Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1992, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1992, Blaðsíða 12
28 MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 1992. Tölvur Einkatölvur: 286,386,486 - hver er munurinn? Einkatölvur af PC-staðli hafa svip- að útlit, þ.e. þær samanstanda af kassa sem tengdur er skjá og lykla- borði. Þrátt fyrir þetta er afkastageta þeirra mjög mismunandi og ræður örgjörvinn mestu um getuna ásamt klukkuhraða og stærð vinnslu- minnis. Ör tækniþróun hefur átt sér stað í PC-heiminum undanfarin ár og eru gömlu PC- og XT-tölvumar nú ekki lengur taldar nógu öflugar og em því að hverfa fyrir öflugri tölvum sem em hlutfallslega ódýrari miðað við afkastagetu. Vinsældir Windows, sem ekki gengur á gömlu PC og XT, hafa vafalaust átt einhveija sök á þessari þróun. PC-tölvumar hafa örgjörva frá Int- el Corporation. Gömlu PC- og XT- tölvumar hafa Intel 8088 og 8086, AT-tölvur nota Intel 80286. Svo er talað um tölvur sem „286,386,386SX“ og „486“ en þau nöfn em dregin af nafni örgjörvanna. 386 vísar í Intel 80386, 386SX í 80386SX og 486 í 80486. Örgjörvamir em afkastameiri 'eftir því sem númerið hækkar. Til dæmis er 286 fimm sinnum hraðvirkari en 8086/8088. En þaö er ekki einungis númer örgjörvans sem segir til um getuna heldur líka klukkuhraði eða tíðni tölvunnar sem gefinn er upp í mega- riðum og táknaður með MHz. Klukkuhraði gömlu PC og XT var 4,77 MHz en klukkuhraði 286, 386 og 486 er nú yfirleitt á bilinu 8-33 Mhz. í þessu sambandi má nefna að Macintosh notar örgjörva frá Motor- ola. Classic hefur 8 MHz Motorola 68000, LC hefur 16 MHz Motorola 68020 og Si hefur 20 MHz 68030. -ig Örgjörvinn Intel 80386SX, en tölva með þeim örgjörva er i daglegu tali kölluð 386. Ný þjónusta við hreingemingar tölva Ólsander hf. starfar við hreingem- gerð til hreinsunar á viðkvæmum ingar á tölvum og rafeindatæKjum rafmagns- og rafeindatækjum. og notar efni og tæki sérstakiega NEC-skjáir og PostScript prentari hjá Sameind NEC var fyrst að koma með fjöl- tækni við gerð skjámynstra sem tíðni skjái (Multisync). í haust kom gerir það að verkum að hægt er aö svo á markaðinn 3ja kynslóð af fá bjartari skjámynd án þess að Multisync skjám frá NEC, FG sem fóma stíllingum á fókus og birtu. mun vera álíka byltíng og fyrstu Ný tegund af PostScript geisla- skjáimir. Má þar helst nefita eftír- prentara er komin á markaðinn frá farandi tækninýjurigar: Stækkun á NEC, Silentwriter S62P sem prent- skjáfleti, þannig að I Windows og ar 6 blöð á mínútu. Hægt er að OS/2 forritum er svarta sorgar- tengja hann viö Mac og PC samtím- röndin umhverfis skjámyndina is. Silentwriter hefur 35 postscript horfin. Skjáimir em næstum Qatir, leturgerðir en er einnig HP PCL lausir viö glampa og hafa nýja samhæfður. Fréttadiskur íyrir Amiga-notendur Sfðustu mánuði hafa Amiga-eig- o.fl. Hugmyndin er að allir notend,- endur unnið að því aö gera aiís- ur geti fundiö eitthvaö við sitt hæfi • ienskan fréttadisk sem kallast og hægt veröi að miöla upplýsing- Bóluhjálmar.Þarmáfinnaupplýs- um og skoðunum í þessum fjöl- ingar um allt er snertir Amiga. raiöli Ritatjórar em 16 ára Araiga- Kynningareintak var gefið út í des- fíklar, en ýmsir greinarhöfundar, ember en fyrsta sölueintakið kom teiknarar og tónsmiðir leggja fram út í byijun febrúar. Þar má m.a. efni Þeim sem áhuga hafa á að finna greinar um CDTV, nýja kynnast þessum fréttadiski nánar geisladrifið frá Commodore, erbentáaðhrinaaísímaritstjóm- kennslu vélamáls og AmigaDOS, ar í 98-75849. töivuspá fýrir 1992, aöstoð viö leiki Tölvutengd litljósritunarvél frá Canon Skrifvélin hf., Suöurlandsbraut 22, stækka og minnka frumrit, taka hefúr markaössett Canon fit- Ijósrit á glærur og prenta út beint myndaljósritunarvél sem nýtíst af tölvu í ftíllura litmyndagæðum. einnig sera PostScript litmynda- Tölvutengið er PostScript meö prentari.UndanfarinárhefurCan- RISC örgjörva, 24 Mb í minni og on verið leiðandi í framleiðslu ljós- vinnur jafnt með PC samhæfðum ritunarvélaoggeislaprentaraoger tölvum sem Macintosh tölvum. þetta útkoma margra ára þróunar. Upplausnin er 400 punktar á Þama sameinast kostir Ijósritunar- tommu. Hægt er að prenta allt að vélar og tölvuprentara, hægt er að 16,7 milljón fiti. DV Bookman er dæmi um "serif ’ leturgerð New Century Schoolbook er dæmi um "serif’ leturgerð Palaltino er dæmi um "serif" leturgerð Times er dæmi um "serif ’ leturgerð Avant Garde er dœmi um "sans serif" leturgerö Chicago er dœmi um “sans serif” leturgerð Helvetica er dæmi um “sans serif” leturgerð Nokkrar algengar leturgeröir. Notkun leturgerða ‘B'utáíi ScAript: afcdel 12345 Cartooíi: ftBCDEf abcdei 12345 lliollywood: AIBCIDIEIf abcdef ill lUn&ótt: WCIBöBf 12345 Los Angeles: ÁBCtiíf abcdef 123^5 san (FranSiSco: RB[deif ahcdef I2345 Cameloi: ABCDEF aUef 12345 Hér má sjá nokkrar óvenjulegar leturgerðir. í DOS-umhverfinu (þ.e. án Windows) er notuð stafagerö sem brennd er föst í vélbúnað tölvunnar. Á Macint- osh og í Windows eru stafimir hins vegar teiknaðir á skiáinn og því geta notendur þessara umhverfa séð mis- munandi leturgerðir á skjánum. Vegna þessa og með tilkomu PostS- cript geislaprentara, sem geta með- höndlað hvaða letur sem er, hafa menn faliið í þá gryfju aö hrúga sam- an misstóm letri og mörgum letur- gerðum í sama skjalið. Þetta gerir skjölin óþarflega flókin og dregm- athyglina frá efni skjalsins en aö út- liti þess. í fræðigreininni um letur og prent- un er letri skipt í tvo flokka. Þeir em Serif og Sans Serif. Serif era letur- gerðir sem hafa grannt strik sem gengur þvert á aðallínu eða legg í venjulegum prentstaf. Þessi strik em stundum köUuö fætur. Dæmi mn let- mgerðir af þessu tagi em Bookman, New York, New Century Schoolbook, Palaltíno og Times. Sans Serif-letm- gerðir hafa ekki slíka fætm. Dæmi um þær eru Avant Garde, Chicago, Geneva og Helvetica. Til viðbótar við þessar hafa komið á markaðinn margar mjög frumlegar letmgerðir. Zapt Dingbats er letmgerð sem hefm sérstöðu. Hún inniheldm ekki stafi heldur ýmis tákn, stjömm og kassa. Þannig er að þegar slegið er á þ kem- m ör tíl hægri og q gefm skyggt box. Serif-leturgerðir hjálpa auganu að tengja saman staflna og því skal nota þær í löngum, samfelldum texta. Sans Serif má svo nota í litla texta- búta og fyrirsagnir. Velja skal letur sem hæfir efninu og aðstæðum. Aug- lýsingastofa getm leyft sér að nota frumlegt letur sem myndi ekki henta fyrir rótgróna peningastofnun sem þarf að vekja traust meðal viðskipta- vina. Letm, sem hentar vel fyrir teiknimyndasögm, nýtm sín ekki eins vel fyrir Islendingasögumar. í flestum skjölum ættu tvær mismun- andi letmgerðir að nægja en í fáum tilvikum er æskilegt að nota fleiri. TU dæmis nýta margar tölvu- handbækm vel mismunandi letm- gerðir þar sem ein letmgerð er notuð fyrir skýringartexta, önnm fyrir það sem notandi slær inn og sú þriðja sýnir hveiju tölvan svaraði. Einnig er hægt að vekja athygU á eða að- greina texta með sérstöku áherslu- letri, eins og feitletrun, skáritun, imdirstrikun og skyggingu. Athugið þó að erfitt er að lesa útlínuletm (outline) og skyggt letm (shadow). Stærð leturs er mælt í punktum og er hver punktm 1/72 úr tommu, eða 0,35 mm. Punktastærð segir tíl um hæð linunnar því hún mæUst frá grunnUnu texta að næstu grunnlínu. Ef hæðin frá neðri brún j að efri brún k er mæld er fundin út punktastærð letursins. Letmgerðir eru misbreið- ar þó punktastærðin sé sú sama. Eins og sjá má á myndinni er Times mun fyriíferðarminna en Palaltíno þó að báðar séu 12 punkta. Meginmál bréfa og bóka er yfirleitc 10-12 punkta. Fyrirsagnir em yfirleitt stærri og undirmálstexti minni. -ig Málshöfðun Apple á hendur Microsoft og Hewlett Packard Arið 1988 höfðaði Apple Computer Inc. skaðabótamál á hendm Micro- soft Corporation, stærsta hugbúnað- arfyrirtæki heims, og Hewlett Pack- ard vegna hugbúnaðarins Windows og NewWave. Apple telm að þessi hugbúnaöur sé byggöm á grafísku notendaumhverfi („GUI - Graphical User Interface") Macintosh og bijótí því í bága við lög um vemdun höf- undarréttar. Þetta umhverfi byggist á notkun músar og era allar skipanir Macintosh settar fram myndrænt eða í valmyndum, í stað þess að not- andinn þuifi aö leggja skipanimar á mixmið eins og í DOS-umhverfinu. Lögfræðingar Apple og Hewlett Packard hafa hafnað því að hugbún- aðm fyrirtækjanna bijóti í bága við lög um höfundarrétt.. Fyrirtækin hafa bent á að Macintosh-umhverfið sé að stórum hluta byggt á hugmynd- um sem hafi verið þróaöar af banda- ríska fyrirtækinu Xerox. Jafnframt hafa Microsoft og Hewlett Packard bent á að leyfissamningur, sem Microsoft gerði við Apple árið 1985, veiti Microsoft rétt til framleiðslu á Windows. Eftir harðar deilur milli lögfræð- inga fyrirtækjanna hefrn Apple við- mkennt að ákveðnir hlutar Macin- tosh notendaumhverfisins geti ekki heyrt undir lög um höfundarrétt. Þetta hefm oröið til þess að dómari málsins hefm takmarkað ákæm- skjalið við 10 atriði. Það em skiptar skoðanir meðal lög- fræðinga og hlutabréfasala hver muni fara með sigm af hólmi í þessu mah. I novemberhefti fréttabréfsins Califomia Technology Stock Letter er fjárfestum ekki ráðlagt að fjárfesta í hlutabréfum fyrirtækja sem tengj- ast Windows-hugbúnaðinum fyrr en dæmt hefur verið í máhnu. Ef Micro- soft og Hewlett Packard tapa málinu gætu fyrirtækin verið dæmd til að greiða háar skaðabætm sem gætu numið tugum milljarða ísl. króna og jafnvel þurft að innkalla forritin. Ljóst er að nokkum tíma getm tekiö að fá endanlega niðurstöðu í málið þar sem það er rekið fyrir héraðs- dómstóli í Kalifomíu. A meðan fer Windows siguríor um heiminn og stefnir í að verða söluhæsta forrit heims. -ig

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.