyrir Svium á handknattleiksvellinum. Svíar höfðu undirtökin lengst af í leiknum. Þeir hófu leikinn með lát- um og komust í 6-1 og höfðu þriggja marka forskot í hálfleik, 11-8. íslend- ingar léku með 6:0 í fyrri hálfleik en í þeim síðari breytti Gunnar Einars- son þjálfari um leikaöferð og strák- arnir léku 5:1 vörn. Dauðafæri fór forgörðum þegar staðan var jöfn íslendingar náðu betri tökum á Sigurður Bjarnason, sem leikur með þýska félaginu Grosswaldstadt í vet- ur, átti góðan leik gegn Svíum og skoraði fimm mörk. Sigurður er i mjög góðu leikformi um þessar mundir. ismönnum algjöra í opna skjöldu og 1500 áhorfendur, sem troðfylltu íþróttahöllina, stóðu á öndinni. Áður en fyrri hálfleikur var allur náöu heimamenn að jafna metin. Seinni hálfleikur var í járnum all- an tímann og það var ekki fyrr en leiktíminn var að renna út að heima- menn náöu að skora sigurkörfuna. Páll Kolbeinsson lenti í villuvand- ræðum í fyrri hálfleik og beitti sér ekki sem skyldi en í þeim síðari sýndi hann sínar bestu hliðar. Liðsheildin var frábær í KR-liðinu því fáir áttu von á því að KR-inga myndu standa í þessu sterka liði. Síðari leikur liðanna í keppninni verður í Vínarborg á morgun, fimmtudag. Stig KR: John Bear 29, Guðni Guðnason 22, Hermann Hauksson 18, Páll Kolbeinsson 14, Matthías Ein- arsson 4, Lárus Árnason 2. Dómarar leiksins voru frá Tékkó- slóvakíu og Ungverjalandi og dæmdu mjög vel. leiknum og þegar um 5 mínútur voru til leiksloka hötðu íslendingar náð að jafna metin, 19-19. Gústaf Bjarna- son fékk stuttu síðar gullið tækifæri til að koma íslendingum yfir í fyrsta sinn í leiknum en honum brást boga- listin úr dauðafæri, Svíar brunuðu upp og komust yfir og tryggðu sér tveggja marka sigur með öðru marki í lokin. „Við byrjuðum leikinn mjög illa og það má segja að við höfum veriö nær allan leikinn að vinna upp forskot Svía sem þeir náðu í upphafi leiks. Þá var sóknarleikurinn ekki nógu góður og sömuleiðis markvarslan en vörnin stóð fyrir sínu, sérstaklega eftir að við lékum 5:1 vörn. Svíar eru með sterkt lið en ég held að strákarn- ir hafi ekki komið hræddir til leiks gegn þeim þó svo að Svíar hafi verið okkur erfiðir á handboltasviðinu," sagði Gunnar Einarsson, þjálfari ís- lenska landsliðsins, í samtali við DV. ísland á enn möguleika á verðlaunasæti íslendingar eiga þó enn möguleika á verðlaunasæti á mótinu. I síðasta leik sínum í milliriðhnum mæta þeir Þjóðverjum. Vinni ísland þann leik og tapi Svíar fyrir Sovétmönnum þá hafnar íslenska liðið í 2. sæti í milli- riðlinum og leikur þá til úrslita um þriöja sætið. Gunnar Andrésson, leikstjórnandi íslenska liðsins, lék mjög vel í leiknum gegn Svíum og skoraði hann alls 8 mörk í leiknum. Mörk íslenska liðsins skoruðu þess- ir: Gunnar Andrésson 8, Sigurður Bjarnason 5/1, Gústaf Bjarnason 2, Björgvin Rúnarsson 2 og Patrekur Jóhannesson 2. Staðan í riðhnum er þannig: Sovétríkin.....4 3 1 0 115-88 7 Svíþjóð........4 2 2 0 96-84 6 ísland.........4 2 1 1 88-84 5 Þýskaland......4 0 2 2 91-97 2 Danmörk........4 0 2 2 85-94 2 Kórea.........4 1 0 3 99-127 2 -GH Jslandsmótið o 1991 Samskipadeild KR-Fram 2-2 (0-1) 1-0 Atli (39.), 1-1 Baldur (71.), 1-2 Ríkharður (76.), 2-2 Gunnar O. (90.) Lið KR: Ólafur, Sigurður B„ Sig- urður Örn, Gunnar 0., Sigurður Ó„ Björn (Óskar 61.), Ragnar, Heimir, Gunnar S„ Bjarki (Rúnar 82.), Atli. Lið Fram: Birkir, Pétur 0„ Pétur M„ Kristján, Kristinn, Steinar, Pétur A. (Asgeir 67.), Anton (Hauk- ur 86.), Baldur, Jón Erling, Rík- harður. Gul spjöld: Engin. Rauð spjöld: Engin. Dómari: Þorvarður Björnsson, var ákveðinn en gerði nokkuð af mistökum. Áhorfendur: 1.730. Skilyrði: Ágætt veður, þó svöl gola. Grasvöllurinn ágætur á könt- unum, þungur á miðjunni og illa farinn í syðri vítateignum. ÍBV-Stjarnan 1-1 (1-1) 1-0 Leifur Geir (4.), 1-1 Ingólfur (32.) . Lið IBV: Þorsteinn, Friðrik, Heimir, Jón Bragi, Elías (Martin 77.), Nökkvi, Hlynur, Arnljótur, Ingi, Leifur Geir, Tómas Ingi (Sig- urður 90.) Lið Stjörnunnar: Jón Otti, Birg- ir, Bjarni B„ Heimir, Bjarni J„ Valgeir, Ragnar, Sveinbjörn, Þór Ómar, Ingólfur, Valdimar. Gul spjöld: Friðrik (ÍBV), Leifur (ÍBV), Ragnar (Stj.), Valdimar (Stj.), Sveinbjötn (Stj.) Rautt spjald: Heimir (Stj.) Dómari: Bragi Bergmann. stóð sig sæmilega. Ahorfendur: 900. Skilyrði: Veður var gott. Völlur- inn þokkalegur en þungur. Staðan Víkingur....17 11 1 5 33-20 34 Fram..........17 10 4 3 26-15 34 KR............17 8 4 5 32-15 28 ÍBV...........17 7 3 7 28-33 24 Valur.........17 7 2 8 22-23 23 UBK...........17 6 5 6 25-27 23 FH............17 6 4 7 25-24 22 KA............17 6 4 7 18-21 22 Stjarnan....17 4 6 7 23-26 18 Víöir.......17 2 3 12 1844 9 Markahæstir: Guðmundur Steinsson, Vík.....13 Hörður Magnússon, FH.........12 Leifur Hafsteinsson, ÍBV.....12 Jón E. Ragnarsson, Fram...... 9 SteindórElíson.UBK........... 9 Atli Eðvaldsson, KR.......... 9 Ingólfur Ingólfsson, Stjörnu. 7 Valdimar Kristófersson, Stjörnu 6 Steinar Ingimundarson, Víði.. 6 Sveinbjörn Hákonarson, Stjörnu 6 Stúfar úr 1. deild Þrír leikmenn tóku út bönn í leik Fram og KR í gær. Þorvaldur Ör- lygsson og Jón Sveinsson léku ekki með Fram og Þorsteinn Halldórs- son ekki með KR. Pétur Marteinsson (Geirssonar) tók stöðu Jóns og var í fyrsta sinn í byrjunarliði Fram í 1. deild. Sigurður Örn Jónsson lék í vörn KR og spilaði sinn fyrsta leik í 1. deild, og jafnframt fyrsta leik með meistaraflokki félagsins. KR-ingar voru án varamark- varðar, en Jóhann Lapas var til taks á.bekknum ef eitthvað kæmi fyrir Ólaf Gottskálksson. Rúnar Kristinsson lék að nýju með KR eftir að hafa síðast leikið gegn Fram í fyrri umferðinni. Hann missti af átta deildaleikjum, en spilaði síöustu 8 mínúturnar. „Það er í lagi með Rúnar en hann verður að spila stutt til að byrja meö,“ sagði Siguijón Sigurðsson læknir. Atli Eðvaldsson hefur nú skorað í fjórum leikjum KR í röð, fimm mörk, og níu alls í deildinni í sum- ar. Ríkharður Daðason gerði sitt fyrsta mark fyrir Fram í 1. deild síðan hann skoraði sigurmarkið gegn KR í leik liðanna í fyrri um- ferðinni. . Enginn útsendari frá Torino á Italíu var á leik KR og Fram. Tor- inomenn sáu hins vegar leiki KR við Stjörnuna og Breiðablik, og verða á Akureyri á laugardaginn þegar KR mætir KA. KR leikur við I Torino í UEFA-bikarnum á Laug- í ardalsvellinum 19. september. ! Stjaman var í gær án Kristins i Lárussonar og Rúnars Sigmunds- sonar, sem eru með unglinga- landsliðinu á Bretlandseyjum. Ósigur gegn Svíum - ísland leikur um 3. eða 5. sætið Leif ur Geir ekki markakóngur - veröur í leikbanni í síðasta leik IBV á laugardaginn Leifur Geir Hafsteinsson úr ÍBV var í gærkvöldi úrskurðaður í leikbann vegna fjögurra gulra spjalda og verður því ekki meö Eyjamönnum gegn Fram i lokaumferð 1. deildarinnar í knatt- spymu á laugardaginn. Þar með er Leifur úr leik í keppninni um marka- kóngstith 1. deildar en hann hefur gert 12 mörk, einu minna en Guðmundur Steinsson úr Víkingi. Aganefnd kom tvisvar saman í gær, fyrst á heföbundnum tíma og síðan að loknum leikjunum í gærkvöldi. „Oklt- ur þótti ekki stætt á öðru en að allir sætu við sama borð fyrir lokaumferð- ina, þar sem í gær voru spilaðir frest- aðir leikir, og frestanirnar vora um- dehdar,“ sagöi Jón Gunnlaugsson, formaður aganefndar, við ÐV. Auk Leifs, sem fékk sitt fjórða gula spjald í gærkvöldi, verða þeir Erhngur Kristjánsson úr KA og Stjörnuménn- irnir Sveinbjöm Hákonarson og Heim- ir Erlingsson í leikbanni á laugardag- inn. -VS íþróttir_____________ Sport- stúfar Englendingar eiga í nokkram vandræðum með að stiha upp sínu sterkasta liði í vináttu- landsleik gegn heimsmeisturum Þjóðverja í kvöld. Þeir sem ekki geta leikið eru: Mark Wright, Stu- art Pearce, Des Walker, Paul Cas- coigne, John Barnes og Steve McMahon. Byrjunarlið Englend- inga í kvöld er skipað þessum mönnum: Chris Woods, Lee Dix- on, Tony Dorigo, David Batty, Gary Pallister, Paul Parker, David Platt, Trevor Steven, Alan Smith, Gary Lineker og John Sal- ako. Guðjón keppti í Bandaríkjunum Guðjón Guðmundsson fimleika- maður keppti á heimsmeistara- mótinu í fimleikum í Indianapolis í Bandaríkjunum. Guðjón fékk þessar einkunnir í skylduæfing- unum: í stökki 9,225, í hringjum 8,250, á svifrá 8,975, á tvíslá 6,975, á bogahesti 7,125 og í æfingum á gólfi 8,975. í frjálsu æfingunum fékk Guðjón þessar einkunnir: Stökk 8,875, hringir 7,975, svifrá 8,075, tvíslá 8,650, tvíslá 7,375 og í gólfæfingum 8,725. Samtals fékk því Guðjón 99,200 stig. Frjálsíþróttasamband íslands hefur valið eftirtaldar stúlkur til að keppa í Evrópukeppni félags- liða sem fram fer í París 14. sept- ember. ísland og önnur smáríki fá að senda landslið: Halla Heimisdóttir.......Ármanni Kristín Alfreðsdóttir.........ÍR Kristín Ingvarsdóttir.........FH Laufey Stefánsdóttir......Fjölni Maríanna Hansen.............UMSE Sigrún Jóhannsdóttir..........ÍR Snjólaug Vilhelmsdóttir.....UMSE Sólveig Bjömsdóttir...........KR Sunna Gestsdóttir...........USAH Sylvía Guömundsdóttir.........FH Vigdís Guðjónsdóttir..........ÍR Þorbjörg Jensdóttir...........ÍR Þórhalla Magnúsdóttir........USÚ Þuríður Ingvarsdóttir...Selfossi Köln réð þjálfara Þýska úrvalsdeildarliöiö Köln, sem enn hefur ekki unniö leik á tímabilinu, réð í gær nýjan þjálf- ara Joerg Berger að nafni en hann var rekinn frá Frankfurt í fyrra. Berger tekur við stööunni af Erich Rutemöller, sem vikið var úr starfi fyrir tíu dögum síö- an. England vann Þjóðverja England sigraði Þýskaland, 2-1, í undankeppni Evrópukeppninnar undir 21 árs og yngri í Scoun- thorpe á Englandi í gærkvöldi. í sömu keppni sigruðu Skotar lið Sviss, 0-3, í Bulle. Portúgalir sigr- uðu síðan Finna í Oporto, 2-0. Grand Prix í Berlín Burell vann 100 m Leroy Burell frá Bandaríkjunum vann sigur í 100 m hlaupi á Grand Prix móti í Berlín í gærkvöldi á 10,04 sek. Carl Lewis tók ekki þátt í hlaupinu. Steve Lewis sigr- aði í 400 m hlaupi á 44,56 sek. Kenýumenn unnu þrefaldan sig- ur í 800 m hlaupi en sigurvegari varö Billy Konchehah á 1:45,95 mín. Taugastríðið byrjað Þegar Katrin Krabbe, heimsmet- hafi í 100 m hlaupi, frétti að Mar- lene Ottey ætlaði að taka þátt í 100 m hlaupi í Berlín hætti hún við þátttöku og skráði sig í 200 m hlaup. Þetta er upphafið á tauga- stríði á milli þeirra fyrir ólympíu- leikana. Krabbe hljóp 200 m á 21,96 sek, sem er annar besti tími í heiminum í ár. Ottey hljóp 100 m á 10,84 sek. Báðar unnu þær örugga sigra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.