Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1991, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1991, Qupperneq 25
FÖSTÍJtfÁGUR 6. DÉSEÍÍBER «'8l. 33 Menning Landslag í Ijósi ogskugga Landslagið hefur löngum verið hérlendum ljósmyndurum hugleikið enda viðkvæðið jafnan að náttúrukraftamir séu hér svo samofnir þjóðar- sáhnni og landið stórbrotnara en nokkur filma fær greint. Önnur skýring er sú að íslendingar séu svo miklir einfarar og einstakhngshyggjumenn að þeir vilji helst ekki taka myndir af öðru fólki og kunni best við sig á eintali við öræfin. Hvort sem þessar skýringar eiga við einhver rök að styðjast eður ei, þá hafa landslags- Bókmenntir Ólafur Engilbertsson myndir verið á síðustu áratugum uppistaðan í íslenskri ljósmyndun, að magni sem gæðum - eða a.m.k. síðan Rafn Hafnfjörð og Mats Wibe Lund fóru í sína leiðangra á sjötta og sjöunda áratugnum, um það leyti sem htfilman var að ryðja sér til rúms. En nú eru fleiri um hituna og um þessar mundir eru nýútkomnar í tvær ljósmyndabækur frá sama forlagi, Iceland Review, með íslenskt landslag í brennideph. í báðum bókunum er að finna ljósmyndir eftir Pál Stefánsspn. í annarri bókinni er Páh í félagsskap fleiri ljósmyndara, en hin bókin, ísland, er hans einka- óður til landsins. Báðar eru bækurnar greinilega ætlaðar til landkynning- ar og því til áréttingar er texti íslandsbókar Páls Stefánssonar, sem Har- aldur J. Hamar ritar, þýddur á enska og þýska tungu. Jörð magnaðrar kyrrðar „ísland" er vegleg bók, 192 blaðsíður í stóru broti. Hún skiptist í sex kafla sem eru hver um sig tilraun th að staðsetja áhorfandann í náttúr- unni. Hann byrjar á því að ganga um rauða jörð Landmannalauga, Mý- vatnssveitar og fleiri staða. I þessum kafla eru að mínu mati margar fall- egustu myndir bókarinnar. Þeirra á meðal er fyrsta myndin, „Snjóstál", tekin við Hrafntinnusker, þar sem mætast hin stinnu stál snjóa óg háhita- svæðis í magnaðri kyrrð. Syrpa þessi, kennd við rauða jörð, er öðrum þræði vettvangur átaka þessara frumkrafta, íss og elds. Myndin „And- stæður", sem tekin er af læk við Hrafntinnusker þar sem heitur og kald- ur straumur mætast, er t.a.m. mjög sérstök og eiginlega „malerísk". Ein af höfuðdyggðum góðs ljósmyndara er þohnmæði og Páll Stefánsson virð- ist eiga hana í ríkum mæli. Því til staðfestingar eru myndir á borð við „Og það varð ljós“ og „Ljós og skuggi", en þessar myndir eiga aht undir rétta augnabhkinu, birtustiginu. Ljóðrænt vatn og landnemar Tveir næstu kaflar, „Skínandi perlur“ og „Ströndin", hafa ekki upp á sömu kynngi að bjóða og „Rauð jörð“, en þar er þó að finna perlur á borð við „Lágnætti", rósbleika dalalæðu við Varmahlíð og „Berggang", foss að stíga sín fyrstu skref fram af Hælavíkurbjargi. Pjórði kafli bókar- innar, sem nefnist „Vatnið", er hins vegar stútfullur af ljóðrænum, brot- hættum og kraftmiklum stemningum..Bara nokkur dæmi: Kápumynd bólfarinnar, „Starartjamir", tekin í Ljósavatnsskarði; „Vatnshtir", mosa- vaxinn foss í Norðfirði, „Blávötn" - ótrúleg mynd af ósum Ölfusár og „Lít- ill lækur fer sínu frarn" - skopleg og myndræn stemning við Goðafoss. Þessi kafli ásamt þeim fyrsta hefði mátt vera viðameiri á kostnað hinna kaflanna. Þeir tveir kaflar hins vegar, sem ég hef enn ekki getið, „Land- nemar“ og „Veturinn" standa öðrum nokkuð að baki að mínu mati. Mynd- ir af fólki og búfénaði hefðu þurft að vera fleiri th að verða að trúverðug- um hluta af hehdarmyndinni. Landslagið í andhti gamla sjómannsins í Hafnarfirði gefur fyrirheit sem ekki er síðan fylgt eftir með fleiri viðlíka myndum. Trúverðug náttúrukynning Eftir stendur ljósmyndabók sem heföi mátt grisja enn betur en gert var - mér skhst þó að upphaflega hafi verið vahö úr hátt á annað þúsund myndum. Bókin er þó ugglaust trúverðug kynning á íslenskri náttúru og útlendingum meiri opinberun en þeim afdalavarg sem þetta ritar. Ég er þó ekki frá því að skemmtilegra hefði verið að ljósmyndarinn sjálfur tjáði sig um fjalla- og fossásýn sína. Texti Haraldar J. Hamars þótti mér of mikið á nótum hins fyrirframgefna hjals. Litgreining Prentmyndastof- unnar er með miklum ágætum af hendi leyst, sem og prentun hinna þýsku prentara í Brausdruck, Heidelberg. Hönnun bókarinnar byggist upp á þvi að kljúfa flestar myndanna við kjöhnn og gengur þaö upp í flest- um thvikum en sums staðar er það th lýta eins og á bls. 138-139. Að lok- um ein spuming th þýðenda: Hvers vegna þarf Höll bergrisans endhega að þýða „Rock of Ages“? Og önnur til útgefenda: Er ekki kominn tími th að gefa fleiri ljósmynduruih tækifæri? Páll Stefánsson: ísland. Iceland Revlew. Ótrúlegt verð - góðir greiðslúskilmálar * Til afgreiðslu strax Opið mánudaga til föstudaga kl. 9-18 laugardaga kl, 10-17, sunnudaga kl. 14-17 TM-HÚSGÖGN Síðumúla 30 — Sími 68-68-22 o -< D Z > 5 Matargerð er list og undirstaðan er úrvals hráefni kjötiðnaðarstöð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.