Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1992, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1992, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 1992. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Forréttindavernd Verndun forréttinda er rauði þráðurinn í athöfnum ríkisstjórnarinnar. Hún mætir samdrætti með því að slá skjaldborg um velferðarkerfi forréttinda í efnahags- lífinu og ræðst með þeim mun meiri þunga að velferðar- kerfi þeirra, sem minna mega sín í þjóðfélaginu. íslenzkir aðalverktakar munu áfram mega stunda hermang í ríkisstjórnarskjóli. Utanríkisráðherra hefur lýst því yfir, að ekki verði hreyft við því rotna kerfi næstu árin. Ekki er stefnt að því að leggja hermangið niður, heldur hleypa fleiri peningamönnum í það. Flugleiðir munu áfram mega stunda sína einokun á beztu flugleiðum innan lands og utan. Þær munu áfram mega hrekja flugfélög af Keflavíkurvelli með einokun sinni á flugafgreiðslu. Þær munu áfram fá að stjórna Flugráði og þenja sig út í ferðamálum landsins. Hinn hefðbundni landbúnaður fær á þessu ári tölu- vert aukinn hlut af ríkisútgjöldunum. Þetta er sagt vera gert í hagræðingarskyni eins og hefur verið sagt svo oft áður. Aukin peningabrennsla í landbúnaði skýrir ein allan samdrátt í heilbrigðis- og skólamálum. Munur þessarar og næstu ríkisstjórna á undan henni er, að þessi hefur spyrnt við fótum og stöðvað hægfara þróun eins áratugar í átt til markaðsbúskapar, sem hófst með svokölluðum Ólafslögum Jóhannessonar árið 1979, þegar komið var á raunvöxtum íjárskuldbindinga. Raunvextirnir drápu versta forréttindafyrirtæki landsins, Samband íslenzkra samvinnufélaga, og leiddu mikla grósku í atvinnulífið. Lán voru ekki lengur gjafir til gæludýra, heldur varð að nota þau í arðbær verk- efni, sem gátu staðið undir verðtryggðum lánum. Með aukinni þátttöku í vestrænu viðskiptasamstarfi neyðast stjórnvöld til að láta kyrrt hggja, þótt erlend fyrirtæki komi inn á markaðinn til hagsbóta fyrir neyt- endur. Það hefur gerzt í tryggingum og gerist vonandi fyrr eða síðar í stöðnuðu bankakerfi landsins. Ríkisstjórnin getur til langs tíma ekki verndað fáokun í bönkum, tryggingafélögum, olíufélögum og skipafélög- um, af því að hún er bundin erlendum samningum. En hún gerir sitt ýtrasta til að vemda einokun eins og dæmi íslenzkra aðalverktaka og Flugleiða sýna. Sala ríkisfyrirtækja er sama marki brennd. Fordæm- ið er Bifreiðaeftirlitið, sem breytt var í rándýrt einkafyr- irtæki, Bifreiðaskoðun íslands, sem hefur einokun á sínu sviði. Við búum ekki við einkavæðingu markaðsbú- skapar, heldur einkavæðingu einokunarbúskapar. Þannig verður Sementsverksmiðjan seld. Tækifærið verður ekki notað til að hefja frelsi 1 sementsverzlun, heldur verður peningamönnum afhent sementseinokun, sem ríkið hefur nú. Afleiðingin verður stórhækkun á verði sements eins og varð á skoðun bifreiða. Hefðhundin frjálshyggja í efnahagsmálum gerir ráð fyrir, að losað sé um höft, svo að samkeppni aukist til hagsbóta fyrir neytendur. Ráðgerð einkavæðing af hálfu ríkisstjórnarinnar fylgir ekki þessu lögmáli, heldur miðar að aukinni misnotkun á opinberum höftum. Ekki er rúm fyrir lítilmagnann í þessu velferðarkerfi stórfyrirtækja og landbúnaðar, sem rekið er hér á landi. Þess vegna er íjár aflað í stóraukinn ríkisrekstur land- búnaðar með því að skera niður við trog velferðarkerfi almennings, einkum heilbrigðismál og skólamál. Núverandi ríkisstjóm er ein mesta afturhaldssljóm, sem verið hefur við völd í mannsaldur. Hún er eins konar fomleif frá einokunartíma 18. aldar. Jónas Kristjánsson „Greiðslur fyrir sérfræðilæknisþjónustu eru nú algjörlega tvískiptar eftir því hvort þjónustan er veitt á lækn- ingastofu sérfræðings úti i bæ eða inni á spitala." Eru réttir aðilar að taka rangar ákvarðanir? Hrossalækningar á sjúkrahúsum Þegar teknar eru ákvarðanir um spamað í rekstri sjúkrahúsa er verr af stað farið en heima setið ef gripnar eru úr lausu lofö upphæðir og síðan sagt aö nú skuh þær spar- aðar, í stað spamaðar sem lýtur fyrirfram ákveðinni stefnumörk- un. Þessi aðferð, tíi að ná fram spam- aði, mun án efa ganga gegn sam- felldu starfi liðinna áratuga til upp- byggingar tækjakosts, þekkingar og reynslu. Greinirá um leiðir Rekstur sjúkrahúsa er í eðh sínu starfsemi af því tagi að skyndiá- kvarðanir um breytt fyrirkomulag geta orðið til þess að fjárfestingar og kunnátta, sem byggð hefur verið upp á löngum tíma, glatast. Raun- verulegum spamaði í rekstri sjúkrahúsa er því aðeins hægt aö ná fram að unnið sé eför fyrirfram ákvarðaðri stefnu til langs tíma en ekki ráðist í illa grundaðar skyndi- aðgerðir. Formenn læknaráða spítalanna í Reykjavík hafa séð ástæðu til að vara við því neyðarástandi sem kynni að skapast af völdum hins fyrirskipaða spamaðar og bent á verri þjónustu og aukinn kostnað samfélagsins af slíkum ráðstöfun- um þegar til lengdar lætur. Ekki er deilt um að í rekstri sjúkrahúsa er hægt að ná fram verulegum sparnaði. Menn greinir á um leiðir og hvort rangir aðilar em að taka réttar ákvarðanir um hvaða sjúkrahús og deildir skuli starfræktar eða sameinaðar. Sjúkratryggingar greiði fyrir þjónustuna - aðrir sjái um reksturinn í hnotskm-n er vandamálið það að ríkisvaldið hefur í tímans rás axlað of mikla íjárhagslega ábyrgð með því fyrirkomulagi að greiða rekstur sjúkrahúsa með beinum fjárfram- lögum úr ríkissjóði, í stað þess að greiða sjúkrahúsunum eingöngu fyrir tiltekna veitta þjónustu Gæknisverk, aðgerðir og ummönn- un) en láta öðmm eför reksturinn. Til að ná fram sparnaði væri því heppilegast að ríkið hæfl þá löngu vegferð með því að losa sig frá spít- komandi spítala og kostnaður er óviss. Valdið í höndum heimamanna Víðs végar af landinu, þar sem starfrækt eru sjúkrahús, berast fréttír af þvi að með miðstýrðum ákvörðunum heilbrigðisstjórnar- innar eigi að gera út um hvernig rekstri þessara spítala eigi að hátta í framtíðinni og hvaða starfsemi skuli fara þar fram. Mun æskilegra væri að aðrir aðil- ar en ríkið, fyrst og fremst einstök sveitarfélög, bæru alfarið ábyrgð á rekstri spítalanna en „seldu“ sjúkratryggingunum „þjónustu" sína á umsömdu verði. Með þeim hætti kemur sérhæfmg sjúkrahús- . anna afsjálfu sér, án afskipta ríkis- „Til að ná fram sparnaði væri því heppilegast að ríkið hæfi þá löngu veg- ferð með því að losa sig frá spítala- rekstri sem mest það má og fela Trygg- ingastofmm ríkisins sem vörsluaðila sameiginlegs sjúkrasjóðs allra lands- manna að hefja samningaviðræður við einstaka spítala...“ Kjallarinn Bolli Héðinsson fyrrv. formaður Tryggingaráðs alarekstri sem mest það má og fela Tryggingastofnun ríkisins, sem vörsluaðila sameiginlegs sjúkra- sjóðs allra landsmanna, að hefja samningaviðræður við einstaka spítala um greiðslur fyrir sérfræði- læknisþjónustu og umönnun inni á spítulum, líkt og nú er gert við sér- fræðinga utan spítala. Greiðslur fyrir sérfræðilæknis- þjónustu eru nú algjörlega tvískipt- ar eftir því hvort þjónustan er veitt á lækningastofu sérfræðings útí í bæ eða inni á spítala. í minni hátt- ar tilvikum kann aö vera um svip- aöar aðgerðir að ræða. Fari aðgerð- in fram á stofu sérfræðingsins greiöir Tryggingastofnun sam- kvæmt umsömdum taxta og lýkur þar afskiptum ríkisins af stofu- rekstri sérfræðingsins. Fari að- geröin hins vegar fram inni á sjúkrahúsi greiðist ein aögerð af heildarframlagi ríkisins til við- valdsins af því hvar og meö hvaða hætti spítalarnir eru reknir. Sjálfsagt má lengi skrifa um hvaða stærð spítala er hagkvæm- ust og ekkert svar einhhtt. Jafnvel þó saman væru dregnir alhr áþreif- anlegir þætfir í rekstri spítala og reynt að finna þannig út svarið geta margir aðrir þættir, sem erfið- ara er að henda reiður á, haft sitt að segja. Þannig er sýnt að þótt sýna megi fram á að sjúkrahús rekið á einum staö standist alls ekki þær „arð- semiskröfur" sem gera á til sjúíkra- húsa þá þyrftí það að vera í hönd- um viðkomandi sveitarstjórna að ákveða hvort þær taki á sig halla af rekstri spítalans, t.d. til að geta áfram boðiö upp á þjónustu sjúkra- hússins í byggðarlaginu eða til að halda í þau störf sem skapast við rekstur sjúkrahúss. Bolli Héðinsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.