Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1992, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1992, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 1992. 25 Merming Bók fyrir alla Skaftfellinga Nýlega bar fyrir sjónir mér ofangreinda bók. Mestan hluta hennar hafði ég þó lesið áður mér til mikillar ánægju en er þó ljúft og skylt að fara um hana nokkr- um orðum. Það hlýtur að teljast mikil ábyrgð að takast á hendur söfnun efnis í bók sem þessa. Á höfundur að skrifa hana að mestu leyti með sínum eigin orðum eða draga fram álit annarra á þeim hlutum sem hann fjallar um? Niðurstaða þeirrar hugleiðinga er sú að hér er farið bil beggja. Að mínum dómi er þó hæpið að kalla bók- ina Verslunarsögu Vestur-Skaftfelhnga þó að hún sé það að verulegu leyti. Þetta er miklu fremur atvinnu- saga og framfarasaga heillar sýslu sem hér er fjallað um, enda víðar tekiö á málum en þeim er varða versl- un og viðskipti. Samkvæmt upplýsingum þeim, sem vitnað er til neðanmáls, er ótrúlega víða leitað fanga við þá efnissöfnun en því miður hef ég lítinn eða eng- an kost þess að bera þar saman heimildir og tilvitnan- ir og er því gengið út frá þeirri vissu að þar sé um Bókmenntir Albert Jóhannsson traust vinnubrögð að ræða enda hef ég enga ástæðu til að efast um annað. Það sýnir sitt að höfundur hefur verið á launum hjá þeim sem að útgáfu bókarinnar standa í nokkur ár við ritun hennar og efnissöfnun. Enda þótt staðkunnugum manni sem mér sé hér margt kunnugt getur þó ekki hjá því farið að margt beri þar fyrir augu sem ég þekki ekki og margar eru þar myndir einkum af eldri Skaftfellingum sem ég þekki ekki. Myndirnar eru sérstakur þáttur þessarar bókar. Við söfnun þeirra mun hlutur Björgvins Salómonssonar, fyrrum skólastjóra á Ketilsstöðum, stærstur. Mér fmnst það ólíkindi aö þeir skyldu geta grafið upp allan þennan fjölda mynda og þær jafn góðar og raun ber vitni. Enda þótt höfunda myndanna sé ekki alls staðar getið áttu Skaftfellingar á þeim tímum ágæta ljós- myndara, t.d Þorlák Sverrisson í Vík og Eggert Guð- mundsson frá Söndum o.fl. Allir Skaftfelhngar hljóta að vilja eignast þessa bók. Einnig þeir sem Skaftfellingum eru tengdir eða þangað austur leggja leið sína til lengri eða skemmri dvalar. Annað hæfir ekki. Svo víðáttumikið er efni hennar. Mér kom það mjög ókunnuglega fyrir sjónir við lestur hennar að hvergi skyldi ég rekast á tvítalningu efnis eða annað í þeirri veru. Það færði mér heim sanninn um vönduð vinnubrögð, mun vandaðri en í hinu fyrra bindi, þar sem eilítið örlaði á slíku, auk þess sem þar voru birtar myndir af mönnum er þar áttu tæplega heima. Rökstyð það ekki frekar en get þó nefnt dæmi ef þess væri óskað. Aðeins eina smávægilega villu hef ég rekist á í myndatexta. Sá mæti maður Guðmundur Eyjólfsson á Suður-Hvoli í Mýrdal segir að knapinn á hestinum lengst til vinstri á myndinni bls. 339 sé Sigurður Högnason í Sólheimakoti, bróðir þeirra Eyjólfs og sr. Sveinbjarnar, en ekki Kjartan Guðmundsson eins og textinn segir til um. Þriðja bindi þessarar bókar mun væntanlegt síðar. Þess munu lesendur bíða með nokkurri óþreyju. Veld- ur þar tvennt: Annað að þá erum við nær nútímanum og erum af þeim sökum dómbærari um þá hluti sem fjallað er um. Hin ástæðan er sú að þá voru gjarnan nokkrar pólitískar ýfingar með Skaftfellingum og kom það ekki síður niður á verslunarmálunum en öðru er daglegt líf Skaftfellinga snerti. Get ég ekki stillt mig um að segja að lokum sögukorn er ég heyrði fyrir löngu og sýnir hún í hnotskurn það sem ég er að tala um: Þeir sátu í kirkju hjá sr. Jónasi Gíslasyni, Haraldur Jónsson læknir og Jón Thor sonur hans. Sagt var að Jón, þá ólæs strákhngur, hafi snúið sér að pabba sínum , og hvíslað: „Hvað þýða þessir stafir (I.H.S.) á bakinu á prestinum?" Haraldur, fljótur til svars að vanda, hvíslaði á móti það hátt að þeir er næstir sátu máttu gjörla heyra: „íhaldssinni". Eg vh að lokum endurtaka þakkir mínar og árnaðaróskir til útgáfunefndarinnar og annarra þeirra er að hafa staðið. Við bíðum spennt eftir framhaldinu að ári. Verslunarsaga Vestur-Skaftfellinga: Hundraö ára verslun I Vik i Mýrdal Annaö blndl Höfundur: Kjartan Ólafsson Vík 1991 Bíóborgin - Löggan á háu hælunum ★ !/2 Misheppnuð húsmóðir Það er vinsælt aö gera spennumyndir um harð- skeytta einkaspæjara og er þá karlmaður oftast í aðal- hlutverkinu. Kvikmyndin V.I. Warshawski skartar hins vegar kvenmanni í hlutverk einkaspæjarans og er það góðra gjalda vert í sjálfu sér. Tilraunin í þess- ari mynd misheppnast hins vegar að mestu leyti. Kathleen Turner fer með aðalhlutverkið en tekst ahs ekki vel upp. Það er þó ekki eingöngu við hana að sakast. Handritiö er fátæklegt og laust við ahan frumleika og leikstjóranum mistekst alveg að byggja upp spennu í myndinni. Söguþráðurinn er í stuttu máh á þá leið að einka- spæjarinn Warshawski (Turner) kemst í kynni við Boom Boom Grafalk, frægan hokkíleikara og virðist sem ástarsamband sé í uppsighngu hjá þeim. Wars- hawski tekur að sér að passa 13 ára gamla dóttur hokkíleikarans en stuttu síðar finnst Boom Boom myrtur. Dóttirin þrábiður Warshawski að taka að sér að upplýsa hver stendur á bak við ódæðið og af stakri góðmennsku tekur hún að sér verkefnið. Leit hennar er skrautleg og lendir hún í ýmsum hremmingum. Kunnátta Warshawski í japönskum bardagaíþróttum kemur oft að góðum notum en slags- málaatriðin eru samt sem áður hálfafkáraleg sem og önnur atriði myndarinnar. Ég var satt að segja svolítið hissa að sjá Kathleen Tumer í þessari mynd því hún er ágætis leikkona sem Kvikmyndir ísak Örn Sigurðsson ætti ekki að þurfa að taka að sér svona döpur hlut- verk. Eini leikarinn sem er eftirtektarverður í mynd- inni er Charles Durning í hlutverki Mallory lögreglu- foringja. Leikstjóri myndarinnar, Jeff Kanew, er gam- alreyndur í faginu og á að baki leikstjóm í nokkrum ágætis myndum. Meðal þeirra em ORDINARY PE- OPLE og REVENGE OF THE NERDS. Lítið bitastætt hefur þó komið frá honum á síðari árum. V.l. Warshawski Leikstjóri: Jeff Kanew. Aöalleikendur: Kathleen Turner, Charles Durning, Jay O. Sanders, Angela Goethals, Nancy Paul, Frederick Coffin. Meiming Saga-Bíó - Peningar annarra: ★★ ‘/2 Gaman að græða Garfield (Danny De Vito) útskýrir fyrir Jorgensen (Gregory Peck) hvers- vegna það sé skynsamlegast að hann yfirtaki fyrirtæki hans. Larry (Danny De Vito) dýrkar peninga og kleinuhringi og ekkert ann- að. Hann kaupir og selur fyrirtæki til þess að hagnast og fyrir honum er þetta leikur sem hann ætlar að vinna í. Eins og hann segir sjálfur: „Sá vinnur sem á mestan pening þegar hann deyr.“ Nýjasta fórnarlambið er virðuleg stálverksmiðja, rekin með gamla laginu af góðlegum öldungi, Jorgy (Gregory Peck). Hann vill ekki missa fjölskyldufyrirtækið og fær til liðs við sig dóttur sína sem er hörkulögfræðingur. Larry fellur fyrir henni um leið en leikurinn er mikilvægari og hann verður að finna leið til að sigra á hvorum tveggja vígstöðvunum. Þetta er ansi skemmtileg, frekar lágstemmd og vitræn gamanmynd, byggð á leikriti. Fjármálaheimurinn, sem hefur sjaldan tekist að festa vel á filmu, er sýndur sem leikfang í höndum De Vito, sem er stórgóöur í hlutverki sem krefst bæði gamans og alvöru. De Vito hefur oft verið góð- ur en sjaldan betri og aldrei hefur það skipt eins miklu máh og hér þar sem hann ber uppi myndina einn síns liðs. Aðrir leikarar gera lítið ann- Kvikmyndir Gísli Einarsson að en að hópast í kringum hann en Penelope Ann Miller stendur fyrir sínu sem lögfræðingurinn, sem nær aðeins að snúa huga De Vito frá peningunum (en aldrei kleinuhringjunum). Leikstjórinn Jewison er gam- alreyndur og lætur efnið tala sínu máh. Ögn meiri kraftur hefði ekki komið að sök þar sem þetta er í eðli sínu léttvæg mynd, laus við sterka dramatík og djúpa persónusköpun. En hún er líka laus við flestar þær khsjur sem eyðileggja oft svona sögur og hún velur sér aldrei auðveldu leiðina út úr neinni sögufléttu. Hún kom þægilega á óvart þessi. Other People’s Money (Band-1991) Leikstjóri: Norman Jewison (Moonstruck, In Country). Leikarar: Danny De Vito, Penelope Anne Miller (Kindergarten Cop, The Freshman), Gregory Peck (Old Gringo), Piper Laurie (Twin Peaks). Háskólabíó - Hasar í Harlem: ★★ ‘/2 Gullið tækifæri Hasar í Harlem er byggð á samnefndri bók bandaríska sakamálarithöf- undarins Chester Himes, sem var blökkumaður og sviðsetti bækur sínar meðal fólks síns. Bækur hans, sem hann skrifaði í París, einkennast af gálgahúmor, ofbeldi og tíðaranda Harlem á fimmta áratugnum og er af Kvikmyndir Gísli Einarsson öhu þessu að taka í kvikmyndun bókarinnar, en misvel komið til skila. Robin Givens, sem vakti athygh sem eiginkona og fómarlamb Mike Tyson, leikur sitt fyrsta kvikmyndahlutverk, glæsikvendið Imabelle, sem kemur til Harlem með koffortfylli af gulli. Hún á ekki í nein hús að venda en á ekki í neinum vandræðum með að tæla íturvaxinn og feiminn mann th lags við sig. Brátt em helstu glæponar Harlem á höttum eftir henni og gullinu, svo og glæponamir sem hún rændi því frá. Þetta er ansi góð glæpasaga en sagan er meðhöndluð á þann hátt að hún sé ekki tekin of alvarlega. Aulahúmorinn stingur síðan í stúf við hrárra efni og það gerir myndina tormeltari. En léttleikinn hefur yfirleitt vinning- inn. Leikararnir vinna þarft verk, sérstaklega Givens, sem er mjög glæsi- leg og leikur mjög vel. Forest Whitaker leikur Jackson á hjartnæman máta og ofgerir aldrei óbhgirni hans. Danny Glover leUcur á gamansam- an hátt krimmann Easy Money, en Gregory Hines er sístur, sem Goldy, bróðir Jackson. Undir leikur heillandi tónhst Elmer Bernstein og myndin hður skemmtUega í gegn í leikstjórn nýhðans BiU Duke, sem er þekktari fyrir kvUcmyndaleik sinn (Predator). A Rage in Harlem (band-1991) Handrit: John Toles-Bey og Bobby Crawford eftir bók Chester Himes. Leikstjóri: Bill Duke (Johnnie Mae Gibson: FBI). Leikarar: For- est Whitaker (Johnny Handsome.Good Morning Vietnam), Gregory Hines (Off Lim- its, White Nights), Robin Givens, Zakes Mokae (Serpent & Rainbow), Danny Glover (Predator 2, Lethal Weapon).

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.