Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1992, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1992, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1992. 41 Helgarpopp Fullmannað í Stjóminni að nýiu - ný plata er væntanleg í vor Nýjasta liðsskipan Stjórnarinnar. Fyrsti dansleikurinn verður á Akureyri. DV-mynd GVA Dó Brian Jones úr flogaveiki? Bill Wyman, bassaleikarí Roll- ing Stones, telur að orsök dauða Brians Jones, fyrrum félaga síns í hfjómsveitinni, árið 1969 megi fremur rekja til flogaveiki en drykkju og fíkniefhaneyslu. Þessi skoðun Wymans kom fram í við- tali við franskt dagblað á dögun- um. Hann rökstyður hana þann- ig: „Fyrir nokkrum árum hitti ég óskilgetna dóttur hans (Brians) sem enginn haiði vitað um fyrr en þá. Hún kvaðst vera flogaveik en móðir hennar var það ekki... Þegar hún lýsti einkennum floga- kastanna áttaði ég mig skyndi- lega á að Brian hafði átt við þau að stríða. Þrátt fyrir allt áfengið og lyfin sem hann lét ofan í sig held ég að þeim sé ekki um að kenna að hann drukknaði í sund- laug sinni heldur flogaveiki.“ Brian Jones var aðeins 27 ára er hann lést. Hann hafði skömmu fyrir dauða sinn hætt í hljóm- sveitinni Rolling Stones. Við krufhingu kom f Ijós að hann var veill fyrir hjarta og var taliö að um væri að kenna veikindum í æsku. Frankie Goes To Hollywood varð helmsfræg er Relax var bannað. BBC spilar Relax aðnýju Breska ríkisútvarpiö, BBC, er búið að taka lagið Relax í sátt. Að minnsta kosti er dagskrár- geröarmönnum stofnunarinnar nú orðið leyft að spfla lagið í þátt- um sinum. Það var eftir fyrirspum plötu- snúös á popprásinni Radio l áríð 1984 um hvort textínn í Relax flallaði um kynferðismál sem ákveðið var að hætta að spila lag- ið. Aðrar breskar útvarpsstöðvar héldu þó áfiram að leika það eins og ekkert hefði í skorist. En bann- ið þjá BBC er talið hafa orsakað aö Relax er eitt vinsælasta lag allra tíma í Bretlandi. Löngu eftir að lagiö var fallið af lista viður- kenndu flytjendurnir, Prankie Goes To Hollywood, að þeir hefðu gert allt sem í þeirra valdi stóð tfl að vekja athygli á banninu lag- inu til framdráttar. Það var fyrir nokkru sem ákveðiö var að ieyfa flutning Re- Iax hjá Breska ríkisútvarpinu að nýju. BBC-menn töldu að lagið væri ekki iengur svo vinsælt að það skipti nokkru máli hvort leyfilegt væri að leika það eður el Þá væri svo djúpt á þeim kyn- ferðislega undirtóni sem aflt fjaðrafokiö varð út af á sínum tima að fáir hiustendur áttuðu sig á honum. Þrír kunnir hljómlistarmenn eru gengnir tfl liðs við Stjórnina í stað þeirra þriggja sem hættu síðasta haust. Þeir eru Friðrik Karlsson gít- arleikari, Jóhann Ásmundsson Umsjón Ásgeir Tómasson bassaleikari og Halldór Gunnlaugur Hauksson trommuleikari. Hljóm- sveitin kemur fyrst fram á dansleikj- um um næstu mánaðamót og fram- undan er plötuupptaka og ýmislegt fleira. „Þaö má segja aö þessi liðsskipan hafi legiö ljós fyrir um mánaðamótin nóvember/desember," segir Grétar Örvarsson hljómsveitarstjóri. Fyrir eru í Stjóminni auk hans Sigríður Beinteinsdóttir. Stjómin kom í fyrsta skipti fram aö viðstöddu fjölmenni í fertugsaf- mæli Péturs Kristjánssonar og lék síðan í þættinum Á tali hjá Hemma Gunn á miðvikudaginn. Fyrsti dans- leikurinn eftir breytingar veröur í Sjallanum á Akureyri föstudags- kvöldið 31. janúar. Hljómsveitin leik- ur þar einnig kvöldiö eftir. „Við stöndum þessa dagana í samningaviðræðum við forráða- menn Hótel íslands um aö leika þar um helgar fram á vorið,“ segir Grét- ar. „Mér sýnast talsverðar líkur á að samningar takist. Þá er ljóst að við tökum þátt í Söngvakeppni Sjón- varpsins í einhverri mynd, annaö- Hljómleikaferð Pauls Simon til Suð- ur-Afríku fór ekki eins og til var ætlast. Fjölmennið sem búist var viö hvort Stjómin öfl eða ég og Sigga, jafnvel ásamt þriðju söngkonunni. Það skýrist sömuleiðis allt á næstu dögum.“ Auk þessa hefur verið ákveðið að ný plata með Stjóminni komi út með vorinu - sú þriðja stóra sem hljóm- sveitin sendir frá sér á jafnmörgum árum. - Friðrik Karlsson og Grétar lét ekki sjá sig. Þrátt fyrir að ferðin væri farin meö velvflja Nelsons Mandela og Afríska þjóöarráðsins og Örvarsson veröa aöallagahöfund- amir á plötunni. Jafnframt veröur leitað tfl annarra höfunda sem reynst hafa vel á liðnum árum, svo sem Jóhanns G. Jóhannssonar og Eyjólfs Kristjánssonar. „Það má segja að viö séum í fyrsta gír ennþá,“ segir Grétar Örvarsson. „Mér list mjög vel á nýju liðsskipan- annarra sterkra stjórnmálaafla í landinu kom allt fyrir ekki. Á fyrstu hljómleikana sem haldnir voru í Jó- ina og er sannfærður um að hún á eftir að smella vel saman. Mörg verk- efni em framundan og næsta sumar fórum viö um allt land og höldum dansleiki eins og síðustu sumur. Þaö veröur því í nógu aö snúast eins og endranær." hannesarborg á laugardaginn var komu aðeins 15-20 þúsund manns og enn færri daginn eftir. Um það bfl mánuður er liðinn síöan Sameinuðu þjóðimar afléttu tiu ára menningarbanni á Suður-Afríku. Paul Simon varð fyrstur dægurtón- listarmanna til að leggja leið sína til landsins. Suður-afríski tónleikahald- arinn Attie van Wyk, sem skipulagði ferðina, vonaðist til þess að í kjölfar- ið kæmu Dire Straits og Phfl Collins. Hann er nú hættur viö að reyna aö halda tónleika meö poppurum á heimsmælikvarða í bili. Það voru stjómmálasamtök sem standa til vinstri við Afríska þjóðar- ráðið sem mótmæltu hvað kröftug- legast heimsókn Simons. Þessi sam- tök hafa beðið Bobby Brown, MC Hammer, Janet Jackson og Freddie Jackson aö fresta för sinni tfl Suður- Afríku þangað tfl stjórnvöld hafa sannað enn betur en hingað til aö þeim sé raunverulega í mun að koma á mannréttindaumbót.um í landinu. Áberandi var á fyrstu tónleikum Pauls Simons hve svertingjar voru fáir í áheyrendaskaranum. Ástæðan fyrir því að þeir héldu sig heima er ekki eingöngu talin vera af stjórn- málalegum toga. Miðaverð á tóifleik- ana nemur um 850-1700 krónum. Það munu vera um flmm tfl tíu prósent af mánaðarlaunum margra svartra. Hver sem aðalástæðan er hefur vinstrisinnuðum samtökum svartra orðið að ósk sinni. Það hefur veriö fámennt á hljómleikum með Paul Simon. Paul Simon virðist vera of snemma á ferðinni eftir að menningarbanni var aflétt í Suður-Afriku. Fáir koma til að hlýða á Paul Simon í Suður-Afríku: Vestraenir tónlistarmenn beðnir að koma ekki

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.