Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1992, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1992, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1992. 25 Sviðsljós Allar fyrirsætur Módel 79 gáfu vinnu sina og lögðu hart að sér. Hér sjáum við stúlkurnar gantast í búnings- herberginu. Ein stærsta og dýrasta auglýsing til þessa: 90 fyrirsætur komu við sögu Tískusasmtökin Módel 79 hafa í samvinnu við Frost film og fleiri gert það sem talsmenn samtakanna kalla lengstu og dýrustu auglýs- ingu sem enn hefur verið gerð hér á landi. Alls koma 90 módel frá samtökunum við sögu í auglýsing- unni en hún er þijár og hálf mín- úta að lengd. Það var Magnús Scheving sem átti hugmyndina að þessari auglýs- ingu og var potturinn og pannan í gerð hennar. Hugmyndin var fyrst og fremst að vekja athygli á fyrir- sætum Módels 79. „Það er mjög dýrt að gera svona mynd. Við leituðum því að aðilum sem vildu styrkja gerð hennar. Það gekk ágætlega. Gosan hf. er aðal- styrktaraðih og auglýsum við framleiðslu þeirra. Krakkarnir unnu kauplaust að gerð auglýsing- arinnar allan tímann og lögðu al- veg geysilega hart að sér. Þetta var mjög umfangsmikil framkvæmd þar sem tökur fóru fram á einum tíu stöðum í bænum og á tíu dög- um. Hins vegar fóru þrír mánuðir í vinnsluna. Ég geri ráð fyrir að auglýsingin hafi kostað 7-8 milljón- ir en það græða allir á þessu þar sem öll vinna við gerð hennar er gefin,“ sagði Magnús Scheving í spjalli við DV. Auglýsingin hefur aðeins verið sýnd í bíó. Gerðar voru tvær útgáf- ur, önnur í bannárastíl en hin í nútímastíl. -hlh Frá auglýsingamynd Módel 79 sem höfð var í bannárastíl a la Capone. Þetta mun vera dýrasta auglýsing sem gerð hefur verið hérlendis. i ÁSKRIFTARGETRAUN DV verða dregnir út 13 bílar EINN BÍLL Á MÁNUÐI FRÁDES. 1991 TILDES. 1992. Allir skuldlausir áskrifendur (bæði nýir og gamlir) eru sjálfkrafa með í pottinum hverju sinni. Ef þú ert svo heppinn að nafnið þitt sé dregið út, þarftu einungis að svara laufléttri spurningú í fyllingu tímans - og þú hefur eignast nýjanbíl. ÁSKRIFTARSÍMI 2 70 22 GRÆNT NÚMER 99 62 70

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.