Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1992, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1992, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 1992. 31 Tölvur Upplýsingaöflun í Háskólabókasafni Hjá Háskólabókasafni, sem er til húsa í aðalbyggingu Háskólans, er hægt að gera umfangsmiklar heim- ildarleitir með tölvu úr mismunandi gagnasöfnum. Tölvukerfið Gegnir Fyrir skömmu var tölvukerfið Gegnir opnað almenningi. í því eru m.a. skrár um rit Háskólabókasafns og Landsbókasafns. í Gegni má sjá hvaða bækur, íslenskar og erlendar, eru til í þessum tveimur söfnum og er hægt að leita eftir efni, höfundum og titlum, svo dæmi séu nefnd. Erlend gagnasöfn Þegar bækur safnanna nægja ekki til að seðja upplýsingaþörfina er í Háskólabókasafni hægt að fá aðgang að erlendum gagnasöfnum. Þessi gagnasöfn eru annars vegar á geisladiskum í safninu og hins veg- ar í erlendum upplýsingamiðstöðv- um. Upplýsingamar, sem hægt er að fá, eru tvenns konar, þ.e. tilvísun í greinar og önnur skrif um tiltekið efni og í sumum tilvikum greinamar sjálfar. Gagnasöfnin og greinarnar eru yfirleitt ritaðar á ensku. Ef grein- amar em ekki skráðar í gagnabank- ann, og ekki til í Háskólabókasafni, aðstoðar starfsfólk bókasafnsins við að útvega greinina erlendis frá í gegnum svokallaö millisafnalán. Halldóra Þorsteinsdóttir, bókasafns- fræðingur bjá Háskólanum, tjáði DV að þetta væri mest notað af nemend- um og starfsfólki Háskólans en lagði áherslu á að þessi þjónusta stæði öll- um opin og gæti nýst bæði einstakl- ingum og fyrirtækjum. Til dæmis gætu fyrirtæki, er áhuga hafa á ný- sköpun, fengið aðgang að miklu magni upplýsinga og þannig nýtt sér rannsóknir og reynslu þeirra er til þekkja. Gagnasöfn á geisladiski CD-ROM-geisladiskar komu fyrst á markað árið 1985. Tilkoma þeirra var bylting í geymslu og miðlun gagna. Á einum litlum diski má koma fyrir upplýsingum sem samsvara 270 þús- und blaðsíöum eða 600 mégabaétum. Til marks um magn upplýsinga á einum diski tekur td. 20-30 binda alfræðirit minna en þriðjung af geymslurými disksins. í Háskóla- bókasafni eru 15 gagnasöfn á geisla- diskum. Sem dæmi um diska, er inni- halda tilvísanir í tímaritsgreinar o.þ.h., eru: BPI (viðskiptafræði), ERIC (uppeldis- og kennslufræði), LISA (bókasafns- og upplýsinga- tækni), MLA (bókmenntir), PAIS (viðskipta-, hag- og stjórnmáiafræði) og SCI (raunvísindi, verk- og læknis- fræði). Einnig eru til Books in Print, sem er skrá um útgefnar bækur, og alfræðiritið Groher the Electronic Ráðstefnur sem eru stöðugt í gangi og ölluin opnar Með því að stofna notendareikning hjá Háskóla íslands fæst aðgangur að ráðstefnukerfi sem gerir kleift að tengjast fólki úti um allan heim með sömu áhugamál. Ráðstefnukerfið Usenet Kerfið heitir Usenet og hafa þús- undir manna um allan heim aðgang að því. Ráðstefnukerfið er vettvang- ur þar sem fólk getur skipst á skoð- unum um margvísleg málefni, komið fréttum á framfæri og dreift hugbún- aði. Kerfinu er skipt niður í 1000 ráð- stefnur (málaflokka) og koma um 750 af þeim til íslands. Ráðstefnum er skipt í tvo flokka, opnar og ritstýrð- ar. Notkunin fer þannig fram aö not- endur skrá sig á þær ráöstefnur sem þeir hafa áhuga á. Síðan munu þeim berast greinar, bréf og ýmsar til- kyimingar um þetta ákveöna mál- efni. Á opnum ráösteíhum er not- anda einnig fijálst að leggja sitt til málanna, senda greinar, svör og gera athugasemdir við það sem ritaö er um á ráðstefnunni. Á ritstýrðum ráðstefnum er farið yfir efhið og val- ið úr það sem fær að dreifast um netið. Dæmigerð notkun fer þannig fram að notandi, sem skráður er á ráð- stefnu um staðamet, sendir fyrir- spum um hvemig hægt sé að leysa ákveðið vandamál í netinu. Aðrir netáhugamenn á ráöstefnunni lesa fyrirspumina og senda svar um hæl ef þeir telja sig vita lausnina. Ráðstefnum er skipt í 10 efnis- Encyclopedia. Notkun geisladisk- anna er ókeypis og öllum heimil. Erlendar upplýs- ingamiðstöðvar í þeim tilvikum er ekki fengust nægjanlegar upplýsingar af geisla- diskum, t.d. vegna þess að þeir vom orönir nokkurra mánaða gamlir, veitir bókasafnið þjónustu við að leita í erlendum upplýsingamið- stöðvum. Starfsfólk safnsins leitar þá upplýsinganna í gegnum gagna- net Pósts og síma. Stærst upplýs- ingamiðstööva er DIALOG, sem er í Kalifomíu, en þar em 600 gagnasöfn sem innihalda um 200 milljónir til- vísana. Næststærst er DATASTAR í Sviss en þar em 200 gagnasöfn, eink- um á sviði viðskipta-, efna-, lyfja- og læknisfræði. Borga þarf fyrir þessa þjónustu og fer verð eftir tengitíma við upplýsingaþjónustuna. Lág- marksverð er 500 kr. en meðalverð 2000 kr. Notkun gagnasafna Varla þarf að óttast skort á upplýs- ingum kunni menn að notfæra sér gagnasöfn, hvort sem þau em á Halldóra Þorsteinsdóttir í Háskólabókasafni að afla upplýsinga fró erlendum upplýsingamiðstððvum. geisladiski eða í erlendum upplýs- ingamiðstöðvum. Vandinn er sá að leggja nægilega markvissar spum- ingar fyrir gagnasöfnin. Svar við spumingu um einkatölvur gæfi þús- undir tilvísana í greinar sem með einhveijum hætti fjalla um þetta efni. Þessa fyrirspum verður að þrengja, t.d. með því að tengja orðin einkatölvur, hjálpartæki og fatlaðir, til þess að fá tilvísanir í skrif um hvemig einkatölvur geta veriö hjálp- artæki fyrir fatlaða. Ef ritin, sem greinamar birtast í, em ekki til á Háskólabókasafni útvegar safnið þau sé þess óskað. Þegar útvega þarf greinina að utan þá tekur það 2 til 4 vikur, ef hún er fáanleg í Evrópu, en lengri tíma ef þarf að panta hana frá Bandaríkjunum. Kostnaður við að fá ljósrit af 1-10 blaðsíðna grein er 500 kr. Áskrift að greinum Áhugafólk um tiltekið efni getur gerst áskrifendur að greinum er skrifaðar em um þaö efni. Slík áskrift færir mönnum vitneskju um allt sem birt er um efnið með jöfnu millibili. Áskriftir auövelda atvinnu- lífinu að fylgast með nýjungum en þess era líka dæmi að sjúklingar taki áskrift um sjúkdóm sinn til að fylgj- ast með framfómm sem gætu oröið þeimaðliði. -ig flokka. Þeir era: 1. Heimasmíðaöar ráðstefnur (upplýsingar sem ekki eiga erindi út af viðkomandi tölvu), 2. ICENET-ráðstefnur (einungis dreift innan íslands), 3. EUNET- ráðstefnur (einungis dreift í Evrópu), 4. COMP (tölvur og tölvunotkun), 5. NEWS (um Usenet sjálft), 6. SCI (ýmis vísindi), 7. SOC (menningar- og félagsmál), 8. REC (afþreyingar- ráðstefnur), 9. MICS (annað sem ekki flokkast undir ofangreinda flokka) og 10. ALT (skammlífir flokkar, em ekki formlega hluti af Usenet). Sem dæmi um ráðstefnur má nefna mikinn fjölda ráöstefna um tölvur og tölvunotkun en einnig ráöstefnur um garðyrkju, sagnffæði, hagfræöi, skák, læknisfræði, heimspeki, kvik- myndir, geimferðir, kynferðismál og flug. Fyrir utan þær ráðstefnur, sem eingöngu dreifast innan íslands, fara samskiptin fram á ensku. Æskilegast er að notendur noti kerfið frá eigin skjá en tengist RHÍ með mótaldi í gegnum símalínu því skjáir RHÍ era umsetnir af stúdent- um yfir vetrartímann. Notendur RHÍ borga fast mánaðargjald, sem er um 1300 kr., og svo borga þeir í hlutfalli við notkunina. Þeim sem áhuga hafa á að kynna sér frekar þessi mál er bent á Notendahandbók ÍSnet sem fæst í Bóksölu stúdenta við Hring- braut. Magnús Gíslason hjá Reikni- stofiiun Háskólans sér um að veita viðtöku umsóknum um notenda- reikninga sem verða að vera á þar til gerðum umsóknareyöublöðum sem einnig fást hjá honum. Síminn hjáMagnúsier 91-694750. -ig UTVEGSBANKINN TIMAMOTAHUGBUNAÐUR FYRIR ISLENSKAN SJÁVARUTVEG / Utvegsbankinn er nýr hugbúnaður, hannaður til úrlausnar verkefna í sjávarútvegi. / Utvegsbankinn býður heildarlausn við daglegan rekstur og umsvif í sjávarútvegi og fiskvinnslu. VERK- OG KERFISFRÆÐISTOFA STÓRHÖFÐA 15 - REYKJAVÍK - SÍMI 685130

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.