Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1992, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1992, Blaðsíða 4
20 MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 1992. Tölvur Ritvinnslukerfi fyrir Windows DOS-útgáfan af WordPerfect er mest notaða ritvinnslukerfi heims. En nú er að verða breyting á því notendur þess eru hver á fætur öðrum að fara yfir í Windows. Spurningin er hvort Microsoft Word eða WordPerfect verður þá fyrir valinu. Þau ritvinnslukerfi, sem hafa verið hvað vinsælust hér á landi og víðar, eru Microsoft Word og WordPerfect frá WordPerfect Corporation. Þessi kerfi voru upprunalega hönnuð fyrir DOS og hafa veriö notuð í því um- hveríi í fjölda ára. Word var fyrsta ritvinnslukerfið sem gert var fyrir Windows, enda bæði frá sama fyrir- tækinu. Nú nýlega kom út útgáfa 2.0 af Word fyrir Windows og í lok síð- asta árs var WordPerfect 5.1 fyrir Windows markaðssett. Úr DOS í Windows Um 7 milljónir manna notuðu DOS-útgáfima af WordPerfect sem hefur verið þýdd á fjölmörg tungu- mál. Á meðal þeirra ríkti mikil eftir- vænting eftir Windows-útgáfunni sem byrjað var að selja í Bandaríkj- unum í nóvember sl. Menn höfðu verið að velta fyrir sér hvaða rit- vinnslukerfi hentaði þeim best í Windows-umhverfinu. Þessar vangaveltur eru enn til staðar hjá íslenskum notendum WordPerfect fyrir DOS. Enska Windows-útgáfan er komin út hérlendis en unnið er aö þýðingu hennar yfir á íslensku. Microsoft og WordPerfect Corp. hafa lagt sig fram við að auðvelda þessum 7 milljónum DOS Word- Perfect-notenda skiptin. í Word er hægt að vinna með skjöl sem gerð voru í WP og einnig eru í svokallaðri WordPerfect-hjálp veittar leiðbein- ingar um hvernig ákveðin WP-skip- un er í Word. í hjálpinni er hægt að slá inn Shift-F7 (sem er prentskipun í DOS WP) og þá eru veittar upplýs- ingar um hvemig prenta má í Word. 1 Bandaríkjunum selur Microsoft Word á sérstöku afsláttarverði, eða $129, fyrir DOS WordPerfect-notend- ur. WordPerfect Corp. býður líka lægra verð fyrir þá er vilja skipta úr Word fyrir Windows, eða $150. Upp- færslan úr DOS yfir í WordPerfect fyrir Windows kostar svo $99. Skjöl, sem útbúin eru með DOS-útgáfu WordPerfect 5.1, eru samhæfð skjöl- um, útbúnum með Windows-útgáf- unni. Einnig geta DOS-notendur WordPerfect haldið áfram að nota lyklaraðimar sem sem þeir þekkja svo vel, þ.e. Shift, Alt, Ctrl, ásamt F1 til F10. Aukinn sveigjanleiki Ritvinnslukerfin Word og Word- Perfect fyrir Windows eru orðin ótrúlega fullkomin og sveigjanleg. Með þeim er hægt að gera ýmislegt sem maður taldi ekki í verkahring ritvinnslukerfa að gera. Til dæmis er í Word hægt að útbúa allar tegund- ir grafa, þar á meðal þrívíddargröf. í báðum kerfum hafa notendur möguleika á að aðlaga kerfin eigin óskum með svokallaðri hnappastiku (W:toolbar, WP:button bar) þvert yfir skjáinn þar sem á er raðað hnöppum fyrir algengustu skipanir. Hægt er að breyta hnappastikunni og setja inn þær skipanir er hver og einn notar mest. Hægt er að eiga margar mismunandi hnappastikur. Þannig má ímynda sér eina hnappastiku fyr- ir töflugerð og aðra fyrir bréf. Bæði hafa ritvinnslukerfin stiku og leturborða þar sem hægt er að komast í skipanir er varða útlit skjalsins, t.d. leturgerðir og -stærðir, útjöfnun (hægri, miðjun o.s.frv.), stílbrigði (feitletrun, skáritun o.s.frv.), línubil og dálkastilli. Bæði hafa þau jöfnuritþór sem auðveldar notkun stærðfræðitákna. Word eða WordPerfect? Að mjög miklu leyti er hægt að gera sömu hlutina í Word og Word- Perfect. Munurinn felst í því hvemig hlutirnir eru gerðir. Þó eru ýmsar aðgeröir sem annað hefur en hitt ekki. Má þar nefna að Word leyfir tengingar á milli skjala, svokallaða OLE-vinnslu (Object Linking and Embedding). Má hugsa sér að staðlað bréf þurfi að innihalda tölur sem útreiknaðar hafa verið í töflureikn- inum EXCEL. Þessar tölur eru upp- færðar reglulega og þurfa nýjustu tölur ávallt að vera í bréfinu. í þessu tilviki er tilvalið að setja tengsl á milli þessara skjala þannig aö um leið og nýjar niðurstöður fást í EX- CEL flytjast þær sjálfkrafa yfir í bréf- ið. Sams konar tengingar eru mögu- legar við gröf og teikningar. Meö Word fylgja ýmis lítil sérhæfð forrit sem hægt er að nota úr val- myndum forritsins. Eitt af þeim er Graph en með því er hægt að gera allar tegundir viðskiptagrafa, þar á meðal þrívíddargröf. Annað slíkt for- rit er WordArt en með því er hægt að teygja á, snúa og setja texta upp á rönd. Með Draw má m.a. teikna kassa og hringi. Stefnan hjá Micro- soft er aö hægt verði að nota þessi sjálfstæðu forrit frá öllum Microsoft- forritum sem gerð eru fyrir Windows. í Word er nú hægt að draga textáblokkir og grafik með músinni svo ekki þarf ávallt að nota Cut og Paste. Skráastjóri WordPerfect er mjög fullkominn og auðveldar hann alla skjalavörslu. Með honum má gefa skráasafni nýtt nafn. Til dæmis væri hægt að hugsa sér að í stað langrar tilvísunar, eins og C:/win3/win- word/bref, væri einungis notað Bréf- in mín. Einnig hefur WordPerfect íslenskt orðasafn til leitar og leiðrétt- ingar á stafsetningarvillum og ís- lensk útgáfa af WordPerfect er vænt- anleg með vorinu. í kerfinu er hægt að hafa níu skrár opnar í einu en þær voru einungis tvær í DOS. í janúarblaði breska tímaritsins PC PLUS var samanburður á íjórum rit- vinnslukerfum fyrir Windows og voru tvö þeirra Word og Word- Perfect. Af fimm stigum mögulegum fékk Word fjögur og WordPerfect þijú. Að lokum Microsoft og WordPerfect Corp. keppast við að setja á markaðinn nýjar og fullkomnari útgáfur af rit- vinnslukerfum fyrir Windows. Vissulega er ritvinnsla í Windows til bóta því á skjánum sést nú skjalið eins og það kemur til með að líta út á prentaranum, þ.e. með raunveru- legum leturgerðum, -stærðum og út- litseinkennum. Með þessum full- komnu forritum er fólk að gera sömu hluti og það gat auðveldlega gert með fyrirrennurunum þeirra fyrir 5-10 árum og eru valmyndimar nú orðn- ar svo langar að þær eiga þaö til aö flækjast fyrir hinum venjulega rit- vinnslunotanda sem vill geta slegið inn texta, breytt og lagfært, gefið efn- inu gott útlit og síðan prentað út. Til að bæta fyrir þennan ókost er nú hægt að sækja algengustu skipanir af hnappastiku eða á leturborða og getur því hver og einn átt fjölda hnappastika sem sérhannaðar em fyrir bréf, skýrslur, ritgerðir, tilboð, töflur eða bækur. Vonandi heldur þessi þróun um aðlögun'áfram. -ig MORE TOLVUR Innifalið í verði allra MORE véla: Litaskjár: 14" Super VGA, upplausn 1024X768 Skjákort: Super VGA, upplausn 1024X768 Harður diskur: 43 Mb, IDE, 23ms Lyklaborð: 102 lykla 3,5" eða 5,25" diskettudrif 2 rað-, 1 hið- og 1 leikjatengi MS-DOS 5,0 Turn eða borðkassi 386sx-16 MHz, 2 Mb 110.332. kr. 386-25 MHz, 2 Mb, 64 K flýtiminni 135.954 kr. 386-40 MHz, 4 Mb, 64 Kflýtiminni 164.191 kr. 486-33 MHz, 4 Mb, 256 K flýtiminni 206.023 kr. Viðbótarverð: 1 Mbminnisstækkun 4.183 kr. 3,5"eða 5,25"diskettudrif 6.574 kr. 105Mbharðurdiskur, IDE, (17ms) 9.412 kr. 130 Mb harðurdiskur, IDE, (17ms) 23.740 kr. Sony CD drif, stýrispjald og hugb. 52.290 kr. Windows3.0aogserialmús 6.723 kr. ViewSonic5E14"litaskjár 14.641 kr. Tridentskjákort, SuperVGA, 1024x768, 3.137 kr. 1 Mbskjáminni Farenheit Windows„ac9elerator"skjákort 18.302 kr. Reikniörgjörvi387-16MHz 18.077 kr. Reikniörgjörvi 387-25 og 33 MHz 25.906 kr. Músarmotta 598 kr. Aðrar uppsetningar fáanlegar. Leitið upplýsinga hjá sölumönnum. Verð miðast við staðgreiðslu og getur breyst án fyrirvara. Öll verð innifela vsk. -BQÐEIND SF: Austurströnd 12 170 Seltjarnarnes simi 612061 Fax 612081 I f Size l [ Style* | WordPerfect 5.1 fyrir Windows Windows útgáfur af Word og WordPerfect hafa báðar hnappastiku, leturborða og reglustiku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.