Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1991, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1991, Page 30
42 MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 1991. Afmæli Viktor Bjömsson Viktor Björnsson, Boðahlein 29, Garðabæ, er níutíu ára í dag. Starfsferill Viktor fæddist á Akranesi og ólst þar upp. Hann starfaði sem sjómað- ur á yngri árum en lengst sem véla- maður og síðar sem verkstjóri hjá frystihúsinu Heimaskaga á Akra- nesi. Viktor ílutti til Reykjavíkur 1959 og vann hjá Umbúðamiðstöðinni hf. Hann var síöar í sóknarnefnd Akra- neskirkju og safnaðarfulltrúi þar. Einnig söng hann með Karlakórn- um Svanir í mörg ár. Fjölskylda Viktor kvæntist 9.6.1923 Frið- meyju Jónsdóttur, f. 14.9.1904, d. 15.5.1986, húsmóður. Hún var dóttir Jóns Ólafssonar, f. 10.1.1876, d. 27.11.1908, frá Ólafsvöllum á Akra- nesi, ogÁgústu Hákonardóttur, f. 1.8.1880, d. 1.9.1963, húsmóður.. Börn þeirra Viktors og Friðmeyjar eru: Jóna Ágústa, f. 8.6.1924, hús- móðir, gift Olafi J. Elíassyni, neta- gerðarmanni í Reykjavík, og eiga þau fjögur börn; Björn, f. 27.6.1925, d. 11.8.1990, húsasmiður á Akra- nesi, var kvæntur Sigríði Péturs- dóttur og eignuðust þau fjögur börn; Þóra, f. 30.4.1929, húsmóðir, gift Úlfari Kristmundssyni, kennara í Reykjavík, og eiga þau tvö börn; Alfreð, f. 10.9.1932, húsasmiður á Akranesi, kvæntur Erlu Karlsdótt- ur, og eiga þau fjögur börn; og Lilja, f. 23.5.1936, gift Guðmundi Einars- syni, verkfræðingi í Garðabæ, og eigaþau eittbarn. Alsystkin Viktors, sammæðra, eru: Olafur, f. 6.7.1895, d. 15.5.1959, fyrrum ritstjóri á Akranesi, var kvæntur Maríu Ásu Ólafsdóttur Finsen og eignuðust þau tvö börn og áttu eitt fósturbarn; og Oddur, f. 7.11.1898, d. 14.12.1972, fyrrum skip- stjóri og afgreiðslumaður í Reykja- vík, var kvæntur Sigríði K. Hall- dórsdóttur. Hálfsystkini Viktors, af fyrra hjónabandi Katrínar og Ólafs Bjarnasonar (1851-1887) frá Kjar- ansstöðum eru: Bjarni, f. 28.7.1878, d. 8.1.1880; og Oddur, f. 9.9.1879, d. 4.5.1905; Þóra, f. 12.10.1882, d. 14.7. 1902; Bjarni, f. 9.3.1884, d. 19.2.1939, skipstjóri og útgerðarmaður á Akra- nesi, var kvæntur Elínu Ásmunds- dóttur frá Háteigi og eignuðust þau eitt barn; Oddgeir, f. 10.6.1885, d. 14.12.1935, b., kvæntur Önnu Margréti Nikulásdóttur og eignuð- ust þau þrjú börn; og Jón, f. 25.8. 1886, d. 14.12.1935, skipstjóri, var kvæntur Kristínu Ásbjörnsdóttur og eignuðust þau þrjú börn. Einnig ólu foreldrar Viktors upp systurson Bjöms, Þjóðleif Gunn- laugsson, f. 2.10.1896, d. 16.8.1972, rafstvstjóra á Akranesi, var kvænt- ur Guðrúnu J. Bjarnadóttur og eign- uðust þau þrjú börn. Foreldrar Viktors voru Björn Hannesson, f. 6.4.1872, d. 12.7.1958, formaður og útgerðarmaður frá Vík, Innri-Akraneshreppi, og Katrín Oddsdóttir, f. 4.4.1859 á Hrafnseyri Viktor Björnsson. við Arnarfjörð, d. 25.4.1937, hús- móðir. Björn var sonur Hannesar Ólafs- sonar, b. í Vík, og Höllu Björnsdótt- ur húsmóður. Katrín var dóttir Odds Jónssonar, prests á Hrafnseyri, og Þóru Jóns- dóttur, hreppstjóra á Kópsvatni, Einarssonar. Viktor veröur að heiman á afmæl- isdaginn. Til hamingju með afmælið 4. nóvember 80 ára Pétur Sigurbjörnsson, Barónsstig 23, Reykjavík. Helgi Hallgrímsson, Hvassaleiti 56, Reykjavík. 75 ára Erlendur Suæbjörnsson, Byggðavegi 138a, Akureyri. Kristín V. Kristinsdóttir, Tjarnargötu 40, Keílavík. Valgerður Einarsdóttir, Bekansstöðum, Skilmannahreppi. 60 ára__________________ Kristín Ólafsdóttir, Háaleitisbraut 73, Reykjavík. 50 ára Sigurður Ingvarsson, Sunnubraut 8, Garði. Hildur Hilmarsdóttir, Óðinsgötu 14a, Reykjavik. Guðrún Guðmundsdóttir, Jörundarholti 202, Akranesi. Guðrún Einarsdóttir, Snjóholti, Eiðahreppi. Auðbjörg Díana Árnadóttir, Vogatungu 20, Kópavogi. Björgvin Kjartansson, Mánastíg4, Hafnarfirði, 40ára Bjarni Júlíus Valtýsson, Sólhlíð 3, Vestmannaeyjum. ÞórðurOddsson, Geithömrum 5, Reykjavik. Patricia Ann Heggie, Hlíðarvegi 12, Eyrarsveit. Guðmundur H. Guðnason, Barónsstíg 51, Reykjavík. Ólöf Kristj ánsdóttir, Logafold 98, Reykjavík. Guðmundur HaukurSigurðsson, Kirkjuvegi 10, Hvammstanga- hreppi. Jóhanna Sigrún Thorarensen, Gjögri2, Árneshreppi. Gestur Már Þórarinsson, Logafold57, Reykjavík. Nauðungaruppboð þriðja og síðasta, á eftirtöldum fasteignum fer fram á eignunum sjálfum mánudaginn 11. nóvember 1991 á neðangreindum tíma: Strandgata 29, Eskifirði, þingl. eig. Trausti R. Guðvarðarson, kl. 10.30. Uppboðsbeiðendur eru Gjaldheimta Austurlands og Björn Jónsson hdl. Strandgata 9a, Eskifirði, þingl. eig. Jónas Helgi Helgason, kl. 11.00. Upp- boðsbeiðandi er Húsnæðisstofnun ríkisins. 100 ára: Guðný Pétursdóttir Guðný Pétursdóttir húsmóðir, Dvalarheimilinu Hulduhlíð, Eski- firði, er eitt hundrað ára í dag. Starfsferill Guðný fæddist að Þuríöarstöðum, Eiðaþinghá, S-Múlasýslu, en ólst upp aö Borgum á Eskiflrði og að Högnastöðum í Helgustaðahreppi. Að loknu barnaskólanámi lærði Guöný karlmannafatasaum í Reykjavík og stundaði þá iðn á Eski- firði ásamt heimilisstörfum en hún hefur búið þar alla tíð. Fjölskylda Guðný giftist á sumardaginn fyrsta 1912 Guðna Jónssyni, f. 26.7. 1891 á Eiríksstöðum í Fossárdal, d. 29.12.1974, trésmíðameistara á Eski- firði. Hann var sonur Jóns Gíslason- ar, b. Eiríksstöðum í Fossárdal á Beruíjarðarströnd og síðar á Sjólyst á Eskifirði, og Guðnýjar Guðnadótt- urhúsmóður. Guðný og Guðni eignuðust fiögur börn. Þau eru: Hjalti, f. 9.7.1912, húsgagnasmiður á Eskifirði og kirkjuorganisti þar um árabil, nú látinn; Vilberg, f. 4.12.1924, ljós- myndari á Eskifirði; Guðni Sigþór, f. 8.11.1926, hljóðfæraleikari í Reykjavík; og Steinunn, f. 30.8.1930, húsmóðir á Egilsstöðum. Barnabörn þeirra eru átta talsins og barnabarnabörnin 22, eitt látið. Systkini Guðnýjar eru bæði látin. Þau hétu Árni og Jarðþrúður. Foreldrar Guðnýjar voru Pétur Sigurðsson, f. á Tunguhaga á Völl- um í Fljótsdalshéraði, og Anna Ein- arsdóttir, f. á Borg í Skriðdal. Guðný Pétursdóttir. Vagn Kristjánsson Vagn Kristjánsson. Vagn Kristjánsson, Fellsmúla 14, Reykjavík, er sjötugur í dag. Fjölskylda Vagn er kvæntur Svönu Björns- dóttur, f. 8.3.1923, húsmóður. Þau eiga sex börn: Kristján, f. 28.5. 1946, kvæntan Hólmfríði Ingvars- dóttur og eiga þau fiögur böm; Björn, f. 3.11.1949; Stefán, f. 11.11. 1951, kvæntur Guðveigu Búadóttur og eiga þau fiögur börn; Hreinn, f. 22.6.1953, kvæntur Guðrúnu Sverr- isdóttur og eiga þau fiögur börn; Birgir, f. 21.11.1959, kvæntur Krist- ínu Kristinsdóttur og eiga þau tvö börn; og Gunnar, f. 17.2.1963, kvæntur Elísabetu Sigurbjörnsdótt- ur og eiga þau tvö börn. Þau hjónin taka á móti gestum kl. 20 á afmælisdaginn í Félagsheimili Skagfirðinga, Síðumúla35. BÆJARFÓGETINN Á ESKIFIRÐI SÝSLUMAÐURINN í SUÐUR-MÚLÆSÝSLU Menning TRYGGINGASTOFNUN Bensínstyrkur - Breytt fyrirkomulag á greiðslum Framvegis verður bensínstyrkur borgaður út mánað- arlega, í fyrsta sinn 3. desember fyrir desembermán- uð. Útborgun í nóvember er fyrir mánuðina október og nóvember (samtals kr. 8.100). Útborgun í ágúst var fyrir mánuðina júlí, ágúst og september. Upphæð bensínstyrks er nú kr. 4.050 á mánuði. Tryggingastofnun ríkisins The Pogues - The Best of The Pogues: Óvæntur kveðjusöngur Þær fregnir berast nú rétt í þann mund sem The Pogues senda frá sér plötu með safni af þvi besta sem hljómsveitin hefur látið frá sér fara gegnum tíðina að forsöngvari og forsprakki sveitarinnar, Shane MacGowan, sé hættur vegna ótæpilegrar neyslu á gör- óttum drykkjum. Þannig verður þessi safnplata skyndilega kveðjuplata MacGowans og undirstrikar sem slík að Pogues verður ekki sama hljómsveitin án hans. Shane MacGowan hefur nefnilega ekki einungis ver- ið forsöngvari og andlit sveitarinnar út á við heldur hefur hann samið obbann af lögum og textum hljóm- sveitarinnar. Mikilvægi hans fyrir Pogues er best lýst með því að á þessari safnplötu á hann hvorki fleiri né færri en tíu lög af fiórtán. Og þegar það hefur nú verið upplýst að sæti MacGowans í Pogues taki gamli Clash-söngvarinn, Joe Strummer, er ljóst að hljóm- sveitin er liðin undir lok sem slík en ný Pogues tekin Hljómplötur Sigurður Þór Salvarsson til starfa. Og án þess að neitt sé hallað á ágæti Joe Strummer fer hann ekki í fótin hans Shane MacGowan frekar er nokkur annar. Hvað um það þá gefst sem sé gott tækifæri hér á að líta yfir glæstan feril Pogues og Shane MacGowan. Hér er að finna mörg dæmi um fiölhæfni og fijóan hug þess síðarnefnda, lög eins og Fairytale of New York, Sally McLennane, A Pair of Brown Eyes, A Rainy Night in Soho og síðast en ekki síst lag með því táknræna nafni sem varð MacGowan fiötur um fót, Streams of Whiskey.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.