Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1992, Blaðsíða 18
18
Veiðivon
Styttist í árshátíð Stanga-
veiðifélags Reykjavíkur
- margt að gerast hjá veiðimönnum þó hávetur sé
Það styttist í árshátíð Stangaveiði-
félags Reykjavíkur en hún verður
haldin fóstudaginn 31. janúar.
Margt skenuntilegt verður boðið
upp á eins og þá Gysbræður, Karl
Ágúst Úlfsson, Sigurð Sigurjónsson,
Þórhall Sigurðsson og Öm Arnason.
Þau Sigrún Hjálmtýsdóttir og Sig-
urður Bjömsson syngja. Verðlauna-
afhending verður fyrir síðasta tíma-
bil, ávarp formanns, Jóns G. Bald-
vinssonar, og glæsilegt happdrætti.
Veislustjóri verður veiðimaöurinn
klóki, Steingrímur Hermannsson.
Miðasala hefst núna í dag í félags-
heimih Stangaveiðifélagsins.
„Við Einar Sigfússon höfum unnið
að þessari árshátíð félagsins síðan í
nóvember og hafa nokkir góðir menn
komið þar nærri. Þar fara fremstir í
flokki Sveinbjörn Friðjónsson, Ólaf-
ur Sveinsson og Bragi Agnarsson,"
sagði Stefán Á. Magnússon, formað-
ur skemmtinefndar, í vikunni.
„Rafn Hafníjörð mun sjá um hönn-
un á borðkortinu og fjaílar það um
betri umgengni við veiðiárnar þetta
árið. Dagskráin verður fjölbreytt og
viö eigum von á yfir 300 manns,“
sagði Stefán ennfremur.
Ármenn ætla
að kynna Sogið
Á miðvikudaginn næsta veröa Ár-
menn með fyrsta opna húsið á þess-
um vetri. Þar verður Sogiö kynnt,
Bíldsfell, Ásgarður, Syðribrú og Al-
viðrusvæðin. Það er þeir Bjami
Kristjánsson, Gylfi Pálsson og Sig-
urður Bjamason sem sjá um þessa
kynningu. Þetta hefst klukkan 20 og
munu þeir félagar fara með okkur í
huganum austur fyrir Ingólfsfjall.
Þessi kynning verður án efa fróðleg
og vel sótt.
Stangaveiðifélag Reykjavíkur ætlar að halda árshótíð
sina innan fárra daga og verða þar veitt verðlaun fyrir
stærstu laxana meöal annars. DV-mynd Gunnar M.
Vænar bleikjur þykja veiðimönnum skemmtilegar á
færi og í Þingvallavatni geta þær orðið vænar.
DV-mynd Halldór
Kennaraháskóla íslands í vikunni.
„Við erum búin að vinna að þessu
myndbandi í fjögur sumur og það er
16 mínútna langt,“ sagði Karl Gunn-
arsson í samtali við DV, rétt í þann
mund er myndbandið var að renna
af stað til sýningar.
-G.Bender
Æxlunarhegðun
bleikjunnar
í Þingvallavatni
Það er ýmislegt sem menn og konur
rannsaka á þessu síðustu tímum.
Dr. Hrefna Sigurjónsdóttir, dósent
í líffræði við Kennaraháskóla is-
lands, og dr. Karl Gunnarsson, sér-
fræðingur á Hafrannsóknarstofnun,
hafa undanfarin ár unniö að rann-
sóknum á æxlunarhegðun Þingvalla-
bleikjunnar. Þau hafa gert mynd-
band um þetta og var það sýnt í
LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1992.
Minnisleysi
Þrír eldri menn sátu einhverju
sinni að spjalli á bekk í Hljóm-
skálagarðinum.
„Þaö er heymin,“ sagöi sá er
fyrstur tók til máls. „Ég heyri
ekki nema hálfa heym nú til
dags.“
„Hjá mér er það sjónin sem
aöallega er farin aö daprast,"
sagði annar.
„Ég skil ykkar mein,“ sagði sá
þriðji, sem var á níræðisaldri.
„Hjá mér er það minnisleysið. í
gærkvöldi skrapp ég til dæmis
upp í til hennar Guddu minnar
en þá sagði hún; Ætlarðu virki-
lega að fara að gera það aftur,
Sigþór? Þú sem varst að enda við
þaö fyrir hálftíma."
Verðið
Næturvörðurinn i Reykjavík-
urapótæki var eitt sinn hringdur
upp af miklum ákafa. Hann hafði
lagt sig út af og var því dáiítið
úrillur þegar hann opnaöi lúguna
fyrir þeim sem hringdi. Hann
spurði:
„Er það lyfseöill?“
;,Nei,“ svaraði komumaður.
„Eg ætlaði bara að vita hvort hér
fengjust kamfórudropar."
„ Jú, þeir eru til,“ svarar nætur-
vörðurinn, með þjósti miklum.
„En getið þér ekki keypt slíka
vöru að degi til?“
„Jú,“ svaraöi maöurinn með
hægð, „ég ætlaöi bara aö athuga
hvað þeir kostuðu."
Erþettahelvíti?
Haraldur Á. Sigurðsson leikari
vann eitt sinn viö skrifstofustörf
í Reykjavik.
Dag nokkum hringdi síminn.
Haraldur tók upp sírnann og
sagði símanúmer skrifstofunnar.
Sá sem hringdi haföi fengiö vit-
laust númer en vildi þó nota tæki-
færið og vera fyndinn. Hann
sagði því:
„Er þetta í helvíti?"
„Já,“ svaraði Haraldur. „Ætl-
arðu að láta vita aö þú komir
ekki heim að boröa?“
Finnur þú fimm breytingai? 138
Nú veröuröu aö taka þig saman f andlitinu, Ragnar minn, sjónvarpiö
hlýtur aö koma úr viðgerð á morgun.
Nafn:
Myndirnar tvær virðast við
fyrstu sýn eins en þegar betur
er að gáð kemur í ljós að á
myndinni til hægri hefur
fimm atriðum verið breytt.
Finnir þú þessi fimm atriði
skaltu merkja við þau með
krossi á hægri myndinni og
senda okkur hana ásamt nafni
þínu og heimilisfangi. Að
tveimur vikum hðnum birtum
við nöfn sigurvegara.
1. verðlaun: SHARP stereo
ferðaútvarpstæki með kas-
settu að verðmæti kr. 6.380 frá
Hljómbæ, Hverfisg. 103.
2. verðlaun: Fimm Úr-
valsbækur að verðmæti kr.
3.941.
Bækurnar, sem eru í verðlaun,
heita: Á elleftu stundu, Falin
markmið, Flugan á veggnum, Leik-
reglur, Sporlaust. Bækumar eru
gefnar út af Frjálsri fjölmiðlun.
Merkið umslagið með lausninni:
Finnur þú fimm breytingar? 138
c/o DV, pósthólf 5380,
125 Reykjavík
Vinningshafar fyrir hundrað
þrítugustu og sjöttu getraun
reyndust vera:
1. Álfheiður Jónasdóttir
Aðalgötu 25, 625 Ólafsfirði.
2. Unnur Einarsdóttir
Ártúni 4, 850 Hellu.
Vinningamir verða sendir
heim.
Heimilisfang: