Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1991, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1991, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1991. Utlönd Díana prinsessa sker upp herör gegn stjúpu sinni Hatramar deilur eru komnar upp í íjölskyldu Díönu Bretaprinsessu. Ástæðan er sú að faðir hennar, Spencer jarl, hefur tekið upp á því að selja dýrgripi úr eigu ættarinnar sér til framfæris. Sá gamli á að baki miður glæstan feril í fjármálum og er á hausnum eina ferðina enn. Spencer jarl býr á ættarsetrinu, Althorp House. Því fylgja miklar lendur og í höll jarlsins er eitt dýr- mætasta safn listaverka og forngripa á Englandi. Jarlinn er skilinn við móður Díönu og þeirra systkina. Núverandi kona hans er Raine, dótt- ir Barböru Cartland, skáldkonunnar góðkunnu. Börn jarlsins af fyrra hjónabandi segja að stjúpmóðir þeirra beri ábyrgð á ,að dýrgripirnir eru nú að hverfa úr eigu ættarinnar. Díana á þrjú systkin og eru þau sammála um að faðir þeirra hafi ekki rétt til að selja gripina. Spencer jarl segir í viðtali við breska blaðið Daily Mail að börn sín skilji ekki að hann þurfi að hafa nokkra risnu í sam- ræmi við stöðu sína sem heldri mað- ur. Spencer svarar ásökunum á hend- ur konu sinni á þann veg að það sé afskaplega heimskulegt að ætla sér að spinna einu sinni enn upp söguna um vondu sjúpuna þegar deilt sé um fjármuni, enda eigi það ekki við rök að styðjast að kenna henni um þótt eitthvað verði að selja af eigum ætt- arinnar til að standa straum af heim- ilishaldinu. Reuter Díana Bretaprinsessa kennir sjúpu sinni um að faðir hennar verður að selja dýrgripi úr eigu ættarinnar. Simamynd Reuter Fíkniefnalögga í 5 ára tugthús Wayne Countryman, fyrrum liðs- maður bandarísku fíkniefnalögregl- unnar, DEA, var dæmdur í fimm ára fangelsi á mánudag fyrir að stela og selja eiturlyf, í stærsta hneykslismáli sem komið hefur uppdnnan stofnun- arinnar. Terry Hatter dómari hefði getað dæmt manninn til hámarksrefsingar sem er sjö ára betrunarhúsdvöl en hann sagðist hafa kveðið upp mildari dóm vegna þess að hann hafði með- aumkun með fíkniefnalögreglu- manninum fyrrverandi. Dómarinn sagðist hafa horft upp á hár Countrymans skipta lit, úr dökk- brúnu í mjallhvítt, á þeim tveim árum sem liðin eru frá því hann var ákæröur. „Ég hef fylgst með hári þínu skipta lit. Ég hef fylgst með því og ég veit hvers vegna það hefur breyst," sagði dómarinn þegar hann kvað upp refs- inguna. Countryman og tveir félagar hans í fíknó ráUu biturlVfjahring sem velti milljónum dollara. Þeir stálu bæði eitri og peningum frá eiturlyíjasölum og vinnuveitanda sínum og seldu síð- an dópið. Annar félaga Countrymans var dæmdur í 80 ára fangelsi af sama dómara í júlí en refsing Country- mans var svona miklu vægari m.a. vegna þess að hann var fyrstur þre- menninganna til aö játa sekt sína og féllst á að vera ákæruvaldinu innan- handar. Samkomulag Countrymans og ákæruvaldsins kveður svo á um að hann verði að sleppa hendinni af meira en einni milljón dollara sem hann á í svissneskum banka. Reuter Tölvuspá um útlit krógans Fyrst voru það últrahljóðbylgjur sem gerðu væntanlegum foreldrum kleift að komast að kynferði ófædds barns síns. Og nú segist japanskt fyr- irtæki geta spáð fyrir um hvernig barnið komi til með að líta út. Að sögn starfsmanna Matsushita rafeindafyrirtækisins þarf ekki að gera annað en mata nýja tölvu sem það hefur smíðað með myndum af foreldrunum, tilgreina síöan „dreng- ur“ eða „stúlka“ og bingó. Út úr tölv- unni spýtist mynd af barninu. Fumio Maehara, leiðtogi vísinda- mannanna sem fundu upp þetta undratæki, segir að fljótlega verði hafin sala á tölvunni. Hann segir að þegar sé mikill áhugi á henni. Þótt barnamyndirnar eigí sjálfsagt eftir að verða helsta ástæðan fyrir sölu tölvunnar, kemur hún þó að öörum notum, að sögn vísinda- mannsins. Lýtaskurðlæknar geta m.a. sýnt sjúklingum sínum hvernig þeir komi til með að líta út eftir að- gerðina, áður en sjálf aðgerðin er gerð. Þá geta rannsóknarlögreglu- menn einnig matað hana á lýsingum sjónarvotta á afbrotamönnum og fengið út myndir af þeim. Ekki má svo gleyma því að tölvan getur sýnt manni hvernig maður kemur til með að líta út á gamals- aldri. Reuter H^c?OTecH S ^cwrecH S^c?OTecH ^^csoTecH £2^o?orecH E ^ororecH S ^ororecH S^ojorecH ^^aarecH S^owpiecH 0 0 0 0 0 r I \ 0 r I 0 x I 0 c 0 0 \ 01 0 ^C^OTeCH Tölvur sem slógu í gegn Acrotech tölvurnar hafa svo sannarlega fengið góðar viðtökur á íslandi, enda fara þar saman gæði, falleg hönnun og einstakt verð. Nú hefur Balti hf. gert nýjan magnkaupasamning við Acrotech fyrirtækið sem ger- ir okkur mögulegt að bjóða þessar hágæðatölvur á hreint ótrúlega hagstæðu verði. Acro 286 AT 12 Mhz. 1Mb. vinnsluminni. Acro 386 SX 16 Mhz. 1Mb. vinnsluminni. * Acro386C 25 MHz. 2Mb. vinnsluminni. * Acro386C 33 MHz. 4Mb. vinnsluminni. Kr. 95.480, Kr. 119.655, Kr. 174.500, Kr. 196.500, *MS-D0S 5.0 0! Irtnifalið í verði: Ultra VGA litaskjár 1024x768 punktar og 40Mb. harður diskur. Ath. Greiðslusamningar til allt að 24 mánaða. Balti hf., Ármúla 1, sími (91) 812555, 8 k 0 0 □ 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 £2^c3orecH S^cTOrecH S^oroTecH ^^aoTecH B^ororecH E^o?OTecH ^^c^OTecH P^jl^caarecHS^ogareCH S^ogorecH S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.