Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1992, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1992, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 1992. Fréttir Fylgjandi Andvígir Utboð framkvæmda Vilja ekki svara Óákveðnir Ummæiifólks ikönnuninni „Þessi einokun á vellinum er reginhneyksli," sagði karl á Reykjavíkursvæðinu þegar hann svaraði spumingunni í skoðana- kðnnun DV. Annar karl sagði að það væri búið spil með þessar varnarliðsframkvæmdir, svo að sér væri sama. Kona á höfiiðborg- arsvæðinu vildi ekki svara af því að hun væri einfaldlega á móti hemum. Karl á höfuðborgar- svæðinu sagði að sama væri hver væri í hermanginu. Annar sagð- ist alltaf hafa verið andvigur allri einokun. Kona á landsbyggðinni sagði aö íslenzkir aðalverktakar og það allt væri „heilmikið rugl“. Karl á Suðurnesjum sagði eðh- legast að rikið sæi um fram- kvæmdir vamarliðsins. Kona á höfuðborgarsvæðinu sagðist telja eðlilegt að „menn fengju sinn arö til baka“. Þaö væru sfjórnvöld sem hefðu komið málum fyrir eins og þau væru. Karl á lands- byggðinni sagöist engan einka- rétt vilja hafa. Annar sagði að eðlilegast væri að allir fengju að bjóða i vamarhðsframkvæmdir. Kona á landsbyggðinni sagði eðli- legast að þetta væri boðið út á frjálsum markaði. Karl á lands- byggðinni kvað sjálfsagt að aðrir en aöalverktakar kæmust í vam- arliðsframkvæmdirnar. Kona á landsbyggðinni sagði að sér biöskmðu síðustu fréttir af gróða af vamarliðsframkvæmdum. Skoöanakönnun DV: 90 af hundraði á móti einkarétti aðalverktaka Nærri 90 af hundraði af þeim sem taka afstöðu vilja afnema einkarétt íslenzkra aðalverktaka á varnarliös- framkvæmdum. Af þeim vilja 75 pró- set að útboð framkvæmda komi í staðinn. Spurt var: Ertu fylgjandi eða and- vígur einkarétti íslenzkra aðalverk- taka á vamarliðsframkvæmdum? Þeir sem vom andvígir einkarétt- inum vom spurðir: Hvað viltu að komi í staðinn, 1) almenningshluta- félag, 2) ríkisrekstur eða 3) útboð framkvæmda? Úrtakið í könnuninni var 600 manns. Jafnt var skipt milii kynja og jafnt milli höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar. Könnunin var gerð inn helgina. Af öllu úrtakinu sögðust aðeins 9,2 - þrír fjórðu vilja útboð 1 staðinn prósent vera fylgjandi einkarétti ís- lenzkra aðalverktaka á vamarliðs- framkvæmdum. 72,5 prósent sögðust andvíg þessum einarétti. Óákveðnir vom 17 prósent og 1,3 prósent vUdu ekki svara spurningunni. Þetta þýðir að af þeim sem taka afstöðu era 11,2 prósent fylgjandi einkarétti aðalverktaka og 88,8 pró- sent andvíg. Þegar spurt var hvað menn vUdu, að kæmi í staðinn sögðust 17,4 pró- sent vUja almenningshlutafélag. Að- eins 6,8 prósent vUja ríkisrekstur í staðinn fyrir einkarétt íslenzkra að- alverktaka. Langflestir, 75,8 prósent, segjast vUja útboð framkvæmda í staðinn fyrir einkarétt aðalverktaka á vamariiðsframkvæmdum. -HH Nærri 90 af hundraði af þeim sem taka afstöðu vilja afnema einkarétt ís- lenzkra aðalverktaka á varnarliðsframkvæmdum. DV-mynd Ægir Már Skoðanakönnun DV Afstaða til einkaréttar ísi. aðalverktaka Hvað vilja menn, að komi í staðinn? Ríkisrekstur Almennings- 6,8 hlutafélag Niðurstöður skoðanakönnunar- innar urðu þessar Fylgjandi einkarétti aðalverktaka 9,2% Andvígir 72,5% Óákveðnir 17,0% Vilja ekki svara 1,3% Ef aöeins eru teknir þeír sem afstöðu tóku verða niðurstöðurnar þessar: Fylgjandi einkarétti aðalverktaka 11,2% Andvígir 88,8% Hvað vilja menn að komi í staðinn? Almenníngshlutafélag 17,4% Rlkisrekstur 6,8% Dtboðframkvæmda 75,8% í dag mælir Dagfari Skilum hermangsgróðanum Dagfari hefur að undanfomu fjall- að nokkuð um hermangið hjá ís- lenskum aðalverktökum, enda frá mörgu aö segja og atburöarásin hröð í þeim mikla harmleik. Dagf- ari getur hins vegar viðurkennt aö allt sitt vit hefur hann haft úr Morgunblaðinu sem hefur haft al- gjöra forystu í ítarlegri úttekt og skilgreiningu á inntaki og eðli her- mangsins. Morgunblaðið hefur ekki legið á skoðunum sínum um forstöðumenn, eigendur og erfingja þessa mikla máls og verður að virða Mcrgunblaöinu það til vor- kunnar, enda hefur blaðinu aldrei verið ljóst hvers eðhs hermangið hefur veriö og satt að segja aldrei gert sér grein fyrir þeim mikla gróða sem þar hefur myndast. í kjölfarið á öllum þeim skrifum hefur almenningsálitið sveiflast til og frá eins og Dagfari hefur rakið. Fyrst var gróðinn tekinn fyrir, svo eigendumir, síðan erfingjarnir og ekkjumar, þessu næst skattfrelsið, forstjórinn og einokunin og þessi skrif hafa tekið miö af upplýsing- unum og tilfmningunum sem hafa bærst í brjósti þjóðarinnar. Stund- um hefur þjóöin fyllst öfund, svo hneykslan og nú síöast varpaði hún öndinni feginsamlega þegar í ljós kom að fjármálaráðherra ætlar að fara í mál út af skattfrelsinu og allt bendir nú-til þess að gróöinn verði skattlagður og það er ekki fýsilegt fyrir fátækar ekkjur sem hafa þurft að taka nauðugar við arðgreiðslum og gróðanum að lenda í málaferlum viö sjálfa ríkis- stjórnina. Nú er þaö nýjast í þessum harm- leik aö Morgunblaðiö hefur skrifaö enn eitt Reykjavíkurbréfið og er nú með alveg splunkunýja kenn- ingu um gróðann af hermanginu. Hún er sú aö íslendingar hafi aldr- ei átt rétt á því að græða á her- manginu og þetta sé illa fenginn gróði sem útlendingar hafa þurft að greiða og aumingja Nató og Bandaríkjamenn hafa verið rúnir inn að skinninu vegna græðginnar í íslendingum. Morgunblaðið krefst þess aö hermangið sé rann- sakað frá upphafi og beðist afsök- unar á öllum þessum gróða, enda fuilyrðir Morgunblaöið að útlend- ingar fylgist grannt með skrifum blaðsins og haíi nú fengið sannanir fyrir að Íslendingar hafi haft rangt við. Þeir hafa grætt á hermanginu. Þetta er ljótt og óheiðarlegt, segir Morgunblaðið, og krefst þess að íslendingar skih gróðanum aftur út til Nató og veslings útlending- anna sem hafa verið féflettir. Alla vega er Morgunblaðið þeirr- ar skoðunar að hér eftir eigi íslend- ingar engan rétt á því að græða á hermanginu og það er krafa blaðs- ins og annarra heiðarlegra íslend- inga, sem ekki nutu góðs af þessum gróða að birtar séu upplýsingar um þá vitneskju í Pentagon og Bmssel að íslendingar hafi okraö á verk- takastarfsemi sinni, svo sannað verði hverskonar illþýði það er sem hefur stjómað íslenskum aðal- verktökum. Ef þetta gengur eftir er ekki nóg með að búiö sé að rýra mannorð þess fólks sem hefur í sakleysi sínu erft hlut í Sameinuöum verktökum og á sér einskis ills von, heldur hefur ríkisvaldið ákveðið að höfða mál á hendur þessu fólki og skatt- leggja hverja krónu sem það hefur grætt. Og nú síðast á sem sagt að heimta að þetta saklausa fólk skili aftur gróðanum fjörtíu ár aftur í tímann og biðjist opinberlega af- sökunar á því að hafa grætt meira en góðu hófi gegnir. Morgunblaðið bendir á að varn- arliðið hafi komið hingað til að verja landið en ekki til að féfletta þaö, og loksins nú þegar kalda stríðinu er lokið og Sovétríkin eru ekki lengur til, uppgötva heiöarleg- ir menn á íslandi að íslenskir aðal- verktakar hafi stundað rakkett í kringum þetta vamarlið og leyft sér að græða á vem þess. Þetta kemur Morgunblaðinu og ööru góðum og heiðarlegum landsmönn- um svo rosalega í opna skjöldu að það er lágmarkskrafa að gróðanum sé skilað til baka. Annars hafi ís- lendingar allir verra af. Af öllu þessu má ljóst vera að gróðinn af hermanginu er að snú- ast upp í andhverfu sína og nú er ekki annað eftir en að hefja undir- skriftaherferð í anda Varins lands og þjóðin þvoi hendur sínar af þessu hneyksli. Þaö stóð aldrei til að græða á hermanginu og það stóð aldrei til að féfletta vamarliðið. Morgunblaöið heíði aldrei stutt vem varnarliðsins eða þátttöku okkar í Nató, ef það hefði haft minnsta grun um þetta framferði íslenskra gróðapunga. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.