Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1992, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1992, Blaðsíða 47
LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1992. 59 Afmæli Jón Jónsson Jón Jónsson, fyrrv. bóndi og verka- maöur, Útgarði 6, Egilsstöðum, er áttræðurídag. Starfsferill Jón fæddist að Hafrafelli í Fellum í Norður-Múlasýslu og ólst upp í í foreldrahúsum í Fellum. Hann fór ungur í vinnumennsku og var þá að Birnufelli og Skeggjastöðum. Þá var hann á Egilsstöðum á Völlum þar sem hann var póstur og á Hall- ormsstað. Jón bjó á Vaðbrekku 1950-51 og var fjármaður að Skriðuklaustri 1952-54. Hann var bóndi í Klausturseli á Jökuldal 1955-68 en átti heima á Hallorms- stað 1969-71. Þá flutti hann til Egils- staða þar sem hann hefur búið síð- an. Eftir að Jón brá búi 1969 stund- aði hann ýmsa verkamannavinnu, þó lengst af hjá byggingarfélaginu Brúnási á Egilsstöðum. Fjölskylda Jón kvæntist 17.6.1950 Guðrúnu Aðalsteinsdóttur, f. 25.5.1923, mat- ráðskonu ME. Hún er dóttir Aðal- steins Jónssonar, b. á Vaðbrekku í Hrafnkelsdal, og konu hans, Ingi- bjargar Jónsdóttur húsfreyju. Aðal- steinn var sonur Jóns „Hnefils", b. á Fossvöllum í Hlíð, Jónssonar, b. á Bæ í Lóni í Austur-Skaftafellssýslu, síðar vinnumanns á Ekkjufelli í Fellum, Jónssonar, hreppstjóra í Hafnarnesi í Nesjum, Magnússonar, prests í Bjamarnesi í Nesjum, Ólafs- sonar. Sonur Jóns og Ingibjargar Sigurð- ardóttur er Sigurður, f. 24.1.1947, b. á Víkingsstöðum á Völlum, kvæntur Inu Gunnlaugsdóttur og eru börn þeirra Magnús og Ingi- björg. Börn Jóns og Guðrúnar Aðal- steinsdóttur eru Hrafnkell Aðal- steins, f. 3.2.1948, skrifstofumaður á Eskifirði, formaður Verkamanna- félagsins Arvakurs og varaþing- maður Sjálfstæðisflokksins á Aust- urlandi, kvæntur Sigríði M. Ingi- marsdóttur og eru börn þeirra Bjartmar Tjörvi og Fjóla Margrét; Aðalsteinn Ingi, f. 12.10.1952, b. í Klausturseli á Jökuldal, kvæntur Ólavíu Sigmarsdóttur og eru börn þeirra Henný, Rósa, Sigmar Jón, Ævar Þorgeir og Marteinn Óli; Jón Hávarður, f. 17.11.1957, b. í Sel- landi, kvæntur íris Randversdóttur en sonur hennar er Steingrímur Randver og sonur írisar og Jóns er Ragnar Bjarni; Rósa, f. 14.6.1962, hjúkrunarfræðingur, í sambýli með Bjarna Richter háskólanema; Ingi- björg Jóhanna, f. 10.8.1964, kennari á Egilsstöðum, gift Degi Emilssyni kennara og er sonur þeirra Máni. Hálfsystir Jóns var Magnea Jóns- dóttir, húsfreyja í Sauðhaga á Völl- um, var gift Sigurði Björnssyni en Magneaerlátin. Alsystur Jóns: Ragnheiður, saumakona á Reyðarfirði, nú látin; Vilhelmína, húsfreyja í Bakkagerði í Reyðarfirði, var gift Eðvald Sigur- jónssyni en hún er nú látin; Mar- grét, húsfreyja á Ási í Fellum, var gift Bergsteini Brynjólfssyni en hún er látin; Sigurlaug, húsfreyja á Hofi í Fellum, gift Birni Gunnarssyni. Foreldrar Jóns voru Jón Péturs- son, f. 4.10.1864, d. 29.3.1939, b. á Setbergi og víðar í Fellum, og kona hans, Rósa Hávarðardóttir, f. 17.5. 1868, d. 31.10.1943, húsfreyjaá Set- bergi og víðar í Fellum. Ætt Jón var sonur Péturs, fræðimanns og b. á Bessastöðum í Fljótsdal, Sveinssonar, b. á Bessastöðum, Jón Jónsson. Pálssonar, b. í Víðivallagerði, Þor- steinssonar, b. á Melum, Jónssonar, ættföður Melaættarinnar. Rósa var dóttir Hávarðar á Grund í Dalakálki Jónssonar, b. á Grund, Torfasonar, í Steinnesi í Mjóafirði, Árnasonar. Móðir Rósu var Sigur- laug Sveinsdóttir, b. á Setbergi í Borgarfiröi eystra. Jón tekur á móti gestum í Fella- skóla frá klukkan 16.00-20.00 á af- mælisdaginn. Ami Möller Arni Möller, bóndi að Þórustöðum I, Ölfusi, er fertugur í dag. Starfsferill Árni fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá MR1972 og stundaði síðan ýmis störf til sjós og lands eftir stúdents- próf. Árni hóf búskap á Þórustöðum í ársbyrjun 1975 og hefur síðan rek- iðþarsvínabú. Árni hefur tekið þátt í félagsmál- um svínabænda. Hann er einn af stofnendum Svínaræktarfélags ís- lands og var formaður þess í tvö ár. Þá er hann félagi í sjálfstæðisfélag- inu Óðni á Selfossi og er nú vara- formaðurþess. Fjölskylda Árni kvæntist 19.12.1975 Hafrúnu Kristjánsdóttur, f. 17.2.1954, mark- aðsstjóra hjá Smjörklíki-Sól hf. Hún er dóttir Kristjáns Ragnarssonar skipstjóra og Sigríðar Þórólfsdóttur húsmóður sem er látin. Ámi og Hafrúnskildu. Böm Árna og Hafrúnar eru Jó- hann Möller, f. 27.8.1975, nemi við Ví, og Eiður Möller, f. 16.2.1981. Systkini Áma era Helga Möller, f. 12.5.1957, húsmóðir, söngkona og flugfreyja, búsett í Reykjavík, gift Pétri Ormslev knattspyrnumanni og eru börn hennar Maggý Helga Jóhannsdóttir og Gunnar Ormslev. Foreldrar Árna: Jóhann Georg Möller, f. 7.2.1920, fyrrv. skrifstofu- stjóri í Reykjavík, og kona hans, Elísabet Árnadóttir Möller, f. 4.3. 1930, húsmóðir og framkvæmda- stjóriGeðverndar. Ætt Bróðir Jóhanns er Óttarr Möller, fyrrv. forstjóri Eimskipafélags ís- lands. Jóhann er sonur Williams Tómasar Möller, pósts- og símstöðv- arstjóra í Stykkishólmi, bróður Christians Möller, lögregluþjóns á Siglufirði, fóður Jóhanns G. Möller, fyrrv. forseta bæjarstjórnar Siglu- ijarðar. Annar bróðir Tómasar var Jóhann G. Möller, kaupmaður á Hvammstanga, faðir Jóhanns G. Möller, alþingismanns ogforstjóra Tóbakeinkasölu ríkisins og Öldu Möller leikkonu, móður Leifs Þórar- inssonar tónskálds, og Kristínar Önnu Þórarinsdóttur leikkonu, móður Eyjólfs Kjalars Emilssonar heimspekings. Tómas Möller var sonur Jóhanns G. Möller, kaup- manns á Blönduósi, sem var sonur Christian Ludwig Möller, kaup- manns í Reykjavík og Kaupmanna- Árni Möller. höfn, sonar Oleson Möller, kaup- manns í Reykjavík og ættfóður Möllersættarinnar á íslandi. Móðir Jóhanns G. Möllers á Blönduósi var Sigríður Norðfjörð Magnúsdóttir, verslunarmanns í Reykjavík og Helgu Ingimundardóttur. Móðir Tómasar í Stykkishólmi var Alvilda Maria Thomsen, dóttir William Thomsen, kaupmanns á Vatneyri, og Ane Margrethe Knudsen sem var dóttir Lauritz M. Knudsen, ættföður Knudsenættarinnar. Elísabet er dóttir Árna, útvegs- bónda í Vestmannaeyjum, Sigfús- sonar og Ólafíu Sigríðar Árnadótt- ur. 90 ára 70 ára Margrét Þorláksdóttir, Aðalgötu 46b, Súðavik. Rósa Pálsdóttir, Seljabraut22, Reykjavik. Borghildur Hjálmarsdóttir, Utearði fi F.eilssföðum 85 ára Hverafold 56, Reykjavik. Hún er vistmaður á sambýli C á Kópavogshæli. Þorgerður Sigurðardóttir, Minni-Vatnsleysu, Vatnsleysu- strandarhreppi. GylfíJónasson, Sævangi 26, Hafnarfirði. Guðmundur Pálsson, Guðlaugsstöðum, Svínavatns- hreppi. Sigurkarl Magnússon, Njörvasundi 87, Reykjavik. Ingi Einar Jóhannesson, Túngötu 18, ísafiröi. ívar Guðmundsson, sendiráöi ísl. í Washington, Banda- ríkjunum. Snorri S. Welding, II vei-flsgötu 32, Reykjavík. Björg Sigurjónsdóttir, Ðúfnahólura 4, Reykjavík. Eygló Haraldsdóttir, Kúrlandi 24, Reykjavík. Kristín G. Sigurðardóttir, Álakvísl 33, Reykjavík. Grétar Samúelsson, Seljabraut 64, Reykjavík. Helgi Þórisson, Háagerði 18, Reykjavík. Hrefna Daníelsdóttir, Axel Snorrason, Látraseli 9, Reykjavík. Þorsteinn Bjarnason, Hrauntjöm 2, Selfossi. Valgerður A. Bergsdóttir, Staíhesvegi 4, Sandgerði. Gréta Þuríður E. Pálsdóttir, Birkibergi 16, Hafnarfirði, Jón SigurbjörnEiríksson, Túngötu 41, Eyrarbakka. Bryndís Ingvarsdóttir, Réttarholti 1, Reyðarfirði. Anna Heiður Guðmundsdóttir, Sólvöllum 3, Egilsstöðum. afmælið 18. janúar 50ára SigdórHelgason, Gnoðarvogi 32, Reykjavík. Bergdís Ingimarsdóttir, Þinghólsbraut 26, Kópavogi. Húntekurá mótigestumá afmælisdaginn áheimOidóttur sinnar, Rjúpu- felli 30. Reykja- vík, eftir kl. 14. Sigurjón Sveinsson, Miðvangi 55, Hafnarflrði. Erna S. Jóhannsdóttir, Álfaskeíði 107, Hafharfirði. Sigríður Kristín Hallgrimsdóttir, Kóngsbakka 1, Reykjavík. Jón Jakobsson, Tjamarlundi 18e, Akureyri. Kristín Hallgrímsdóttir, Helgavatni, Sveínsstaðahreppi. Kristján O. Tómasson, Ránargötu 5a, Reykjavík. 40ára 60 ára Bergmann Gunnarsson, Dalbraut 18, Reykjavík. Gunnlaug S. Antonsdóttir, Reykjamörk 13, Hveragerði. Helgi Sigurðsson, Þinghólsbraut59, Kópavogi. Elzbieta Ramus, Verbúð v/Ólafsbraut, Ólafsvík. Jón Kristjánsson, Villingaholti 1, Villingaholts- hreppi. Karl Jónsson, Steinahlíð 7b, Akureyri. Jónas Helgi Eyjólfsson, Lyngholti8, ísafiröi. Hann tekur á móti gestum á afmæl- isdaginn í Kiwarúshúsinu á ísafirði eftirkl.20. Óskar Halldór Valtýsson, Logafold 80, Reykjavík. SMÁAUGLÝSINGASÍMINN FYRIR LANDSBYGGÐINA: 99-6272 DVl SÍMINN -talandi dæmi um þjónustu! Flateyringar Velferð á varanlegum grunni Fundur I Vagninum sunnudaginn 19. janúar kl. 15.00. Frummælendur: Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra °g Sighvatur Björgvinsson heilbrigðis- og tryggingaráðherra. Utanríkisráðuneytið og heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.