Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1992, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1992, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 1992. Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á eftirtöldum fasteignum: Mánagata 11, hluti, þingl. eig. Harald- ur Jóhannsson, fer fram á eigninni sjálfri fimmtud. 6. febrúar ’92 kl. 16.00. Uppboðsbeiðendur eru ÞóróMur Kr. Beck hrl., Gjaldheimtan í Reykjavík og Ammundur Backman hrl. Mjölnisholt 14, 2. hæð, þingl. eig. Magnús Vigfússon, fer fram á eign- iimi sjálfri fimmtud. 6. febrúar ’92 kl. 15.00. Uppboðsbeiðendur eru Stein- grímur Eiríksson hdl. og Gjaldheimt- an í Reykjavík. Neðstaleiti 4, 01-02, þingl. eig. Edda Valborg Scheving, fer fram á eigninni sjálfri fimmtud. 6. febrúar ’92 kl. 16.30. Uppboðsbeiðendur eru Ásgeir Thor- oddsen hrl., Veðdeild Landsbanka ís- lands, Eggert B. Ólafsson hdl., Gjald- heimtan í Reykjavík, Ásgeir Bjöms- son hdl. og Fjárheimtan hf. Skipholt 34, 2ja. herb. íb. á 2. hæð, þingl. eig. Bjami Björgvinsso, Heimir Hilmarsson og Brynjar Bjamason, fer fram á eigninni sjálfri fimmtud. 6. fe- brúar ’92 kl. 15.30. Uppboðsbeiðendur em Veðdeild Landsbanka íslands, Ingvar Bjömsson hdl., Jóhannes Al- bert Sævarsson hdl., Ásgeir Thorodds- en hrl., Jón Egilsson hdl., Gjaldheimt- an í Reykjavík, Guðmundur Péturs- son hdl., Sigurgeir Halldórsson, Ólaf- ur Axelsson hrl. og Skúh Bjamason hdl._____________________________ Stuðlasel 11, þingl. eig. Þorlákur Her- mannsson, fer fram á eigninni sjálfri fimmtud. 6. febrúar ’92 kl. 17.00. Upp- boðsbeiðendur em Gjaldheimtan í Reykjavík, tollstjórinn í Reykjavík, Ásgeir Þór Ámason hdl. og Veðdeild Landsbanka íslands. Vesturberg 26, 024)4, þingl. eig. Elías Baldursson, fer fram á eigninni sjálfri fimmtud. 6. febrúar ’92 kl. 18.00. Upp- boðsbeiðendur em Ámi Pálsson hdl., Fjárheimtan hf., Róbert Ámi Hreið- arsson hdl. og Bjami Ásgeirsson hdl. BORGARFÓGETAEMBÆTTIÐ í REYKJAVÍK Fra Islands Næringsliv e. Bjarna frá Vogi, merkar sögul. heimildir, Stjórnarskrá Sovétríkjanna (með mynd Stalíns), Lögmál Parkinsons, þýðing Vilmundar landlæknis, Pési um bækur og bókamenn, tölus. útg. Jóh. Gunnars Ólafssonar, Vesturheimsprent: Vestur Canada, 1907 og Manitoba, Höfuðból Vestur-íslendinga, 1903, Rauða bókin um andlegt líf íslenzkra stúdenta í austantjaldsríkjum fyrrum, áritað eintak af Davíð Oddssyni, Flöjtespilleren e. Halldór Laxness, áritað eintak frá skáldinu, Líf og list 1 -3. árg., kplt., ýmsar bækur á ísl. og erl. málum um Raspútin, Lýsing Vcstmannaeyjasóknar e. Brynj- úlf Jónsson, 200 eint. prcntuð, Málshættir Finns Jónssonar, 1920, Yoga e. Hohlenberg, þýðing Þórbergs og sr. Ingimars, Amerísk ráð e. Margréti Jónsdóttur, Vestfirzkar ættir, Arnardalsætt 1.-4. bindi, Sóknalýsingar Vestíjarða 1-2, Skýrslur um landshagi á íslandi, frá hendi Jóns forseta Sigurðssonar 1.-5. bindi, Menn og menntir 1-4, lúxusskinnband og venjulegt forlagsband einnig, Hver er maóurinn 1-2 e. Brynleif Tobíasson, Deildartunguætt 1-2 e. Hjalta Pálsson, Rauðir pcnnar 1-4, Nýtt kirkjublað 1906-1916, skb., Verði Ijós 1898- 1904, skb., Brautin 1944-1952, skb., Prestafélagsritið 1919-1936, skinnband, Straumar 1927-1930, skb., Fríkirkjan 'I jaldbúðin 1-10, skb., Kirkjutíðindi 1878-1879, skb., Kirkjublað 1933-1934, skb., For- lagaspár Kírós, Tímaritið Dagrenning 1-68, rit Jónasar Guðmunds- sonar, Reykjavík 1786-1936 e. Jón biskup Helgason, Saga Reykjavík- ur 1-2 e. Klemens landritara, Saga Stokkseyrar 1-2 e. Guðna Jóns- son, Austantórur 1-3 e. Jón Pálsson, Landsyfirdómar 1802-1867, 1.-9. bindi, glæsilegt handb. skb., Gróusögur, íslenzk fyndni e. Helga Kristinsson, skb., KFUM tímarit, 1924-1925, skb., Frjálst verkafólk á tslandi e. prófessor Guðbrand Jónsson, Encl. Britannica 1-24 (1966), Söguþættir Gísla Konráðssonar, skb., Viðeyjarbiblían 1839, Reykjavík- urbiblian 1859, Saga Natans og Rósu e. Brynjólf frá Minna-Núpi, skb., Breve til C.C. Rafn, útg. Benedikts Gröndals, Saga Oddastaðar e. Vigfús Guðmundsson, Fjallamenn e. Guðmund frá Miðdal, Bylt- ingin á Spáni e. Þórhall Þorgilsson, Bæjatal á íslandi 1915, Ævi Adolfs Hitlers, Islenzkir hestar og ferðamenn e. Guðm. Hávarðarson, Annáll 19du aldar e. Pjetur í Grímsey, Matreiðslubók Fjólu Stefáns, 1916, stök blöð úr Veiðimanninum frá fyrri árum, Andvökur 1-4 e. Stephan G. Stephansson, Det Russiske Eventyr (Gerska ævintýrið) e. Halldór Laxness, Ljóðmæli og lcikrit Páls Árdals, Tíminn og vatn- ið e. Stein Steinarr, frumútg., tölus. og árituð af skáldinu, Bréf til Láru e. Þórberg Þórðarson, frumútg., tölusett og árituð af skáldinu, Þröskuldur hússins er þjöl e. Arnfríði Jónatansdóttur, Sjálfstætt fólk 1-2 e. Halldór Laxness, frumútg., Kynlegar ástríður, fyrsta bók frá hendi Þórbergs Þórðarsonar, frumútg., Vísur Þuru í Garði, Leikfóng leiðans e. Guðberg verðlaunaskáld, Útlendingurinn e. Camus, The Diarics of Franz Kafka, Wedding Preparations e. sama, The Beauty of Britain e. Priestley, thc Powcr Within e. Alexander Cannon, allt frumútgáfur og ótal, ótal margt forvitnilegt og áhugavert nýkomið. Við seljum bækur frá upphafi prentsögunnar til vorra tíma. Verslunin er vandlega deildaskipt cftir cfni og innihaldi og vel aðgcngileg öllum áhugamönnum og konum. Við scljum einnig gömul skjöl og bréf, hlutabréf, gömul póstkort og Ijós- myndir og eldri myndverk íslcnsk af öllu tagi. Einnig ýmsa skcmmti- lega muni, Ijósmynda- og kvikmyndavélar, gamla rakblaðabrýnara, kcrtastjaka, ýmsan Ijósabúnað, gamla ramma og ótal margt annað frá fyrri tíð. Við kaupum bækur af cldra og yngra tagi af einstaklingum og dánarbú- um. Metum bækur fyrir skiptabú og tryggingafélög. Gefum rcglulega út bóksöluskrár og scndum þær ókeypis til allra sem þcss óska utan höfuðborgarsvæðis. Vinsamlega hringið, skrífíð - eða lítið inn. Bókavarðan - Bækur á öllum aldri - Hafnarstræti 4 - sími 29720 Utlönd_______________________ Fjöldamorð meðal víetnamskra flóttamanna 1 Hong Kong: Brenndu átján menn til bana - uppþot varð í flóttamannabúðum vegna deilna um baðhús Óeirðalögreglan í Hong Kong barðist klukkustundum saman við víet- nömsku flóttamennina. Átök blossuðu upp í búðum þeirra vegna deilna um aðgang að baði. Vitað er að 18 menn brunnu til bana og i það minnsta 119 særðust, þar af margir alvarlega. Simamynd Reuter í þaö minnsta 18 víetnamskir flótta- menn í Hong Kong brunnu til bana í baöhúsi þegar hópar manna deildu um hverjr hefðu rétt til að nota það. Eitt barn er meðal hinna látnu og ekki færri en 119 særðust. Óeirðalögreglan yar kölluð út til að stilla til friðar. Átök stóðu í fulla fjóra tíma í flóttamannabúðunum áöur en lögreglunni tókst að skilja fylkingamar að. Flóttamennimir notuðu járnkylfur og grjót í barátt- unni um baðið og særðust margir í slagsmálunum. Fólkið hefur sumt verið í búðunum frá árinu 1975 og er ástandið hörmu- legt að sögn kunnugra. Fólkinu hefur ekki verið heimilað að setjast að á Vesturlöndum eins og það vonaðist til þegar það yfirgaf heimaiandið. í umræddum flóttamannabúðum búa 8900 manns viö þröngan kost. Aðeins hluti fólkins hefur aðgang að heitu vatni og hefur það vakið óánægju meðal þeirra sem verða að láta sér kalt vatn nægja. Eldar vom kveiktir þegar átökin stóðu sem hæst. Um tíma mátti sjá reykjarsúlur stíga upp af búðunum. Þessir eldar urðu mannskæðastir þótt vera kunni að einhverjir hafi látist vegna harsmíða. Sjúkrahús í nágrenninu fylltist af særðu fólki og sögðu sjónarvottar að ástandið þar væri hörmulegt. Hel- sært fólk varð að liggja á gólfunum með lélegar umbúðir um sár sín. Átökin brutust út seint í gær- kvöldi. Það jók á skelfingu borgarbúa í Hong Kong að sjónvarpað var beint frá vigvellinum og var ástandið því líkast sem styrjöld hefði brotist út. Undanfarna mánuði hafa yfirvöld í Hong Kong sent flóttafólk frá Víet- nam heim og hafa Bretar stutt þá ákvörðun. Þetta hefur orðið til að auka enn á óróann meðal flótta- mannanna sem óttast að verða næst- ir til að fara nauðugir heim. Reuter Hermenn í Venesúela ráöast gegn forsetanum: Valdaránstilraun brotin á bak aftur Fallhlífarhermenn í Venesúela gerðu tilraun til að steypa stjórn landsins snemma í morgun en valda- ránið var brotiö á bak aftur, sagði Carlos Andres Perez, forseti Venesú- ela. „Við náðum fullum tökum á undir- róðurshreyfingunni gegn ríkis- stjóminni," sagði Perez í útvarps- og sjónvarpsávarpi til þjóðarinnar. Sjónarvottar sögðu að uppreisnar- menn innan hersins hefðu samtímis ráðist á La Casona, forsetahöllina í austurhluta Caracas, og Miraflores, skrifstofur forsetaembættisins í mið- borg Caracas, þar sem forsetinn venjuiega sefur, laust eftir klukkan fjögur í morgun að íslenskum tíma. Heyra mátti skothríð úr þungum sjálfvirkum byssum og sprengingar um alla borgina í að minnsta kosti níutíu mínútur eftir að árásin byij- aði. Ekki er með vissu vitað hvar forsetinn er niðurkominn. Lögreglan sagði að nokkrir liösfor- ingjar hefðu særst í skothriðinni en ekki væri vitað með vissu hve marg- ir. Perez sagði að herfylki failhlífar- hermanna sem hefur bækistöðvar sínar um 100 kílómetra fyrir vestan Caracas hefði staðið fyrir valda- ránstilrauninni. Hann hvatti her- menn landsins til að fara í búðir sín- ar og vera viö öllu búna. Forsetinn bað landsmenn að hafa trú á lýðræöinu og hvatti alla til að styðja við bak ríkisstjórnarinnar og sýna stillingu. Eftir ræðu Perezar sá fréttamaður Reuters hins vegar skriödreka við inngang La Casona forsetahallarinn- Hermenn gerðu misheppnaða til- raun til að steypa Carlos Andres Perez, forseta Venesúela, af stóli í morgun. Simamynd Reuter ar og enn mátti heyra skothríð þar í kring. Lögreglan sagöi að uppreisnar- menn hefðu skotið á sig með sjálf- virkum vopnum og sprengjuvörpum að því er haldið var. „Viö komumst bara ekki inn af því aö þeir eru að skjóta á okkur,“ sagði einn hðsforingi. Heiðursvörðum forsetans tókst ekki að komast inn í Miraflores- byggingarnar að því er lögreglan sagði. Uppreisnarmenn skutu á veg- farendur og bíla sem óku hjá. Einn hermaður, sem barðist gegn uppreisnarmönnunum í Miraflores, sagði ljósmyndara Reuters að allur herinn stæði ekki að baki valda- ránstilrauninni og að önnur herfylki væru að reyna að vemda forsetann. Eduardo Fernandez, leiötogi stjórnarandstöðuflokksins COPEI, fordæmdi valdaránstilraunina í sjónvarpsávarpi og hvatti þjóðina til að hafna henni. Orðrómur um valdarán hefur verið á kreiki frá því Perez tók við völdum í febrúar 1989 vegna deilna um harkalegar aðhaldsaðgerðir hans í efnahagsmálum. Vinsaeldir hans hafa minnkað mikið á undanfornum mánuðum. Forsetinn var nýkominn heim úr ferðalagi til Evrópu þegar valdaránstilraunin var gerð. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.