Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1992, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1992, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1992. Sérstæð sakamál Hún brosti þegar dómurinn féll Elizabeth Madelyn Elhott stóð á fremri skrifstofunni hjá lögregl- unni í Jóhannesarborg í Suður- Afríku og beið eftir því að rann- sóknarlögreglumaður ræddi við hana um rán sem hún hafði orðið vitni að. Meðan hún stóð þarna sá hún á veggnum ljósmyndir af eftir- lýstum afbrotamönnum. Skyndilega sá hún mynd sem vakti sérstaka athygli hennar. Einn af þeim sem lögreglan vildi koma höndum á var maður sem hún þekkti vel til. Hann hét Adriaan Joubert og var faðir barns sem hún hafði eignast nokkrum árum áður en misst. Hann hafði brugðist henni þegar henni reið mest á stuðningi og því gleymdi hún ekki. „Þekkir þú hann, ungfrú Ehi- ott?“ spurði Ohvier rannsóknarlög- reglumaður sem kom til hennar einmitt meðan hún stóð fyrir fram- an myndina og virti hana fyrir sér. Hún sneri sér að honum, brosti og svaraði: „Já, æth það ekki. Ég sé að hann er eftirlýstur fyrir vopn- að rán og morðtilraun. Ég vildi gjarnan hitta hann augliti til aught- is. Reyndar er ég lengi búin að bíöa eftir því.“ „Þá er ég hræddur um að þú verð- ir að bíða lengi,“ sagði Olivier. „Hann flúði th Mósambík og viö höfum ekki neina samninga við þá um framsal afbrotamanna." Hugmynd vaknar „Táknar það að menn geti framið afbrot í Suöur-Afríku og síðan sest að í Mósambík til þess að komast hjá því að fá dóm?“ „Já, í reynd má segja að svo sé,“ svaraöi Olivier. „En komdu nú með mér, ungfrú Elliott, og httu á nokkrar ljósmyndir ef vera skyldi að þú bærir kennsl á þann sem framdi þetta rán sem við höfum verið að ræða við þig um.“ Þegar Ehzabeth fór af lögreglu- stöðinni var áætlun aö verða th í huga hennar. Hún ætlaði sér að reyna að koma fram hefnd fyrir það sem henni hafði verið gert átta árum áður. Á heimleiðinni kom hún við á ferðaskrifstofu th þess aö kanna hvort hún gæti komist í sumarleyfisferð til Maputo í Mós- ambík. Hún var vöruð við því að fara þangað af því hún var hvít en land- ið var talið hættulegt hvítum ferða- mönnum. Henni var þó sagt að hægt yrði að koma henni th Map- uto í fyrstu viku september, en það er almennt tahnn besti tíminn þar fyrir ferðamenn. Sama kvöld heimsótti hún vin sem hún gat treyst og fékk hjá hon- um htið glas af afar sterku svefn- lyfi. Hann varaði hana við að nota of mikið af þvi. Það væri svo sterkt að gæti orðið hjartveikum manni að aldurtha væri gefinn of stór skammtur. Næsta dag ræddi hún einslega við einn af svertingjunum sem unnu í sama fyrirtæki og hún. Það var bantúmaður, Mabelwana Kalese, en heimabær hans, Barberton, hggur rétt viö landamæri Suður- Afríku og Mósambík. Hann hlust- aði á hana er hún lýsti áætlun sinni og lofaöi að veita henni þá aöstoð sem hann mætti. Þegar Elizabeth fór að hátta þetta kvöld leið henni betur en um lang- an tíma. Hún var ahn upp á munað- Elizabeth Madelyn Elliott. Stephanie Dryer. arleysingjaheimih. Þegar hún var orðin sextán ára var hún send th vinnu og þar eignaðist hún eina af fáum vinkonum sem hún átti, Christinu Hale. Þær unnu hhð við hlið í sömu verksmiðjunni. Reyndi sjálfsmorð Þegar Elizabeth varð sautján ára var hún tahn nógu gömul th að flytja af munaðarleysingjaheimh- inu. Hún fluttist þá heim th for- eldra Christinu. Um sumarið fór hún með henni á diskótek og þar kynntist hún ungum manni sem var fimm árum eldri en hún. Hann hét Adriaan Joubert. Þau fóru að vera saman og hann kynnti hana fyrir foreldrum sínum. Sýndist Elizabeth að þeim htist vel á hana. Eftir tveggja mánaða kynni bað Adriaan Joubert hennar og um tveimur mánuðum síðar varð Elizabeth ljóst aö hún var ólétt. Þegar hún sagði Adriaan frá því hvarf hann úr borginni og sá hún hann ekki eftir það. Foreldrar hans neituðu aö skipta sér af Elizabeth og kölluðu hana lauslætisdrós. Foreldrar Christinu hjálpuðu henni aftur á allan máta en aht fékk þetta svo mikið á Elizabeth að þegar barnið fæddist loks var það afar htið og veikburða. Það var drengur og lifði hann aðeins í nokkrar klukkustundir. Elizabeth reyndi skömmu síðar aö fremja sjálfsvíg en var bjargað og komst þá í hendur sálfræðinga. Þegar hún kom af hælinu hélt hún á ný til Jóhannesarborgar þar sem hún fluttist th góðrar vinkonu Christinu, Stephanie Dryer, og for- eldra hennar. Fór vel um hana hjá þeirri fjölskyldu. Stephanie tókst að útvega Eliza- beth gott starf og notaöi hún nú ahar sínar lausu stundir til að mennta sig og öðlast meiri hæfni til starfans. Fékk hún brátt betra starf hjá fyrirtækinu og þar kom að hún varð einkaritari forstjór- ans. í blöðunum las Elizabeth um þessar mundir mn Adriaan Jou- bert. Hvað eftir annað hafði hann verið handtekinn og svo virtist sem hann gengi aldrei lengi laus. í þess- um skrifum kom fram að hann hafði byrjað afbrotaferil sinn þegar hann var sextán ára og var ekki annað að sjá en hann ætlaði sér að halda áfram á þeirri braut sem hann var. Nokkru eftir að hann hafði verið látinn laus til reynslu, enn einu sinni, rændi hann bensínstöð og síðan tvo banka og þegar hann var að flýja eftir síðara bankaránið skaut hann á tvo lögregluþjóna sem reyndu að elta hann. Var honum þá ljóst að tekið yrði hart á honum næðist hann og mætti hann búast við tuttugu ára fangelsisdómi. Næst fréttist af Adriaan Joubert í Mósambík. Endurfundir Daginn áöur en Elizabeth hélt til Maputo fór hún til fundar við Olivi- er rannsóknarlögreglumann. Þau ræddu nokkur vandamál en síðan hélt hún til Barberton þar sem hún hafði samband við þrjá bantúmenn sem Mabelwana Kalese hafði látið hana fá nafnið á. í Barberton leigði Elizabeth bíl og einn bantúmannanna gerðist nú bílstjóri hennar. Var síðan ekið yfir landamærin til Mósambík og það- an til kolanámuhéraðsins þar sem Adriaan Joubert vann. Það tók Elizabeth tvo daga að komast að því hvar hann bjó en þriðja kvöldið hélt hún á næturklúbb þar sem hún þóttist næstum viss um aö hitta hann. « Adriaan Joubert reyndist vera þar og „af tilviljun" kom Elizabeth auga á hann. Hún gekk til hans og sagði: „Adriaan! Að hugsa sér að ég skuli hitta þig hér!“ Svo settist hún við borðið hjá honum og fór að ræða um gamla daga. „Ég fór illa að ráði mínu að stinga af forðum,“ sagði hann, „en lög- reglan var á hælunum á mér. Hvemg gekk með bamið sem þú áttir von á?“ Átak, frami og fréttir af Adriaan Joubert . „Ég átti alls ekki von á bami,“ sagði Elizabeth. „Ég sagði það bara til að fá þig til að kvænast mér.“ „Þið konur!“ sagði Adriaan Jou- bert þá og var greinilega létt. „Þú ert þá ekki bitur út í mig?“ Það sagðist Elizabeth ekki vera og skömmu síöar óku þau heim til hans en hann hafði þá hús á leigu. Sterka blandan Þegar heim til Adriaans var kom- ið bauð hann Elizabeth drykk og hellti í glas handa sjálfum sér. Hún bað hann hins vegar um að setja aðeins meira vatn í glasiö hjá sér. Meðan hann gekk fram í eldhúsið hellti hún nokkrum dropum af lyf- inu sterka í glasið hans. Ekki leið á löngu þar til Adriaan Joubert svaf djúpum svefni. Nokkmm augnablikum síðar var hann borinn út í bílinn af bantú- mönnunum tveimur. Elizabeth settist við hlið ökumannsins. Síðan var ekið hratt í átt til landamær- anna og komið þangað skömmu fyrir dögun. Rétt áður en komið var að landamærastöðinni fóru bantú- mennirnir tveir úr bílnum og hurfu inni í skóginn. Þegar Elizabeth kom aö varðstöð- inni hafði teppi verið breitt yfir Adriaan Joubert. „Hann er enn drukkinn,“ sagði Elizabeth við landamæravörðinn. „Hann fékk sér einum of mikið í gærkvöldi." Vörðurinn veifaði hendinni til merkis um að hún mætti fara yfir landamærin til Suður-Afríku en þeim megin þeirra biðu þá nokkrir lögreglubílar og Olivier rannsókn- arlögreglumaðm-. „Hérna er hann,“ sagði Elizabeth við hann þegar hún steig út bílnum. Málagjöldin Þegar Adriaan Joubert vaknaði var hann í handjámum í lögreglu- bíl á leiðinni til Jóhannesarborgar. Hann hafði í frammi mótmæli og lýsti yfir því að honum hefði verið rænt og komið í hendur suður- afrísku lögreglunnar á ólöglegan máta. Krafðist hann þess að verða sendur aftur til Mósambík en svar- ið sem hann fékk var á þá leið að hann gæti borið fram kvartanir sínar þegar hann kæmi fyrir dóm- ara. Skömmu síðar kom Adriaan Jou- bert fyrir rétt. Þá krafðist hann þess aftur að verða sendur til Mós- ambík en dómarinn tók ekki þá beiðni til greina. Fangelsisdómurinn hljóðaði á tólf ár en síðan var sá sakfelldi fluttur í Central-fangelsið í Pretor- íu. Elizabeth brosti þegar dómurinn var kveðinn upp og leyndi ekki ánægju sinni yfir því að afbrota- maðurinn, sem hafði valdið henni svo miklum erfiöleikum átta árum áður, skyldi nú vera kominn á bak við lás og slá. „Þegar ég hugsa um það sem ég varð að þola og hvemig fór fyrir syni mínum gleðst ég yfir því að honum skuli hafa verið refsað," sagði hún við fréttamenn. „Ég hef ekki minnstu samúð með Adriaan Joubert. Hann fékk bara það sem hann átti skilið.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.