Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1992, Qupperneq 43

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1992, Qupperneq 43
LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1992. 55 dv Smáauglýsingar - Sími 27022 Dísil Scout, árg. ’77, til sölu, original 6 cyl. dísilvél, sjálfskiptur, vökvastýri, þungaskattsmælir. Mikið endur- nýjaður, skoðaður ’93, skipti - skulda- bréf. Uppl. í síma 91-657107. Volvo N.12, árg. ’74, verð 700-800 þús- und. Einnig Toyota Hilux pickup, árg. ’82, verð 380 þúsund. Upplýsingar á Bílasölunni Bílási, Akranesi. Sími 93-12622 og 11836. Econoiine 350 4x4, árg. ’91, til sölu, 7,2 1 dísil, óinnréttaður, verð 3.100.000 (m/vsk). Sími 981-641720 og 985-24982. Dekurbíll. Ford Escort 1900 LX ’89, ekinn 14 þús. , þar af 12 þús. erlendis, útvarp/segulband, aflstýri. Verð 800 þús. Mikill staðgreiðsluafs. Uppl. í síma 91-17982. BMW 728i ’82, sjálfskiptur, gott lakk, álfelgur, nýupptekin skipting, nýupp- tekið hedd, knastás o.íl. Mjög góður Chrysler Laser 2,2 EFI, árg. ’84, bíllinn er dálítið ekinn, sko. ’93 og á nýjum túttum. Athuga skipti á bíl eða mótor- hjóli. Sími 91-677662 eða 91-650262. Ford Ranger ’87 til sölu. Bílabankinn hf., Bílshöfða 12, 112 Reykjavík, sími 673232 og 673300. Pajero ’89 turbo dísil til sölu, sjálfskiptur. Verð 2,1 millj. Áth. skipti á nýlegum fólksbíl. Upplýsingar í síma 92-68399. Bilaáhugamenn athugið. Chevrolet Corvette, árg. ’79. Til sýnis og söiu á bílasölunni Skeifunni, Skeifunni 11, simi 91-689555. Toyota Corolla twin cam GTi ’85 til sölu, ekinn 104 þús., verð 560 þús. eða 450 þús. staðgreitt. Upplýsingar í síma 91-54540. Toyota Corolla twin cam GTi, árg. '85, til sölu, gullfallegur bíll, aðeins bein sala, verð 640.000, góður staðgreiðslu- afsláttur. Uppl. í síma 91-72759. Toyota Hilux EFi, árg. ’88, til sölu, ný 35" dekk, 5.71 hlutföll, ath. skipti á ódýrari + skuldabréf. Uppl. í síma 92-15790 eða 985-23422. Renault Nevada, 4x4, árg. ’90, ekinn 26.000 km. Bílasalan Bílás, Akranesi. Sími 93-12622 og 11836. ■ Líkamsrækt Viltu megrast? Nýja ilmolíu-, appelsínu- húðar- (celló) og sogæðarnuddið vinn- ur á appelsínuhúð, bólgum og þreytu í fótum. Trim Form vöðvaþjálfunar- tæki til að stinna og styrkja vöðva, um leið og það hjálpar þér til að megr- ast, einnig árangursrík meðferð við gigt og íþróttaskaða. Bjóðum einnig upp á nudd. 10% afsl. á 10 tímum. Tímap. í s. 36677. Heilsustúdíó Maríu. ■ Sport Ódýrir skíðapakkar, vönduð skíði, skór, bindingar og stafir. Verð frá: • svig barna kr. 12.719, staðgr. 12.080.- • Svig ungl. kr. 17.230, staðgr. 16.390.- • Svig full. kr. 18.916, stgr. 17.970.- • Ganga ungl. kr. 12.100, stgr. 11.820.- • Ganga full. kr. 12.660, stgr. 12.040,- Alhliða skíðaþjónusta, gerum við, slípum, skerpum og berum á skíði. Verslunin Markið, Ármúla 40, símar 35320. 688860. SMÁAUGLÝSINGASÍMINN FYRIR LANDSBYGGÐINÁ: 99-6272 DV GRÆNI SÍMINN DV -talandi dæmi um þjónustu! Fréttir ASI krefst endurskoðunar á forsendum flárlaga: Mjög torvelt - segir Davið Oddsson forsætisráðherra „Ríkisstjórnin hefur enga ákvörð- un tekið um að endurskoða forsend- ur fjárlaga til að liðka fyrir kjara- samningum. Aukist hins vegar fjár- lagahallinn skortir forsendur fyrir vaxtalækkun sem er ein af óskum viðsemjendanna. Þetta gæti því orðið mjög torvelt," segir Davíð Oddsson forsætisráðherra um þá kröfu ASÍ að ríkisstjórnin hverfi frá hækkun þjónustugjalda og íleiri umdeildum ráðstöfunum í ríkisfjármálum. Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, gekk á fund Davíðs fyrr í vikunni og afhenti honum bréf með tilmælum frá miðstjórn ASÍ til ríkisstjórnar- innar. í bréfinu er á það bent að hækkun þjónustugjalda, meðal ann- ars fyrir lyf og læknisþjónustu, raun- hækkun skatta, gjaldskárhækkanir ásamt skerðingu barnabóta og sjó- mannaafsláttar hafi í för með sér rúmlega tveggja prósenta skerðingu á ráðstöfunartekjum. Kaupmáttar- skerðingin sé enn meiri hjá barna- fjölskyldum og þeim sem mest þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda. Þá er á það bent í bréfinu að skatt- leysismörk séu nú um tvö þúsund krónum lægri á mánuði en ætti að vera miðað við lánskjaravísitölu. Þá stefni ríkisstjórnin að því að skerða - ellilífeyri og fella burt rikisábyrgð á lífeyrisréttindi við gjaldþrot en víkist á sama tima undan því að skattleggja fjármagnstekjur. „Miðstjóm Alþýðusambandsins- áréttar að í þeim samningaviðræðum sem nú standa yfir verður knúið á um það gagnvart ríkisstjóminni að þessum ákvörðunum verði breytt," eru síðan lokaorð miðstjórnar ASÍ til ríkisstjórnarinnar. -kaa Bæjarstarfsmenn á Akureyri eru í malbikunarvinnu þessa dagana þótt hávetur sé. Þeir voru i gær að gera við skemmdir í Strandgctu í „sumarblíðunni” en væru ef allt væri „eðlilegt" að vinna við snjómokstur og þess háttar. DV-mynd gk Aðskilnaður stjómvalds og framkvæmdavalds 1 Reykjavik: Einn dómstóll - færri dómarar „Dómarar í Reykjavík eru nú 26, þar af 10 við borgardómaraembættið, 8 við sakadómaraembættið, 7 við borgarfógetaembættið og 1 við saka- dóm í ávana- og fíkniefnamálum. Við þessi embætti starfa nú 30 dómara- fulltrúar. Með gildistöku aðskilnað- arlaganna verða öll þessi embætti lögð niður. í staðinn verður komið á fót Héraðsdómi Reykjavíkur og emb- ætti sýslumanns í Reykjavík sem taka við verkefnum þessara fjögurra embætta. Þá fækkar dómurum um 5 og dómarafulltrúum um 25, í frétt DV fyrir skömmu var fullyrt að dómurum í Reykjavík myndi fjölga með gildistöku aðskilnaðarlag- anna. Þetta segir Friðgeir rangt því í fréttinni sé eingögu miðað við fjölda dómara hjá borgardómaraembætt- inu Reykjavík. Þvert á móti fækki þeim úr 26 í 21 við aðskiinaðinn þeg- ar umrædd embætti verða lögð nið- ur. Eftir breytinguna verði dómara- fulltrúar aðeins 5. Að sögn Friðgeirs verður verkefna- skiptingin þannig að í héraðsdómi verður eingöngu um dómsstörf að ræða en hjá sýslumanni stjómsýslu- störf. Hann segir að lögsagnarum- dæmi Héraðsdóms Reykjavíkur verða nokkru stærra en umdæmi þeirra embætta sem lögð verði niður. Það muni ná frá mörkum Reykjavík- ur og Kópavogs í suðri og mörkum Kjósar- og Borgarfj arðarsýslu í norðri. íbúar á þessu svæði eru um 110 þúsund. Að sögn Jóns Skaftasonar yfirborg- arfógeta munu stöðugildin hjá sýslu- manninum í Reykjavík verða 45. Hjá borgarfógetaembættinu eru stöðu- gildin nú 39 og eru þá bæði taldir lögfræðingar og annað starfsfólk. Lögregla og slökkvilið voru köll- ir einum af reykskypjurum húss- uð út síðdegis í gær vegna reyks ins. ..... sem lagði út úr mannlausri íbúð á Loks hafði kona a Hávallagötu Háaleitisbraut. Þegar komið var samband viö slökkvilið og bað um inn í íbúöina mallaði þar í potti á aðstoö við að ná kettinum sinum eldavéi oglagðireykinnfráhonum. niður úr tré. Konan tjáði slökkvil- Engar skemmdir urðu á íbúðinni iðinu að hundur hefði verið að elta en pottsteikin, sem eigandi íbúðar- köttinn og heföi hann orðið hrædd- innar var aö matreiða, mátti vist ur og stokkið upp í tréð og þorði muna sinn fifil fegri. kisi ekki niður aftur. Slökkvilið brá Slökkviliðið var einnig kallað að skjótt við og bjargaði kettinum nið- húsi aldraðra við Norðurbrún en ur á jafnsléttu. þar fór brunaboði Í gang þegar einn -J.Mar íbúanna kvoikti ser i sigarettu und- Hann segir að að teknu tilliti til flutn- ings löglærðra frá Gjaldheimtunni, tollstjóra og fleiri stofnunum, muni löglærðum fjölga um 1 með tilkomu sýslumannsembættisins. Hingað til hafi lögfræðingar þessara stofnana ekki verið taldir með sem starfsmenn borgarfógetaembættisins. -kaa EFST Á BAUGI: .ENSKA ALFRÆÐI ORDABOKIX Kanaríeyjar: sp. eyjaklasi og fylki í N-Atlantshafi, undan ströndum NV-Afr.; 7273 km2, íb.. 1,44 mljó; helstu atvinnuv.: ferðaþjón- usta, landb. (korn-, ávaxta- og vín- rækt), olíuhreinsun og fiskveiðar; (jöllóttar eldljallaeyjar með frjó- sömum dölum. Stærstar eru Tene- rife, Gran Canaria, Fuerteventura, La Palma og Lanzarote; hæsti tind- ur: Pico de Teide (3718 m) á Tene- rife. K eru á mörkum hitabeltis og tempraða beltis og loftslag er milt. K voru þekktar þegar á tímurn Fönikíumanna og komust undir yfirráð Spánv. á 15. öld; fríhöfn frá 1852; stjórnsetur: Santa Cruz de Tenerife.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.