Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1992, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1992, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1992. 21 Kvikmyndir Sviðsljós Kevin Costner leikur saksóknarann Jim Garrison sem staðfastiega held- ur því fram að um samsæri hafi verið að ræða. endur í yfirhylmingu og samsæri. Wicker lýkur grein sinni á að segja að hann sé tilbúinn trúa því að Oswald hafi ekki drepið Kennedy einsamall eða alls ekki drepið hann og að það haíi verið um samsæri að ræða hjá háttasett- um ríkisstarfsmönnum eða að maf- ían hafi drepið hann til að losna við Robert Kennedy úr dómsmála- ráðherraembættinu, og einnig að trúa því að Fidel Castro hafi staðið á bak við morðin: „Ég er tilbúinn að trúa hvaða skýringu sem er, aðeins ef hún er sannfærandi og rökstudd, en ég trúi ekki þeirri skýringu sem kemur fram í mynd- inni þar sem hún er byggð á of- stæki og fjarstæðu. Fjöldi úrvalsleikara Það hefur komið í ljós eftir að JFK var frumsýnd að Bandaríkja- menn vilja trúa þeim skýringum sem fram koma og skaí engan furða. Stone er geysifær kvik- myndagerðarmaður sem hefur verið að fást við sjöunda áratuginn í öllum sínum bestu kvikmyndum. Hann kann því að matreiða efnið íyrir nútímafólk. Þá gefur það ekki myndinni lítið trúverðugan blæ að það er Kevin Costner sem leikur Jim Garrison. Kostner er vinsæl- asti leikarinn í Bandaríkjunum í dag. Hann er ekki aðeins virtur sem leikari og leikstjóri heldur sem einstaklingur er berst ótrauður fyrir góðum málefnum og lifir heil- brigðu fjölskyldulífi. Er sem sagt ameríski draumurinn í sinni bestu merkingu. í minni hlutverkum er fríður hópur stórleikara, má þar nefna Gary Oldham sem leikur Oswald, Sissy Spacek sem leikur eiginkonu Garrisons, Tommy Lee Jones er leikur Clay Shaw, Jack Lemmon, Sally Kirkland, Joe Pesci, Walter Matthau, John Candy, Kevin Bac- on og Doriald Sutherland. Þá má geta þess að Jim Garrison leikur Earl Warren. Hvað sem hður sannleiksgildi handritsins er víst að Ohver Stone hefur með JFK skapað sterka og efhrminnilega kvikmynd sem læt- ur engan ósnortinn sem hana sér. Mismunandi skoðanar, sem koma fram í gagnrýni og umtali um myndina, lýstu sér vel þegar hið vinsæla tímarit People valdi tíu bestu og tíu verstu kvikmyndir árs- ins. JFK lenti í báðum flokkum. Donald Sutherland leikur herfor- ingja sem gefur Garrison upplýs- ingar. Er hann ónafngreindur í myndinni. ið, hafi verið með í samsærinu um hylma yfir með morðingjanum til þess að geta haldið áfram stríðinu í Vietnam og kalda stríðinu. Tim Wicker telur einnig lýsingu Stone á viðhorfum Kenndys til stríðsins í Vietnam einfaldaða um of. Th að mynda eru birtir í mynd- inni hlutar úr viðtah við Kennedy sem Walter Cronkite tók við hann fáum vikum fýrir morðið, þar sem hann segist vera orðinn þreyttur á þeim blekkingavef sem stríðið í Vietnam sé. Stone minnist aftur á móti ekkert á viðtal sem tekið var af David Brinkley fyrir aðra sjón- varpsstöð viku síðar þar sem Kennedy segir að hann trúi á svo- kallað domino-kenningu sem er að ef kommúnistar sigri í Suður-Viet- nam þá verði öh Suðaustur-Asía auöveld bráð fyrir Kínverja. í nyög nákvæmri grein fer Tim Wicker vel yfir kvikmyndina og tínir tfi mörg smáatriði sem ekki standast sögulega skýringu, tU dæmis það að þegar Robert Kennedy er skotinn, þá segir Garri- son við eiginkonu sína að Robert Kennedy hafi verið drepinn, en staðreyndin var að hann dó ekki fyrr en á sjúkrahúsi sömu nótt. Wicker segir einnig að árásir Stone á Warren nefndina eigi að mörgu leyti rétt á sér. Skýrslan sé Ula unnin og gerð í of miklum flýti, en neitar að trúa því að meðhmir nefndarinnar hafi verið þátttak- Kvennagullið Warren Beatty skiptir um gír: Orðinn pabbi og búist við giftingu HoUywood-leikarinn Warren Be- atty eignaðist dóttur með leikkon- unni Anette Bening í síðustu viku. HeimUdir meðal vina hans vestra telja töluverðar líkur á að þetta mikla kvennagull, sem orðið er 54 ára gamalt, gangi nú loks í hnapp- helduna. Margir hafa orðið hvumsa við þessi tíðindi og jafnvel spurt hvort foðurhlutverk Beattys og hjúskaparhugleiðingar þýði endalok mennningarinnar eins og við þekkjum hana. Það er kannski of djúpt í árinni tekið en alkunna er þó að Beatty hefur átt í ástar- sambandi við fjölda frægra leik- kvenna og hefur verið ókrýndur konungur kvennabósa Ameríku síðasthðna þrjá áratugi. Vinir Beattys merkja töluverðar breytingar á honinn eftir fæðingu dóttur hans. í stað þess að vera með hugann við nýjustu mynd sína, Bugsy, hugsi hann nú um bleiur og bamamat. Einn vina Be- attys kemst svo að orði: „Hann veit að Bening hefur bjargað honum frá glötun. Á sex- tugsaldri er hann skyndilega heill- aður af þeim möguleika að geta loks orðið manneskja. Hann hefur verið kvikmyndastjama frá því hann var 21 árs og ekki lifað rau- verulegu lífi eitt augnablik síðan. Loks fær hann að finna smjörþef- inn af því.“ Warren Beatty er sagður hafa átt ástkonu í hverri borg og hverjum smábæ. Hann bjó nánast í ferða- tösku, vissi varla hvað heimili var og kunni tæplega að búa í sínu eig- in húsi sem er í nágrenni við hús Marlons Brando og Jacks Nichol- son. Nú er tækifærið að fá sér glæsileg húsgögn á góðu verði. I blómabúó: tilboðsverð á stórum pottablómum Opið mánudaga-laugardaga kl. 10-19, sunnudaga kl. 13-19 Húsgagnaverslun sem kemur á óvart GARÐSHORN V v/FossvogskirkJugarð, húsgagnadeild, símar 16541 og 40500 Warren Beatty og Anette Bening eignuöust dóttur í siðustu viku og búist er við brúðkaupi þeirra tveggja. Þykja þetta aldeilis tíðindi þar sem Beatty hefur verið ókrýndur konungur kvennabósa Hollywood i yfir 30 ár. Meðal frægra kvenna sem deilt hafa rekkju með Beatty í gegnum árin em Joan Collins, Natahe Wo- od, Leshe Caron, Juhe Christie, Diane Keaton og súperstjaman Madonna, en hún lék einmitt í mynd hans um Dick Tracy. Þrátt fyrir allar hjásvæfumar er sagt að hann hafi iifað frekar einmanalegu lífi. Hafi ekki verið vegna kvenn- anna hefði fólk sjálfsagt haldið að hann væri munkur. Nú er hins vegar búist við að glaumgosinn mikli gangi í það heil- aga með Anette Bening. Hún er 33 ára, sögð hæfileikarík leikkona en annars blátt áfram. Beatty lofar hana í bak og fyrir og segist ekki geta hugsað sér að eignast barn eða búa með annarri konu. Systir Beat- tys, Shirley Maclaine, segir aö með fæðingu dóttur hans og hugsanlegu hjónabandi geti endalaus leit hans að ást loks hafa tekið enda. Efa- semdarmenn segja hins vegar: , Einu sinni skáti...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.