Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1991, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1991, Page 10
10 MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 1991. Þjónustan sem þig vantar er líklega á Gulu línunni "****> guu 62-62-62 Hringdu fyrst í Gulu línuna áður en þú leitar annað HRAÐNÁMSTÆKNI í TUNGUMÁLANÁMI ENSKA - ÞÝSKA - FRANSKA - ÍTALSKA - SPÆNSKA OG ÍSLENSKA FYRIR ÚTLENDINGA SKRÁNING STENDUR YFIR sim 10004 MÁLASKÓLINN MÍMIR GOODfYEAR VETRARHJÓLBARÐAR 60 ÁR Á ÍSLANDI UMBOÐSMENN UM LAND ALLT m HEKIA FOSSHÁLSI 27 SÍMI 695560 674363 Utlönd ísraelsstjórn reynir að koma í veg tyrir hátíðahöld Palestínumanna vegna friðarráðstefnunnar í Madríd. Flestir Palestinumenn eru fylgjandi ráðstefnunni og hafa nokkrir verið teknir höndum vegna fagnaðarláta á götum úti. Hér má sjá hermenn færa Palestínumann í fangelsi. Simamynd Reuter Enginn árangur í Madríd þrátt fyrir næturfundi: ísraelsmenn vilja fá allt fyrir ekkert - sagði al-AlIaf, formaður sendinefndar Syrlendinga „Við eru ekki ánægðir með árang- urinn. ísraelsmenn vilja fá allt fyrir ekkert,“ sagði Muwaffaq al-AIlaf, formaður sendinefndar Sýrlendinga, á friðarráðstefnunni í Madríd. í gær- kveldi sátu Sýrlendingar og ísraels- menn fyrsta fund sinn í annarri lotu viðræðnanna. Mjög erfiðlega gekk að koma fund- inum á þótt ísraelsmenn og Palest- ínumenn hefðu áður rætt saman. James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fór frá Madríd þegar fundur Sýrlendinga og ísraelsmanna var fastmælum bundinn. Hann reyndi að miðla málum og fá menn til að sættast á fjölmörg formsatriði vegna fundarins. Fundurinn í gærkveldi stóð í fimm klukkustundir og varð árangurslaus. „Við gátu ekki komið okkur saman um nokkurn hlut,“ sagði Yossi Ben Aharon, formaður ísraelsku sendi- nefndarinnar, þegar hann kom af fundi. Nú er fimm fundardögum lokið á friðarráðstefnunni en árangur hefur enn enginn orðið fyrir utan þann að deiluaðilar hafa talast við. Þeirra í milh hafa þó einkum farið skammir og svívirðingar. Menn binda nokkrar vonir við að tvíhliða viðræðurnar skili árangri þótt ekki blási byrlega. Þrátt fyrir endalausar deilur um hvað skuli rætt og hvar þá hefur enn ekki slitn- að upp úr viðræðunum. Það bendir þó til að einhver vilji sé til að ræða málin. Ákveðiö er að halda fundunum áfram og er næsta skrefið að semja um hverjir skuli ræðast við, hvar og um hvað. Baker er hins vegar farinn heim til Bandaríkjanna og því kemur það í hlut annarra að miðla málum. ísraelsmenn og Palestínumenn hafa ekki ræðst við áður í þau 43 ár sem Ísraelsríki hefur verið th. Það telst þó mikilvægur árangur og Ba- ker lagði á það áherslu við brottför- ina frá Madríd í nótt að þrátt fyrir deilur um smáatriði mætti ekki horfa fram hjá þeirri staðreynd að menn töluðustþóvið. Reuter Norðmenn ætla að veiða hrefnu í tilraunaskyni: Hvalfangarar hlaða byssurnar á ný Norskir hvalfangarar geta nú farið að hlaða byssurnar á nýjan leik. Norsk stjómvöld ætla að hundsa umhverfisverndarsamtök með því að gefa til kynna að hrefnuveiðar í vís- indaskyni geti hafist aftur á næsta ári. Þá munu dyrnar einnig opnast fyrir hvalveiðar í ábataskyni. Þetta kom fram í norska blaðinu Verdens Gang á laugardag. Gro Harlem Brundtland, forsætis- ráðherra Noregs, mun hitta forráða- menn sjávarútvegsráðuneytisins á morgun, þriðjudag, til að taka af- stöðu til hvalveiða á næsta ári. For- sætisráðherrann synjaði beiðni vís- indamanna í fyrra um veiðar í vís- indaskyni. „Það hggur í loftinu að hvalveiðar í vísindaskyni verði leyfðar,“ segir Bjöm Reppe, sérlegur ráðgjafi í sjáv- arútvegsráðuneytinu. Á sama tíma halda hann og Per Alf Andersen ráðuneytisstjóri mögu- leikunum opnum fyrir hrefnuveiðar í ábataskyni. Hrefnuveiðum Norðmanna í ágóðaskyni var hætt árið 1985 eftir að Alþjóðahvalveiðiráðið lagði bann við þeim þar sem haldið var fram að stofninn væri í hættu. Þrýstingurinn frá náttúruverndarsamtökum var mikill, einkum frá Grænfriðungum. Síðar hafa norskir vísindamenn lagt fram tölur sem sanna að hrefnu- stofninn, sem Norömenn veiða úr, þolir veiði upp á um eitt þúsund dýr á ári. Vísindanefnd Alþjóðahvalveið- iráðsins hefur lýst stuðningi sínum við þær niðurstöður. Bandarfska tímaritið Forbes skrif- aði í síðustu viku mjög gagnrýna grein um Grænfriðunga og aðferðir þeirra til að koma sér inn á gafl já Alþjóðahvalveiðiráðinu. ntb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.