Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1991, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1991, Page 14
14 MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 1991. Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91 )27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Aftan úr fornöld íslenskir stórkaupmenn hljóta að hafa fengið högg á höfuðið. Það er engin önnur skýring á þeirri fáránlegu hugmynd þeirra að leggja virðisaukaskatt á farseðla í millilandaflugi til að draga úr innkaupaferðum til út- landa. Hvað gengur þessari annars ágætu stétt til? Hafa íslenskir stórkaupmenn ekki verið í fararbroddi fyrir verslunarfrelsi? Hafa þeir ekki hvatt til samkeppni? Vita mennirnir ekki að íslendingar eru að semja sig inn í evrópskt efnahagssvæði þar sem frjálsræðið er í önd- vegi og múrar og girðingar einangrunarstefnunnar eru brotin niður? Félag íslenskra stórkaupmanna segist hafa áhyggjur af innkaupaferðum íslendinga til annarra landa. Þær áhyggjur eru eðlilegar, enda þótt innkaupaferðir séu ekki nýjar af nálinni. íslendingar hafa um árabil lagt leið sína til Glasgow, Amsterdam, London og annarra borga til að gera ódýr innkaup. Og dýr innkaup. Allt eftir smekk, þörfum og efnahag hvers og eins. Það er eðli viðskipta að kaupandinn leiti á þann markað sem honum er hagkvæmastur. Til skamms tíma hefur verð- lag og vöruúrval á íslandi verið með þeim hætti að ís- lenskir neytendur hafa þurft að gera dýrari innkaup hér heima á ýmsum almennum nauðsynjavörum en í nágrannalöndunum þekkist. Þetta er öllum ljóst og kem- ur margt til. Lítill markaður, háir tollar og bönn við innflutningi, til að mynda á landbúnaðarvörum. Hér hefur ekki verið við innflytjendur að sakast eða smákaupmenn. íslensk verslunarstétt hefur staðið sig vel í aðlögun að markaði en átt við ramman reip að draga, þar sem innflutningsgjöld og hvers konar boð og bönn hafa gert versluninni lífið leitt. íslensk verslun- arstétt hefur verið óþreytandi í baráttu sinni fyrir frelsi í viðskiptum undir kjörorðinu „frjáls verslun“. Og mál hafa þokast. Viðskiptahöft hafa verið á undanhaldi og nú mun evrópskt efnahagssvæði koma í veg fyrir óeðli- leg afskipti stjórnvalda. Það skýtur því heldur betur skökku við þegar Félag íslenskra stórkaupmanna gengur fram fyrir skjöldu og heimtar hækkun á fargjöldum til útlanda til þess að vernda sjálfa sig fyrir samkeppni frá útlöndum. Stór- kaupmenn vilja skattleggja íslendinga þegar þeir ferð- ast. Þeir vilja taka upp eftirlit með því hvaða erindi landsmenn eigi til annarra landa og láta innheimta virð- isaukaskatt af vörum sem hafa fengið niðurfelldan skatt við innkaup annars staðar. Þeir vilja leggja skatt á aðr- ar atvinnugreinar til að vernda sjálfan sig! Slíkar hugmyndir eru afturhaldið uppmálað. Átt- hagaíjötrar af verstu gerð. Verslunarhöft sem jafnast á við hörmangaratímabihð. Afturhvarf um marga áratugi. Félag íslenskra stórkaupmanna vill sjálfsagt láta taka mark á sér. Stórkaupmenn hafa hingað til haft ýmislegt til málanna að leggja í anda verslunarfrelsisins. Þeir dæma sig hins vegar úr leik ef þeir senda frá sér tillög- ur og ályktanir sem eru úr öhum tengslum við sögulegt hlutverk sitt. Ef íslenskir stórkaupmenn hafa áhyggjur af verslun- arferðum íslendinga th annarra borga er ekki til nema eitt ráð. Það er að auka fíölbreytni í vöruúrvah, standa sig í samkeppninni, lækka verðlag og sannfæra íslend- inga um að verslun hér á landi sé ekki óhagstæðari en verslun í öðrum löndum. Boð og bönn tilheyra fortíð- inni. Ferðaskattar eru rugl sem engum nema afturhalds- mönnum dettur í hug. Ellert B. Schram ísraelskur hermaður meinar palestínskri konu að fara inn i Jerúsalem. Israelsmenn leyfðu aröbum (rá her- teknu svæðunum ekki að koma til borgarinnar á meðan friðarráðstefnan í Madríd stóð yfir. Símamynd Reuter Stálin stinn Allt frá stofnun Ísraelsríkis árið 1948 hefur það verið undirrót átaka, styrjalda og kúgunar. Það hefur tekið hvorki meira né minna en 43 ár að fá araba og ísraelsmenn til að setjast niður og ræða frið. Á þessum tíma hafa ísraelsmenn átt þátt eða aðild að stríðsátökum fimm sinnum. í sjötta stríðinu í Austurlöndum nær, striði Banda- ríkjamanna og bandamanna þeirra gegn írak, sátu ísraelsmenn á sér. Átökin við Persaflóa hafa haft sitt að segja í tilraunum Bandaríkja- manna til að koma aðiljum að samningaborði vegna sameigin- legra hagsmuna sem eru augljósari nú en fyrr. Raunar hafa Banda- ríkjamenn reynt eftir diplómatísk- um leiðum í 25 ár að koma fulltrú- um frá ríkjum þessa eldfima heimshluta til að tala saman. Frá því árið 1956, þegar Dwight Eisen- hower, þáverandi forseti Banda- ríkjanna, fór að skipta sér af til- raunum Breta, Frakka og ísraels- manna til að ná yfiráðum yfir Súez- skuröi, má segja að Bandaríkja- menn hafi sogast inn í málefni heimshlutans (viðskiptahagsmun- ir skiptu líka miklu!); og um leiö og Sovétmenn hættu að mestu svæðisbundinni útbreiðslustefnu sinni stóðu Bandaríkjamenn eftir sem eina ríkið sem hélt afskiptum sínum áfram. Átta ferða diplómatía á átta mánuðum tókst Eftir átta stífa mánuði og ekki færri en átta ferðir tii landanna fyrir botni Miðjarðarhafs hefur James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tekist að fá við- komandi arabaríki og ísraelsmenn til þess að setjast að samningaborði í Madríd. Það í sjálfu sér er afrek og á Baker hrós skilið fyrir að gef- ast ekki upp heldur þrjóskast og halda áfram. Því má ekki gleyma að Henry Kissinger, merkur fyrr- verandi utanríkisráðherra Banda- ríkjanna í tið Nixons forseta, er sá eini sem náði árangri sem svipar til Madrídarfundarins. Árið 1973 kom Kissinger saman ráðstefnu í Genf. En í þaö skiptið fór ráðstefn- an út um þúfur eftir aðeins einn dag. Sennilega er þessi fortíðarsýn martröð Bakers. Ekki má heldur gleyma þætti Sovétmanna og Borísar Pankíns, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, eftir valdaránstilraunina. Án Sov- étríkjanna sem aðstandanda ráð- stefnunnar ásamt Bandaríkja- mönnum og Evrópubandalaginu hefði sennilega ekkert orðiö af henni. Ný kynslóð Palestinu- manna í Madríd En Baker hefur gnótt af ástæðum til að vera svartsýnn. Það eina sem hægt er að segja að veki með mönn- um einhveijar vonir er að fulltrúar fjögurra arabaríkja, Sýrlands, Jórdaníu, Libanons og Egypta- Iands, auk sendinefndar Palestínu- Kjállariim Halldór Halldórsson fréttamaður manna, annars vegar, og ísraels- menn hins vegar, skuli hafa fengist til að hittast undir sama þaki. Eng- inn gerir ráð fyrir árangri á form- legum fundum deiluaðilja. Helsta von manna er sú að fulltrúar sendi- nefndanna taki hver annan tali á göngum og bakherbergjum. Þannig komist menn að kjarna málsins og tali af hreinskilni um erfitt úr- lausnarefni. í þessu sambandi getur það hreinlega skipt sköpum aö í sendi- nefnd Palestínumanna og ráðgef- andi nefnd hennar eru einkum menntamenn sem kunnir eru aö hófsemi en málafylgju. Þetta er ný kynslóð Palestínumanna sem kunna ensku vel og treysta sér í sjónvarpskappræður við upppúss- aða og þrautþjálfaða ísraelsmenn og talsmenn gyðinga i Bandaríkj- unum. Fremst í þessum hópi eru Faisal Husseini og Hanan Ashrawi, doktor í samanburðarbókmennt- um frá Bandaríkjunum. Verður ráðstefnan I Madríd síðasta tækifærið? Yfirlýsingar ísraelsmanna, eink- um Itsjaks Sjamírs, forsætisráð- herra ísraels, fyrir ráðstefnuna, gera honum nánast ókleift aö ganga af ráðstefnunni með samn- ing upp á vasann. Sama er að segja um sameiginlega yfirlýsingu arabaríkjanna fjögurra á dögun- um. Sú yfirlýsing er raunar sam- stöðuyfirlýsing með Palestínu- mönnum, þótt hagsmunir araba séu ekki nákvæmlega þeir sömu í öllum atriðum. Þóttþessi ráðstefna skili engu er hún þó a.m.k. byrjun. Án framhalds núháer'háétt við áð síðasta tækifærið hafi runnið mönnum úr greipum. Kjarni málsins endurspeglast í þeim yfirlýsingum sem ég nefndi. Líbanir, Jórdanir, Egyptar og Sýr- lendingar samþykktu nýlega að kröfur þeirra yrðu þessar í Madrid: Þeir krefjast lands fyrir frið, þar með talin Austur-Jerúsalem, auk þess sem ísraelsmenn hætti að flytja gyðinga inn á hernumdu svæðin og byggja yfir þá þar. Þá krefjast þeir þess að gengið verði að lögmætum kröfum Palestínu- manna um land, ríki. Palestínu- menn eru orðnir landlaus þjóð eða fangar í eigin landi. Kröfur Palest- ínumanna skipta mestu máli og lausn á málefnum þeirra verður óhjákvæmilega aðalatriðið ef hugs- anlegur samningur á að gilda til frambúðar. En Sjamír forsætisráð- herra, formaöur ísraelsku sendi- nefndarinnar, segir að ísraelsmenn muni aldrei fallast á kröfuna um land fyrir frið. SÞ-ályktanir 242 og 338 í nóvember 1967 samþykkti Ör- yggisráð Sameinuðu þjóðanna ályktun nr. 242. Þar segir að ísra- elski herinn eigi að hverfa frá her- teknu landsvæði sem hafi verið tekið í nýliðnum átökum („Sex daga stríöið"). Ályktun 338 frá 1973 er svipuð. Þar er þó skýrt tekið fram að ísraelsmenn eigi að hverfa frá öllu herteknu svæði. Allir aðstandendur friðarráð- stefnunnar eru á þeirri skoðun, að þessar ályktanir leggi ísraels- mönnum þá skyldu á herðar að láta land af hendi fyrir frið. Sama gildir um megnið af aöfidarríkjum Sameinuðu þjóðanna. Ósvífið svar ísraelsmanna er að reisa byggöir á herteknu svæðunum fyrir innflytj- endur, einkum sovéska gyðinga síðasta kastið. Efnahagslega stend- ur ísrael verulega höllum fæti, en gyðingabyggðirnar spretta engu að síður upp fyrir tugmilljarða efna- hagsaðstoð frá Bandaríkjamönn- um. Nú búa um 250 þúsund gyðing- ar á vesturbakka Jórdanar og er þá Gazasvæðið ónefnt og Austur- Jerúsalem. Á vesturbakkanum fara ísraelsmenn með yfirgangi og gera Palestínumönnum lífið erfitt, stundum óbærilegt og stundum stytta þeir það. Því má svo heldur ekki gleyma að ísrael er kjamorkuveldi. Halldór Halldórsson „I sendinefnd Palestínumanna og ráö- gefandi nefnd hennar eru einkum menntamenn sem kunnir eru að hóf- semi en málafylgju. Þetta er ný kynslóð Palestínumanna sem stendur tals- mönnum ísraelsmanna fyllilega á sporði.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.