Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1991, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1991, Page 10
10 FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1991. UTSALA vegna breytinga Ýmsar gerðir dagana 21. - 23. nóv.' G. Amundason H/F Bíldshöfða 18-sími 687820 A krakka: Peysur á 1990 kr„ skyrtur á 1490 kr„ buxur á 1590 kr. Nýkomið fyrir herra: Frakkar frá 8.900 kr„ jakkaföt frá 15.800 kr„ jakkar frá 4.790 kr„ buxur frá 3.400 kr„ skyrtur frá 2.400 kr. Nýkomið fyrir dömur: Peysur frá 1.790 kr„ þykkir bómullarbolir frá 2.190 kr„ skyrtur frá 2.990 kr„ samfellur frá 1290 kr. Úrval af skóm, búsáhöldum og skartgripum á góðu verði. Sendum í póstkröfu. Kostaboð við Hlemm, Laugavegi 116, símí 629030 Friðarfór til að stöðva bardaga milli Armena og Azera í suðurhluta Sovétríkjanna snerist upp í harmleik í gær þegar þyrla hrapaði í þoku með þeim afleiðingum að tuttugu manns fórust. Tass-fréttastofan skýrði frá því að meðal hinna látnu hefðu verið hátt- settir émbættismenn Sovétlýðveld- unum Azerbajdzhan og Kazakhstan, tveir hershöfðingjar og rússneskir þingmenn. Tass sagöi að þyrlan hefði verið send til fjallahéraðsins Nagomo- Karabakh sem hart hefur verið deilt um. Á heimleiðinni virðist sem flug- maður þyrlunnar hafi villst af leið í svartaþoku. Þýrlan flaug beint á fjall og sprakk í loft upp. „Viö sjáum ekki handa skil. Skýja- Útlönd ar spilla ungviðinu Magadansmeyjar og aðrar fá- klæddar konur, sem skemmta Egypt- um, eru búnar að eyðileggja allt sið- ferðisþrek ungdómsins þar í landi, að því er prófessor í íslömskum fræð- um sagði í viðtali við al-Nour, blað heittrúarmanna. Vikuritið hneykslaðist á því í gær að í landinu væru um 20 þúsund dansmeyjar sem skemmtu á nætur- klúbbum án tilskilinna leyfa frá yfir- völdum. „Þessar dansmeyjar eiga í stríði við guð og spámann hans og sá spillingu um allt,“ sagði prófessor Mohammed Abdel-Moneim. Reuter „Ríki“ Færeyinga svæft í nef nd líkingu við það íslenska liggi fyrir Lögþinginu. Meirihluti er fyrir mál- inu á þingi en samt virðist það ætla að daga uppi. Frumvarpið er nú í nefnd og hefur verið þar alltof lengi að mati þeirra sem hlynntir eru breytingum á fær- eysku áfengislöggjöfinni. Nú verða menn að panta allt áfengi frá Dan- mörku og fá ekkert nema hafa áður greitt skattana. Formaður þingnefndarinnar, sem fjallar um málið, segir að það verði senn tilbúið til afgreiðslu. Það hefur hann sagt oft en samt gerist ekkert. Mikil andstaða er við stofnun „rík- is“ í Færeyjum og vilja t.d. þingmenn Sambandsflokksins að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla til að kanna hug almennings. Talið er víst að hug- myndin um „ríkið" yrði felld en sam- bandsflokksmenn hafa lengi verið á móti breytingum á áfengislöggjöf- inni. Stjórnarþingmennirnir í Jafnaðar- flokknum og Fólkaflokknum eru á móti þjóðaratkvæðagreiðslu og vilja að lögþingið samþykki frumvarpið. Jógvan Sundsten, formaður Fólka- flokksins, hefur mjög látið málið til sín taka en það dugar ekki til að vekja „ríkið“ af svefni í þingnefnd- inni. Tuttugu fórust 1 friðarfór til Nagomo-Karabakh: Auglýsing um kosningarétt íslenskra ríkis- borgara sem búsettir eru erlendis Samkvæmt lögum um kosningar til Alþingis hafa Islendingar sem flust hafa af landi brott og sest að erlendis kosningarétt hér í átta ár frá þvi þeir fluttu lögheimili sitt talið frá 1. desember næstum fyrir kjördag. Eftir það falla menn sjálfkrafa af kjörskrá nema sérstaklega sé sótt um að fá að halda kosningarétti. Einungis þeir sem einhvern tíma hafa átt lögheimili á islandi geta haft kosningarétt hér. Kosningaréttur fellur niður ef Islendingur gerist ríkisborgari í öðru ríki. Kosningarétturinn miðast við 18 ára aldur. Reglur þessar gilda með sama hætti um kjör forseta islands. Þeir sem búsettir hafa verið erlendis skemur en átta ár, talið frá 1. desember næstum fyrir kjördag, munu verða teknir á kjörskrá án umsóknar. Þurfa því þeir sem flust hafa af landinu eftir 1. desember 1983 ekki að sækja um skráningu á kjörskrá miðaða við 1. desember 1991. Þeir sem búsettir hafa verið erlendis lengur en átta ár (þ.e. fluttu af landi brott fyrir 1. desember 1983) þurfa að sækja um það sérstaklega að verða teknir á kjörskrá. Um- sókn skal senda Hagstofo islands á sérstöku eyðublaði. Sé umsókn fullnægjandi skrá- ir Hagstofa Islands umsækjanda á kjörskrárstofn. Slík skráning gildir fjögur ár og þarf þá að endurnýja hana með nýrri umsókn. Eyðublöð fyrir slíkar umsóknir fást í sendiráð- um Islands erlendis, sendiræðisskrifstofum, skrifstofum kjörræðismanna og hjá fasta- nefndum við alþjóðastofnanir. Einnig er hægt að fá eyðublöðin á afgreiðslu Hagstofunn- ar. Umsækjandi verður sjálfur að undirrita umsókn sína. Umsókn þarf að hafa borist til Hagstofu islands fyrir 1. desember nk. til þess að umsækj- andi verði tekinn á kjörskrá fyrir næstu kosningar. Islendingar sem búsettir eru erlendis verða skráðir á kjörskrá þar sem þeir seinast áttu lögheimili samkvæmt þjóðskrá. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 19. nóvember 1991. Fifi Abdou er fræg magadansmær sem skemmtir á næturklúbbum í Kaíró, höfuðborg Egyptalands. Nú hefur hún verið sökuð um það, ásamt starfsystrum sínum, að spilla siðferðisþreki egypskrar æsku. Símamynd Reuter Fáklæddar dansmeyj- Jens Dalsgaard, DV, Færeyjum: Allar líkur eru á að ekki verði opn- uð áfengisútsala i Færeyjum í bráð þótt frumvarp um stofnun „ríkis“ í Þyrla f laug á fjall og sprakk þykknið er rnikið," hafði sovéska sjónvarpið eftir áhöfn þyrlunnar stuttu áður en hún hrapaði. Meira en átta hundruð manns hafa látið lífið í Nagomo-Karabakh á und- anfórnum þremur árum. Héraðið er að mestu byggt Armenum en hefur verið undir stjórn Azerbajdzhan frá 1923. Jeltsín og Nursultan Nazarbajev, forseti Kazakhstan, höfðu milligöngu um friðarsáttmála sem var undirrit- aður í september, þó svo að vígaferli hafi haldið áfram í héraðinu. Interfax-fréttastofan sagði að á undanfórnum dögum hefði á ný komiö til átaka milli þjóðarbrotanna og að Armenar hefðu aftur náð þorp- um sem þeir höfðu verið reknir frá. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.