Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1992, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1992, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1992. 5 Starfsleyfi fiskimjölsverksmiðjunnar 1 Örfirisey: Ströng starf sskilyrði útiloka ekki fýluna - bærist með ríkjandi vindi yfir miðbæ og vesturbæ Reykjavíkur „Hugsanleg mengun frá fiskimjöls- verksmiöjunni ræðst af virkni hreinsibúnaðarins, meðferð hráefn- isins og hver gæði þess verða. Reyn- ist þessir þættir í lagi er allt eins lík- legt að engin óþægindi verði af völd- um verksmiðjunnar. Reynslan á næstu tveimur árum verður látin skera úr um þetta,“ segir Sigurbjörg Sæmundsdóttir, deildarstjóri í um- hverfisráðuneytinu. ^ Umhverfisráðuneytið veitti Faxa- mjöli starfsleyfi fyrir fiskimjölsverk- smiðju í Örfirisey í lok síðustu viku. Afkastageta verksmiðjunnar verður um 100 tonn á sólarhring. Leyfið er veitt til tveggja ára og er háð ströng- um skilyrðum. Bili til dæmis lyktar- hreinsibúnaður ber að stöðva vinnslu í verksmiðjunni meðan við- gerð fer fram. Þá eru strangar kröfur um ferskleika hráefnis sem verði flutt og geymt í lokuðum ílátum. Að sögn Sigurbjargar verður farið út í umfangsmikla rannsókn á meng- un frá verksmiðjunni að ári hðnu. Þá verður meðal annars horft til veð- urfarslegra þátta, svo sem ríkjandi vindáttar á svæðinu. Að sögn Trausta Jónssonar veður- fræðings ráða ýmsir fleiri þættir en vindur því hvernig lykt og reykur berst. Því sé það flókið mál að áætla hugsanlega mengun frá fiskimjöls- verksmiðjunni enda gæti vindur staðið þvert á miðbæ og vesturbæ Reykjavíkur án þess að lykt fyndist. Að sögn Gunnlaugs Sævars Gunn- laugssonar, framkvæmdastjóra Faxamjöls, er gert ráð fyrir að vinnsla á fiskimjöh hefjist þegar í næsta mánuði. Hann segist ekki ótt- ast að vanlíðan geri vart við sig hjá hjá íbúum vesturbæjar vegna lyktar- mengunar. Einungis verði unnið úr ferskum og góðum fiskúrgangi frá fiskvinnsluhúsunum í nágrenninu og að auki verði notast við mjög full- kominn hreinsibúnað. Vindrósin á kortinu hér til hliðar sýnir tíðni vindátta allt árið í Reykja- vík samkvæmt mælingum Veður- stofu íslands. Eins og sjá má blæs oftast úr austri yfir höfuðborgina og verði merkjan- leg lyktarmengun frá fiskimjölsverk- smiðju Faxamjöls er hættast við að hún berist yfir Seltjarnarnesið. Eins og sjá má er norðanáttin einnig nokkuð algeng og með henni myndi hugsanleg mengun berast yfir gamla vesturbæinn og miðbæinn. -kaa Fiskimjölsverksmiðjan í Orfirisey — Tíðleiki vindátta allt árið í Reykjavík í % — NORÐUR Fréttir OUusammngarnir: Minni vega- lengd en dýrari frakt Þrátt fyrir að OUufélagiö hf„ ESSÓ, og Olís hafi gert samninga um kaup á bensíni, gasolíu og þotueldsneyti við norska ríkis- oUufélagið Statoil má búast við að kostnaður við flutninga á ol- íunni til íslands veröi meiri þrátt fyrir að vegalengdin sé orðin minni en áður. Geir Magnússon, forstjóri Olíu- félagsins, segir aö framvegis muni hvert olíufélag iyrir sig kaupa inn. Það þýði að í staðinn fyrir að eitt skip komi til allra félaga geti þetta endað í einu skipi fyrir hvert félag. „Með einu skipi til hvers félags verða farmarnir minni, fraktin hlutfaUslega hærri og hugsanlega minni veltuhraöi á birgðum. Það eykur aftur vaxtakostnaðinn." Geir segir að innkaupsverð á oUunni frá Noregi sé miöað við markaðinn í Rotterdam hverju sinni líkt og var i samningunum við Sovétmenn. OUuhreinsunarstöð Statoil er í bænum Mongstad í Noregi sem er skammt norður af Stafangri ognánast beint austur af íslandi. i olíukaupunum af Sovétmönn- um kom olían frá höfninni Ventsvils í Litháen. í Sovét- samningunum var jafnframt miðað við oUuverð á markaðnum í Rotterdam ems og í Noregsvið- skiptunum. Innkaupsverö á olíunni er því á sömu nótum og verið hefur. Það fylgir heimsmarkaðnum í olíu- viðskiptum. -JGH NYR CIVIC FALLEGAR LINUR Fegurð er afstæð. Vaxtarlag kvenna sem þótti fagurt á Viktoríurímanum þykir ekki fagurt í dag. Málverk eftir Van ' Gogh var ekki mikils metið meðan hann sjálfur lifði. VW bjallan þótti hálfgert viðrini við hlið stóru drekanna á sínum tíma. Honda hefur tekið forystu í hönnun fallegra og góðra bíla undanfarin ár. Skýringar á forystu Honda eru góðir f: tæknimenn og hönnuðir. Honda hefur I keppt í Formula 1 kappakstri undanfarin I; 10 ár. Þeim kappakstri er oft líkt við ^ tilraunastofu, þar sem bílaframleiðendur keppa í nýjungum ekki síður en hraða. Efnin sem notuð eru í Civic eru 80% endur- vinnanleg sem hefur mikið að segja þegar horft er til framtíðarinnar. VTEC er nýjung í Civic sem opnar ventlana í hlutfalli við snúnings- hraða vélarinnar. Þessi tækni d Sýningarsalur Honda Vatnagörðum 24 er opinn laugardag kl. 10:00 - 16:00 og mánudaga til föstudaga 9:00 - 18:00. Upplýsingar eru einnig veittar í síma 689900. Akureyri: Þórshamar hf., s. 96 - 11036 Keflavík: B.G. Bílasalan, s. 92-14690 Verð frá: 949.000,- ster. Honda hetur undan- farin sex ár verið heims- meistari í Formula 1. Þegar reynsla af kapp- akstri og góð útlits- hönnun sameinast síðan í bíl eins og Civic verður árangurinn það sem samtíminn kallar „fallegur bíll“. Civic hefur verið regur mjog ur mengun og eyðslu en eykur kraft vélarinnar. Civic er búinn skemmtilegum innrétt- ingurn. Hver hlutur er á hinum eina rétta stað. Sætin eru mjúk og þægileg. veri endurhannaður með nýjar kröfur sam- tímans í huga. Nútímabílar þurfa að vera kraftmiklir og þægilegir, en jafnframt taka tillit til umhverfisins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.