Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1992, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1992, Blaðsíða 14
30 MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 1992. Tölvur • r Háskóla Islands Háskóli Islands veitir almenningi um- talsverða þjónustu sem fæstir vita um því að Háskólinn eyðir ekki háum fjár- upphæðum til auglýsinga. í þessari opnu er sagt frá þeirri þjónustu er varð- ar tölvu- og upplýsingatækni. Upplýsingaþjónusta Háskóla f slands: Ný atvinnutækifæri aðstoð gagnabanka með Jón Erlendsson, forstöðumaður Upplýsingaþjónustu Háskóla íslands (UHÍ), segir aö forsenda íjölbreyttrar atvinnuþróunar sé greiður aðgangur að upplýsingum og þekkingu sem nýttur er af miklum íjölda manna. UHÍ hefur það að markmiði að veita fólki þennan aðgang. UHI er sjálf- stæð rekstrareining innan Háskól- ans sem annast upplýsingaöflun á viðskiptagrundvelli fyrir aðila í at- vinnulífi, rannsóknum o.fl. Þessi þjónusta er öllum opin. Upplýsinga- þjónusta HÍ varð til viö flutninga á starfsemi Upplýsingaþjónustu Rann- sóknaráðs til Háskóla íslands árið 1988 en það var fyrsti aðilinn hér á landi sem hóf hagnýtingu erlendra gagnabanka með beinum fjarskipt- um. StarfUpplýsingaþjón- ustunnar Ár hvert vinnur UHÍ 50-200 verk- efni við upplýsingaöflun fyrir inn- lenda aöila á þessu sviði. Upplýs- inganna er leitað í erlendum tölvu- væddum gagnabönkum og einnig í gagnabönkum sem UHI hefur komið sér upp. Flestar þeirra tengjast ný- sköpun í atvinnuiífi, t.d. stofnun fyr- irtækja er byggjast á nýrri tækni eða þróun starfandi fyrirtækja inn á ný svið. Mikið er t.d. um að þjónustan leiti að upplýsingum um hvers kyns sérhæfðar vélar og hráefni sem erfitt eöa ókleift er að finna á innlendum markaöi. Einnig er oft leitað að not- uðum vélum með það fyrir augum að halda stofnkostnaði í lágmarki. Oft þurfa menn að kanna marga möguleika áður en þeir fmna eitt- hvað sem er líklegt til að verða arð- bært. Til þess að gera mönnum það kleift er gjaldtöku stillt í hóf. Jón Erlendsson telur að hópsmöl- un mikils fjölda fólks í örfáar at- vinnugreinar, eins og hafl átt sér stað hér á landi, hafi reynst vera alvarleg mistök. Til þess að skapa fjölbreytt atvinnulíf þurfi framtakssamt fólk að afla sér þekkingar og upplýsinga sem síðar gæti nýst við nýsköpun í atvinnulífinu. UHI starfar sem milli- liður í þessu sambandi. UHÍ hefur einnig á skrá um 400 fyrirtæki sem nota sérleyfafyrirkomulag (e. fran- chise) sem felst í því að hægt er að stofna útibú frá móðurfyrirtækinu fyrir ákveðna peningaupphæð. Móð- urfyrirtækið útvegar þá oft innrétt- ingar, tæki og hráefni og útibúiö mun einnig nota vörumerkið og halda sama útliti. Sem dæmi um sérleyfis- útibú hér á landi er Kentucky Fried Chicken. Allar frekari upplýsingar veitir Jón Erlendsson hjá Upplýs- ingaþjónustunni í símum 694665 og 694666. -ig HREINSUN Á TÖLVUM OG SKRIFSTOFUTÆKJUM Terminal Cleaning Ryk. fita og önnur óhreinindi eru oft orsök bilana i rafmagns- og rafeindatækjum. Með Terminal Cleaning-kerfinu er fjarlægt á áhrifaríkan hátt allt skaðlegt ryk, óhreinindi og fita úr lyklaborðum, aftölvuskjám, úrprenturum, ritvélum, reiknivélum, Ijós- ritunarvélum, fax- og telextækjum og simum. Einungis notuð viðurkennd efni og tæki. Starfsfólk Ólsander hf. er sérþjálfað til að vinna með Terminal Cleaning-kerfið og þar með nýjustu efni og tæki á þessu sviði. Það tryggir að viðkvæm tæki eru hreingerð og sótthreinsuð á öruggan hátt og með sem minnstum áhrifum á umhverfið. Ólsander hff. hreinlætis- og ráðgjafaþjónusta Grettisgötu 6, sími: 626460, fax: 626461. Endurmenntunarstofn- un Háskóla íslands Endurmenntunarstofnun Háskóla íslands hét upphaflega endurmennt- unamefnd HÍ og hóf starfsemi árið 1983. Að henni standa, auk Háskól- ans, Tækniskóh íslands, Bandalag háskólamanna, Verkfræðingafélag íslands, Tæknifræðingafélag Islands og Hið íslenska kennarafélag. Það var fyrir tilstuðlan samtaka verk- og tæknifræðinga, sem höfðu samband við HÍ, aö nefndin var stofnuð. Margrét S. Bjömsdóttir endur- menntunarstjóri fræddi okkur um starfsemina. Meginhlutverk stofn- unarinnar er að sinna endur- eða sí- menntunarþörfum á háskólastigi og felst starfsemin fyrst og fremst í námskeiðahaldi en einnig í heild- stæðu námi, eins og t.d. þriggja miss- era námi í rekstrar- og viðskipta- greinum sem um 100 manns stunda nú. Námskeiðin em í grófum drátt- um tvenns konar: annars vegar kvöldnámskeið, ætluð almenningi, um bókmenntir, listir, heimspeki og sagnfræði, en hins vegar starfstengd námskeið. Þó að þau 100 námskeið, sem í boði em á hverri önn, séu miðuð við há- skólamenn þá em þau opin öllum sem áhuga hafa. Til dæmis em nám- skeiðin um hugbúnaðargerð jafnt ætluð háskólamenntuðu sem sjálf- menntuðu fólki. Rekstur stofnunarinnar stendur undir sér með þátttökugjöldum en námskeiöin em haldin í húsakynn- um háskólans og nýta tækjabúnað hans. Leiðbeinendur era annaöhvort starfsmenn háskólans eða aðrir sér- fræðingar. Námskeiðin em af ýms- um toga og má nefna námskeið á sviði stjórnunar og reksturs, sálar- fræði, hönnunar og hugbúnaðargerð. Námskeiðin í hugbúnaðargerð á þessari önn em t.d. Uppbygging stað- ameta, Unix, Hlutbundin forritun með C++, C++ forritun í Windows-umhverfi, magnmiölun og pappírslaus viðskipti. ->g

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.