Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1991, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1991, Blaðsíða 15
FÖSTUD!A:GUR 6..'DESEMBER 1991. i 15 Upplýsinga- þjóðfélagið Sagt er að hinn vestræni heimur sé á leið burtu frá iðnaðarþjóðfélag- inu inn í upplýsingasamfélagið, sem á ensku er kallað „the inform- ation society". Iðnaðarþjóðfélagið er afsprengi iðnbyltingarinnar sem hófst í Bretlandi á ofanverðri 18. öld en festi ekki rætur fyrr en á þessari öld. Það sem einkennt hefur iðnaðar- þjóðfélög á Vesturlöndum eru gíf- urlegir fólksflutningar úr sveitum og borgarmyndun og ný stétt auð- manna, sem boðað hafa fijálsa samkeppni, samfara því sem í borg- unum varð til fjölmenn stétt lág- launafólks sem kölluð var öreigar. Upplýsingamengun Ef tÚ vill eru þetta innantóm orð fyrir mörgum lesendum mínum, enda erfitt að skilja alhæfingar af þessu tagi, þótt alhæfingar séu hins vegar óhjákvæmilegar til þess að geta greint megindrætti í allri þró- un og allri breytingu. Vafalaust er líka erfitt að greina hvenær breyt- ing verður - og _þá ekki síður í hverju breytingin er fólgin. En samfara því að iðnaðarþjóðfé- lagið verður að upplýsingarsamfé- lagi er upplýsingamengun í þjóðfé- lögum Vesturlanda orðin verri en önnur mengun. Er fullyrt að við sem lifum í þessum heimshluta séum að drukkna í upplýsingum en þyrsti eftir þekkingu. KjaUarmn Tryggvi Gíslason skólameistari Prentöld Frá því prentöld hófst um 1450, þegar Johan Gutenberg prentaði málfræðirit Donatii, og fram um 1950 - eða í 500 ár - er talið að út hafi komið jafnmikið af prentuðu máli og næstu 25 árin á eftir. Frá því um 1975 er síðan talið að út hafi komiö tvöfalt meira af prent- uðu máli af ýmsu tagi en næstu 25 árin á undan. Er þá meðtalið allt sem tölvur og ljósritunarvélar spýja út úr sér af efni. Sagt er að á hveijum degi sem guð gefur yfir séu ritaðar um 7000 vísindagreinar. Fullyrt er að tæknilegar upplýsingar af ýmsu tagi tvöfaldist að magni á hveijum 5 árum sem líða. Þá er ónefnt allt sem snertir fjölmiðlafárið og sjón- varpsmengun heima og heiman. Það er því ekki að furða þótt menn segi að við séum að drukkna í upp- lýsingum en okkur þyrsti eftir þekkingu. Búseta og vinnustaður En hvað varðar þetta okkur? gætu menn spurt. Jú, þetta skiptir máli, þegar betur er að gáð, fyrir „í stað ósmekklegs orðagjálfurs og gíf- uryrða ráðherra og þingmanna væri þeim sæmra að láta frá sér heyra um þekkingu, upplýsingu og menntun og annað sem máh skiptir 1 stað þess að tala um naflann á sjálfum sér allan daginn alla daga.“ daglegt líf okkar, kaup okkar og kjör og viðhorf okkar og gildismat allt. Vinna fólks er líka að breyt- ast. Auölindir þjóða eru jafnvel aðrar en áður og viðhorf manna gerbreytt vegna breyttrar þekking- ar. Sem dæmi má taka kíörfylgi stjómmálaflokka og vald þeirra, sem stöðugt fer minnkandi vegna aukinnar þekkingar. Þá má nefna að landeign skiptir ekki sama máli og áður, hvortó sem fasteign eða fyrir matvælaframleiðslu og völd í samfélaginu. í upplýsingaþjóðfé- lagjnu getum við jafnvel valið okk- ur bústað flarri vinnustað okkar. Við getum unnið hjá Danska seðla- bankanum við Knippelsbrú í Kaup- mannahöfn og átt heima á Laugum í Reykjadal, ef við viljum, ellegar skrifaö greinar í íslensk dagblöð og dvalist langdvölum á Madeira. Landbúnaður og stóriðja Störfum íjölgar ekki lengur í stór- iðju, landbúnaði eða fiskveiðum, eins og við verðum áþreifanlega vör við, heldur í starfsgreinum sem tengjast upplýsingaþjóðfélaginu. Árið 1960 voru 250.000 lögfræðingar í BandaríKjunum. Áriö 1983 voru félagar í The American Bar Assoc- iation 622 þúsund og nú um þessar mundir nálgast þeir eina milljón. Sömu sögu er raunar að segja á íslandi. Á 25 árum hefur bændum á íslandi fækkað um helming en tala grunnskólakennara þrefald- ast, flölgað úr 1000 í 3000. Fyrir 15 árum brautskráðu 10 skólar á ís landi stúdenta. Nú brautskrá um 40 skólar stúdenta af ýmsum náms- brautum og skólar á háskólastigi eru nú 5 í stað eins fyrir 25 árum. Enda þótt takmörk séu fyrir öllu og menn geti ekki lifað hver á öör- um, eins og sagt var um Borgnes- inga hér um árið, er ástæða til þess að gefa þessu gaum. Auðlindir þjóða eru ekki lengur bundnar kol- um, olíu og jámi heldur mann- auönum, þ.e.a.s. þeirri þekkingu og lærdómi sem menn búa yfir. í stað ósmekklegs orðagjálfurs og gífuryrða ráðherra og þingmanna væri þeim sæmra að láta frá sér heyra um þekkingu, upplýsingu og menntun og annað sem máli skipt- ir í stað þess að tala um naflann á sjálfum sér allan daginn alla daga. Tryggvi Gíslason Þarf að velja milli rann- sókna og verkmennta? Þegar erfiðleikar steðja aö þjóö- arbúinu benda margir á nauðsyn þess aö auka enn á hinar aðskiljan- legustu rannsóknir innan opinbera geirans í þeirri von að þær leiði til nýrra og arðvænlegra atvinnu- tækifæra. Yfirvöld hafa verið höll undir þetta sjónarmið og styrkt rannsóknir ýmissa stofnana all- ríkulega enda þótt oftar en hitt hafi verið vandkvæðum bundið að tengja þau hagnýtum verkefnum sem einhverja raunverulega mögu- leika hafa á að skila sér í arðvæn- legri framleiðslu. Þetta er þó síöur en svo sérís- lenskt fyrirbrigði. Margar ná- grannaþjóðir okkar eru að vakna upp við vondan draum að þessu leyti og eru þær þó margfalt stærri og ríkari og geta væntanlega frekar veitt fé í umræddar rannsóknir. En jafnvel þær eru famar að spyma við fótum. Það er ekki einasta fjárstreymiö til þessara hluta sem menn horfa á heldur og ekki síður þaö hugarfar sem aö baki býr. Staðreyndin er nefnilega sú að hið opinbera hefur á sama tíma látið það viðgangast að fjárveitingar til verklegra mennta hafa verið skomar svo viö nögl að samkeppnisstaöa innlends iðnaðar versnar jafnt og þétt. Þetta ástand sýnir betur en margt annaö hvaöa mat er lagt á hlutina og hvaö ríkisvaldið telur aöalatriöi og hvað aukaatriði. - Afstaða almennings til þess hvað framtíöin ber í skauti sér dregur síðan dám af því. Þegar svona er staðið að málum er eðhlegt að fólk reikni með að áhugaverð störf í framtíðinni hljóti aö vera á sviöi rannsókna og hvers konar opinberra úttekta á hinu og þessu; þangað er fénu beint og þar er ýmislegt aö gerast. Gallinn er KjaUaiinn Ingólfur Sverrisson framkvæmdastj. Félags málmiðnaðarfyrirtækja nám og tengt það tækniþróun á hveijum tíma. Staðreyndin er sú að þær hafa í seinni tíð skarað fram úr og tryggt bestu kjör þegna sinna. Almenningur í þessum löndum lít- ur á hvers konar verk- og tækni- nám sem mjög álitlegan valkost og hvetur ungmenni til að fara þá leið í námi sínu. Þar heldur enginn því fram í alvöru aö nám í verk- menntaskóla sé aðeins fyrir þá sem ekki geta farið í menntaskóla og þaðan í háskóla. En auövitaö eigum við íslending- ar ekki einir í tilvistarvanda hvaö þetta varðar. Eitt helsta áhyggju- efni fræðsluyfirvalda í Bandaríkj- unum er hvernig komið er fyrir verk- og tæknimenntun þar í lahdi. Þar er alla jafha boðið upp á mjög góöa og fjölbreytta grunnskóla- menntun. Háskólamenntun er á .. hiö opinbera hefur á sama tíma látið þaö viðgangast að fjárveitingar til verklegra mennta hafa verið skornar svo við nögl að samkeppnisstaða inn- lends iðnaðar versnar jafnt og þétt.“ bara sá að rannsóknir af þessu tagi skilja sáralítið eftir sig og auka sjaldnast þjóðartekjumar svo nokkru nemi. Á þessu eru sem bet- ur fer nokkrar undantekningar og full ástæða til aö fagna því sem vel tekst; þaö gerist bara allt of sjaldan. Verkmenntun ræöur úrslitum í þessu sambandi er vert að skoða reynslu þeirra þjóða sem hafa lagt raunverulega rækt við verklegt „... verk- og tæknlmenntun þarf að fá aukið vægi f skólakerfinu. A þeim vettvangi munu úrslltln ráðast." háu stigi og hvers konar vísindi blómstra. Nú, er þá ekki allt í stakasta lagi? Nei, svo er ekki - það þarf meira til. Sú imdarlega staða blasir við aö Bandaríkjamenn hafa ekki náö því sem t.a.m. Þjóðveijar, Norðurlandabúar (að íslendingum undanskildum) og Japanir hafa gert, en það er að tengja hugvit (hönnun og rannsóknir) og verkvit (smíöi og framleiðslu) í eina sam- fellda heild þar sem hvað styður annaö. Afleiðingin er sú að hinn mikli afrakstur dýrra rannsókna og þróunarverkefna kemst ekki sem skyldi til arövænlegrar fram- leiöslu; þeir sem eiga að vinna að framleiöslunni eru ekki nægjan- lega menntaöir og þjálfaðir á verk- lega sviðinu og geta ekki beitt nýj- ustu tækni í sama mæli og sam- keppnisaðilar. Bandaríkjamenn hafa m.ö.o. lent í sama feninu og við íslendingar, að telja sér trú um að raunveruleg menntun fari eingöngu fram í mennta- og háskólum og aö verk- menntun hafi það helst til síns ágætis að geta tekið viö þeim sem einhverra hluta vegna kjósa að ganga ekki hinn gullna veg bók- námsins - sé með öðrum oröum ágætis affall. íslendingar og Banda- ríkjamenn virðast eiga það sameig- inlegt að líta á það sem sérstakt keppikefli aö framleiöa einhver ósköp af stúdentum og fjölga há- skólum án nokkurra tengsla viö raunverulegar þarfir atvinnulífs- ins. Þetta eru einfaldlega úrelt viö- horf sem leiöa til versnandi sam- keppnisstöðu og lélegri lífskjara. Hvaö ætlum viö aö gera? Ef viö ætlum okkur hins vegar að taka miö af þeim þjóðum sem nefndar eru hér aö framan og bjóða þegnum sínum bestu lífskjör þá veröa yfirvöld og almenningur í þessu landi aö gera sér grein fyrir því að verk- og tæknimenntun þarf að fá aukiö vægi í skólakerfinu. Á þeim vettvangi munu úrslitin ráð- ast. Ef við ætlum hins vegar að þræða áfram þann veg að leggja megináherslu á bóklegt nám og víötæka rannsóknarstarfsemi inn- an opinbera geirans þá er eins víst að við töpum í samkeppninni um lffskjörin og verðum þriöja flokks þjóð í þeim skilningi. Þessu hafa Þjóðveijar og Japanir fyrir löngu gert sér grein fyrir og þetta eru fræösluyfirvöld í Banda- ríkjunum að byija aö skynja. Þá stendur eftir spumingin: Hvaö ætlumst viö íslendingar fyrir? Hyggjumst viö halda áfram á sömu braut eða ætlum viö að endurskoða þessi málefni í grundvallaratrið- um? Þessum spumingum verður væntanlega að hluta svarað viö fjárlagagerð næsta árs þegar fjár- veitingavaldiö vegur og metur hvert sameiginlegu fé, sem ætlaö er til menntamála, veröur beint. Ingólfur Sverrisson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.