Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1992, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1992, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1992. Skák Timman réd ekki við Ivantsjúk í tíu ár hefur hollenski stórmeist- arinn Jan Timman teflt æfingaein- vígi við snjöllustu stórmeistara heims í desembermánuði, nú síðast við Úkraínumanninn Vassily Ivantsjúk. Á ýmsu hefur gengið í einvígjum þessum en heldur hefur þó hallað á Timman. Hann hefur tvisvar borið sigurorð af andstæð- ingnum, fjórum sinnum hefur orð- ið jafntefli en íjórum sinnum hefur Timman tapaö - tapaði stórt fyrir Seirawan í fyrra og nú fyrir Ivant- sjúk. „Krónprinsinn" vann tvær fyrstu skákirnar og þar með voru úrslit einvigisins svo gott sem ráöin. Timman var þó ekki á þeim buxun- um að gefast upp, næstu þrem skákum lyktaði með jafntefli og sótti Timman stöðugt í sig veðrið þar til í sjöttu skákinni að fyrstí vinningurinn kom. Lokatölur urðu því 3,5 - 2,5 Ivantsjúk í vil. Timman kvað einvígið hafa verið góða æfingu fyrir áskorendaeinvíg- ið við Júsupov sem fram fer í Lin- ares með vorinu. Júsupov er þó álitinn mun sigurstranglegri, enda sló hann Ivantsjúk út úr heims- meistarakeppninni í sumar. Skoðum fyrstu einvígisskákina í Hilversum og skyggnumst um leið ofurlítið bak viö tjöldin í vinsælu afbrigði drottningarbragðs. Hvítt: Jan Timman Svart: Vassily Ivantsjúk Drottningarbragð 1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rc3 Be7 4. Rf3 RÍB 5. Bf4 (M) 6. e3 c5 7. dxc5 Bxc5 8. Dc2 Rc6 9. a3 Da5 10. 0-0-0 Nú hefur þessi „glæfralegi" leik- ur tekið við af gamla afbrigðinu 10. Hdl Be7 og nú 11. Rd2 (eða 11. Hd2 sem er nýrri af nálinni) en þannig teíldu t.a.m. Kortsnoj og Karpov margsinnis hér um árið. Með því aö hróka langt hleypir hvítur lífi í taflið. Hann hyggst blása til sóknar á kóngsvæng og kærir sig kollóttan þótt hvíta kóngsstaöan sé dálítíö varhugaverð á hinum borðhelm- ingnum. 10. - Bd7 11. g4 Hfc8 12. h3 Staðan virðist bjóða upp á annað en varfæmislega taflmennsku og því kemur þessi og næstu leikir Timmans verulega á óvart. Skákin sem hér er til umfjöllunar sýnir aö hvítur verður að tefla af meiri þróttí. Áður hefur ýmislegt verið reynt í stöðunni, t.d. 12. h4 eða 12. Kbl er hvítur reynir að treysta kóngs- stöðuna fyrir komandi átök. Kóngsleiknum beitti Gelfand í tví- gang gegn Beljavski í Linares. í fyrra skiptið (1990) svaraði Beijavskí með 12. - BfB en áriö eftir hristi hann nýjung fram úr erm- inni - lék 12. - b5!? og eftir 13. cxb5 Re7 14. Rd2 Dd8 15. Rb3 Re4 16. Rxc5 Hxc5 17. Be5 Rxc3 18. Bxc3 Bxb5 náði hann góðri stöðu. Óvænt framrás b-peðsins var valin mark- verðasta nýjungin í Informator 51 og hætt er við að varfæmum leik Timmans sé einmitt beint gegn henni. Því verða næstu leikir Ivantsjúks að teljast afar skynsam- legir. 12. - Be8! 13. Rd2 Bf814. Be2 Re715. h4? Vænlegra til árangurs er 15. g5. Nú tekur svartur völdin í sínar hendur. 15. - b5! 16. g5 Re4 17. Rcxe4 - f slendingar í verðlaunasætum á Rilton-Cup Vassily Ivantsjúk vann Jan Timman auðveldlega I æfingaeinvígi þeirra i Hilversum. Það er skiljanlegt að Timman vilji halda valdi á c-peðinu því að eftir 17. Rdxe4 dxe4 er 18. cxb5? Rd5 slæmt á hvítt en nú hverfur mikil- vægur maður úr vöminni. 17. - dxe4 18. Bd6 Annars þyrftí hvítur að reikna með fómarmöguleikum á a3. abcdefgh 18. - Rd5! 19. BxfB Kxf8 20. Rxe4 bxc4 Hótar 21. - Ba4 og 21. - c3 og nú em góð ráð dýr. Ef 22. Rc3 Rxc3 23. Dxc3 Dxc3 24. bxc3 Hab8 25. Hd4 Hb3 kemst hvítur ekki hjá því aö tapa peði og lendir í miklum þreng- inum. Timman sér ekki aðra leið en að reyna aö „grugga“ taflið með skiptamunsfóm. 21. Hxd5 Dxd5 22. f3 Hab8 23. Hdl c3! 24. b4 Df5 25. Hd4 a5 26. Rd6 Dxc2+ 27. Kxc2 axb4 28. axb4 Ba4+ 29. Kcl e5 Með öraggri taflmennsku hefur Ivantsjúk náö vinningsstöðu og honum verður ekki skotaskuld úr því að leiða tafliö farsællega til lykta, þrátt fyrir að tímahrakið sé allsráðandi. 30. He4 Hd8 31. b5 Hxd6 32. Hxa4 Hd2 33. Bc4 c8 34. Ba2 Hb8 35. Bc4 Hb2 36. Ha7 Hc8 37. Hxf7+ Ke8 38. Be6 Ha8 Og Timman gafst upp. Margeirefstur á Rilton-Cup Fjórir íslendingar tóku þátt í Ril- ton-Cup skákmótinu í Stokkhólmi um áramótin og lentu allir í verð- launasætum. Margeir Pétursson Skák Jón L. Árnason krækti í fyrstu verölaun óskipt, hlaut 7,5 v. af 9 mögulegum ásamt Dan Cramling (hann er bróðir skákdrottningarinnar Piu) og Igor Khenkin frá SSR (sundruöum Sov- étríkjum) en var hærri á stigum. Hannes Hlífar Stefánsson fékk 7 v. ásamt Svíunum Schneider, Akes- son, Brynell og Carlhammer og Polai frá SSR og var Hannesi út- hlutað 5. sætíð á stigum. Andri Áss Grétarsson fékk 6,5 v. og Helgi Áss 6 v. Alls tóku 170 skákmenn þátt í mótinu. Margeir var einn tveggja stór- meistara á þátttakendalistanum (Pólveijinn Wojtkiewitz fékk að- eins 5,5 v.) en ekkert bólaði á flug- vélarfarmi úr Austurvegi sem hafði boðað komu sína. Mótið var því misheppnað fyrir þá sem vom á höttunum eflir alþjóðlegum áfongum og verður vonandi til þess aö mótshaldarar læra sína lexíu. Svo ömgg var forysta Margeirs að hann gat leyft sér að gera jafn- tefli í tveimur síðustu umferðun- um, við Wedberg hinn sænska og Khenkin. Stuttar skákir vom áber- andi þjá Margeiri á mótinu, eink- um virtust sænsku alþjóðameistar- amir bera takmarkalausa virðingu fyrir stórmeistaranum. Ralf Akes- son, fyrrverandi Evrópumeistari unglinga, varð t.d. aö gefast upp eftír aðeins 22 leiki og Jan Johans- son hélt lítíð lengur út, eins og les- endur geta séð hér á eftir. Hvítt: Jan Johansson Svart: Margeir Pétursson Drottningarpeðsbyijun. 1. d4 Rf6 2. Rf3 g6 3. Bg5 Bg7 4. Rbd2 c5 5. dxc5 Ra6 6. e4!? Rxc5 7. Bc4 0-0 Ömggara en 7. - Rfxe4 8. Rxe4 Rxe4 9. Bxf7+ Kxf710. Dd5+ e611. Dxe4 Da5+ 12. Bd2 Df5 13. 0-0-0! og staða svarts er varhugaverð. 8. e5!? Rfe4 9. Be3 d6 10. Rxe4 Rxe4 11. Dd4?! Hér er staða drottningarinnar hæpin en hvítur hefur e.t.v. ekki talið næsta leik svarts mögulegan. I I# A A A iii A & A Jl m ft & AA A AA S 1® 2 ABCDEFGH 11. - Bf5! Ef nú 12. g4 Da5+ 13. c3 dxe5 14. Dd5 Dxd5 15. Bxd5 Rf6 16. Bxb7 Hab8 17. gxf5 Hxb7 18. fxg6 hxg6 á svartur ögn betra vegna betri peða- stöðu en taflið hefur einfaldast mikið. í stað þessa leggur hvítíu- of mikið á stöðuna. 12. 0-0-0?! Hc8 13. g4? Afleikur en t.d. 13. Bb3 Rc5 er einnig gott á svart. 13. - Bxg4 14. Dxe4 Bxf3 15. Dxf3 Hxc4 16. exd6 exd6 17. Hd5 Dc7 18. c3 b5! 19. Hxb5 Hxc3+ 20. Kbl Eöa 20. bxc3 Dxc3 + 21. Kdl Dd3+ o.s.frv. 20. - Hc2 21. Dd5 Hxb2+! 22. Hxb2 Bxb2 23. Hdl Bg7 24. Hd3 Hc8 Og hvítur gafst upp. -JLÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.