Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1991, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1991, Page 4
4 FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1991. Fréttir Þjóðarsáttin skilaði árangri: 17 ára piltur dæmdur fyrir nauðgunartilraun: Mánaðarkaup ASI- fólks 106 þúsund - að meðaltali á öðrum fjórðungi yfirstandandi árs Nýjar tölur frá Kjararannsóknar- nefnd sanna, að þjóðarsáttin hefur borgað sig fyrir launþega í Alþýðu- sambandinu almennt. Kaupmáttur launa hefur aukizt á því rúma ári, sem er hðið frá þjóöarsáttarsamn- ingunum svokölluðu. Fyrr í ár voru í fjölmiðlum birtar tölur frá nefnd- inni, sem sýndu 3,8 prósent kaup- máttaraukningu að meðaltali á einu ári. Nú kemur hins vegar í ljós, að aukning kaupmáttarins á tíma þjóð- arsáttarinnar er ekki svo mikil, heldur 2,8 prósent. Samningamenn höfðu,aldrei lofað meiri aukningu kaupmsíttar en þetta. Þessi aukning er þvert á móti meiri en menn bjuggust við, þegar þjóðarsáttin varð. Viö þetta má vel una. Þetta hvetur til þess, aö ný þjóðarsátt verði gerð. En nú verður vafalaust ekki hægt að auka kaup- máttinn. Þjóðarsáttin hefur leitt til lítillar verðbólgu og stöðugra gengis. En þeir samningar hjálpuðu hinum lægstlaunuðu ekki, heldur voru þeir skildir eftir. Þótt tölurnar sýni, að hinn „almenni" launamaður hefur bætt hag sinn, gildir það ekki um láglaunafólkið sem slíkt. Þaö fólk hefur borið samdráttinn, sem varð í efnahagsmálunum. Þjóðarsáttin hefur þvi verið borin af hinum tekjulægstu. En tölur Kjararann- sóknarnefndar eru meðaltöl, sem segja sína sögu. Kaupmáttur minnkaði í sumar Kaupmáttur ASÍ-fólks óx að meðal- tali um 2,2 prósent frá öðrum árs- fjórðungi í fyrra til annars fjórðungs yfirstandandiárs. Þrátt fyrir þetta kemur í ljós, að kaupmáttur minnkaði í sumar. Kaupmátturinn minnkaði um eitt prósent frá fyrsta fjórðungi í ár til annars fjórðungs ársins. Verðbólg- an fór þá upp. Framfærsluvísitalan hækkaöi milli þessara ársfjórðunga Mánaðarkaup fólks í fullu starfi — á öðrum ársfjórðungi hvers árs — Grafið sýnir, hvert meðalkaup á mánuði var á öðrum ársfjórðungi í ár og í fyrra. Sjónarhöm Haukur Helgason í ár um 2,4 prósentustig. Mörgum sögum fer jafnan af því, hvað fólk hefur í rauninni í kaup. Af umræðunni gætu menn stundum haldið, að algengustu laun væru 50 þúsund á mánuði, eða kannski 60 þúsund. Svo er alls ekki. Kjararann- sóknamefnd segir okkur, hvert er vikukaup og mánaðarkaup fólks í ASÍ (landverkafólks) í fullu starfi, þegar meðaltal er tekið, og þá detta hæðirnar og lægðirnar auðvitað út. Meðalalaun verkakarla á mánuði voru nú í sumar um 105 þúsund krónur. Verkakonur höfðu 86 þús- und. Iðnaðarmenn fengu sam- kvæmtKjararannsóknamefnd 137 þúsund á mánuði. Afgreiðslukarlar hlutu 110 þúsund og afgreiðslukon- ur bara 75 þúsund. Skrifstofukarlar í ASÍ fengu að meðaltali um 132 þúsund og skrifstofukonur 93 þús- und. Meðalkaupið voru því um 106 þús- und á mánuði annan fjórðung yfir- standandiárs. Fólk vann lengur á öðrum árs- fjórðungi í ár en í fyrra. Meðalfjöldi vinnustunda á viku voru í ár 46,9, en meðalstundirnar voru 46,6 á sama tímabili fyrir ári. Af klæddi stúlku og brá hnífi að hálsi hennar - fékk 8 mánaða skilorðsbundið fangelsi Sakadomur Keflavíkur hefur dæmt 17 ára pilt í 8 mánaða skilorðs- bundið fangelsi fyrir tilraun til að nauðga jafnöldru sinni og ógna henni með hnífl á heimili hans aöfaranótt 21. september síöastliðins. Við ákvörðun refsingar var tekið mið af ungum aldri sakbomingsins. Sigurð- ur Hallur Stefánsson, héraösdómari í Keflavík, kvað upp dóminn. Ungmennin hittust í miðbæ Kefla- víkur umrætt kvöld en þau höfðu þekkst áður. Hann var ölvaður en stúlkan allsgáð. Pilturinn bauð stúlkunni héim til sín og fóru þau fótgangandi þangað. Þegar heim var komið afklæddi pilturinn stúlkuna í herbergi sínu og greip hana mikil hræðsla. Við svo búið brá hann hnífi að hálsi hennar. Stúlkan reyndi síð- an að verjast ágangi piltsins sem vildi hafa mök við hana. Eftir að hún haföi veitt mótspyrnu í talsverða stund gafst pilturinn upp án þess að koma fram vilja sínum. Stúlkuna sakaði ekki líkamlega. Hún fór heim til sín eftir atburðinn og kærði piltinn til lögregu. Fyrir dómi bar stúlkan að pilturinn hefði keflað sig en því neit- aði hann. Að öðru leyti bar þeim að mestu saman um atburðarás. Pilturinn var dæmdur sekur um tilraun til nauðgunar með ofbeldi. Refsing hans þótti hæfilega ákveðin 8 mánaða fangelsi skilorðsbundið í 2 ár. Ekki var lögð fram miskabóta- krafa af hálfu stúlkunnar. Brjóti pilt- urinn ekkert af sér á skilorðstíman- um mun refsingin falla niður að 2 árum liðnum. Piltinum er á þessum tíma gert að sæta sérstakri umsjón af hálfu skilorðseftirlits ríkisins. Við ákvörðun refsingar tók dómur- inn mið af ungum aldri sakbornings- ins sem var tæplega 17 ára þegar at- burðurinn gerðist. Einnig var höfð hliðsjón af því aö hann hafði ekki áðurlentásakaskrá. -ÓTT Stjörnustríð blómaverslana Mikið verðstríð er í gangi í sölu á jólastjörnu á milli blómaverslana um þessar mundir. Svo langt ganga verslunareigendur í samkeppninni að verð er í sumum tilfellum orðið lægra en það var lægst í fyrra. „Við byrjuðum á kapphlaupinu með því að bjóða til sölu jólastjörnu í fyrsta verðflokki á 869 krónur. Margar blómabúðanna tóku þá við sér og við höfum verið að smálækka verðið hjá okkur síðan,“ sagði Krist- inn Einarsson, sölustjóri hjá Blómavali, í samtah við DV. „Salan hefur verið mjög góð en ég veit ekki annað en að verðið sem við bjóðum nú sé það lægsta sem er í gangi á markaönum. Jólastjarnan kostar nú hjá okkur 759 kr. í fyrsta flokki en 689 í öðrum flokki. Verðið komst lægst í 795 krónur fyrir fyrsta flokk og 695 fyrir annan flokk í fyrra en það er lægra nú. Heildsöluveröið er 545 frá framleiðanda og þá á eftir aö bæta virðisaukaskatti ofan á. Að honum meötöldum er verðið orðið 679 krónur. Af þessu sést að álagning hjá okkur er sárahtil orðin,“ sagði Kristinn. „Jólastjarnan kostar 990 krónur, fyrsti flokkur, hjá okkur en annar flokkur er á 890 krónur. Við tökum ekki þátt í þessu verðstríði," sagði Geir Björnþórsson, afgreiðslumaður hjá blómabúðinni Dalíu. Hjá Blóma- stofu Friðfinns voru jólastjörnurnar á 750 krónur stykkið, aðeins fyrsti flokkur eftir en aðrir flokkar upp- seldir, að sögn afgreiðslumanns. Jólastjarnan kostar 1.190 kr. í Al- aska, fyrsti flokkur, en annar flokkur kostar 790 krónur. -ÍS í dag mælir Dagfari Pólitískar ofsóknir Póhtískar ofsóknir gera vart við sig þessa dagana. Annars vegar hefur Hið íslenska kennarafélag ákveðið að ganga úr Bandalagi háskóla- manna til að mótmæla að tveir for- ystumanna BHM skyldu taka sæti á framboðshstum Alþýðubanda- lagsins. Hins vegar er svo forsætis- ráðherra að ofsækja tvo menn sem setið hafa í svokahaðri Norðvestur- nefnd. Víkjum fyrst aö kennurunúm. Nú mun það vera opinbert leyndar- mál að cúlabahar telja sig eiga mik- ið fylgi meðal kennara og það kom því vel á vondan þegar Ólafur Ragnar Grímsson var fjármálaráð- herra og neitaði aö taka tilht fll krafna þeirra um kjarabætur. Kennarar hafa eins og flestum er kunnugt verið í kjarabaráttu á hveiju ári og lagt niöur vinnu á hverjum vetri og tapað launum í verkföhum í hvert sinn. Þess vegna fannst kennurum það skrítið þegar tveir af forystumönnum BHM skyldu þakka Ólafi Ragnari fyrir andstöðu sína gegn bættum kjörum kennara meö því að taka sæti á Usta Ólafs Ragnars. Kennarafélagið viU ekki eiga samleið með slíkum svikurum. Kennarar eru upp til hópa kjósend- ur Alþýðubandalagsins en þeir vhja ekki láta það spyijast og þeir eru vondir út í þá forystumenn í BHM sem kunna ekki að vera vondir út í Ólaf Ragnar fyrir að svíkja þá. Þeir eru svo reiðir í Kennarafélaginu yfir því að hafa ekki fengið hærri laun, meðan Ól- afur Ragnar var ráðherra, aö þeir vUja hvorki kannast við hann né flokkinn sem þeir hafa stutt. Hefnd kennaranna kemur svo niður á þeim sakleysingjum í BHM sem héldu allan tímann að það gerði ekkert til þótt Ólafur væri á móti þeim, enda sé flokkurinn áfram með þeim og hafa sjálfsagt haldið að það væri betra að styðja flokkinn heldur en kjarabaráttuna. Kennaramir hafa sem sagt komist að þeirri niðurstöðu að ef BHM sé í flokknum þá séu kennarar ekki lengur í BHM. Þetta er sosum skflj- anlegt en vandamál kennara verð- ur verra í framtíðinni þegar þeir uppgötva einhveijar kennarablæk- ur í sínum eigin samtökum sem enn eru bendlaðar viö Alþýðu- bandalagið. Annaðhvort er að reka þá kennara úr Kennarafélaginu eða þá að segja félagið úr lögum við þá sem eru ahabaUar. Verður fróðlegt að fylgjast með þeim póht- ísku ofsóknum. Hitt málið, sem telst til pólitískra ofsókna þessa dagana, er sú ákvörðun Davíðs Oddssonar að skipta um menn í Norðvestur- nefndinni. Bjarni Einarsson og Jónas Hahgrímsson fengu sem sagt reisupassann hjá Dabba. Nú er það ekki óalgengt að skipt sé um menn í nefndum á vegum hins opinbera og þá einkum þegar stjómarskipti verða. En Davíð gleymdi þvi sem máli skiptir að þeir Bjarni og Jónas eru búnir að vera lengi í þessari nefnd og höfðu alls ekki hugsað sér aö hætta í henni. Sérstaklega á það við um Bjama sem segir að hann hafi stofnað nefndina og hafi aha tíð þótt mjög vænt um nefndina. Þar að auki hafi honum ekki einu sinni gefist tími til að kveðja sam- nefndarmenn sína og í því skUst Dagfara að hin póhtíska ofsókn sé fólgin. Bjami fékk ekki að kveðja og auk þess var hann ekki látinn vita að hann ætti að hætta í nefnd- inni fyrr en hann var látinn vita að hann ætti að hætta í nefndinni. Þessi ofsókn er grimmUeg og spurning hvort stuðningsmenn Bjama eigi ekki að kæra þetta mál til Amnesty eða Sameinuðu þjóð- anna en samkvæmt sáttmála SÞ er bannað að ofæskja fólk af póhtísk- um ástæðum. Enda sjá menn og heyra að Bjami tekur þetta nærri sér. Hann vildi að hann væri látinn vita áður en hann var látinn vita að hann ætti að hætta í nefndinni og framsókn- armenn á þingi hafa verið þungir á brún út af þessum ofsóknum og spyrja hvað þetta eigi að þýða. Dav- íð hefur sagt að þetta eigi að þýða það að nýir menn komi í staðinn fyrir þá tvo menn sem hættu i nefndinni. Það er ennþá meiri of- sókn og sýnir hvað Davíð er vondur maöur, að láta Bjarna og Jónas hætta í nefnd sem aðrir eiga aö taka sæti í. Þetta má ekki koma fyrir aftur. Nefndarmenn eiga aha- jafna rétt á því að sitja í nefndum meðan þeir lifa og jafnvel lengur ef þeim hefur þótt vænt um nefnd- ina sem þeir hafa setið í. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.