Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1992, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1992, Blaðsíða 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn- hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað leyndar er gætt. Við tökum við frétta- í DV, greiðast 3.000 krónur. skotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar«Áskrift - Preifing: Sími 63 27 (- ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 1992. NeptúnusAK: aftanogsökk - tveirbjörguðust Tveir sjómenn frá Akranesi björg- uðust eftir að sex tonna trilla þeirra, Neptúnus AK 113, fylltist af sjó og sökk skyndilega skammt vestur af Mýrum í gærkvöldi. Þegar atburðurinn varð var bátur- inn með um 2 tonna afla og hafði talsverðan meðbyr, hann var á lensi. Skyndilega fylltist þiifarið að aftan af sjó. Seig þá báturinn. Bátsverjum tókst að senda neyðarblys sem sáust strax úr landi. Við svo búið komust þeir með naumindum í gúmmíbjörg- unarbát áður en Neptúnus sökk þannig að aðeins stefnið var upp úr sjónum. Stuttu síðar var mönnunum bjargað um borð í Bresa AK 101. Þyrla Landhelgisgæslunnar fór á staðinn, svo og varðskip, en ekki kom til þess að á þeirra aðstoð þyrfti að halda. -ÓTT Landakotsspítali: Formaðurfull- trúaráðs óskar eftir afsögn „Ég hef ekki sagt formlega af mér ennþá. Ég ræddi það hins vegar á fundi að það væri kannski réttast að óska eftir afsögn. Ástæðan er annars vegar persónuleg en hinu er ekki að leyna að ég varð undir á fundi full- trúaráðsins fyrir skömmu," segir Haraldur Ólafsson, formaður full- trúaráðs Landakotsspítala. Skömmu fyrir mánaðamót lenti Haraldur í minnihluta innan full- trúaráðsins þegar ákveðið var að segja öllu starfsfólki spítalans upp. Taldi hann ekki fullreynt að ná sam- komulagi við stjómvöld um frekari Ijárveitingar til spítalans. Haraldur segir nefnd, sem nýlega var skipuð, vera að vinna að samein- ingu Borgarspítalans og Landa- kotsspítala. í nefndinni eiga sæti full- trúar beggja spítalanna. Aðspurður segist hann ekki vita hversu langt sú vinna sé komin. -kaa Loðnuviðræöur: Engin niðurstaða Engin niðurstaða lá fyrir eftir við- ræður íslendinga, Norðmanna og Grænlendinga í Ósló í gær. Þar var rætt um veiðiheimildir hinna tveggja síðamefndu á loðnu á íslandsmiðum. Annar fundur var fyrirhugaður í dag en að honum loknum snýr ís- lenskg_ viðræðunefndin aftur heim. -JSS Vill viðtæka samstoðu ýmissa félagasamtaka Samkvæmt heimildum DV er vaxandi áhugi fyrir því innan verkalýðshreyfmgarinnar að mynda breíða samstöðu í barátt- unni fyrir að endurheimta það sem skorið hefur verið niður í velferð- arkerfinu. Þar tala menn um sam- stöðu með Öryrkjabandalaginu, samtökum aldraðra, BSRB, BHMR og jafnvel fleiri samtökum. Eftir að fólk fann fyrir þeim nið- urskurði á velferðarkerflnu, sem ákveðinn var í byrjun ársins, hefur þrýstingurinn á verkalýðsfélögin um aðgerðir margfeldast. Símar á skrifstofum verkalýðsfélaganna hafa verið rauðglóandi síðan skert- ar barnabætur, örorku- og ellilíf- eyrir var greiddur út. Þetta hefur leitt til þess að forráðamenn verka- iýðshreyfingarinnar ætla að snúa sér beint að ríkisstjórninni með kröfur um að niðurskurðurinn verði mildaður og eða afhuminn. Margir verkalýðsleiðtogar, sem DV ræddi við, óttast að hinir eigin- legu kjarasamningar, sem komnir eru í gang, springi í loft upp. Þeir benda á að vaxtalækkun hafi verið forsenda þess að um eitthvaö hafi verið að semja við atvinnurekend- ■ ur. Súvon hafi brugðist viðsiðustu vaxtaákvörðun bankanna. Hefði sú vaxtalækkun orðið voru aðilar vinnumarkaðarins búnir að orða sín í milli hóflega kjarasamninga. Nú segja viðmælendur DV að barátta næstu vikna fara í að ná til baka því sem skorið hafi verið niður í velferðarkerfinu. „Þegar veruleikinn blasir við fólki varðandi þennan niðurskurð, kemur í ljós að hann er mun harka- legri en fólk átti von á. Þaö er því ekki nema von að fólk snúi sér til verkalýðsfélagánna Þegar þaöfmn- ur fyrir niðurskurðinum enda hef- ur fólk gert það í miklum raæli undanfaríð. Alþingi hefur að visu samþykkt þennan niðurskurð en verkalýöshreyfingin hefur ekki gert það,“ sagði Björg Grétar Sveinsson, formaður Verkamanna- sambandsins, í samtali við DV. -S.dór Þeir voru vigalegir, félagarnir í Dorgveiðifélagi íslands, þegar þeir héldu á heimsmeistaramótið í Kanada í morgun frá Keflavík. Guðmundur S. Maríusson, ritari félagsins, óskar Birni G. Sigurðssyni góðrar ferðar. En þeir Rudolf Jónsson og Óli G. Jóhannsson fóru með Birni. Tveir bætast svo við liðið þegar út kemur en keppnin hefst á morgun. DV-mynd G. Bender Jón Baldvin Hannibalsson: Einkaleyfið tímabundið „Það er þegar búlð að ákveða að breyta íslenskum aðalverktökum í almenningshlutafélag og því er einkaleyfið núna aðeins á fresti vegna þess aðlögunartíma. Til við- bótar er mikil spurning um þær framkvæmdir sem eftir eru fyrir vamarhðið þannig að það gerist af sjálfu sér að þetta verði almennt verktakafyrirtæki í framtíðinni. Mitt áhyggjumál núna er atvinna þess fólks sem starfar hjá því,“ segir Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráð- herra um niðurstöðu skoðanakönn- unar DV þar sem mikill meirihluti vill afnema einkarétt íslenskra aðal- verktaka og láta bjóöa út verkin fyr- ir vamarliðið. - Kemur til greina að semja sig frá þeim fimm ára einokunarsamningi sem þegar er búið að gera við aðra eigendur íslenskra aðalverktaka, af- nema einkaréttinn strax og hefja al- menn útboð um framkvæmdir? „Það kemur auðvitað alltaf til áhta að taka upp samning ef báðir aðilar eru um það sammála. En þetta gerist allt af sjálfu sér ef verkefni fyrirtæk- isins verða skorin niður.“ - Hefur þú skýrslu í höndunum um hvað sá niðurskurður verður mikih? „Það er mál sem menn ættu aö ræða seinni hluta vikunnar.“ - En er ekki hægt að grípa inn í mál fyrirtækisins fyrr en eftir fjögur ár, þó ekki væri nema vegna þeirrar umræðu sem verið hefur í þjóðfélag- inu að undanfornu um það? „Ákvörðun Mannvirkjasjóðs At- lantshafsbandalagsins um fram- kvæmdir hér verður tekin seinna í þessari viku. Ég ætla að bíða eftir hverjar þær ákvarðanir verða." - Er Mannvirkjasjóðurinn á móti einokun íslenskra aðalverktaka? „Það eru almennar reglur á vegum Mannvirkjasjóðsins um að verkefni á vegum hans séu boöin út í alþjóð- legum útboðum. Það þýddi með öðr- um orðum að opna markaðinn fyrir norska og breska verktaka meðal annars." -JGH EES-samningurirai: Enn hef ur ekkert breyst Jón Baldvin Hannibalsson sagði í morgun að enn hefði ekkert breyst í grundvallaratriðum um það hvort EES-samningurinn kæmist í höfn. „Við eigum eftir að láta á það reyna hvort þessi viljayfirlýsing meirihluta ráðherraráðs Evrópubandalagsins kemst til skila til samningsaðilanna sjálfra. Það kemur í ljós á næstu einni til tveimur vikum. Ég er því hvorki bjartsýnn né svartsýnn á framhaldið." -JGH LOKI Þá hittast ioksins Davíð og Goliat! Veðriðámorgun: Rigning, slydda og snjó- koma Á morgun verður ahhvöss sunnan- og suðaustanátt með rigningu sunnanlands en slyddu vestanlands og snjókomu norð- anlands. Hiti verður á bihnu 1-6 stig, hlýjast suðaustanlands. oryggíssímTnn Vandað og viðurkennt öryggistæki lyrir þig og þó sem þér þykir vænt um Sda - Leiga - Þjónusta #®9I>29399 y y Allan sólarhringinn ¥ARI Öryggisþjónusta síðan 1 969

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.