Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1992, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1992, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1992. Myndbönd Ást og ofbeldi SHATTERED DREAMS Útgefandi: Bergvík hf. Leikstjóri: Robert Iscove. Aöalhlutverk: Lindsay V/agner og Mic- hael Nouri. Bandarísk, 1990-sýningartími 100 min. Bönnuð börnum innan 12 ára. Þaö er sjálfsagt erfitt fyrir flesta að skilja hvemig kona, sem er bar- in af eiginmanni sínum í hvert skipti sem eitthvað alvarlegt kem- ur upp á, getur búið með honum í tuttugu ár. í myndinni Shattered Dreams, sem byggð er á sönnum atburðum, er reynt að lýsa þeirri veröld sem slík kona lifir í. Lindsay Wagner leikur fórnar- lambið sem ávallt er á leiðinni út úr húsi en lætur jafn oft undan fortölum eiginmanns síns sem grátbiður hana að fara ekki frá sér. Á yfirborðinu er allt í finasta lagi. Hann er mikilsmetinn lögfræðing- ur og er harður í viðskiptum en er í raun veiklundaður maður sem þolir ekki mótlæti. Shattered Dreams er vel gerð mynd og eru lýsingarnar drama- tískar og áhrifamiklar en samt er eins og vanti eitthvað sem grípur áhorfandann föstum tökum. Hetjaverðurtil THE PISTOL Útgefandi: Bergvik hf. Leikstjóri: Frank C. Schroeder. Aöalhlutverk: Millie Perkins, Nick Bene- dict og Adam Guier. Bandarisk, 1990 - sýningartimi 94 min. Leyfö öllum aldurshópum. I Bandaríkjunum eru þeir sem skara fram úr í íþróttum teknir í dýrlingatölu af aðdáendum. í The Pistol fylgjumst við með sköpun slíkrar hetju. Pete Marvich hefur ekki fengið venjulegt uppeldi. Faðir hans, sem var körfuboltastjama, hefur alið hann upp frá faéðingu með það eitt í huga að gera hann að snillingi í körfubolta og það tekst. Marvick verður yngstur í skólanum í Uði sínu og sá lang- besti. En ekki er allt tekið út með sældinni. Hann hefur orðið að fóma ýmsu sem öðrum þykir feng- ur í, þar á meðal vinskap við aðra, en eftir þvi sem stjama hans rís hærra verður hann félagslyndari. The Pistol er vel gerð mynd og Adam Guier er sérlega góður í hlut- verki stráksins en handritið og ein- stök atriöi era einfölduð um of og verður því myndin aldrei trúverð- ug. Öðruvísi móðir MERMAIDS Útgefandi: Skifan. Leikstjóri: Richard Benjamin. Aðalhlutverk: Cher, Bob Hoskins og Winona Ryder. Bandarisk, 1990 - sýningartími 110 min. Leyfð öllum aldurshópum. Flax, sem Cher túlkar í gaman- myndinni Mermaids, er engin venjuleg móðir. Hún er einstæð með tvær dætur sínar á framfæri en hagar sér eins og hippi sem hef- ur ekki tekið eftir því að tímarnir hafa breyst. Þegar eitthvað er á móti henni tekur hún fram landa- kort af Bandaríkjunum, lokar aug- unum og setur einn puttann á ein- hvem stað og svo er öllu pakkað saman og fjölskyldan ekur til þess staðar sem hún benti á. Flax er einmitt í slíkum hugleið- ingum þegar Mermaids hefst en án þess að taka eftir og kæra sig um að vita að breytingar eru að verða innan fjölskyldunnar. Elsta dóttir- in er orðin hundleið á þessum flæk- ingi og vill fá fastan samastað þar sem hún getur kynnst jafnöldrum sínum og ekki bætir úr að hún verður í fyrsta skipti ástfangin á nýjasta staðnum þeirra. Einnig veldur það Flax erfiðleikum að henni fer að þykja vænt um skó- kaupmanninn á staðnum sem er yfir sig hrifinn af henni. Morðþraut MURDER 101 Útgefandi: ClC-myndbönd. Leikstjóri: Blll Condon. Aðalhlufverk: Pierce Brosnan, Dey Young og Kim Thompson. Bandarisk, 1991 - sýningartími 100 mín. Bob Hoskins leikur skókaupmann sem verður yfir sig hrifinn af hinni óáreiöanlegu Flax (Cher). DV-myndbandalistmn i PfJjf fcr U3 Mermaids er að mörgu leyti ágæt kvikmynd. Hún er kannski fyrst og fremst gamanmynd en átökin á milli mæðgnanna eru þó dramtísk og án alls gamans. Cher fer ágæt- lega með hlutverk sitt þótt mér finnist hún alltaf vera að leika sjálfa sig. Flax er skemmtilega á skjön við lífið og ekki fer mikið fyrir móðurábyrgðinni og hefði betri leikkona sjálfsagt getað gert mun meira úr persónunni. Bob Hoskins er einnig ágætur þótt hann hafi oft áður verið betri. Stelpurnar tvær eru mun betri, sérstaklega Winona Ryder í hlutverki eldri dótturinnar. Það er hún sem á hug og hjörtu áhorfenda og í henni er heilsteyptasti persónuleikinn. -HK 'k'kV:2 1 (1) Hrói höttur, prins þjófanna 2 (2) Silence of the Lambs 3 (3) Out for Justice 4(4} Godfather III 5(5} L.A. Story 6 (6) Taking Care of Business : mmmm 7 (7) Dansar við úlfa 8 (9) Ski School 9 (8) Nothing but Trouble ./' * 7 10 (11) Problem Child 11 (-} Mermaids jhFuIl>k 1S 12 (15) Mr. Destiny 13 (10) Green Card Steven Segal leikur aðalhlutverkið í spennumyndinni Out for Justice sem er I þriðja sæti listans aðra víku i röð. Eins og sjá mó eru litlar 14 (14) Three Men andl a Little Lady breytingar á listanum þessa vikuna. 15 (-) Murder 101 Valt er veraldargengi THE OBJECT OF BEAUTY Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Michael Lindsay-Hogg. Aöalhlutverk: John Malcovich, Andie MacDowell og Lolita Davidovlch. Bandarisk, 1991 -sýningartimi 97 mín. Leyfö öllum aldurshópum. í The Object of Beauty kynnumst við skötuhjúunum Jake og Tinu sem ávallt hafa haft mikla peninga milli handanna en standa allt í ein- um frammi fyrir þeirri staðreynd að vera orðin blönk en geta samt ekki hætt óhófslifnaði sem þau hafa vanið sig á. Jake, sem hefur ávallt haft mikl- ar tekjur af alls konar braski, er með buxumar á hælunum í við- skiptum sínum og getur því ekki séð Tinu fyrir því lífi sem hún áskildi sér þegar hún fór að búa með honum. Þeirra eina von til að geta haldið áfram að búa á dýrind- ishóteli er að selja verðmæta bronsstyttu sem er í eigu Tinu en áður en af því verður er styttunni stoliö. í myndinni kynnumst við á spaugilegan hátt tvenns konar lífs- stíls fólks, hinum dýra lífsstíl Jakes og Tinu og svo þeirri veröld sem almúginn lifir í og þar er svo sann- arlega munur á. Leiksfjórinn, Mic- hael Lindsay-Hogg, hefur greini- lega lagt upp með háðska ádeilu á uppalið stórborganna sem lítur á persónulega velmegun sem æðsta takmarkið í lífinu. Því miður hefur ádeilan skolast til og er eins og leik- stjórinn hafi færst of mikið í fang og gefist upp á ádeilunni og sættir sig við yfirborðsfallega afþreyingu sem lumar á nokkrum snjöllum setningum en er í heild frekar lang- dregin. John Malkovich og Andie MacDowell leika aðalhlutverkin af smekkvísi en án nokkurra átaka. Það er skemmtilegra að fylgjast með Joss Ackland og Bill Patterson í spaugilegum aukahlutverkum. -HK Bönnuð' börnum innan 12 ára. „Fullkomið morð er ekki til,“ seg- ir prófessor Charles Lattimore við nemendur sína en hann kennir sakamálafræði en er auk þess er þekktur rithöfundur. Hann á þó eftir að efast um þessa staðhæfingu þegar líður á myndina og hann sit- ur fastur í gildm, grunaður um morð á einum nemanda sínum og verður að notfæra sér alla þá þekk- ingu sem hann hefur orðið sér úti um morð og morðingja til að fá ein- hvem botn í málið. Murder 101 er hin skemmtileg- asta afþreying fyrir alla þá sem unna flóknum sakamálamyndum. Ef grannt er skoðað stenst hin magnaða morðflétta, sem kynnt er í myndinni, ekki en það gerir ekk- ert til enda kemur berlega í ljós í lok myndarinnar að aðstandendur hennar voru ekkert að taka sögu- þráðinn alltof alvarlega heldur vora fyrst og fremst að skemmta áhorfendum. Pierce Brosnan fellur vel inn í hlutverk prófessorsins og er ég allt- af að komast betur og betur að því að hann hefði getað bjargað James Bond-seríunni en eins og kunnugt er var honum boðið fyrstum leik- ara aö taka við af Roger Moore en þá gat hann það ekki vegna sjón- varpssamnings. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.