Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1991, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1991, Side 28
36 FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1991. Meiming Kvennatónlist Á tónleikum í Norræna húsinu í gærkvöldi lék hljómsveit frá Svíþjóð, Nordiaensemblen, tónlist eftir kvenkyns tónskáld frá Norðurlöndum. Voru leikin verk eftir Pauline Hall, Karin Rehnquist, Ruth Bakke, Kaija Saariaho, Elfrida Andr ée og Karólínu Eiríksdótt- ur. Tónlistargagnrýnandi DV er alis ófróður um kvenna- baráttu og ætti auðvitað ekki að hætta sér út á þann hála ís að leggja þar orð í belg. Þó verður vart komist hjá því að efast um skynsemi þess fyrir konur í tón- skáldastétt að halda sér tónleika. í því virðist felast yfirlýsing um að þeirra efni sé lakara en annað og komist ekki að við venjulegar aðstæður, sem er bæði rangt og villandi. Verkefnavalið á þessum tónleikum var fjölbreytt og gaf ágæta yfirsýn yfir tónlist á Norðurlöndum frá miðbiki síðustu aldar fram á okkar daga. Tónleikarnir hófust á verki Hall, Svítu fyrir blásarakvintett. Þetta verk er samið í anda nýklassíkur og mátti heyra áhrif frá Stravinsky meðal annarra. Þetta er mjög vel gert verk og fallega hljómandi. Tröllasvíta eftir Bakke var ef til vill ekki alveg eins jafnt að gæöum en þó vel áheyrilegt. Þar mátti heyra áhrif frá Ravel og Bartok. Dans fyrir einleikspíanó eftir Rehnqvist lýsti sam- skiptum danskennara og nemanda ágætlega en var heldur einhæft er á leið. Kaija Saariaho hefur getiö sér gott orð fyrir tónsmíðar sínar á síðustu árum en verk hennar, sem þarna var flutt, Canvas fyrir ein- leiksflautu, olli nokkrum vonbrigðum og virtist ekki sérlega hugmyndaríkt. Píanókvintett í e moll eftir Andrée er saminn í anda Brahms með ívafi frá Ha- ydn. Þetta er vel hljómandi verk og gefur ekki eftir öðrum norrænum verkum í sama stíL Lokaverkið á tónleikunum var Rapsódía í C eftir Karólínu Eiríks- dóttur. Íþví var notast við alla meðlimi hljómsveitar- innar en fram að þessu höfðu aðeins hlutar sveitarinn- ar leikið hverju sinni. í verkinu ber mikiö á andstæð- Nordia-kammersveitin lék verk eftir norræn kventón- skáld. Tónlist Finnur Torfi Stefánsson um milli efnisþátta sem eru af ýmsu tagi og ná há- marki er c dúr hljómur tekst á við hljóð sem nálgast hávaða og mátti ekki á milli sjá hvor reyndist sterk- ari. Þetta er ágætlega gert verk og fallega hljómandi. Nordiaensemblen er skipuð 11 hljóðfæraleikurum sem hafa starfað saman um nokkurt skeið. Leikur þeirra var yfirleitt hreinn og skýr og samleikur vel æfður og sannfærandi. Stundum hefði verið gaman að fá aðeins meiri tilfmningahita í túlkunina en í það heila tekið skilaði hljómsveitin sínu hlutverki mjög vel. Áheyrendur á þessum tónleikum voru færri en tilefni var til því þetta voru hinir skemmtilegustu tón- leikar. Andlát Oddný Stella Óskarsdóttir, Hellis- götu 5, Hafnarfirði, lést í St. Jósefssp- ítala í Hafnarflrði miðvikudaginn 20. nóvember. María Eyjólfsdóttir, Hringbraut 39, lést í Landspítalanum þriðjudaginn 19. nóvember. Ragnheiður Sigurgísladóttir, Kirkju- vegi 11, Keflavík, lést í Landspítalan- um 20. nóvember sl. Iðunn Kristinsdóttir, Hrafnistu, Hafnarfirði, lést í Borgarspítalanum 19. nóvembgr. Hannes Rafn Jónsson, Frostafold 20, lést í Landspítalanum 19. nóvember. Jarðarfarir Magnús Ingi Halldórsson, Brautar- holti 12, ísafirði, er lést af slysfórum 14. nóvember, verður jarðsunginn laugardaginn 23. nóvember kl. 14 frá ísafjarðarkirkju. Jónatan Björns Einarsson, andaðist í Sjúkrahúsi Keflavíkur þann 18. nóvember. Útförin fer fram í Ytri- Njarðvíkurkirkju laugardaginn 23. nóvember kl. 14. Þorkell Skúlason húsasmíðameist- ari, Hátúni 27, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fóstudaginn 22. nóvember kl. 15. Björn Magnússon, ketil- og plötu- smiður, Suðurgötu 18, Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkur- kirkju fóstudaginn 22. nóvember kl. 14. Kristín Einarsdóttir, Krabbastíg la, Akureyri, sem lést 12. nóvember, veröur jarðsungin fóstudaginn 22. nóvember kl. 13.30 frá Akureyrar- kirkju. Hrafnhildur Einarsdóttir, Hallkels- staðahlíð, Hnappadal, verður jarð- sungin frá Kolbeinsstaðakirkju laug- ardaginn 23. nóvember kl. 14. Ferð verður frá BSÍ kl. 11. Sæmundur í Loga vélsmíðameistari, Aðalstræti 115, Patreksflrði, verður jarðsunginn frá Patreksfjarðar- kirkju laugardaginn 23. nóvember kl. 14. Þorleifur Arason slökkviliðsstjóri, Skúlabraut 2, Blönduósi, verður jarðsunginn frá Blönduóskirkju laugardaginn 23. nóvember kl. 14. Ása Sigurðardóttir, Öldrunarstofn- un Flateyrar, sem andaðist 15. nóv- ember sl., verður jarðsungin frá Flat- eyrarkirkju fostudaginn 22. nóvem- ber kl. 14. Kristinn M. Sveinsson, Hrcifnistu v/Kleppsveg, áður Austurbrún 25, verður jarðsunginn frá Áskirkju föstudaginn 22. nóvember kl. 13.30. Kristín Pálsdóttir, Drápuhlíð 38, Reykjavík, verður jarðsungin frá Háteigskirkju fóstudaginn 22. nóv- ember kl. 13.30. Tilkyimingar Dagskrá með tónlist, Ijóðlist og myndlist í Borgarleikhúsinu Sagnanökkvinn landar, skemmtidagskrá meö tónlist, skáldskap og myndlist verð- ur haldinn í Borgarleikhúsinu í kvöld, 21. nóvember, kl. 20. Fram koma tónlist- armennimir Bubbi og Megas, Sigrún Hjálmtýsdóttir og Anna Guðný Guð- mundsdóttir. Þá lesa úr verkum sínum skáldin Einar Már Einarsson, Ólafur Gunnarsson, Vigdís Grímsdóttir og Þór- arinn Eldjám. Einnig verður nýstárleg myndasýning á málverkum Tolla, Þor- láks Kristinssonar, og fer hún fram sam- hliða lestri Einars Más en þeir hafa tekið höndum saman og senda frá sér bók með málverkum Tolla og ljóðum Einars. Vig- dís Grímsdóttir og Þórarinn Eldjám em einnig að gefa út nýjar bækur og væntan- t Hrafnhildur Einarsdóttir, Hallkelsstaðahlíð, Hnappadal, verður jarösungin frá Kolbeinsstaöakirkju laugardaginn 23. nóvember kl. 14.00. Ferð verður frá BSÍ kl. 11.00. LANDSLAGIÐ1991, SÖNGLAGAKEPPNIÍSLANDS ATKV ÆÐ ASEÐILL Landslagið 1991 er að mínu mati: □ Dansaðu við mig - Eldfuglinn □ Það er ekki hægt annað - Ómar og Þuríður □ Vængbrotin ást - Þúsund andlit □ Enginn er eins og þú - Herramenn og Ruth □ Ég vil dufla og daðra - Edda Borg □ Hlustaðu - Ruth Reginalds □ Reykjavík - ÁgústRagnarsson □ Signin ríka - íslandsvinir □ Ég aldrei þoröi - Anna Mjöll □ Svo lengi - Sigríður Guðnadóttir. Meridð aðeins viö eitt lag. Atkvæðaseðlar þurfa aö hafá borist til Rásar 2 fyrir 26. nóvember. Utanáskriftin en Rás 2, LandslagiÖ, Efstaleiti 1,150 Reykjavík. Nafn:............................. Heimilisfang:..................... Póstnr.:....................Súni: Myndgáta dv " '*' \r—---------w------------ *---------EVl^oR,-ó- Myndgátan hér að ofan lýsir kvenkynsorði í ft. Lausn gátu nr. 186: Stendur í eldlínunni leg er á markaðinn heildarútgáfa á ljóð- um Megasar. Þá hefur Bubbi nýverið .sent frá plötu. Flestir listamannanna kynna þannig ný verk. Tónleikar Sinfóníuhljóm- sveitar íslands Aðrir tónleikar Sinfóníuhljómsveitar ís- lands í rauöri áskriftagröð í vetur verða haldnir í Háskólabíói í kvöld, 21. nóvemb- er, og hefjast kl. 20. Á efnisskránni verða fjögur verk: Coriolanus, forleikur eftir Beethoven, Sinfonia Conertante eftir Prokofieff, Síðdegi skógarpúkans eftir Debussy og að lokum Bolero eftir Ravel. Einleikari er norski einleikarinn Truls Mörk og hljómsveitarstjórinn Svisslend- ingurinn Michel Tabachnik. Ný plata Sálarinnar og útgáfutónleikar í dag, 21. nóvember, kemur út ný 12 laga breiðskifa með hljómsveitinni Sálinni hans Jóns míns sem heita mun í höfuðið á henni en nú em rúmlega tvö ár liðin fi-á þvi að sveitin sendi frá sér plötu síð- ast. Af þessu tilefni heldur hljómsveitin útgáfu- og kynningartónleika í kvöld i Tunglinu við Lækjargötu þar sem inni- hald plötunnar verður kynnt í tali og tón- um. Húsið opnað almenningi kl. 22 og hefjast þá tónleikamir áður en langt um liður. Félag eldri borgara Opið hús í Risinu í dag kl. 13-17. Bridge og frjáls spilamennska. Silfurlínan er síma- og viðvikaþjónusta viö eldri borg- ara. Símatími milli kl. 16 og 18 alla daga í síma 616262. Ferðalög Tunglskinsganga og blysför: Setbergshlíð - Kershellir Hressandi kvöldganga og blysfór í skammdeginu. Gengið um Setbergshlíð- ina sunnan Hafnarfiarðar. Áð viö kerta- 'ljós í Kershelli. Kynningarverð kr. 400, frítt f. börn meö fullorðnum. Blys kr. 200. Brottfór frá Umferðarmiðstööinni, austanmegin (á Kópavogshálsi og v. kirkjugarðinn í Hafnarfirði). Sunnudags- ferðin 24. nóv. kl. 13 verður Húsfell- Valaból. Aðventuferð í Þórsmörk 30.nóv.-l. des. 2 dagar. Gleymið jólastressinu og dveljið í Mörk- inni fyrstu helgi í aðventu. Göpguferðir og kvöldvaka með góðri aðventu- og jóla- stemmningu. Verð kr. 4.500 fyrir utanfé- laga og'4.000 f. félaga. Pantið strax. Laug- ardaginn 30. nóv. verður kynning á fé- lagsheimili Ferðafélagsins, Mörkinni 6. Gönguferðir um Elliðaárdalinn kl. 14 og opið hús kl. 15-16. Allir velkomnir. Leikhús | ÍSLENSKA ÓPERAN FRÚ EMILÍA ^‘Tnfrnfn^ „Haust með Ibsen“ eftir Leiklestur þekktra leikverka eftir Henrik Ibsen í Listasafni íslands W.A. Mozart við Frikirkjuveg. Föstudaginn 22. nóv. kl. 20. Laugardaginn 23. nóv. kl. 20. AFTURGÖNGUR Föstudaginn 29. nóv. kl. 20. Laugard. 23. nóv. og sunnud. Laugardaginn 30. nóv. kl. 20. 24. nóv. kl. 14. Leikstjóri: Pétur Einarsson. Ósóttar pantanir seldar Leikarar: Margrét Helga Jóhanns- . tveimur dögum fyrir sýningar- dag. dóttir, Ingvar Sigurðsson, Þorsteinn Gunnarsson, Eyvindur Erlendsson og Bára Lyngdal Magnúsdóttir. Sunnud. 24. nóv. BRÚÐUHEIMILI Sýning i samkomuhúsinu Laugard. 30. nóv. og sunnud. Ýdölum, Aðaldai. Sýning kl. 15 og 20.30. t.des. kl. 14. Aðgöngusala hefst kl. 13 i Listasafni Miðasalan opin Irá kl. 15-19, íslands báóa sýningardaga. sími 11475. FRÚ EMILÍA-LEIKHÚS Greiöslukortaþjónusta VISA - EURO - SAMKORT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.