Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1992, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1992, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 1992. Útlönd Eituriyfjaneyt- nálarstunguog Þeir sem gerst hafa sekir um neyslu eiturlyfla í Maricopa- sýsiu í Arizona geta valið miHi þess að taka út fangelsisdóm eða fara í nálastungumeðferð. Velji menn nálastungumeöferö- ina verða þeir að ganga með íjór- ar nálar í eyrunum í 45 minútur dag hvern i tvær vikur. Aðeins við fyrsta hrot standa nálastung- urnar til boða. Engum sögum fer afhvort menn lœknast af fíkninni við refsinguna. myroaprjuoom sínskömmueft- Díana Speneer, 24 ára gömul kona í Wayland í Michigan, á yfir höíði sér lífstíðarfangelsi vegna gruns um að hún hafi myrt þijú börn sín skömmu eftir þau fædd- ust. Siðast kæfði hún sex mánaða gamlan son sinn árið 1990. Reynist grunur lögreglunnar á rökum reistur framdi Díana fyrsta morðið árið 1983 þegar hún var flmmtán ára. Þá eignaöist hún dóttur sem lést sköramu síð- ar. Aftur myrti hún dóttur árið 1987 en ekkert sannaðist á hana viö lát stúlknanna. Eiturslangan Fjóra flleflda slökkviliðsmenn þurfti til að fa eiturslöngu til aö sleppa taki á eiganda sínum í bænum Mesa í Arizona. Slöngu- temjarinn heitir Susan Inherst og er 23 ára gömul. Hún hugðist gefa gæludýrí slnu lifandi kjúkling en slangan varð svo hrædd að hún hríngaði sig utan um Susan og sleppti ekki takinu fyrr en slökkvfliðsmenn- irnir brutu hana á bak aftúr. Þjóðverjarþola ekkitennisí sjónvarpinu Könnun meðai þýskra sjón- varpsáhorfenda hefur leitt í Ijós að 69% þeirra þola ekki útsend- inpr frá tennisleikjum. Frá Þýskalandi koma þó margir af frægustu tennisleikurum heims. Má þar nefna Steffl Graf og Boris Becker. Aödáendahópurinn virð- : ist þó vera: fámennari en talið hefur verið til þessa. skoskra þjóð* Leikariim Sean Connery hefur gengið í flokk skoskra þjóðemis- sinna og æöar að berjast fyrir ílokkinn í komandi þingkosning- um. Connery öðlaðist heims- frægð þegar hann lék meistara- spæjarann James Bond hér á árum áður. Þessi ákvörðum Connerys þyk- ir auka enn líkurnar á stórsigri þjóðemissinna í kosningunum. Fyrir skömmu lýsti annar hver Skoti stuðningi sínum viö helsta baráttumá! Ilokkins en það er að slíta sambandinu við England. : Connery gekk í flokksfélagið í Endinborg en þar bjó hann á yngri árum. Enn er ekki vitaö fyrir víst hvort leikarinn fer í framboö fyrir flokk sinn. Tracy Murphy gengur úr réttarsalnum eftir að hafa gefið vitnisburð sem veröur Tyson erfiður. Hún sagði að hann hefði þuklað stúlkurnar eins og kolkrabbi fyrir fegurðarsamkeppni blökkustúlkna. Murphy vitnaði með stöllu sinni sem kaerir Tyson fyrir nauðgun. Símamynd Reuter Hallar á Mike Tyson 1 nauögunarréttarhöldimimi: Þuklaði stúlkurnar eins og kolkrabbi - sögðu þátttakendur í fegurðarsamkeppni blökkustúlkna „Tyson var eins og kolkrabbi þegar hann sat fyrir á mynd með okkur. Hann var með hendumar úti um allt og káfaði á rassinum á einni um leið og hann þuklaði brjóstin á annarri," sagði Tracy Murphy, ein af þeim er tóku þátt í fegurðarsamkeppni blökkustúlkna í New York sumarið 1990. Tyson er sakaður um að hafa nauðgað einni stúlkunni nóttina áð- m- en keppnin fór fram. Tvær stúlkur úr keppninni vitnuðu í gær gegn Tyson við réttarhöldin gegn honum og bar saman um að hann hefði ver- ið mjög. fjölþreifinn og nánast óþo- landi fyrir allt káfið. Þeim bar einnig saman um að stúlkan sem kærir hafi sagt þeim morguninn áður en keppt var, þann 19. júlí, að Tyson hefði nauðgað sér um nóttina. „Hún var eins og svefn- gengill þegar hún kom um morgun- inn. Það leyndi sér ekki á svipnum að hún hafði þolað miklar raunir," sagði Murphy. Charrisse Nelson, sem einnig tók þátt í keppninni, sagði aö fómarlamb Tysons hefði sagt sér allt um hvað gerðist umrædda nótt. Stúlkan sagði Nelson að Tyson hefði sagst kunna vel að meta stúlkur sem segðu nei meðan hann væri að nauðga þeim. Þá sagði hún að Tyson hefði verið með barmmerki sem á stóð: „Saman í Kristi". Nærbuxur stúlkunnar, sem kærir Tyson, voru lagðar fram sem sönnunar- gagn í réttinum í gær. Eftir er að fjalla um hvaða vísbendingar þær gefa. Símamynd Reuter Framburður stúlknanna kemur sér Ula fyrir vöm Tysons að mati sérfræðinga. Með þessu móti hefur tekist að vekja athygli á kynhegðun hans þótt dómarin hafi áður úr- skurðað að aðeins ætti að fjalla um nauðgunarmálið. Nú er talið líklegast að veijendur Tysons noti það í vöm sinni að fórn- arlambið hafi farið með Tyson af fús- um og fijálsum vilja á hótelherbergið nóttina fyrir keppnina þótt þaö vissi að hnefaleikakappinn væri fjölþreif- inn til kvenna. Þaö á svo eftir að koma í ljós hvort kviðdómurinn fellur fyrir röksemda- færslu af þessu tagi því eftir sem áður er ósannað mál hvort Tyson nauðgaði stúlkunni eða ekki. Reuter Réttarhöldin yfir Jeffrey Dahmer: Svo ét ég úr þér hjartað - sagði fómarlamb sem slapp lifandi frá b öldamorðingj anum Eitt fómarlamba Jeffrey Dahmers hefur borið fyrir rétti að flöldamorð- inginn hafi hótað honum því að éta úr honum hjartaö. Umrætt vitni slapp naumlega úr klóm Dahmers og var flóttinn öðra fremur til að athæfi Dahmers komst upp. í gær var leitað áhts geðlækna á sjúkleika Dahmers. Hann lokkaði til sín unga drengi, myrti þá og hafði samfarir við líkin. í sumum tilvikum lagði hann sér fómarlömbin til munns. Geðlæknirinn Fredrick Berlin sagði að Dahmer væri svo sjúkur að vonlaust mætti heita að lækna hann. Því kæmi ekki til greina að sínu viti að sleppa honum nokkm sinni laus- um. Hins vegar væri hann ekki sak- hæfur og yrði því að vistast á réttar- geðdeild. Dahmer hefur sjálfur lýst því yfir að hann óski þess helst að vera tek- inn af lífi. Veijendur hans vilja þó fá réttinn til að úrskurða hann ósak- hæfan. Reuter Tveír Grænlendingar, þeir Jens Jörgen Fleischer og Jens Daniel- sen, lögðu í gær upp í heljarlanga sleðaferð frá Thuie á Grænlandi til Point Arrow í Alaska, í sleða- spor Knuds Rasmussen. Knud Rasmussen fór í hina frægu ferð sína árið 1921. Mennirnir tveir hófu ferðina með því að fara í flugvél fr á her- stöðinni í Thule til Resolute Bav i Norður-Kanada. Þaðanætlaþeir á hundasleða í þijú þúsund kíló- metra langa ferð sem búist er við að taki íjóra mánuöi. Á leiðimii ætla þeir að hitta aðra ínúíta en það voru einmitt ínúítar úr vestri sem komu til Grænlands fyrir um þúsund árum. Meðftúm íshafinu frá Grænlandi til Alaska og Síberíu búa nú um 100 þúsund inúítar, þar af um helmingurinn á Græn- landi Japanaryfirslg stressaðir vinnuþrælar Efnahagsundrið í Japan tekur sinn toll i andlegri og likamlegri heilsu landsmanna, að því er seg- ir i rannsókn sem gerð var á veg- um stjórnvalda. Margir Japanar, einkum fólk á aldrinum 30 ti! 50 ára, telja sig vera allt of stressaða en þeim sem komnír eru yflr fimmtugt íinnst þeir stööugt vera þreyttir. Rannsóknin náöi til þrjú þús- und manns og töldu rúmlega 63 prósent sig finna til viðvarandi líkamlegrar þreytu en tæplega 53 prósent fundu oft fyrir andlegu stressi og þreytu. Könnun sem þessi er gerð á heilsufari Japana á þriggja ára fresti. FinnairogAero- flotsamaní flugfélag Finnska flugféiagið Finnair og hið fyrmm sovéska Aeroflot hafa komist að samkomúlagi um aö stofiia saman flugfélag sem á að hafa höfuðstöðvar sínar í St. Pét- ursborg. Finnáir mun leggja til þijár til fimm ílugvélar af gerðinni DC-9 og sjá um þjálfun áhafna frá Aeroflot til að fljúga þeim. Þjálf- unin hefst síðar á þessu ári eða á því næsta. Flugfélagið nýja mun fljúga frá St Pétursborg til horga í Mið- og Vestur-Evrópu, þó ekki til Finn- lands. Verðlaun fyrir að Sainska ríkisstjómin hét i gær einni mflljón sænskra króna 1 verðlaun þeiro sem gætu gefið lögreglunni upplýsingar um þann eða þá sem hafa skotið á innfiytjendur á Stokkhólms- svaiðinu að undanférnu. Sex innflytjendui', flesth’ frá Afríku eða Miðausturlöndum, hafa orðiö fyrir skotárásum á síð- ustu vikum. Gun Hellsvik dómsmálaráð- herra sagði í gær að þetta væru mjög alvarlegir giæpir sem ættu sér ekkert fordæmi í Svíþjóð og því væri sjálfsagt að ríkisstjómin legði fram verðlaunaféð. Þrátt fyrir mikla leit og fjöl- margar ábendingar írá almenn- ingi hefur lögreglunni iítið miðaö i rannsókn sinni í máhnu. Hópar hægrisinnaðra öfgamanna liggja þó undir grun. Rltzau, Reuter úg TT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.