Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1992, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1992, Blaðsíða 10
26 MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 1992. Tölvur Tölvur sem kennslutæki: Kennsluforrit er hægt að læra stærðfræði, landafræði, tungumál og vélritun af tölvu? Verksviö tölvunnar eykst stöðugt -—-----------------------'------------í .. ■. ,,33*1*;,-7--—I Er kennarinn og er nú jafnvel farið að nota hana sem kennslutæki. Hér er átt við það að tölvan kenni eða þjálfi visst námsefni. Nemandinn situr fyrir framan tölvuna sem bæði kennir nýtt námsefni og leggur fyrir verk- efni og próf. Kennslan fer yfirleitt þannig fram að á skjánum birtist námsefnið í formi skrifaðs texta, tals, tóna og mynda sem jafnvel hreyfast á skjánum. Tal er sérstak- lega notað þegar um er að ræða tungumálakennslu og litríkar myndir eru mikið notaðar þegar forritin eru ætluð börnum. Erlend- is, og þá sérstaklega í Bandaríkjun- um, eru kennsluforrit fáanleg um næstum allt milb himins og jarðar. Má þar nefna jarðfræði, ensku, sögu, stærðfræði og vélritun og eru mörg þeirra framsett á mjög áhugaverðan og nýstárlegan hátt. Kostir kennsluforrita eru þeir að nemandinn ræður stað og stund og hraða yfirferðar. Forritið á að að- laga sig hæfni nemandans, þ.e. með því að fara í erfiðari eða léttari námsefni eftir því sem við á. Einn- ig eru nemendur virkjaðir til að vinna með námsefnið en sitja ekki aðgerðalausir, eins og til dæmis þegar sjónvarp er notað til kennslu. Sum kennsluforritana búa yfir hvetjandi kerfi, eins og að keppa við klukkuna eða að safna stigum. Einnig kemur strax í ljós hvort svar hafi verið rétt eða rangt svo hægt er að leiðrétta misskilning um leið og hann kemur upp. í mörgum tilvikum er ódýrara að nota tölvu til kennslu heldur en að borga kemiara laun. Frá kennslufræði- legum sjónarhóh skiptast kennslu- forritin í fjóra flokka en þeir eru Ýmsar námsgreinar má læra með Gestssyni. leiðbeiningarforrit, þjálfunarfor- rit, hermiforrit og leikir. Leiðbeiningarforrit Leiðbeiningarforrit („tutorial") eru víðtækust kennsluforrita. Þau kynna og útskýra nýtt námsefni fyrir nemandann en það gera forrit af hinum flokkunum ekki. Sem aðstoð tölvu. Nemendur Grandaskóla ásamt kennara sínum, Valgeiri DV-mynd GVA FJÁRHAGSBÓKHALD Námskeið þetta er ætlað byrjendum. Kennd verða undurstöðuatriöi tölvubókhalds, merking skjala, færsla, afstemmingar og útskriftir. TÍMI: 4. mars. og 8. april. Verð kr. 9.960.- FJARHAGS-, VIÐSKIPTAMANNA- OG BIRGÐABÓKHALD Námskeið þetta er ætlað þeim sem hafa undirstöðuþekkingu i bókhaldi. Farið verð- ur í notkun einstakra kerfa og áhersla lögð á að kenna þáttakendum skipulögð vinnubrögð. Kjöríð til að fá yfirsýn yfir hin fjölþættu STÖLPA kerfi. TÍMI: 26. febrúar og 1. apríl. Verð kr. 9.960,- dæmi um forrit af þessu tagi má nefna frönskukennslu þar sem málfræðireglur og orð eru útskýrð. Þessi forrit eru heildstæð og eiga að nægja nemandanum við lær- dóminn. Þjálfunarforrit Þjálfunarforrit þjálfa námsefni sem, nemendur hafa áður lært. Þetta fer yfirleitt þannig fram að á skjánum birtist spurning eða vandamál sem nemandinn á að svara eða leysa. Það gerir hann yflrleitt með því að slá inn svarið frá lyklaborði eða notar músina til þess að „klikka“ á rétta svarið. Eft- ir að nemandinn hefur svarað fær hann að vita hvort svarið er rétt eða rangt. Ef nemandinn svarar spurningunni rétt fær hann hrós. Reynist svarið hins vegar rangt fær hann jafnvel tækifæri til að reyna aftur eða þá að rétt syar er sýnt á skjánum og útskýrt. í lokin gefur tölvan svo til kynna hversu vel nemandinn hefur staðið sig. Hermiforrit Hermiforrit hkja eftir því sem kenna skal. Þau eru gjaman notuð þar sem kostnaðarsamt eða ill- mögulegt er að leyfa nemendum aö vinna með fyrirmyndina. Til dæm- is er bæði dýrt og hættulegt að láta flugnema setjast upp í flugvél og fljúga. Þá kemur forrit, sem hkir eftir flugstjómarklefanum, að góð- um notum. Hermiforrit eiga að bregðast við aðgerðum notandans á sama hátt og fyrirmyndin. Leikir Ekki era allir tölvuleikir tímasó- un. Sum kennsluforrit era framsett sem leikir þar sem nemendur era að keppa að einhveiju takmarki, hvort sem það er að keppa við klukkuna, ná ákveðnum stiga- íjölda eða sigra andstæðinginn. Þegar leikir era notaðir til kennslu verður árangurinn oft góður því að hvatningin tíl að gera betur er sífellt til staðar. þá ekki óþarfur? Á tímum fjárskorts í skólakerf- inu má íhuga hvort ekki væri ódýr- ara að láta tölvu leysa kennarann af hólmi og láta hana kenna ís- lensku, stærðfræði, erlend tungu- mál, raun- og samfélagsgreinar. Margir óttast að svo verði en þeim til huggunar er bent á að slík hræðsla kom einnig upp á meðal kennara þegar bækur náðu út- breiðslu og sama var upp á ten- ingnum þegar fariö var að nota hreyfimyndir og síðar sjónvarp sem kennSlutæki. Það er ýmislegt sem kennarinn getur sem tölvan getur ekki. Kennarinn getur skipu- lagt kennslu, verið nemendum fyr- irmynd og gefið þeim ráð, tekið mið/aðlagað sig breyttum aðstæð- um. Forritið er takmarkaö við þá möguleika sem höfundur kerfisins setti upp og tekur einungis mið af aðstæðum sem hann sá fyrir. Best- ur veröur árangur kennarans þeg- ar hann nýtir öh tiltæk kennslu- gögn, hvort sem það eru bækur, sjónvarpsefni eða tölvuforrit. Kennsluforrit á íslensku Kennsluforrit eru fáanleg í fyrir- tækjum sem versla með tölvubún- að hér á landi en þau era flest á ensku. HUdigunnur HaUdórsdóttir hjá Reiknistofnun Háskólans hefur staðið að þýðingum á bæði norræn- um og bandarískum kennsluforrit- um sem Námsgagnastofnun sér svo um að dreifa út í skólakerfið. Hildi- gimnur réðst tU Reiknistofnunar árið 1988 en þá vora engin kennslu- forrit á íslensku tíl hjá Námsgagna- stofnun. Núna eru þau 30 talsins. Þessi forrit era ekki mikið notuð af ís- lenskum kennurum og eru ástæð- umar vafalaust margar. Tvær ' þeirra ráða þó væntanlega úrsht- um en þær eru ónógur tölvubúnað- ur og takmörkuð tölvukunnátta kennara. Skólayfirvöld ættu að stuðla að því að kennarar kynntu sér það sem í boði er og sjá tU þess að kennarar fái leiðbeiningar um notkun og möguleika kennslufor- rita. -ig LAUNAKERFI Námskeið þetta er ætlað öllum þeim sem annast launaútreikning. Námskeiðið hentar jafn byrjendum sem lengra komnum. TÍMI: 11. mars. Verð kr. 9.960,- VERKBÓKHALD Ýtarlegt námskeið um nýja verkbókhaldið sem hentar jafnt eldri notendum sem nýjum. Nýjum notendum er bent á önnur námskeið áður en verkbókhaldið er tekið í notkun. TÍMI: 19. febrúar. 25. mars. Verð kr. 9.960.- Svona nota tólf ára krakkar í Grandaskóla kennsluforrit FORSTJÓRANÁMSKEIÐ Veist þú að mörgum stjórnendum eru alls ekki Ijósir allir þeir möguleikar sem tölvu- kerfi þeirra býður uppá ? Markmið þessa námskeiðs er að kenna stjórnendum fyrir- tækja að spyrja réttu spurninganna og vera óhræddir að leita svara. Kennd verða undirstöðuatriði við rekstur tölvukerfa og skipulag skráningarvinnu. Farið verður yfir hina fjölbreyttu fyrirspurnarmöguléika og lykilútskriftir kynntar. Kynnt verður notkun lykilorða, fjölva og flakkara til að auðvelda daglega vinnslu. Þetta ætti enginn stjórnandi að láta fram hjá sér fara. Tími: 18. mars. Verð kr. 17.430.- Staður: Skeifan 17, 108 Reykjavík. Hvert námskeið tekur einn dag og stendur frá kl. 9.00 til kl. 17.00. Vinsamlegast tilkynnið þáttöku tímanlega i síma 688055. Hjá okkur er einnig stöðug kennsla á öll þau tölvukerfi sem þörf er á í nútíma atvinnurekstri s.s. fyrir tilboðsgerð, framleiðslukerfi, bifreiðakerfi, pantanakerfi, toll- og verðútreikningskerfi. Höldum námskeið með stuttum fyrirvara hvar sem er á landinu. Erum einnig ávallt tilbúin til að aðstoða einstök fyrirtæki með kennslu og vinnuaðstoð. Bkerfisþróun hf. Skeifunni 17,108 Reykjavík Símar: 68 80 55 - 68 74 66 SÖLU- OG ÞJÓNUSTUAÐILAR ÚTI Á LANDI: Borgarnes Eyjólfur T. Geirsson S.93-71117. Ólafsvik: Viðskiptaþjónustan sf„ Páll Ingólfsson S.93-61490. Suðureyri: Elvar J. Friðbertsson S.94-6265. Sauðárkrókur: Stuðull sf„ Stefán Evertsson S.95-36676. Akureyri: Tölvuvinnslan, Jóhann Jóhannsson S.96-11184. Húsavík: Kristján Ö. Hjálmarsson S.96-11184. Egilsstaðir: Viðskiptaþjónustan Traust, Óskar Steingrlmssaon ■ S.97-11095. Höfn: Ásgeir Ágústsson S.97- 81779. Grandaskóli er sá skóli í Reykja- vík sem hefur hvað bestan tölvu- búnað í skóla fyrir böm upp að 12 ára aldri. Ástæða þess er að for- eldrafélagið hefur gefið skólanum nokkrar tölvur. Einn af kennurum skólans er Valgeir Gestsson og sér hann m.a. um skólasafnið og htla tölvustofu með 6 tölvum. Tölvu- stofan var upprunalega teiknuð sem aðstaða fyrir tannlækni en ekki var gert ráð fyrir neinni tölvu- stofu í skólanum sem tók til starfa fyrir 6 árum. Þegar við heimsóttum Valgeir var hann með 10 krakka úr 12 ára bekk R í tölvustofunni og vora þeir að nota kennsluforritið Brúsaþrautir sem þjálfar stærðfræði. í stofunni eru 6 tölvur og vora þvi tvö saman við fjórar tölvumar og skiptust krakkamir á við að leysa þrautirn- ar. Það var ekki annað að sjá en krakkamir skemmtu sér vel við að nota tölvuna og sögðu að þeim fyndist miklu skemmtilegra að vinna á tölvuna heldur en að vera inni í stofu og hlusta á kennarann. Bömin vora ótrúlega fljót að til- einka sér forritið, sem þau höfðu aldrei séð áður, og eftir að Valgeir haíði notað 2 mínútur í útskýringar vora þau byrjuð að vinna. Þau kepptust við að leysa þrautimar, til þess eins aö fá erfiðari þrautir að ghma við. Valgeir sagði að tölvunotkim væri þannig að oft vantaði félags- lega þáttinn. Því væri gott að láta þau vera tvö og tvö við tölvuna því þannig lærðu þau samvinnu, hefðu félagsskap og hjálpuðu hvert öðra. Á tölvunum í Grandaskóla eru flest forritana sem Námsgagnastofnun dreifir og eru þau flest uppbyggð sem leikir þar sem stig era gefln fyrir góða frammistöðu og oft er líka verið að keppa við klukkuna. Krakkamir gleyma því oft að þeir era að læra heldur einbeita þeir sér að því að ná sem bestum árangri. Einnig skapast samkeppni milli nemenda sem hvetur þá enn meira til dáða. Valgeir sagði að notkun kennslu- forrita hefði gefist vel og byrjað væri að nota tölvumar fyrir 7 ára krakka. Þaö sem krökkunum líkaði væri liklegast spennan og hraðinn sem fæhst í því að keppa að því að ná sem mestum stigafjölda. Þaö að byija tölvunotkun snemma kæmi sér einnig vel fyrir nemendur síðar þegar þeir fara að nota tölvur til annarra hluta. Framtíðina sagði Valgeir vera óljósa þar sem líklega þyrfti að draga saman starfsemina vegna minni fjárveitingar til skól- anna og rætt væri um að fækka þeim skiptum sem bekkjunum væri skipt upp. Með einungis 6 tölvur væri ekki hægt að taka inn heilan bekk í einu. Einnig væri það bara tímaspuming hvenær tann- læknirinn flytti inn og þá yrði eng- in stofa fyrir tölvurnar. -ig

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.