Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1991, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1991, Qupperneq 8
8 i MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 1991. Útlönd______________________________e Börnin vaka bara og gráta „Megi guö forða ykkur frá því sem viö höfum mátt þola. Börnin hvorki borða né sofa lengur. Þau bara gráta,“ sagöi kona sem ílúði frá ferðamannabænum Dubrovnik við Adríahaf á laugardagskvöld. Júgóslavneski sambandsherinn, sem er undir stjórn Serba, gerði harðar árásir á borgir og bæi um alla Króatíu í gær, aðeins tveimur dögum áður en úrslitafrestur Evr- ópubandalagsins um lok bardaga í lýðveldinu rennur út. Ef bardögum lýkur ekki fyrir þann tíma verður viðskiptaþvingunum beitt. Að minnsta kosti tuttugu og sex manns létu lífið í bardögunum um helgina. Herinn beitti flugskeytum, stórskotaliði og sprengjuvörpum í árásum sínum á skotmörk um allt lýðveldið og flugherinn gerði síend- urteknar loftárásir. Eitthvað dró úr árásum á úthverfi Dubrovnik en mikil spenna ríkti engu að síöur meðal íbúanna fimm- tíu þúsund sem komast hvergi. Her- inn var í eins kílómetra fjarlægö frá þessari sögufrægu borg og fallbyssu- bátar sjóhersins biðu átekta undan ströndinni. Antonis Samaras, utanríkisráð- herra Grikklands, hitti Milosevic Serbíuforseta að máli í Belgrad og sögðu stjórnarerindrekar að það kynni að vera lokatilraun Evrópu- bandalagsins til aö telja Serba á að samþykkja áætlun bandalagsins um sundurlimun Júgóslavíu í núverandi mynd. Serbía er eina lýðveldið sem hefur hafnað tillögum um að gera Júgó- slavíu að laustengdu bandalagi sex sjálfstæðra lýðvelda. Serbía á yfir höfði sér viðskiptaþvinganir ef ekki verður fallist á þessa tillögu EB í við- ræðum í Haag á þriðjudag. Nokkrir stjórnarerindrekar töldu að Serbar væru reiöubúnir að fallast á tillögur EB en Tanjug-fréttastofan ítrekaði að þeir mundu ekki gefa sig. Reuter hem Hryðjuverk Serba m í Króatíu Serbar hafa markvisst unnið að því að vinna sem mest tjón á menningarverðmætum í Króatíu, einkum í Varazdin, Vukovar, Sib- nik og nú síðast á virkisborginni Dubrovnik við Adríahaf. 0 100 m. T Dubrovnik Þetta forna borgríki, sem stóðst innrásir Húna, Tyrkja og síðast innrásarherja Napoleons, hefur leg- ið undir þungri stórskotahríð sam- bandshersins sl. vikur og þegar loga eldar víða í borginni. Þegar sprengju- regnið var sem þéttast í sl. viku skrifaði biskup borgarinnar Jóhann-< esi páfa bréf og sagði m.a.: „Getið þér ímyndað yðurað á þessari stundu fellur sprengjuregnið allt umhverfis okkur.” Páfinn hefur lýst stuðningi sínum við Króata og margar alþjóðastofnanir hafa hvatt sambandsherinn til að þyrma borginni, en fram til þessa hefur slíkt lítinn árangur borið. Á kortinu má sjá nokkrar sögufrægar bygg- ingar sem beðið hafa óbætanlegt tjón. 1. Revelinvirkið. 2. Mincetaturninn. 3. Bænahús gyðinga. 4. Sponzahöllin. 5. Rupesafnið. ’®%o BESTI TRYLLIR ÁRSINS NBC TV “llll!"!lii f 5 £ “THE BEST MYSTERY MOVIEOFTHEYEAR ...Heartpounding, pulsating suspense with elegance and electricity.” - David Sheehan. KNBC-TV UIOirGHIiG P í l [ B SE fl S SllTTElED Það er ekki unnt að greina frá söguþræði þessarar einstöku spennumyndar - svo óvæntur og spennandi er hann. Sýnd í A-sal kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnud innan 16 ára. Filippus veiðir alf riðaða f ugla í Pakistan Filippus, drottingarmaður í Englandi, er í veiðiferð í Pakistan og nýtur þar mikillar gestrisni. Honum var í gær boðið aö skjóta alfriðaöa fugla en slíkt fá aðeins hinir betri þjóðhöfðingjar að gera þar í landi. Um er aö ræöa fugla af doður- ætt en þeir eru í útrýmingar- hættu. Einkum eru það olíufurst- ar sem kaupa sér leyfi tii að veiða þessa fugla. Náttúruverndar- mönnum þykir hins vegar skjóta skökku við að vernda fuglana tii þess eins aö hagnast á veiðileyf- unum. Kviðdómur skoðar sann- anirgegnstúd- entamorðingja Kviðdómur í borginni Gaines- ville á Flórída kemur saman á morgun til að rannsaka ákærur á hendur Iögregluþjónssyni þess efnis að hann hafi myrt háskóla- stúdínu, skorið af henni höfuðið og sétt það upp á bókahillu svo að aðrir gætu séö það. Saksóknarar munu tára fram á aö formleg ákæra verði gefin út á hendur Danny Rolling, 37 ára gömlum flækingi og fólskulegum atvinnuglæpamanni, vegna morðsins á Christu Hoyt og ijór- um öðrum háskólastúdentum. Þau voru myrt á hroðalegan hátt í ágúst 1990. Reuter Sonur þorps- rakarans verður kirkju- leiðtogi Dimitros Bartholomew, rúmlega fimmtugur sonur þorpsrakara, hefur verið krýndur partríarki yfir grísku rétttrúnaðarkirkjunni. Hann er þar með orðinn æðsti trúarleiðtogi um 250 milljóna manna. Patríarkinn situr í Istanbúl eöa Býsans samkvæmt aldagamalli hefð. Það er einnig hefð manna í hans stöðu að raka sig ekki þótt óviðkom- andi sem karl faðir hans hefði getað unnið gott verk á andliti sonarins. Reuter Nýr patríarki grisku rétttrúnaðar- kirkjunnar er sonur þorpsrakara þótt þess sjái ekki merki á andliti hans. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.