Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1992, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1992, Blaðsíða 6
22 MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 1992. Tölvur / SOL HF. BUNADARBANKI ÍSLANDS TSKNIVAL PÓSTUR OG SÍMI P. Samúelsson hf. EIMSKIP /MIKLIGÍRÐURhf Pappírslaus viðskipti felast í að senda stöðluð viðskiptaskjöl milli tölva í gegnum X.400 gagnahólfa- kerfi Pósts og síma. Gagnahólfa- kerfið er mun öruggara en að nota einungis mótald og símalínur. Til þess að pappírslaus viðskipti séu möguleg verða skjölin, sem send eru, að vera á stöðluðu formi. Sam- einuðu þjóðimar hafa útbúið staðal er heitir EDIFACT og segir til um útlit slíkra skjala. Þessum staðli hefur verið fylgt hér á landi og mun það koma sér vel þegar pappírslaus viðskipti hefjast við útlönd. Þegar pappírslaus viðskipti eiga sér stað eru upplýsingar úr viðskiptabók- haldi fyrirtækisins settar á hið staðlaða form og sendar frá tölvu fyrirtækisins. Tölvukerfið, sem tekur á móti upplýsingunum, les þær af staðlaða forminu og setur þær inn í tölvukerfið hjá sér. Kostur pappírslausrá viðskipta Með pappírslausum viðskiptum fara upplýsingar beint frá einu tölvukerfi í annað og því þarf ekki að slá inn upplýsingar sem einu sinni hafa verið settar inn í tölvu- kerfi. í dag er tahö að um 70% af því sem prentað er út úr einu tölvu- kerfi sé slegið inn í þaö næsta. Papp- írslausum viðskiptum fylgir því mikil hagkvæmni og tvíverknaður á að vera úr sögunni. Hætta á vill- um í innslætti hefur einnig minnk- að til muna. Við pappírslaus við- skipti þarf því færra starfsfólk við að slá inn í tölvukerfiö. Pappírslaus viðskipti leiða einnig til styttri pönt- unartíma og minna birgðahalds sem leiðir til aukins veltuhraða og minni fjárfestingar í birgðageymsl- um. Eins og nafnið bendir til þarf lítið af pappír viö pappírslaus viö- skipti og þannig ætti að vera hægt að bjarga nokkrum tijám. ISEDI '91 EDI-félagið, sem er áhugafélag um pappírslaus viðskipti, setti, í samstarfi við ýmsar stofnanir og fyrirtæki, af stað verkefnið ISEDI ’91 sem var um að koma af stað pappírslausum viðskiptum á árinu 1991. Að verkefnunum stóðu félag- ið EDI (Electronic Data Inter- change), sem er félag áhugamanna um pappírslaus viðskipti, ICE- PRO-nefndin, sem er opinber nefnd um bætt verklag í viðskiptum, íjár- málaráðuneytið, viöskiptaráðu- neytið, EAN á íslandi, SKYRR, ISEDI ’91 Fyrirtækin sem tóku þátt í verkefninu ÍSEDI ’91. Netverk hf. og Póstur og sími. ISEDI ’91 eru í raun 5 verkefni: smásöluverkefni, flutningsverk- efni, tollaverkefni, bankaverkefni og fjarvinnsluverkefni. Arangur af starfí ISEDI'91 Framan af ári var unnið að undir- búningi sem leiddi til þess að í okt- óber sl. hófust pappírslaus við- skipti á íslandi. Nú, þegar 1991 er liöið, er forvitnilegt að vita hvernig til hefur tekist en verkefninu mun formlega ljúka um næstu mánaða- mót. Öll verkefnin eru á lokastigi og sem dæmi um árangur af verkefn- inu má nefna aö jniklar breytingar hafa átt sér stað í þvi hvemig viö- Stjórnendur fyrirtækja. Nú er rétti tíminn! Er flókió að fá heildaryfirlit yfir skuldastöðu og greiðslubyrði fyrirtækisins? Skuldar fyrirtæki þitt mörgum ólíkum á'öilum sem bjóða ólík kjör ? Veróbréfakerfió Vísir ræður vió flestar tegundir skuldabréfa. Auk hefðbundinna skuldabréfa má nefna skuldabréf frá Byggóastofnun, Fiskveióasjóði og iónlánasjóði, kaupleigusamninga og erlend endur- lán banka. Nú er rétti tíminn til að skipuleggja uppgjörsvinnu um áramótin. VKS VERK- OG KERFISFRÆÐISTOFAN HF BILDSHOFÐA 14, 112 REYKJAVÍK. Sími: (91) 68 75 00, Telefax: (91) 67 47 57 skipti Smjörlíkis/Sólar hf. og Bón- uss fara fram. Núna fara þessi við- skipti þannig fram að eftir að versl- unarstjóri Bónuss hefur kannað birgðastöðuna að kvöldi slær hann pöntun á vörum frá Sól hf. inn í tölvuna. Að þvi loknu er pöntun- inni breytt yfir á staðlaö EDI- FACT-form og send í X.400 gagna- hólf Sólar í gagnahólfaþjónustu Pósts og síma. Næsta morgun sæk- ir Sól pöntunina úr gagnahólfinu. Sól útbýr reikning, sem fer í gagna- hólf Bónuss hjá Pósti og síma, og þegar varan er svo aíhent færir Bónus upplýsingar af pöntuninni inn í birgðabókhaldið. Með þessum hætti er tvíverknaður úr sögunni því eini innslátturinn, sem fór fram, er þegar Bónus sló inn pönt- unina. Þannig þyrfti ekki að nota pappír við þessi viðskipti, sem er þó gert við reikningagerðina þar sem virðisaukalögin skylda fyrir- ' tæki til að nota pappír. Frumvarp um að breyta þessu hefur verið lagt fyrir Alþingi. Smásöluverkefniö er lengst kom- ið en brátt verður hægt að senda tollskýrslur til tollstjóra með þess- um hætti. í dag fer mikill tími í hlaup í kringum tollinn hjá inn- flutningsfyrirtækjum og er ekki óalgengt að einn starfsmaður á bif- reið sé bundinn í tollskýrslugerð og ferðum í tollinn. Því er mikil hagræðing í pappírslausum við- skiptum á tollasviðinu og hefur tollurinn verið að gera tilraunir með sendingu tollskýrslna í sam- vinnu við tíu fyrirtæki. í flutninga- verkefni er unnið að undirbúningi pappírslausra sendinga á milli Mynd Netverk hf. farmflytjenda og móttakenda vöru. í þessu verkefni verða komutil- kynningar vöru sendar á milli tölva. Að þessu vinna annars vegar Mikhgarður og Samskip og hins vegar ísal og Eimskip. Mikhgarður og Samskip eru farin að senda skjöl sín á milli. Búnaðarbankinn, í samvinnu við Heklu hf., og Tæknival vinna sam- an aö bankaverkefninu. Markmið- ið er að fyrirtækin geti sent greiðslubeiðnir til viðskiptamanna og starfsmanna beint frá tölvukerfi sínu sem komi því í stað ávísana. Ljóst er að fyrirtæki utan Reykja- víkursvæðisins geta haft mikið gagn af pappírslausum viðskiptum. Því var fjarvinnsluvérkefnið sett í gang en það felst í því að fyrirtæki úti á landi eru að skipta við fyrir- tæki í Reykjavík með pappírslaus- um hætti. Hér starfa Mikhgarður og Kaupfélag Skagfirðinga á Sauð- árkróki. Mikiha breytinga er að vænta í viðskiptum milli þjóða og fyrir- tækja í kjölfar þess að evrópskt efnahagssvæði verði að veruleika. Unnið er að því að taka upp papp- írslaus viðskipti í Evrópu svo upþ- lýsingaflæði verði ekki flöskuháls þegar flytja skal vörur í landa- mæralausri Evrópu. Liður í aö tryggja samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja innan Evrópu er að koma á pappírslausum viðskiptum á sem flestum sviðum og er nú ekkert tæknhega því til fyrirstöðu að hefla pappírslaus viðskipti við erlendar þjóðir. -ig

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.