Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1992, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1992, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1992. Umdeild skýring Olivers Stone á morðinu á Kennedy Á sólríkum degi í Dallas, Texas, þann 22. nóvember 1963 gerðist sá atburður sem margir halda fram að breytt hafl bandarískri sögu og þjóðlífi, John F. Kennedy, forseti Bandaríkjanna, var myrtur. Morð þetta olli miklum heilabrotum á sínum tíma og nú, rúmum 28 árum seinna, er spumingin hver í raun- inni hafi staðið að moröinu á Kennedy enn brennandi á vörum margra. Warren skýrslan, sem átti að kveða niður öll vafaatriði um hver væri morðinginn, hefur ávalit ver- ið umdeild og margt í henni stenst ekki nánari rannsókn. Nýleg könn- un meðal Bandaríkjamanna sýnir að 73% Bandaríkjamanna líta svo á að Warren skýrsla sé röng og trúa því að um samsæri hafi verið að ræða. í JFK, hinni nýju kvikmynd Olivers Stone, sem fjallar um morðið á Kennedy, er spumingin í raun ekki hver myrti heldur hvers vegna. Með miklar upplýsingar úr eigin rannsókn og tvær bækur í vega- nesti, On the Trail of the Assassins eftir Jim Garrison og Crossfire eft- ir Jim Mars leggur Ohver Stone í leit að skýringum á moröinu og fá ýmsir einstakhngar og stofnanir að kenna á harðri gagnrýni hans. Oliver Stone og Kevin Costner ræða málin meðan á tökum stendur. Saksóknari í New Orleans aðalpersón- an Aðalpersóna myndarinnar er saksóknarinn Jim Garrison og er greinhegt að Oliver Stone styðst við og trúir rannsóknum hans, en Garrison var saksóknari í New Orleans og sótti th saka fyrir aðild að morðinu viðskiptamanninn Clay Shaw sem síðar var sýknaður í frægum réttarhöldum. Strax eftir morðiö leit út fyrir að auðvelt yrði að leysa máliö. Reið og sorgmædd þjóðin fylgdist með þegar Lee Harvey Oswald var handtekinn tveimur klukkustund- um eftir að morðið var framið og einum sólarhring síðar er Jack Ruby skaut Oswald þegar verið var að flytja hann á lögreglustöðina í Dahas. Alveg frá því Oswald var hand- tekinn þar th hann var myrtur hélt hann fram sakleysi sínu og sagði hvað eftir annað við lögregl- una og blaðamenn: „Ég er aðeins blóraböggull." Fljótlega eftir morðið setti John- son forseti á stofn Warren-nefndina sem eftir árs starf, og aö sögn nefndarinnar ítarlegar rannsóknir, kom með þá niðurstöðu að Oswald hefði einn framið morðið. Skýrsla nefndarinnar varð strax mjög um- dehd og hefur vakið með fræði- og rannsóknarmönnum margar spumingar en þeir hafa notað skýrsluna sem upphaf viö rann- sókn á morðinu á Kennedy. Ohver Stone las fyrst bók Jim Gary Oldham leikur Lee Harv- ey Oswald. Jack Lemmon lelkur einka- spæjara sem tengist morðinu. Garrisons 1988 þegar hann var að vinna að Bom on the Fourth of July og þar meö var áhugi hans kviknaður. Hann var ekkert að bíða með hlutina heldur réð th sín hð manna til að kanna máhð og undirbúa áöur en handritið yrði skrifað. Jim Garrison er aðalpersóna myndarinnar, en myndin er samt ekki saga hans heldur er hann not- aöur sem málsvari Stones svo hann geti komið öllum þeim upplýsing- um á framfæri sem hann og aðstoð- armenn hans uppgötvuöu við rannsókn málsins. Þegar Garrison Kvikmyndir Hilmar Karlsson var að vinna að rannsókn sinni var hann aðahega að leita aö morðingj- anum og rannsaka hvemig forset- inn var myrtur. í JFK leggur Stone megináherslu á hvers vegna hann var myrtur og skýring hans hefur valdið þeim hörðu viðbrögðum sem fræðimenn og aðrir hafa farið um myndina. Dómar um myndina hafa verið á tvo vegu. Kvikmyndin sjálf er talin mjög áhrifamikh og vel gerð og öh- um þeim sem sáu Platoon, Born on the Fourth of July og The Doors, fyrri myndir Ohvers Stone sem einnig gerast á sjöunda áratugnum, kemur þaö ekki á óvart, en gagn- rýnin er óvægin frá þeim sem telja skýringar Stones yfirborðskennd- ar og fljótfæmislegar Hér á eftir verður vitnað í grein sem hinn þekkti blaðamaöur Tom Wicker skrifaði um JFK í New York Tim- es, en á sínum tíma skrifaði hann um morðið og eftirleikinn fyrir New York Times. Ósönnuö rök verða að skýringu Tim Wicker, sem skrifað hefur bók um samband Johns F. Kennedy og Lyndons B. Johnson, segir í byriun greinar sinnar að Ohver Stone sýni aðeins smábrot úr þætti sem NBC sjónvarpsstöðin gerði um Jim Garrison 1967, þar sem sannað er að Garrison hafi með hótunum og mútum fengið fólk th að bera vitni í máh hans gegn Clay Shaw. Wicker segir aö þessi staðreynd geri það að verkum að auglýsingatexti með myndinni sé gróf fölsun, en í honum segir að Garrison hafi hætt lífi sínu og fjöl- skyldu sinnar vegna þess málstað- ar sem honum þykir mest virði, sannleikans. „í nærri þrjátíu ár hafa margir rannsónarmenn kom- ið fram á sjónarsviðið með skýring- ar á morðinu á Kennedy og er Garrison af fleshun talinn sá sem ótrúverðugastur er. Það var ekki aðeins þáttur NBC-stöðvarinnar sem afhjúpaði hann heldur er margt annað sem gerði rannsókn hans vafasama. Þrátt fyrir að Stone hljóti að hafa gert sér grein fyrir þessu, kaus hann að hafa Jim Garrison hetju myndarinnar.“ Wicker segir að ef rétt sé farið með i JFK verði bandaríska þjóðin að taka sem staðreynd að margar þær stofnanir sem Bandaríkja- menn bera hvað mesta virðingu fyrir, forsetaembættið þar með tal-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.