Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1992, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1992, Blaðsíða 12
12 Spumingin ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 1992. Skiptir þú um tryggingafélag? Kristján Finnbogason bensínafgrm.: Nei, það er svo góð þjónusta hjá Sjóvá-Almennum. Sigurrós Gunnarsdóttir, húsm. og nemi: Nei, við erum áfram hjá sama. Einar Ragnarsson bifvélav.: Nei, mér líkar vel hjá VÍS. örvar Þór Einarsson nemi: Nei, ég ætla ekki að skipta. Ég kann vel við VÍS. Heimir Magnússon nemi: Nei, ég vil láta koma meiri reynslu á Skandia. Runólfur Sigurðsson borgari: Nei, Abyrgð er ágætis félag. Lesendur GATT-umræðan og uggandi bændur Konráð Friðfinnsson skrifar: Umræðan um GATT-samninginn heldur áfram. Bændur eru uggandi um sinn hag og margir álíta að með framkvæmd hans sjái þeir loks sína sæng endanlega upp reidda. En gjömingur þessi gerir ráð fyrir að veruleg aukning verði á innflutningi búvara til landsins. Háttvirtur utanríkisráðherra var nýlega á gandreið um landið og hélt hvem fundinn eftir annan um þessi mál. Sums staðar hefur hann fengið vægast sagt óblíðar móttökur hjá vinum vorum, bændum. En þessi ráðherra þarf ekki að undrast þótt bændur þessa lands kunni að þykja eitthvað við hann, og nefni jafnvel miður gerða hrúta í höfuð honum. Vegna þess að ráð- herrann hefur sjálfur, og það þrá- sinnis, látið hafa eftir sér baeði óvið- eigandi og ósmekklegt orðbragð í garð bændastéttarinnar. Sannarlega vona ég þó að menn ræðist málefna- lega við og með gagnkvæmri virð- ingu hvorir fyrir öðrum. - Annað sæmir varla skynsömum mönnum. Hér er tvímælalaust um mikið hita- mál að ræða og er ofur eðlilegt að bændur sjái fram á dökka daga. Ég tel að fáist öll aðildarríki GATT ekki til að afnema útflutningsbætur sínar á t.d. sveitaafurðum sé það út í bláinn fyrir íslendinga að ljá máls á frekari samningaumræðum. Það hlýtur að vera sú skilyrðislausa og afdráttar- lausa krafa sem fram verður sett af þeim er um máhð fjalla, eigi þátttaka yfirleitt að koma til greina af okkar hálfu. Slík kröfugerð af hendi ís- lenskra stjómvalda, ef af verður, er enda fullkomnlega rökrétt og eðlileg. Nái þessi réttláta krafa hins vegar eyrum viðsemjendanna, sem er ali- sendis óvíst að muni gerast, bendi ég á að óvíst er hvort innfluttar bú- vörar muni þrengja svo mjög að af- komu hérlendra sveitaheimila. Fyrir utan það að vafasamt er hvort af þessum aðflutningi verður, einmitt vegna stórhækkaðs verðs erlendis. - Ég stend því með landbúnaðarráð- herra, enda maðurinn starfi sínu vaxinn. Einnig trúi ég því aö hann muni standa með íslenskum búand- mönnum í því máli er hér ræðir og flana ekki að neinu. Bændur á fundi meö utanríkisráðherra. - hitamál að ræða... “ segir bréfritari. „Hér er tvímælalaust um mikið Svörtum hættir til að of gera H.H. skrifar: Tvö mál hafa komið upp nýverið þar sem blökkumenn á íslandi telja að sér vegið af því að þeir séu svart- ir. Það er víst ámælisvert og refsi- vert að láta sem maður taki eftir því hvemig annar maður er á htinn, eða úthti hans almennt. - Einu sinni var það sagt varða refsingu að segja að maður væri sköllóttur! Ég hef ekkert út á svertingja að setja vegna litar- háttar þeirra. Ég hef hins vegar ekki góð kynni af þeim með tilhti til þess hvemig þeir ota sínum tota í krafti htarháttar. Ég minnist morguns eins fyrir um aldarfjórðungi. Hjá mér kvaddi svartur maður dyra og bar sig upp við mig: Loftleiðir hefðu týnt öhum farangri hans og nú ætti hann voða bágt, hvort ég vildi leyfa honum að hggja í vistarveru sem ég vissulega hafði ráð á um þær mundir - og að hlaupa undir bagga með honum í beinhörðum peningxun tímabundið, þar th greiddist úr málum hans. Mér kom þetta á óvart og hringdi til að kanna máhð. Hjá Loftleiðum þekktu menn kauða. Hann hafði skráð sig til flugs með eina htla tuðru vestra en þóttist við komuna hingað hafa verið með býsn af farangri sem flugfélagið hefði nú týnt fyrir sér. Og það var svo sem viðbúið að það þrætti fyrir það, sagði hann, af því að hann væri svartur. Ég sagði manninum hvaða fréttir ég hefði frá Loftleiðum. Hann sagði þá að þetta væru þeirra orö gegn sín- um og auövitað tryði ég þeim en ekki honum því að hann væri svartur. Ég reiddist þessu og bað manninn að koma sér burtu, hann skyldi ekki með þessu rasistarausi reyna að hafa neitt af mér. Þá var ég auðvitað enn meiri rasisti. - Síðar frétti ég að hann hefði farið hér víðar með sömu sögu og æ lengdist hsti þeirra sem hann hafði leitað til en voru þvíhkir rasist- ar að þeir vhdu ekki ganga undir honum. Nú vilja svartir ekki una því að fá ekki að fara inn á thtekna krá og staðhæfa að það sé af því aö vertinn sé rasisti. Löggumaður í Keflavík sem var að stríða svörtum kumpána sínum, otaði að honum mynd af þremur kú klúx klan mönnum og sagði dimmraddaður: „They are coming to take you away, ha ha!“ var umsvifalaust kærður fyrir rasisma! Ef nokkuð er th þess að búa th ras- isma og viðhalda honum er það þessi thfmningasemi svartra og thhneig- ing th að hrópa ahtaf „rasismi, ras- ismi,“ um leið og einhver er ekki sáttur við hegðun þeirra. Losum okkur við bréfin Haraldur Sigurðsson skrifar: Sú hugmynd að leggja skatt á spari- fé landsmanna hefur nú náð inn í raðir þeirra sem sitja í núverandi ríkisstjóra af hálfu Sjálfstæðis- flokksins. Hvemig á aö veija þá hug- mynd að skattleggja fjármagnstekjur af sparifé, vitandi að þeir sem spara fé í innlánsstofhunum eru eflaust meirihluti vinnandi fólks í landinu? Fólks sem er þegar yfirhlaðið skött- um og stendur undir þjóðarbúskapn- um að verulegu leyti? - Halda þessir menn að þeir fái kannski atkvæði þessa fólks ef þeim tekst að lögleiöa skattlagningu fjármagnstekna? Sjá menn ekki í hendi sér hvemig fara myndi ef þessi skattlagning yrði Hringið í síma milli kl. 14 og 16 - eóa skriíiö Nafn og simanr. verður aÓ fylgja bréfum 2.0 Jí WBir-tí „Ríkisskuldabréf eða ekki rikisskuldabréf, allt verður þetta verðlaust innan skamms." að lögum? Sparifjáreigendur myndu einfaldlega taka út sitt sparifé í bönk- um og nota það th eigin þarfa. - Lík- lega þá í síðasta sinn og kannski ekki seinna vænna! Og hvað með ríkisskuldabréfin, sem nú eru auglýst skattfijáls? Varla verða þau undantekning frá lögun- um þegar þar að kemur. - Ég legg nú th að sem flestir fari að huga að því að losa sig við bréf sín sem allra fyrst, áður en verðghdi þeirra hrap- ar, Ríkisskuldabréf, eða ekki ríkis- skuldabréf, aht verður þetta verð- laust innan skamms. Innlendur spamaður í formi lausafjár eða „verð“-bréfa verður fyrir bí með lög- unum um skattlagningu fiármagns- tekna. Skattfrelsi spariíjár var það eina sem gaf íslenskum gjaldmiðh eitthvert vægi þótt það jafnaðist aldr- ei á við aðra gjaldmiöla. Jóhann Jónasson skrifar: Nú eru nýyrðasmiðimir konm- ir í feitt. Það gera allar teikni- myndaþýðimgamar. Hiö forljóta xog hla gnmdaða orð „stökkbreyt- hl" kemirn t.d. aftur og aftur fyrir í hinni geysivinsælu teikni- myndasögu, Skjaldbökumar. ís- lensk böm vita að visu merkingu orðsins, en skyldi höfundur orðs- ins hafa hugleitt hvers konar kluður þetta orð er? Ég bendi á orðið „stökkbrigði" í stað stökkbreytils. Ef.Iitið er á hhðstæður í íslensku kemur maður strax að orðinu „fyrir- brigði" (ekki fyrirbreytih) - svo ljót og klúr er sú íslenska ekki sem íorfeöurhir skhdu eftir okk- ur th handa. Að lokum þetta: Hugsum okkur að oröið „af- brigði“, og þá „afbrigöih"! - Vissulega ljótt og gæti einungis kallast orðskrímsh. Er Háskólahapp- drættið að blekkja? Guðrún Guðmundsdóttir hringdi: Happdrætti Háskólans hefur veriö I umræðunni að undan- fömu. Mér finnst eins og skýr svör viö ýmsum spumingum hggi ekki ljós fyrir og því bæti ég enn yið spumingum: - Með hvaða hætti skyldar HHÍ fólk th aö greiða miða út áriö, hreppi þaö vinning? - Er það ekki blekking aö auglýsa tinningsupphæð án þess að draga frá þessa „skyldu- greiðslu"? -Lægsti vinningur, 14 þús. kr. í janúar sL varð í raun nærri helmingi lægri, þ.e, kr. 7 þúsund, þegar HHÍ hefur hirt endurnýjunarkostnað miðans út árið, hvort sem kaupandi vhl eöa ekki. - Stenst þetta yfirleitt lög? BjörnGrétarog ■ | ji ■ r Garðar Guðmundsson skrifar: í sjónvarpsviðtah sl. fimmtu- dagskvöld var rætt við þá Sverri Hermannsson bankastjóra og Bjöm Grétar Sveinsson, formann Verkamannasambandsins. Éggat ekki betur heyrt en bankastjór- irni hefði vinninginn í stuöningi sínum við hinn almenna laun- þega þessalands. Bjöm var talsmaöur vaxta- lækkana. Heimilin bæru svo þunga vaxtabyrði, sagöi hann. Veit Bjöm ekki aö margir laun- þegar haia önglaö saman sparifé gegnum árin? Vih Björn verka- lýðsleiðtogi fremur standa með vaxta- og skuldakóngum þessa lands en þeim sem hafa sparað? Ólöf Rún á heimsvísu Sigurður Gunnarsson hringdi: Mig langar til að hrósa Ólöfu Rún Skúladóttur fyrir frábæra og lýtalausa framkomu á sjón- varpsskerminum. Hún er ein frambærilegasta fréttakona og þulur sem lengi hefur komið þar við sögu. - Hún er ávallt vel klædd og sömuleiðis óaðfmnan- lega snyrt, hefur góðan framburð og les skýrt og skihnerkhega. Ölöf stendur starfssystrum sin- um víöa um heim íyhhega á sporði. Og þaö er keppikefh flestra sjónvarpsstööva að vanda val þeirra sem fram koma sem andlit þessara áhrifamikiu Qöl- miðla. P.H. hringdi: Ég hef á tilfinningunni að vaxtaútsph Búnaðarbankans sé af pólitískum toga í þetta sinn. Með lækkun vaxta þar nú rýrir hann svigrúm annarra banka th að bjóða vaxtalækkun í tengslum við kjarasamningana. - Ef aðrir bankar fylgja strax fordæmi Bún- aðarbankans sem þeir eru neydd- ir til að gera nú þegar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.