Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1991, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1991, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1991. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVÍK, SlMI (91 )27022 - FAX: (91 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð i lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Höfðingi fallinn í dag er til moldar borinn Hannibal Valdimarsson, fyrrum forseti Alþýðusambands íslands og alþingismað- ur til margra ára. Allmörg ár eru liðin síðan Hannibal dró sig í hlé frá stjórnmálum og þjóðmálum en hann er engu að síður flestum fulltíða íslendingum í fersku minni fyrir framgöngu sína og forystu í þjóðlífinu. Mun það og verða samdóma álit sagnfræðinga og annarra þeirra sem kunna skil á íslenskri þjóðarsögu að fáir menn hafi sett jafnsterkan svip á samtíð sína sem Hannibal Valdimarsson. Hann varð þjóðsagnapersóna í lifanda lífi og mun verða það áfram meðan íslandssag- an er skráð. Hannibal var Vestfirðingur að ætt og uppruna og þar steig hann sín fyrstu skref í verkalýðsbaráttu sinni með eftirminnilegum hætti. Það var aldrei nein lognmolla í kringum Hannibal og svo fór að þessi baráttuglaði og glæsilegi fulltrúi íslenskrar verkalýðshreyfmgar tók sæti á Alþingi og haslaði sér völl í landsmálapólitík- inni. Þar sópaði að honum. Hann lét engar stjórnmála- stefnur villa um fyrir sér né heldur flokksbönd eða íjar- stýringu. Hagsmunir launþega og minni máttar voru hans lífsstefna og hugsjón og munaði Hannibal ekki um að skipta um flokka eða velja sér vettvang eftir því hvar skoðanir hans fengu hljómgrunn. Hann byrjaði í Alþýðuflokknum, stofnaði Alþýðubandalagið og síðar Samtök frjálslyndra og vinstri manna og lauk göngunni aftur í Alþýðuflokknum. Hvarvetna var hann valinn til forystu og lét þó ekki frama sinn aftra sér frá því að bjóða því veraldargengi birginn ef honum þótti halla á málstað sinn. Sumir kunna að segja að menn sem skipta um flokka ótt og títt séu hverfulir í pólitíkinni. Oft er það rétt. En hvað 'Hannibal Valdimarsson varðar þótti engum það bera vott um hringlanda. Hann var alltaf sjálfum sér samkvæmur og hafði einlæga og hviklausa baráttu sína fyrir velferð launafólks að leiðarljósi. Enda átti hann stuðning þess vísan. Það var sama hvar og hvenær Hannibal bauð sig fram til þings. Alls staðar hlaut hann glæsilega kosningu vegna þess að fólkið í landinu vissi að þar sem Hannibal fór var foringi á ferð. Forystuhæfileikar Hannibals voru í því fólgnir að tala tungu sem fólk skildi, láta hug fylgja orðum og flytja mál sitt með þeim hætti að allir hlutu að hrífast af mælsku hans og orðgnótt. Sjálfur var hann fríður sýnum og höfðinglegur í framgöngu og aldrei var hann vændur um spillingu eða óheiðarleika. Andstæðingar báru virðingu fyrir honum, fylgismenn hans dáðu hann. Hannibal var lengst af forseti Alþýðusambands ís- lands. í hans tíð var það barátta um brauð; að eiga í sig og á; njóta mannréttinda og jafnréttis. Það er fyrir til- stuðlan manna eins og Hannibals Valdimarssonar að laúnafólk öðlaðist jafnrétti til náms, félagslegar íbúðir, lágmarkslaun, orlof, lífeyri og tryggingar. Oftar en ekki kostuðu þessi réttindi stormasöm átök og þá var enginn betri en þessi vígreifi, málsnjalli og tilfinningamikli maður. Hannibal Valdimarsson var maður orrustunnar. Honum leið best í fremstu víglínu. Þegar orrustunni var lokið dró hann sig í hlé með elegans. Eftir að hann hætti opinberum afskiptum af þjóðmálum dró hann sig í hlé eins og áður. Hann hefur átt kyrrlátt ævikvöld og nú er hann allur. En þjóðsagnapersónan Hannibal lifir, rétt eins og bardagamaðurinn Hannibal lifði af sínar mörgu og frægu orrustur. Ellert B. Schram ....menntað og þjálfað starfsfólk, hæfni þess og þekking er einn af undirstöðuþáttum þess hvernig fyrirtækj- um og þjóðum reiðir af... “ Iðnaðarmenn og EES-samningar Mikil umræða fer nú fram um afleiðingar þess ef íslendingar ger- ast aðilar að evrópsku efnahags- svæði (EES) eða að Efnahags- bandalagi Evrópu (EB). Eru þar bæði tíndar til jákvæðar og nei- kvæðar hliðar þó þær síðarnefndu hafl verið meira áberandi síðustu vikurnar. Eins og oft vill verða í miklu umræðu- og tilfmningaílóði fara menn stundum villur vegar með þeim afleiðingum aö umræðan tekur ekki lengur mið af staðreynd- um. í hverju felst hættan? Þeirri kenningu hefur m.a. verið' haldið á lofti að með því að gerast þátttakendur að EES-samkomulag- inu munum við færast áratugi aft- ur í tímann og „tapa allri verk- þekkingu niður á stig Suður-Evr- ópuríkja“, eins og komist var að orði í grein í DV nýlega. Höfundur komst að þeirri niðurstöðu að þetta kæmi til af því að innan EB og EES gildi viðurkenning á menntun í einu landi í öllum hinum og það muni verða til þess að menntun og þjálfun láti undan síga í þeim öll- um. Samkvæmt þessari kenningu má ætla að atvinnulíf Evrópulanda muni fyrst og fremst sækjast eftir lítt menntuðu starfsfólki, enda sé þar að finna galdurinn við að ná góðri afkomu fyrirtækja og aukinni verðmætasköpun; eftirspurnin eft- ir starfsfólki muni sem sagt ráðast af lélegri menntun og starfsþjálfun - því meiri fákunnátta starfsmanna þeim mun betra fyrir fyrirtæki og samkeppnisstöðu þeirra. Vettvangur fortíðar? Þeir sem fylgst hafa með vita að þessu er þveröfugt fariö. Það sem einkennir þjóðir sem hafa verið innan EB og hinar sem sækjast eft- ir samningi um EES er sú gríðar- lega áhersla sem þær leggja á að auka alla verk- og tæknimenntun. Þetta gera þær til að treysta sam- keppnisstöðu sína og auka sem allramest þjóðarframleiðslu og bæta með því lífskjörin. Nú er alls staðar viðurkennt að langbesta leiðin til að auka verðmætasköpun sé að þróa og framleiða vörur og þjónustu sem byggja á hugviti og tækni. Til að geta þetta þarf vel menntað og þjálfað starfsfólk; hæfni þess og þekking er einn af undirstöðuþáttum þess hvernig fyrirtækjum og þjóðum reiðir af í alþjóðlegri samkeppni. Það er því mikUl misskilningur að með því að gerast aðili að EES færumst við inn á vettvang fortíð- arinnar að þessu leyti. Þvert á móti eru kröfur til iðnaðar- og tæknimanna í Evrópu sífellt að aukast og á þeirri hæfni, sem þær leiða til, ætla þessar þjóðir að KjaUarinn Ingólfur Sverrisson framkvæmdastjóri Félags málmiðnaðarfyrirtækja byggja enn bætta afkomu þegn- anna. Við okkur blasir hins vegar - að óbreyttu - sú staðreynd að ef ekki verður hér á landi veruleg breyting hvað varðar kröfur til iðn- og tæknimenntunar munum við dragast enn meira ciftur úr en þeg- ar er orðið. Hæfni - réttindi í þessu sambandi er vert að vekja athygli á að menntun á því sviði sem hér er gert að umræðuefni mun í framtíðinni fyrst og fremst miðast við hæfni starfsmanna með hliðsjón af skilgreindum þörfum atvinnulífsins en ekki við einkarétt til að fá að vinna við tiltekið starf ævilangt. Okkur hér á landi hættir oft til þess að setja samasem-merki milli hæfni og réttinda. Slík viðhorf eru leifar frá gömlum tíma þegar kröfur til verka voru ekki skil- greindar eins og nú er. Kröfur nútímans birtast m.a. í alþjóðlegum gæða- og öryggisstöðl- um sem allir framleiðslu- eða þjón- ustuaðilar verða að uppfylla ef af- urðir þeirra eiga að fá aðgang að mörkuðunum. Þannig verða t.a.m. íslenskir véla- og tækjaframleiö- endur að uppfylla tiltekna staðla í framtíðinni ef þeir ætla að selja vörur sínar á alþjóðlegum mörkuö- um. Þessir staðlar miða að stórum hluta við hæfni en láta sig ævilöng réttindi þeirra sem vinna verkin engu skipta. Verkmenntun miðist við það besta Það er því niðurstaða þessa máls að ef við ætlum að standast kröfur sem gera verður til iðnaðarmanna þá verður menntun þeirra og þjálf- un að taka mið af því sem best ger- ist meðal samkeppnisþjóða okkar. í annan stað þurfum við að tryggja okkur aðgang að þeim mörkuðum sem við viljum selja vörur okkar á og fá jafnframt hæsta verð fyrir þær. Allt þetta krefst þess að við leggj- um aukna áherslu á menntun iðn- aðar- og tæknimanna og tengjumst ennfremur þróuninni á sviði við- skipta milli landa. Ef við ætlum okkur aftur á móti þá dul að leiðin til þróunar og bættra lífskjara felist í einangrun og einhverjum óskil- greindum yfirburðum okkar á sviði tækni og verkmennta þá vööum við ekki einasta reyk heldur bjóðum þeirri hættu heim að við drögumst enn meira aftur úr öðrum þjóðum en orðið er hvað varðar lífskjör og möguleika til að halda uppi öflugu menningarlífi. Treyst samkeppnisaðstaöa Hagsmunaaðilar í íslenskum málmiðnaði hafa gert þessi mál upp við sig og hafa nú sjálfir skilgreint hæfnis- og þekkingarkröfur til sveinsprófa, skipulagt meistara- nám sem síðan tengist tækninámi fyrir þá sem vilja afla sér enn frek- ari menntunar. Ennfremur er þeim sem starfa í fyrirtækjunum nú boð- in fjölbreytt endurmenntun sem stuðlar að því að koma nýjustu tækni ávallt til skila til starfs- manna. Öll miðar þessi viðleitni að því að bæta samkeppnisstöðuna, ekki einasta hér innanlands heldur einnig á alþjóðlegum mörkuðum. ísland verður að tileinka sér þau lögmál sem þar gilda, þ.e. að stand- ast kröfur um verð og gæði. Engin séríslensk lögmál geta verndað okkur frá þessum einfóldu sann- indum og breytir þá engu þótt við lokum öllum gluggum og segjumst vera sjálfstæðust allra sjálfstæðra þjóða. Ingólfur Sverrisson „Hagsmunaaðilar í íslenskum málm- iðnaði hafa gert þessi mál upp við sig og hafa nú sjálfir skilgreint hæfnis- og þekkingarkröfur til sveinsprófa, skipu- lagt meistaranám sem síðan tengist tækninámi fyrir þá sem vilja afla sér enn frekari menntunar.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.