Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1992, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1992, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1992. 11 Vísnaþáttur Tíminn fellir árvið ár „Þaö er slæmur vani að halda upp á afmælisdaginn sinn, því það minnir okkur alltaf á að tíminn líð- ur. Og flestu fólki er hugtakið tími eitthvað sem hefur elhna í för með sér. En það er mikill misskilning- ur, aldurinn verður ekki mældur í árum heldur ásigkomulagi líkama og sálar. „Maðurinn er eins gamah og honum finnst hann vera“, og það eru óteljandi konur og karlmenn sem eldast mun hraðar en nokkur líkamleg ástæöa virðist vera til - aðeins vegna þess að fólkið heldur að það sé að verða gamalt. - Að baki þeirrar áráttu, að hafa tölu á afmælisdögum, býr óttinn við þá. Og áhugi okkar á afmælisdögum annars fólks byggist á því, að við viljum fullvissa okkur um að það eldist jafn fljótt og við sjálf. Það er rétt hjá konum að dylja aldur sinn. Æska er hreint ekki komin undir árum heldur andlegum og tilfinn- ingalegum einfaldleika og starfs- Qöri. Það er blátt áfram hryggilegt að horfa upp á hvemig fólk vinnur að því að eyðileggja hinn dásam- lega efnivið æskunnar í sjálfum sér og öðrum. Það stuðlar viljandi aö því kæruleysi, kulda og hæðni sem hefur elhna í för með sér. - Haldið blysi hrifningarinnar hátt á loft - og gleymið afmæhsdögum ykkar.“ Það er amerískur læknir, Eugene Lyman Fisk að nafni, sem gefur okkur þetta heilræði, sem ekki væri úr vegi að hugleiða um stund, og eflaust gera margir það þegar fer að hða á ævina. En þá er það oftast um seinan, vaninn hefur þau tök á okkur sem okkur tekst ekki að losa um. Séra Sveinn Víkingur sagði að eftirfarandi afmæhsvísur heföi „vinur sinn“ ort á ævikvöldi og séu þær raunar um þá báða: Tíminn felhr ár við ár, ævi er straumur þungur. Sakar htt þó hrími hár ef hugurinn er ungur. Enn skal grípa hjör og hjálm, hafa gamla lagið, yrkja stöku, syngja sálm og syndga annað slagið. Sú skal bænin send frá mér sólar hæstum þengli, að góða daga gefi þér og geri þig svo að engh. Jón Kr. Lárusson, skipstjóri frá Arnaibæh, orti vísu þessa um sjö- tugan mann: Að vexti smár en furðu frár, feikna knár í taki, sagnafár með silfrað hár og sjötíu ár að baki. Hannes Ágústsson, verkamaður í Reykjavík, kvað: Ég eldist hkt og aðrir menn, það ætti ég bezt að finna. Að vísu blaka eg vængjum enn, en vænghafið er minna. Steingrímur Thorsteinsson skáld hefur bersýnhega tahð „hinn innri mann“ skipta meira máh en úthtið: Ytri krans sem ýtar fá einatt blómgun týnir. Óvisnandi er aðeins sá sem innri manninn krýnir. Ég vil ekkert fuhyrða, en veit ekki betur en það hafi verið Þórar- inn Magnússon frá Steintúni sem kvað þessa stöku til Bjöms Frið- rikssonar, en báðir vom þeir félag- ar í Kvæðamannafélaeinu Iðunni: Ei þig hrelli andstreymið, amann feha skaltu. Settu Elh í svarthohð, síðan velh haltu. Björn Friðriksson var að klæða sig að morgni 6. sept. 1942, áður en hann legði í ferðalag með Kvæða- mannafélaginu Iðunni. Datt hon- um þá þessi vísa í hug: Ehi helti og hrömun gefur, hugsun svelt í gleymsku böndum. Enn mig feht ei flagðið hefur fólsk þó elti mig á röndum. Gísh Konráðsson, fræðaþulur og sagnaritari, sem var rúmlega átta- tíu og níu ára gamah er hann lézt og vann að heita mátti fram á síð- asta dag við skrifhr, hefur lagt ann- að mat á ellina en almennt ghdir, ef marka má eftirfarandi stöku hans: Hvert sem tímans árið er ævinnar á vehi, þegar vinnuþrekið fer þá er komin. elli. Skömmu eftir að Ámý Fihppus- dóttir skólastýra átti áttræðisaf- mæh birtist grein eftir hana í Vísnaþáttur Morgunblaðinu, þar sem hún þakk- aði vinum og velunnurum kveðjur og gjafir. í greininni var eftirfarandi staka, afmæhskveðja sem henni haföi borizt frá Magnúsi Einarssyni: Þó að kvöldi og húmi um heiðár hehlar manninn aftanroði. Við seinni hluta lífsins leiðar hggur vorsins fyrirboði. Bjami Guðmundsson frá Hjalta- bakka í Torfalækjarhreppi í A-Hún.: Þroskast andinn lífs á leið löng þó finnist vaka. Mörg er stundin hýr og heið horfi ég th baka. Kristján Ólason á Húsavík gefur þessari stöku heitið Ehi: Einskisverðri undir byrði, einn á ferð í veðraskaki, aht sem gerði einhvers virði ævina - sérðu langt að baki. Þegar Karl Kristjánsson alþingis- maður heyrði þessa vísu Kristjáns sendi hann honum þessa vísu: Leggst í fang og lýir fót lífsins stranga vengi. Brekkur anga upp í mót enn skulum ganga lengi. Og það verða lokaorðin að þessu sinni. Torfi Jónsson H Sýnum 1992 árgerð af hinum vinsæla fjölskyldu- jeppa SUZUKI VITARA 3 og 5 dyra. Sýnum einnig SUZUKI VITARA 5 dyra upphækkaðan og sérútbúinn til fjallaferða. 1 Opið laugardag frá kl. 10-17 ! og sunnudag frá kl. 13-17. Frumsýning á íslandi. SUZUKI SWIFT tveggja manna sportbíll með blæju. Þessi bíll á eftir að fá hjörtu margra til að slá örar. SUZUKI SWIFT kostarfrá 726.000 kr. staðgreitt. Allir SUZUKI bílar eru búnir vélum með beinni bensíninnsprautun og fullkomnum mengunarvarnarbúnaði. Komið og reynsluakið gæðabílunum frá SUZUKI. Kaffi á könnunni. SUZUKIBÍLAR HF SKEIFUNNi 17 . SlMI 685100 NýrSUZUKIÍ aldrei sprækari. Ný og glæsileg innrétting, nýtt mælaborð, betri hljóðeinangrun auk fjölda annarra breytinga. Allir SUZUKI SWIFT með 1,3 og 1,6 L vélum eru búnir vökvastýri. SUZUKI SUZUKI SYNING Kynnum 1992 árgerð af SUZUKI um helgina

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.