Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1992, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1992, Blaðsíða 1
Atvinnumöguleikar tölvumenntaös fólks virðast ennþá góðir. Hvernig þeir verða þegar þessir krakkar koma út á atvinnumarkaðinn er ómögulegt að segja til um. DV-mynd GVA Tölvumenntad fólk: Horfur í atvinnumálum Stöðugt streymir ungt, tölvu- menntað fólk út á viimumarkaðinn og atvinnumöguleikarnir virðast alltaf jafngóðir. Síðasti áratugur var áratugur tölvuvæðingar á islandi. Mörg fyrir- tæki og stofnanir fengu þá sína fyrstu tölvu og þurftu því á fólki með tölvu- kunnáttu að halda. Vegna þessa skapaðist mikil eftirspurn eftir fólki sem kunni á tölvur og skipti þá litlu hvort sú kunnátta var vegna skóla- göngu eða vegna reynslu og grúsks. Ekki voru einungis góðir atvinnu- möguleikar fyrir tölviunenntað fólk heldur fengu þeir einnig há laun. Þetta hvatti nýútskrifaða stúdenta til þess að fara í háskólanám í tölvunar- fræðum. Á árinu 1985 voru 125 manns innritaðir í tölvunarfræði- skor við Verk- og raunvísindadeild Háskóla íslands. Sl. ár voru þeir 14. Innritun í Háskóla íslands Innritun í tölvunarfræði hefur minnkað til muna frá árunum 1984- 1986 en þau ár voru yfir 100 manns skráðir. Tölur um skráningu segja ekki allt því að sögn Sigurðar Frið- þjófssonar á skrifstofu Verk- og raunvísindastofminar halda einung- is um 40% af þeim sem innritast áfram námi á öðru ári. Frá árinu 1980 hafa 253 útskrifast með BS- gráðu í tölvunarfræðum frá HÍ. Áriö 1989 útskrifuðust 52, árið 1990 voru þeir 31 og 14 árið 1991. Tölvuháskóli Verzl- unarskóla íslands Þessi fækkun tölvunarfræðinema við HÍ má rekja til stofnunar Tölvu- skóla Verzlunarskóla íslands (TVÍ) sem tók til starfa í janúar 1988. Markmið skólans ,er að útskrifa kerf- isfræðinga sem geta unnið við öll stig hugbúnaðargerðar, skipulagt og séð um tölvuvæðingu hjá fyrirtækj- um og annast kennslu og þjálfun starfsfólks. Nikuiás Hall, skólastjóri TVÍ, sagði muninn á tölvunarfræði HÍ og TVÍ felast í því að TVÍ keppi að því að undirbúa nemendur til starfa í at- vinnulífinu á meðan HÍ leggi meiri áherslu á fræðfiega undirstöðu sem nýtist sem undirbúningur fyrir framhaldsnám. Um 100 nemendur hafa verið teknir inn á ári undanfar- in ár en um 50% hætta á fyrstu önn. Níutíu og níu manns hafa útskrifast sem kerfisfræðingar frá TVI frá stofnun og sagði Nikulás að vel hefði gengið fyrir þá að fá vinnu. Námsmenn erlendis Einnig eru íslendingar í tölvunar- fræöinámi erlendis. Var haft sam- band við Lánasjóð íslenskra náms- manna. í samtaÚ við Elínu Pálsdótt- ur hjá LÍN kom fram að frá og með haustinu 1986 var ákveðið að lána ekki fyrir skólagjöldum til náms sem hægt er að stunda á íslandi. Því fá tölvunarfræðinemar ekki lán fyrir skólagjöldum fyrr en að BS-prófi loknu. Að sögn Elínar eru yfir 30 manns í tölvunarfræðum erlendis, þar af um 19 í framhaldsnámi. Lang- flestir eru í Bandaríkjunum. Til þess að forvitnast um ástandið í atvinnumálum tölvumenntaðs fólks var haft samband við Þóri Þor- varðarson hjá ráðningarþjónustu Hagvangs hf. Hann sagði að vissu- lega hefði atvinnumarkaðurinn þrengst miðað við þaö sem hann var fyrir 4-5 árum þegar tölvumenntað fólk stillti sér upp og lét bjóða í sig. Þá var hka ekki spurt um menntun heldur um kunnáttu og skipti þá litlu hvort hún var fengin í skóla eða með starfsreynslu. Engu að síður væru atvinnumöguleikamir nú góðir og hann sagðist ekki vita um neina at- vinnulausa tölvunarfræðinga. Það væri þó spurning hvað gerðist nú þegar tölvufyrirtækin, eins og IBM, væru að segja upp fólki. Þórir sagði einnig að fyrirtæki væru nú mark- vissari í leitinni að tölvumenntuðu fólki og geröu kröfu um kunnáttu á ákveðnum sviðum, t.d. um að um- sækjehdur heíðu sérþekkingu á sér- stökum tölvum, stýrikerfum og for- ritunarmálum. -ig Macintosh tölvur • 40% allra tölvudiska í heiminum eru framleiddir af Seagate ■ - • Viö seljum Seagate tölvudiska fyrir Macintosh í stæröum frá 84 MB upp í 1000 MB • Viö bjóöum verö sem ekki hafa þekkst áöur 25% kynningarafslátttir ST1239N 205 MB 63.114 Staðgreitt m/vsk SKIPHOLT117-105 REYKJAVIK SIMI: 91- 627333 ■ FAX: 91- 628622 aco Traust og örugg þjónusta í 15 ár

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.