Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1991, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1991.
9
hókuspókusí
Til stendur að opna skóla fyrir
væntanlega galdramenn í borg-
inni Napólí á Ítalíu til að bjálpa
þeim að láta gott af sér leiða.
Salvatore Mascali,-forseti dul-
vísinda- og stjörnuspekiakadem-
íunnar í borginni, sagði í gær að
námstiminn yröi sex mánuðir og
lyki með prófi.
„Mig hefur alltaf langað til aö
stofna skóla til að berjast gegn
þeim sem reyna að svindla á fólki
með því að segja að eitthvað séu
töfrar sem er það ekki,“ sagði
hann.
Á Ítalíu starfa um 18 þúsund
töframenn og huglæknar og sam-
anlagðar árstekjur þeirra eru um
60 milljarðar króna.
VatnaskrímsEi
meðkindarhaus
íSíberíu
íbúar í afskekktu þorpí í Síber-
íu segja aö risastór slanga með
kindarhaus syndi um á vatninu
þeirra.
„Tugir manna hafa séð skrímsli
þetta, sem er svert eins og trjábol-
ur og sex eða sjö metra langt.
Einum þeirra tókst meira að
segja að taka af því mynd. Það
syndir um með reist höfuð,“ sagði
í fréttaskeyti frá sovésku Tass-
fréttastofunni í gær.
Tass sagði að fundist hefðu spor
eftir dýrið í grasinu við vatnið og
væru þau eins og eftir meiða á
stórum sleða. Fréttastofan líkti
Síberíuskrímslinu við Nessie sem
býr í Loch Ness á Skotlandi og
snjómanninn hræðilega í Hima-
lajaíjöllum.
Flutningartil
Grænlands
boðnirút
Lars Emil Johansen, formaður
grænlensku landstjórnarinnar,
telur að hægt sé að minnka kostn-
aðinn við fragtflutninga til Græn-
lands um helming, úr 500 milljón-
um danskra króna í 250 milljónir.
Þess vegna verða flutningamir
þegar boðnir út til áhugasamra
skipafélaga, eins og t.d. danska
skipafélagsins J. Lauritzen,
skipadeildar Grænlandsverslun-
ar og Eimskips.
Lars Emil Johansen lagði á það
áherslu i viðtali við útvarpið á
Grænlandi að markmiðið með
útboðinu væri að taka upp ílutn-
inga með gámum sem á að gera
þá ódýrari. Þá sagði hann aö þessi
endurskipulagning ætti að ganga
í gildi svo fljótt sem auðið væri.
„Við borgúm tíu milljón krónur
of mikið i flutninga i hverjum
mánuði sem líður og við höfunm
ekki ráð á því,“ sagði landstjóm-
arformaðurinn.
Síbrotamaður
í steininum
yfirjóliit
Það veröur ekkert öl næstu 40
dagana fyrir Bror Uno Blom,
sænskan síbrotamann, sem á
dögunum var var dæmdur í 51.
skipti fyrir að brjóta enn einu
sinni ársgaraalt landvistarbann í
Danmörku. Blom gefst því ekki
færi á að gæða sér á öllum þeim
guðaveigum sem dönsk brugghús
senda frá sér um jólaleytið.
Svíanum var vísaö úr landi á
mánudag eftir að hann hafói
haldið upp á 50. dóra sínn en liann
sneri strax tii baka daginn eftir.
r>ómarinn tók því enga áhættu
og lokaði hann inni í Vesturfang-
elsinu þar sem Biom á orðiö sinn
oigin klefa.
.... - ■
Útlönd
Króatar sakaðir um morð á 41 bami 1 þorpinu Borovo Naselje nærri Vukovar:
Skáru börnin á háls í
kjallara skóla þeiira
- Króatar segja að Serbar hafi myrt 80 menn eftir að bardögum lauk 1 Vukovar
Sjónarvottar segja að liðsmenn
Króata hafi myrt 41 barn í þorpinu
Borovo Naselje, nærri Vukovar, rétt
áður en þeir flúðu staðinn. Lík þam-
anna fundust í kjallara þorpsskólans
og höfðu þau verið skorin á háls. Þau
voru á aldrinum flmm til sjö ára, af
serbneskum ættum.
Bæði hermenn sambandshersins
og óháðir fréttamenn hafa sagt þessa
sömu sögu. Eftir því sem best er vit-
að voru morðin framin um síðustu
helgi. Ljósmyndari Reuters kom á
staðinn en hann fékk ekki að ljós-
mynda líkin. Fréttir hafa einnig bor-
ist af morðum á Króötum í Vukovar
en Serbar náöu bænum á sitt vald í
vikunni eftir langvarandi bardaga.
Sagt er að í það minnsta 80 króatar
hafi verið drepnir í Vukovar eftir að
bardögum lauk þar. Króatar segja
að meðal hinna myrtu séu menn sem
gáfu sig á vald Serbum og sambands-
hernum.
í Borovo Naselje hafa fleiri voða-
verk verið framin. Þar á meðal gekk
ljósmyndari Reuters fram á lík af
fólki í serbneskri fjölskyldu. Allir
höfðu verið myrtir á götu úti, sjáan-
lega skotnir í höfuðið. Sambandsher-
menn sögöu honum að þetta væri
verk króatískra varðliða.
Yfirvöld í Króatíu hafa neitað öll-
um ásökunum um aö liðsmenn
þeirra hafi framið umrædd morð.
Þeir segja að um áróður Serbá sé að
ræða og hafa farið fram á að Evrópu-
bandalagið og Rauði krossinn annist
rannsókn á málinu. Talsmaður Kró-
ata segir að engar óháðar upplýs-
ingar séu til um morðin. Allt sem
fréttist komi frá hermönnum sam- Ljósmyndari Reuters gekk fram á lík sex manna úr serbneskri fjölskyldu I þorpinu Borovo Naselje. Hann sá þar
bandshersins og Serbum. Reuter einniglík41 barns en fékk ekki að taka myndir af þeim. Símamynd Reuter
Mannræningjar falla frá skilyrðum sínum:
Cicippio fær
frelsið næstur
Vonir manna um að fleiri vestræn-
ir gíslar í Líbanon verði látnir lausir
á næstunni glæddust þegar Hiz-
bollah-samtökin féllu frá helsta skil-
yrði sínu fyrir lausn þeirra. Samtök-
in sögðu í gær að þau tengdu lausn
gíslanna við lausn um 300 araba sem
eru í haldi ísraelsmanna. Að minnsta
kosti flmm vestrænir gíslar eru enn
á valdi mannræningja.
Sjeik Abbas Musawi, leiðtogi Hiz-
boflah, sagði að hægt yrði að ljúka
gísladeilunni á næstu dögum eða vik-
um. *
íranska fréttastofan IRNA sagði að
Bandaríkjamaðurinn Joseph
Cicippio, sem var tekinn í gíslingu
árið 1986, mundi losna næstur.
Reuter
Fékk eyðni við
glasafrjóvgun
Kanadíska ríkið hefur ákveöiö komma.
að bæta hjúkrunarkonu að nafni Neuzen reyndi35sinnumáárun-
Ter Neuzen með einni milljón um 1981 til 1985 að veröa þunguð
kanadískra dollara eyðnismit sem með glasafrjóvgun. Það tókst aldrei
hún varð fyrir við glasafrjóvgun. en í síðustu tihaunimú fékk hún
Hæstiréttur landsins korast að eyðni. Gerald Kom aðstoðaði hana
þeirri niðurstöðu að læknirinn í öll skiptin. Ekki er vitað hverrúg
Gerald Korn hefói gerst sekur um eyðnisnútaö sæði komst í sæðis-
vítaverða vanrækslu þegar hann bankasjúkrahússinsþvisásemgaf
notaði smitað sæði við að frjóvga þaðerhorfumsporlaust. Reuter
/ tilefni 15 ára afmælis
verslana okkar veitum við
15%
staðgreiðslu
afslátt
af öllum vörum
dagana 21., 22. og 23. nóv.
\
falke
\
ÖfiTUrtB_________Bókabúð
nv I VI XwSportvöruverslun
Háaleitisbraut 68 - Austurveri, sími 68-42-40