Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1992, Blaðsíða 32
44
LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1992.
Fulltrúi DV á stærstu hundasýningu heims:
Um 21 þúsund hundar af öllum
stærðum og gerðum voru sýndir á
stærstu hundasýningu heims,
Crufts-hundasýningunni, sem
fram fór í Birmingham í Englandi
9.-12. janúar síðastliðinn. Mikill
áhugi er á þessari sýningu en hana
sækir fólk alls staðar úr heiminum.
Tahð er að samtals um 65 þúsund
manns hafi sótt sýninguna. Full-
trúi DV, Ragnar Siguijónsson, var
á staðnum alla dagana auk um tíu
íslendinga.
Sýningin skiptist í nokkra flokka.
Fyrsta daginn voru sýndir byssu-
hundar, hundar sem veiðimenn
nota. Annan daginn voru meðal
annars sýndir gæluhundar, þriðja
daginn terrier-hundar og fjórða
daginn vinnuhundar, þar á meðal
lögreglu- og vakthundar.
Alla dagana fór fram mikil dag-
skrá þar sem keppt var í hinum
ýmsu greinum, meðal annars
hundaflmi og hlýðni, sem er geysi-
lega vinsæl keppnisgrein í Bret-
landi.
Það eru tískusveiflur í hunda-
rækt eins og á öðrum áhugasviðum
manna og mátti sjá það á aðsókn-
inni að mismunandi dómhringium
þegar verið var að dæma. Meðal
mjög vinsælla tegunda eru labrad-
or og golden retriever ásamt írsk-
um setter.
Besti hundur sýningarinnar var
valinn tveggja ára whippet ch.
pencloe dutch gold sem hefur verið
mjög sigursæll á ræktunarsýning-
um undanfarið ár. Margir hundar
voru kallaðir en fáir útvaldir en sá
háttur er hafður á að einungis einn
hundur stendur uppi sem besti
hundur allrar sýningarinnar.
-hlh
Það er margt likt með skyldum en
dæmi nú hver fyrir sig.
Hundarnir foru fluttir á milli i alls
kyns farartækjum. Þeim fylgir alls
kyns snyrti- og hreinsidót sem
liggur ofan ð búrvagninum.
Besti hundur Crufts-hundasýningarinnar 1992 sem fram fór nú í janúar. Þessi hundur kallast whippet. A myndinni er hróðugur eigandinn, fröken
Morag frá Bolton. DV-myndir Rasi
Hundafimi er geysivinsæl á hundasýningum og mikil og skemmtileg
keppni í gangi. Á myndinni er golden retriever hundur aö stökkva yfir slá.
Dómari á hundasýningunni skoðar upp í rottweilar-hund. Þessir hundar
eru geta verið afar ákveðnir og þykir dómurum ráðlegast að biðja eig-
andann um að sýna sér tennur hundsins.