Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1991, Page 13
FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1991.
13
Menning
Drambslegur hroki
þröngsýns eyjarbúa
Reisusaga Trausta Steinssonar, Á slitnum
skóm, er frásögn af mánaðarferð höfundar
frá Amsterdam til Tyrklands sumarið 1990.
Um er að ræða fyrstu bók höfundar og ber
hún þess nokkur merki. Stíllinn er upphaf-
inn, nokkuð tilgerðarlegur og oft ruglingsleg-
ur. Mikið ber á útlenskuslettum og virðist
sem höfundur reyni með því að sveipa um
sig heimsborgaralegum ljóma. Eftir lestur
bókarinnar sat hins vegar eftir í vitund
minni langdregin frásögn þröngsýns eyj-
arbúa, krydduð drambslegum hroka.
Á bókarkápu segir að höfundur sé lands-
og heimshornaflakkari. Fullyrt er bókin sé
viðbót í safn íslenskra reisubóka og í því
sambandi nefndar nokkrar af perlum ís-
lenskrar bókmenntasögu.
Frásagnarmáti Trausta er í dagbókar-
formi. Fram kemur af mikilli nákvæmni
hvaða götur hann gengur og hvaða hús hann
sér. Upptalning á staðar- og götunöfnum er
nákvæm og við lesturinn læðist sá grunur
ósjálfrátt að manni að heimilda sé aflað upp
úr ferðabæklingum þeim sem í boði eru á
hverri lestarstöð.
Höfundur sleppir nánast alfarið að gera
grein fyrir þjóðlífi þeirra landa sem hann
sótti heim; Holland, Belgía, Lúxemborg,
i Þýskaland, Austurríki, Sviss, Tékkóslavía,
Ungveijaland, Rúmenía, Júgóslavía, Grikk-
land og Tyrkland. Lýsingar hans á erh og
amstri þessara þjóða byggjast að stórum
hluta á fordómum og bera þess glöggt vitni
að þarna var lítt upplýstur ferðamaður á
ferð. Eftir situr lesandinn engu nær um við-
komandi þjóðir en að sama skapi nokkru
vísari um hugarheim höfundar.
Af skiljanlegum ástæðum gefur höfundur
sér lítinn tíma til persónulegra kynna við
fólk á áningarstöðum sínum, enda ferðin
mikið tímakapphlaup. Upp til hópa lýsir
hann viðmælendum sínum og velgjörðar-
mönnum á illkvittinn og hrokafuhan hátt.
Þjófar, heimskingjar og illþýði eru í hveiju
Bókmenntir
Kristján Ari Arason
horni, röflandi á ljótu og illskiljanlegu
hrognamáh. Hohensku segir hann th dæmis
vera afbökun eða skrumskæhngu annarra
germanskra mála þar sem framburðurinn
hljómi eins og rýt í svínum og garg í kálfum.
„Fyrsti klefafélagi minn í nýrri lest er
strákur á að giska tólf ára gamall og framan
á treyjunni sem hann er í stendur letrað stór-
um stöfum „súpermíní". Segir þetta ekki allt
sem segja þarf um belgíska menningu? Af
hveiju státar Belgía nema Brussel, væntan-
legri höfuðborg þeirrar ófreskju sem kölluð
mun verða höfuðborg Evrópu?" er spurning
sem höfundur spyr sig. Ekki er ástæða til
að tíunda skoðun höfundar á menningu ann-
arra landa sem hann heimsótti því þær lýs-
ingar kaha ekki einu sinni fram skoðun, svo
Trausti Steinsson skrifar um reisuferð sína.
afkáralegar eru þær.
Einna helst nær höfundur sér á strik við
náttúrulýsingar og þá einkum þegar hann
segir frá þeim dögum sem hann dvaldi í Ölp-
unum. Á barnslegan en einlægan hátt skýrir
hann lesendum frá hugrenningatengslum
sínum. Liggjandi í grasinu, frammi fyrir stór-
brotinni fjallasýn veltir hann því th dæmis
fyrir sér hvað orðið hafi af Heiðu, stúlkunni
sem ólst upp hjá afa sínum. í Svartaskógi
veltir hann því hins vegar fyrir sér hvort
Mjallhvít og dvergarnir sjö séu ekki hríð-
skjálfandi og dauðvona undir súru regni
framtíðarinnar.
í nánast öhum köflum bókarinnar reynir
höfundur að ljá frásögn sinni spennu með
því að skýra lesendum sínum frá ógöngum
sínum og vandræðum. Ekki er laust við að
á köflum fyllist maður hluttekningu með
raunum Trausta, en oftar spyr maður sig
hvernig á því standi að jafnsaklaus og
reynslulaus maður skuli leggja sig í þá hættu
að ferðast um Evrópu.
í Rúmeníu lendir höfundur í því að svarta-
markaðsbraskarar ná af honum 300 mörk-
um. Að sjálfsögðu sárar honum peninga-
missirinn en í stað þess að kenna eigin óvar-
færni um verður rúmenska þjóðin að þjófa-
pakki. En höfundur sér ljós í myrkrinu: „Ég
hefði harmað það hundrað og þúsund sinn-
um meira hefði ég glatað dagbókinni minni,
sem ég er riæstum búinn að gera í tvígang í
þessari ferð, ég má eiginlega ekki til þeirrar
glötunar hugsa."
Sú hugsun flaug í gegnum huga minn eftir
lestur bókarinnar að dagbókarmissi hefðu
fáir lesendur harmað. Hugsast getur þó að
einhveijir hafi gagn-og gaman af frásögn
Trausta. Engar myndir eða skýringarkort
eru í bókinni og er það stór galli, ekki síst
vegna textans sem fyllir einar 166 síður.
Á slitnum skóm:
Trausti Steinsson
Guðsteinn, forlag, 1991
Moonboots, litur: lilla, bleikur, hvítur, st. 19-26. Verð: 1.690,-
Moonboots, litur: bleikur, blár, st.
20-27. Verð: 1.790,-
Efni: svart leður, st. 28-40. Verð:
frá kr. 3.480,-
Lakkskór, st. 22-30. Verð: 1.990,-
Lakkskór, st. 30-39. Verð: frá
1.890,-
Vandaðir þýskir skór úr ekta skinni
frá Pondex, st. 36-41. Verð:
9.950,- litur: svartur, brúnn.
Leðurstígvél, st. 36-41, litur: dökk-
brúnn. Verð: 7.990,-
Vönduð leðurtaska frá Hidesign,
þrir litir. Verð: 10.365,-
Herrakuldaskór, efni: leður, st.
40-46, litur: svartur, brúnn. Verð:
6.990,-
Herrakuldaskór, breiðir og góðir úr
svörtu leðri, st. 40-46. Verð:
3.990,-
Herraskór frá Vivaldi, efni leður, st.
40-46, litur: svartur, bordo. Verð
5.490,-
SKOR-SKOR-SKOR
-SKÓR-
SKÓR
Dömukuldaskór, efni: leður, st.
36-41, litur svartur. Verð: 3.560,-
Herraskór frá Vivaldi, efni: leður, st.
40-46, litur: svartur, brúnn, bordo.
Verð: 5.990,-
PðSTSENDUM SAMDÆGURS
Dömulakkskór, efni: ekta leðurlakk,
litur svartur, st. 36-41. Verð:
3.990,-
Dömuskór, efni: svart leður, st.
36 41. Verð: 2.990,-
Herraskór, efni leður, st.
40-46. Verð: 2.990,-
Vandaðir barnalakkskór, svartir, st.
18-22. Verð: 2.990,-
Inniskór. Verð: 1.550,-
Inniskór. Verð: 1.350,-
Inniskór, litur: lilla, bleikur. Verð:
690,-
Kringlunni 8-12 - Sími 686062