Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1991, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1991, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1991. Menning Ný kynslóð kvikmyndagerðar- manna á þýskri kvikmyndahátíð - þrir leikstjórar veröa gestir á hátíöinni sem haldin er í Regnboganum Wallers letzer Gang (Síðasta ganga Wallers) verður sýnd strax á laugardagskvöld að viðstöddum leikstjóra mynd- arinnar, Christian Wagner. Tuttugu ár eru síöan þýsk kvik- myndagerö byrjaði aö rétta úr kútn- um eftir mikla lægð, þar sem væmn- ar rómantískar sveitamyndir voru upþistaðan. Þá komu fram á sjónar- sviðiö ungir leikstjórar, uppfullir af hugmyndum og frumleika. Má þar nefna Rainer Wemer Fassbinder, Werner Herzog, Volker Schlöndorff og Wim Wenders sem allir urðu heimsfrægir og mörgum öðrum fyr- irmynd í kvikmyndagerð. Fassbind- .er er látinn en hinir þrír enn að þótt lítið hafi spurst til Herzog undanfar- in misseri. Nú eru tímarnir breyttir í Þýska- landi og nýir leikstjórar að koma fram á sjónarsviðið, leikstjórar með nýjar og athyglisverðar hugmyndir og láta fátt afskiptalaust. A þýskri kvikmyndahátíð, sem haldin veröur í Regnboganum 14.-22.-september, verður hægt að sjá það athyglisverð- asta sem gert hefur verið á síðast- liðnum árum í Þýskalandi en eins og kunnugt er hafa umbreytingar verið miklar í þjóðmálum með sam- einingu Austur- og Vestur-Þýska- lands. Tuttuguog sex kvikmyndir Á hátíðinni verða sýndar tuttugu og sex kvimyndir, stuttmyndir sem og kvikmyndir í fullri lengd. Sú stysta er aðeins íjórar mínútur en sú lengsta hátt í tvo klukkutíma. Þrír kvikmyndaleikstjórar munu heim- sækja landið meðan á hátíðinni stendur, Christian Wagner, Andreas Voight og Christoph Schlingensief. Verða þeir viðstaddir allar sýningar mynda sinna og svara spurningum um þær, um þýskar kvikmyndir og framleiðslu þeirra. í dag sækja þýsk- ir kvikmyndaleikstjórar ekki pen- inga eingöngu í þýska kvikmynda- sjóði heldur líka í kvikmyndasjóði annarrra landa Evrópubandalags- ins. Christian Wagner á eina kvikmynd á hátíðinni, Wallers letzer Gang (Síð- asta gönguferð Wallers), og er hún margverðlaunuð. Meðal annars hef- ur hún fengið flestöll verölaun sem hægt er að fá í Þýskalandi og var hún framlag Þjóðverja til Felix verðlaun- anna 1989. Wagner leikstýrir mynd- inni, skrifar handritiö og framleiðir sjálfur. Andreas Voigt kemur frá þeim hluta Þýskalands þar sem áður var Austur-Þýskaland. Voigt gerir heim- ildarmyndir og hefur hann fest á filmu nákvæmlega og af mikilli hnyttni atburði og stemmninguna í Austur-Þýskalandi eftir fall múrsins. Tvær myndir eftir hann vera sýndar, Leipzig im Herbst (Leipzig að hausti) og Letztes Jahr Titanic (Síðasta árið um borð í Titanic), báðar mjög per- sónulegar og gefa glögga mynd af væntingum og örvæntingu hinna óþolinmóðu og hrjáðu Austur-Þjóð- veija. Christoph Schlingensief hefur ver- ið kallaður vandræðagemhngur í þýskri kvikmyndgerð. Hafa hægri- sinnuð blöð einkum hamast gegn honum og er það vegna kvikmynda- gerðar hans. Tvær þeirra verða sýndar hér, 100 Jahre Adolf Hitler (Adolf Hitler í 100 ár) og Das Deutsche Kettenságenmassaker - die erste Stunde der Wiedervereinigung (Þýska keðjusagarfjöldamorðið - I fyrstu stundir sameinaðs Þýska- lands) sem báðar snerta á mjög ágengan og brjálaöan hátt yngstu sögu Þýskalands og neikvæð þýsk þjóðareinkenni. Ein óskars- verðlaunamynd Aðrar kvikmyndir á þýsku kvik- myndahátíðinni, sem vert er að nefna, eru Balance (Jafnvægið) sem er stutt teiknimynd. Mynd þessi hlaut óskarsverðlaunin sem besta stuttmyndin, en höfundar hennar, tvíburabræðurnir Wolfgang og Chri- stoph Lauenstein, eru enn í kvik- myndagerðarnámi og unnu myndina í skólaleyfum á tveimur árum í kjall- ara á heimili foreldra sinna. Önnur verölaunamynd er Hoch- zeitsgaste (Brúðkaupsgestirnir) eftir Niko Brúcher. Niko er fatlaður, nán- ar tiltekið handalaus. Hann var lengi aðstoðarmaður Fassbinders, Peters Patzak og fleiri. Niko sótti um inn- göngu í alla kvikmyndaskóla í Þýskalandi en var alls staðar hafnað á þeim forsendum að ekki var hægt að ímynda sé.r að handalaus maður gæti búið til kvikmyndir. Hann sótti þá um kvikmyndaskóla í Póllandi og komst þar inn. Eftir Michael Klier verða sýndar tvær verðlaunamyndir, Osterkreuz (Á mörkum austurs og vesturs) og Úberall ist es besser, wo wir nicht sind (Það er alls staðar betra að vera en þar sem við erum). Myndirnar fjalla um bitran raunveruleika Aust- ur-Þjóðveria og Pólveria sem eiga almennt erfitt í Þýskalandi. Hér hefur aðeins verið getir fárra mynda, en margar aðrar athyglis- verðar kvikmyndir eru einnig á há- tíðinni. Ætlunin er að sýna hverja mynd tvisvar sinnum og stuttmynd- irnar á undan lengri myndum. Nokkrar myndanna eru með enskum texta. Aðrar eru eingöngu á frum- málinu. Kvikmyndahúsgestir fá í hendur þýðingartæki sem fyrir verk- an infra-rauðra geisla þýðir texta- lausu myndirnar beint í eyru hvers áhorfanda. Þessi tækni hefur ekki verið notuð hér áður en er víða notuð erlendis og kominn tími til að ís- lenskir kvikmyndaáhugamenn sitji á sama bekk og erlendir og geti notiö kvikmyndasýninga á eigin tungu- máli. _uií Balance (Jafnvægi) er víðfræg stuttmynd sem meðal annars hefur fengið óskarsverðlaun. Væntanleg bók fyrir jólin: Lífshlaup Ladda ásamt viðtölum við persónur sem hann hef ur skapað Eins og landslýður veit hefur þekktasti grínisti þjóðarinnar, Laddi (Þórhallur Sigurðsson), skapað margar eftirminnilegar persónur á starfsferli sínum sem spannar mörg ár. Persónur þessar eru þekktar og einstök tilsvör þeirra oft notuð í sam- ræðum manna á milli. Laddi á viðburðaríka ævi aö baki og nú hefur Þráinn Bertelsson, kvik- myndagerðarmaður og rithöfundur, skráð lífshlaup Ladda og einnig tekiö viðtöl við þekktustu persónur hans. Mun bókin koma út fyrir jólin hjá bókaforlaginu Líf og sag?.. Þráinn sagði í stuttu spjalli að þaö heföi ekki verið átakalaust að ná við- tah við sumar persónurnar „Þetta er fleiri tugir persóna sem Laddi hef- ur skapað en aðalviöfangsefnið í bók- inni er samt Laddi sjálfur og vegna þess getur oröið leiðindamál út úr þessu öllu þegar bókin kemur út því að ýmsar af persónunum eru alls ekki sáttar við formið á bókinni og telja ástæðulaust að vera að skrifa mikiö um d>wiginn og vilja sjálfar fá meiri rými og er ég hálfhræddur um að fá lögbann á bókina þegar hún kemur út,“ sagði Þráinn. Hann sagði að bókinni hefði ekki verið gefið nafn en hann notaði vinnuheitið „Ævisögur Ladda“. „Það er mikið af myndum í bókinni. Þótt Laddi sé ekki gamall þá spannar fer- ill hans langt og merkilegt tímabil og hann kemur víða við, sem skemmtikraftur, kvikmyndaleikari, sviðsmaður og síðast en ekki síst er Laddi tónlistarmaður. Þráinn Bertelsson er þekktastur sem kvikmyndagerðarmaður en áð- ur en hann gerði kvikmyndir að aðal- starfi sínu gaf hann út skáldverk. Aðspurður um hvenær síðasta bók eftir hann hefði komið sagði Þráinn að það væri ekki svo langt síðan. „Fyrir fjórum eða fimm árum kom út bók eftir mig undir dulnefninu Tómas Davíðsson. Hét hún Tungu- mál fuglanna. Ég var þá að vinna á Þjóðviljanum og þar sem bókin gerist í blaðaheiminum og pólitíkinni vildi ég ekki vera að tengja bókina við vinnuna. í dag er ég hvorki tengdur blöðum né pólitík og get því gengist við bókinni. -HK Gisp: Teiknimyvtda- sögur,fréttir ogviðtöl Þriðja tölublað myndasögu- blaðsins Gisp er komið út. Að venju er meginefni blaðsins myndasögur eftir ýmsa höfunda, en viðtöl og fréttasíður auka nú fjölbreytnina. Einnig hefur út- söluverö blaðsins verið lækkað um tæplega þriöjung án þess að blaðsíðuljöldi eða frágangur hafi breyst. Þeir sem eiga efni í Gisp að þessu sinni eru Bjarni Hin- riksson, Bragi Ólafsson, Freydís Kristjánsdóttir, Gunnar Hjálm- arsson, Halldór Baldursson, Helgi Sigurðsson, Jóhann L. Torfason, Kristín María Ingi- marsdóttir, Ólafur J. Engilberts- son og Þorri Hringsson. Norrænn bræðingur Yggdrasil er norræn hljómsveit sem leikur í Púlsinum í kvöld. Hljómsveitin sem er sextett er stjórnuö af píanóleikaranum og tónskáldinu Kristian Blak sem er danskur en hefur aUt frá 1974 búið í Færeyjum. Yggdrasil hélt sína fyrstu tónleika í Færeyjum 1981 og lék þá tónlist Blak við kvæði eftir William Heinesen. Síðan hefur hljómsveitin leikið víða á Norðurlöndum. Þeir sem skipa sveitina í dag eru flestir djassmenn. Anders Hagberg leik- ur á ílautu og saxófóna, Tore Brunborg á tenór- og sópransaxó- fón, Lelle Kullgren spilar á gítar og jóðlar, Anders Jormin er á kontrabassa og Karin Korpelain- en á trommur. Kunnastir þessara eru Norðmaðurinn Tore Brum- borg sem áöur hefur leikið hér á landi og Sviinn Anders Jormain sem er nú meðlimur í kvartett bandaríska saxófónleikarans Charles Lloyd. Sporíbók- menntafræði 20. aldar Eftir hlé á útgáfu ritraðarinnar Fræðirit um nokkurra ára skeið gefur Bókmenntafræðistofnun Háskóla íslands út þrjár bækur í þeirri röö á þessu ári. Ritstjórar Fræðirita eru nú þeir Ástráður Eysteinsson og Matthías Viðar Sæmundsson. Fyrsta ritið á þessu ári er Spor í bókmennta- ■ fræði 20. aldar, Frá Shklovskij til Foucault, í ritstjórn Garðars Baldvinssonar. Er þar að fmna þýöingar á tíu ritgerðum sem tíð- indum hafa sætt í vestrænni bók- menntaumræðu. í greinasafninu eiga þessir höfundar ritgerðir: Viktor Shklovskíj, T.S. Ehot, Claude Lévi-Strauss, Roman Jak- obson, Julia Kristeva, Jacques Derrida, Umberto Eco, Roland Barthes og Michael Foucault og ræða þau í ritgerðunum margvís- leg vandamál, allt frá „bók- menntaleika" bókmenntanna til formgeröa goðsagna, frá málstoli til frumsetninga höfundarins og frá rökvísi skáldskaparmálsins til þverbresta formgerðarinnar. Næsta bók í ritrööinni er bók eft- ir Matthías Viðar Sæmundsson sem hefur aö geyma greinar um bókmenntir og menningará- stand.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.