Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1992, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1992, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 1992. Afmæli Gísli Jónsson Gísli Jónsson pipulagningameistari, Hraunbæ 103, Reykjavík, verður áttræður á morgun. Starfsferill Gísli fæddist að Sleif í Vestur- Landeyjum í Rangárvallasýslu og ólst þar upp og síðar í Ey í sömu sveit. Hann og kona hans hófu bú- skap 1938 að Hvítanesi í Landeyjum. Gísli var þá jafnframt á vertíðum og vann við brúarsmíðar við Mark- arfljót og Þverá. Þau fluttu síðan til Hvolsvallar þar sem Gísli starfaði hjá Kaupfélagi Rangæinga. Hann fór síðan að starfa sjálfstætt við pípulagnir í Rangárþingi 1952 en tíu árum síðar stofnaði hann með fjöl- skyldu sinni matvöruverslun á Hvolsvelli sem hann starfrækti til 1966. Þá flutti fjölskyldan til Hafnar- Qarðar og stofnaði þar matvöru- verslun sem hún starfrækti til 1974. Gísh hætti þá verslunarrekstri og hóf fljótlega störf sem pípulagninga- meistari hjá skipasmíöastöðinni Stálvík hf. í Garðabæ. Þar starfaði hann til 1984 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Gísli og kona hans bjuggu í Hafn- arfirði til 1991 er þau fíuttu í þjón- ustuíbúð fyrir aldraða að Hraunbæ í Reykjavík. Fjölskylda Gísli kvæntist 27.11.1938 Guörúnu Þorsteinsdóttur, f. 13.6.1917, hús- móður. Hún er dóttir Þorsteins Ág- ústssonar, trésmiðs í Reykjavík, og Guðrúnar Hermannsdóttur hús- móður. Börn Gísla og Guðrúnar eru Svava Gísladóttir, f. 21.2.1936, húsmóðir í Garðabæ, gift Guðmundi Óskars- syni verkfræðingi og eiga þau fimm börn; Jón Þorsteinn Gíslason, f. 14.1. 1940, dó af slysförum 19.8.1941; Jón Þorsteinn Gíslason, f. 1.6.1942, bíl- stjóri í Hafnarfirði, var kvæntur Sveinveigu Guðmundsdóttur en þau skildu og eiga þau fjögur börn, auk þess sem Jón á eitt barn með seinni konu; Ágúst Gíslason, f. 3.4.1949, b. og húsasmiður að Botni í Mjóa- firði við ísafjarðardjúp, nú búsettur á ísafirði, kvæntur Sólveigu Thor- arensen, nema við HÍ, og eiga þau tvö börn. Fósturbarn og sonarsonur Gísla og Guðrúnar er Gísli Jónsson, f. 7.5.1960, dýralæknir í Hafnar- firði, kvæntur Guðrúnu Dagmar Rúnarsdóttiír og eiga þau tvö börn. Gísli átti ellefu systkini og eru nú sex þeirra á lífi. Systkini hans: Hall- dór Jónsson, f. 14.7.1896, b., bílstjóri og síðast birgðavörður á Hótel Sögu, nú vistmaður á Elliheimilinu Grund, var kvæntur Guðríði Jóns- dóttur sem nú er látin og eignuðust þau fimm böm; Sigurjón Jónsson, f. 4.11.1897, d. 30.10.1956, trésmiður í Reykjavík, var kvæntur Sigríði Guðmundsdóttur sem einnig er lát- in og eignuðust þau tvö böm; Guð- rún Jónsdóttir, f. 26.2.1899, d. 9.10. 1981, húsmóðir, var gift Jóni Þ. Þor- geirssyni matsveini sem drukknaði 1954 en þau eignuðust þrjú börn; Guðbjörg Jónsdóttir, f. 20.4.1901, d. 1990, var gift Sveini Böðvarssyni, b„ versluriarmanni og loks starfs- manni í Stálvík sem einnig er látinn og áttu þau fimm syni og fósturson; Ingibjörg Jónsdóttir, f. 8.6.1907, var gift Bjama O. Jóhannessýni bryta sem nú er látinn og eignaðist Ingi- björg tvö böm; Ólafur Jónsson, f. 29.5.1909, b. í Eylandi í Landeyjum, kvæntur Margréti Jónsdóttur og eiga þau fjögur börn; Ágúst Jóns- son, f. 11.12.1910, b. í Sigluvík, var kvæntur Sigríði Lóu Þorvaldsdóttur sem er látin og eignuðust þau þrjú börn; Jónína Þórunn Jónsdóttir, f. 18.2.1913, ljósmóðir í Rangárvalla- umdæmi og víðar, var gift Lýði Skúlasyni, b. að Keldum á Rangár- völlum, en hann er látinn og eignuö- ust þau þrjú börn; Ragnar, f. 26.8. 1914, d. 5.9.1928; Karl Óskar Jóns- Gisli Jónsson. son, f. 21.11.1915, d. 9.9.1968, var fyrst kvæntur Herdísi Jónsson sem var af dönskum ættum en þau skildu barnlaus en seinni kona Karls var Unnur Thoroddsen og átti Karl einn son og kjörson að auki; Jóhann Jónsson, f. 15.1.1917, d. 22.1. 1917. Foreldrar Gísla voru Jón Gísla- son, f. 5.10.1871, d. 27.4.1956, b. í Sleif og í Ey i Vestur-Landeyjum, og kona hans, Þórunn Jónsdóttir, f. 27.7.1876, d. 2.7.1964, ljósmóðir í Rangárþingi. Gísli er staddur erlendis á afmæl- isdaginn. Hannes M. Þórðarson Hannes M. Þórðarson kennari, Ból- staðarhlíð 5, Reykjavík, er níræður ídag. Starfsferill Hannes er fæddur í Jórvík í Breiðdal, S-Múlasýslu, og ólst þar upp. Hann stundaði gagnfræða- skólanám í Flensborg í Hafnarfirði og á Akureyri og lauk þvi á síðar- nefnda staðnum 1923. Hannes var við nám í lýðháskólanum á Fana í Noregi (1924-25), lýðháskólanum í Askov 1925-26 og fimleikaskóla Ni- els Bukh í Ollerup á Fjóni 1926-27. Hann lauk kennaraprófi 1928. Hannes fór í námsferð 1931 til Danmerkur, Þýskalands, Sviss, Frakklands og Englands og var m.a. við nám í kerfum J.P. Mullers við The Muller Institute of Physical Exercise í London. Hann fór aðra námsferð 1933-34 til Danmerkur og tók þá sundpróf frá Statens Gymna- stik Institut og lærði nudd í sam- bandi við þjálfun hjá Malles Bokse- Institut. Hannes var kennari í nálægt hálfa öld og lengstum við Austurbæjar- skólann í Reykjavík. Hannes hóf störf í áðumefndum skóla við stofn- un hans og kenndi þar til hann lét af störfum sjötugur að aldri. í Aust- urbæjarskólanum var Hannes al- mennur kennari auk leikfimi- kennslu. Það síðamefnda og sund vora kennslugreinar hans í Laugar- nesskóla en þar kenndi Hannes mörgár. Hannes hefur sinnt bæði ritstörf- um og félagsmálum. Hann hefur rit- að margar greinar í blöð og tímarit. Frásagnir eftir hann eru í Breið- dælu (1948) og Breiðdælu hinni nýju (1987), að ógleymdum ömefnaskrám átta jarða í Breiðdal sem hann rit- aði. Hannes vann mikið að réttinda- málum kennara og var lengi í stjórn Stéttarfélags barnakennara í Reykjavík og formaður þess 1945-48. Hann hefur verið mikill hvatamað- ur að skógrækt í Breiðdal og gaf til Skógræktar ríkisins, ásamt systkin- um sínu, að mestu heimajörð þeirra að Jórvík í Breiðdal. Fjölskylda Hannes kvæntist 15.1.1935 Ólöfu Guðlaugsdóttur, f. 27.7.1903, d. 29.10. 1952, leikfimikennara og húsmóður, en hún var fædd að Hvalgröfum á Skarðsströnd. Foreldrar hennar vora Guðlaugur Guðmundsson, prestur, síðast að Stað í Steingríms- firði, og Margrét Jónasdóttir. Dóttir Hannesar og Ólafar er Dröfn, f. 11.11.1935, maki Skúli Gunnarsson kennari. Þau eiga þrjú börn, Sólrúnu, Sindraog Sólbrá, Dröfn átti áður Védísi Daníelsdótt- ur. Stjúpdætur Hannesar: Margrét Lund Hansen, f. 21.8.1924, hennar maður var Jón Marteinn Stefáns- son, látinn, þau eignuöust tvö börn, Stefán Bersa og Erlu Maríu; Soffía Kristín Þorkelsdóttir, f. 6.1.1927, hennar maður var Högni Högnason, látinn, þau eignuðust sjö börn, Ól- öfu, Þorkel Geir, Dorotheu Mar- gréti, Björk, Högna Unnar, Tryggva og Heiðlind Hálfdán. Systkini Hannesar; Bjami Andr- és, f. 17.2.1896, látinn, bóndi og smið- ur, hann eignaðist tvö börn, tvíbur- ana Kristin, látinn, og Önnu; Björg- vin, f. 24.2.1899, látinn, hann eignað- ist eina dóttur, Ástu Erlu; Sigríður, Hannes M. Þórðarson. f. 5.12.1906, hún á þrjú böm, Dag, SvanbjörtuogLilju. Foreldrar Hannesar voru Þórður Sigurðsson, f. 27.3.1862, d. 5.5.1908, bóndi og smiður, og Guðný Helga Bjamadóttir, f. 3.11.1874, d. 28.3. 1945, húsfreyja, en þau bjuggu í Jór- víkíBreiðdal. Hannes er að heiman. Hjalti Hugason Hjalti Hugason, dósent í kristnum fræðum og trúarbragðasögu við KHI, Laugamesvegi 94, Reykjavik, erfertugurídag. Starfsferill Hjaltí. fæddist á Akureyri og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá MÁ1972, guðfræðiprófi frá guð- fræðideild HI1977, doktorsprófi í guðfræði frá Uppsalaháskóla 1983 og prófi í uppeldis- og kennslufræði frásamaskólal986. Hjalti var sóknarprestur í Reyk- holtí í Borgarfirði 1977-78, aöstoðar- framkvæmdastjóri Nordiska Ekum- eniska Institutet í Sigtuna og Upp- sölum í Sviþjóð 1983-85, auk þess sem hann var á sama tíma kennari við guðfræðideild háskólans í Upp- sölum og aðstoðarprestur í Högelid í Stokkhólmi. Þá var hann prestur fyrir íslendinga, búsetta í Svíþjóð, 1985-86. Hjalti varð lektor við KHÍ1986, var þar aðstoðarrektor 1987-90 og starf- andi rektor 1990-91 en hefur síðan verið dósent við KHÍ. Hann hefur kennt kirkjusögu við guðfræðideild HÍ og mun taka við fastri kennara- stöðu þar síðar á þessu ári. Hjalti hefur frá 1990 verið ritstjóri fyrir Sögu kristni á íslandi í 1000 ár sem Alþingi lætur semja í tilefni þúsund ára afmælis kristnitökunn- ar. Hann er formaður Listvinafélags Hallgrímskirkju frá 1990. Rit Hjalta: Bessastadaskolen et forsök til prestskola pá Island 1805-46, útg. Uppsölum 1983; Ritgerö' um kristna trúarhætti í íslenskri þjóðmenningu, V. bindi, útg. í Reykjavík 1988. Auk þess ýmsar rit- gerðir og greinar í íslenskum og erlendumrihun. Fjölskylda Hjalti kvæntist 29.2.1976 Ragn- heiði Sverrisdóttur, f. 19.1.1954, djákna og fræðslufulltrúa við fræðsludeild kirkjunnar. Hún er dóttir Sverris Axelssonar, vélstjóra hjá Hitaveitu Reykjavíkur, og konu hans, Ásu Þorsteinsdóttur húsmóð- ur. Böm Hjalta og Ragnheiðar era Hugrún R. Hjaltadóttir, f. 7.11.1976, og Markús R. Hjaltason, f. 8.5.1982. Systkini Hjalta: Anna Guðrún Hugadóttir, f. 20.10.1948, húsmóðir í Garðabæ, gift Guðmundi Hall- grímssyni lyfjafræðingi og eiga þau fjögur böm, og Kristinn Hugason, f. 8.12.1958, hrossaræktarráðunaut- ur hjá Búnaðarfélagi íslands, bú- setturíReykjavík. Foreldrar Hjalta era Hugi Krist- insson, f. 24.6.1924, fyrrv. verslunar- maöur á Akureyri, og Rósa Hjalta- dóttir, f. 21.2.1923, húsmóðir. Ætt Hugi er sonur Kristins, b. á Stijúgsá og í Ytra-Dalsgerði í Saur- bæjarhreppi, Jónssonar og Guðrún- ar Guðmundsdóttur úr Sölvadal í Eyjafirði. Rósa er dóttir Hjalta húsgagna- smiðs Sigurðssonar, b. á Merkigili í Eyjafirði, Sigurðssonar, b. á Sauöa- dalsá í Húnavatnssýslu, Sigurðs- sonar. Móðir Sigurðar á Merkigili var Magdaiena Tómasdóttir Sig- iu-ðssonar. Móðir Hjalta var Guðrún 90 ára 111 hamingju með afmælið 4. febrúar firá Smáhömrum en nú til heíinilis að Asta Geirsdóttir, Björn Gtumlaugsson, Aðalgötu 11, Stykkishóhni. Borgarvegi 3, Njarðvík. Grundarstíg 2, Reykjavik. Bragi IngjaldsHon, Austurbyggð 17, Akureyil Thorberg Páll Jón- asson, fyrrv. starfsm. Landssíma islands, Dalbraut 20, Reykiavík. Kona hans er Lis- bethS.Karlsdottir. Þau taka á móti gestumfsamkomu- salnum að Dal- braut 18-20, Reykja- vik, nk. laugardag (8.2) eftir fd. 16. Þórdis Benediktsdóttir, 85 ára Þorsteinn Sveinsson, Hrafnístu v/Kleppsveg, Reykjavík. Óiöf Anna Benediktsdóttir, Skúlagötu 54, Reykjavík. 80 ára 75 ára Árni Kristjánsson, Holti, Svalbaröshreppi Hafsteinn Guðmundsson jómsmiður, Kambsvegi 33, Reykjavík. Hann tekur á móti gestum á ahnælis- dagínn í safhaðarheimih Áskirkju kl. 18-21. Sigurður Sigurðsson, Sleitustöðum 1, Hólhreppi. Torfi Sigurósson, Mánaskál, Vindhælishreppi. Sigurveig Björgvinsdóttir, Hamrahlíð 40, Vopnafirði. Sigurður M. Sigurjónsson, Naustahlein 2, Garðabæ. Jón Kristjánsson, Eyrargötu 5, Súgandafirði. 70 ára Guðlaug Kristjónsdóttir, Rauðalæk 33, Reykjavlk. 60 ára Einar Ragnarsson, Lágholti 12, Stykklshólmi. 50 ára Tianashong Zheng, Fálkagötu 7, Reykjavík. Haraldur Finnsson, Hraunbæ 56, Reykjavík. Guðmunda Eria Þórhafisdóttir, Kleppsvegi 12, Reykíavik. Guömundur Jóhannsson, Stuðlaseli 27, Reykjavík. Hjalti Hugason. Rósa Pálsdóttir, b. á Kjartansstöð- um, Pálssonar og Guðbjargar Bjömsdóttur. Móðir Rósu var Anna Jónatans- dóttir, b. á Litla-Hamri í Önguls- staðahreppi, Guðmundssonar, b. á Uppsölum, Jónatanssonar. Móðir Önnu var Rósa Júlíana Jónsdóttir, b. á Kotungsstöðum, Guðlaugssonar og Helgu Sigurðardóttur. Guðrún Margrét Pétursdóttir, Breiðvangi 19, Hafnarfirði. Lárus Lárusson, Snælandi 6, Reykjavlk. Ólafur Gunnarsson, Sjávargötu 14, Njarðvík. 40 ára Stefán Páll Steinþórsson, Ytri-Varðgjá, Eyjafiarðarsveit. Magnea Þórarinsdóttir, Litlagerði 3, Húsavik. Níels óskar Jónsson, Reynigrund 43, Akranesi. Ása Jóna Karlsdóttir, Lundi v/Vesturiandsbr„ Reykjavik. Andrzeju Kujawa, Hverfisgötu 49, Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.