Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1992, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1992, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 1992. 23 Tölvur Ómetanlegt gagn af félögum tölvunotenda Víða erlendis eru starfrækt félaga- samtök tölvunotenda. Áhugafólk og notendur ákveðinna tölvutegunda og hugbúnaðar á tilteknu svæði koma saman reglulega, ræða málin og skiptast á reynslu, þekkingu og hug- búnaði án þess að greiðsla fari fram. Á fundum félaganna eru stundum haldnir fyrirlestrar og framleiðend- um boðið að kynna vöru sína. Gjam- an gefa þessi félög út fréttabréf sem í eru hagnýtar upplýsingar og fréttir • af sameiginlegu áhugasviði. Stjóm félaganna er skipuð félagsmönnum sem allir gefa vinnu sína en rekstr- I arfé félaganna kemur að öðru leyti frá innheimtum félagsgjöldum. Félagsskapur af þessu tagi er sér- lega gagnlegur fyrir tölvunotendur því með þátttöku geta þeir fengið úrlausn vandamála, fræðslu og haft góðan félagsskap hverjir af öðrum. „Berkeley Macintosh UserGroup" Sem dæmi um starfandi samtök má nefna bandarísku samtökin Ber- keley Macintosh User Group, skammstafað BMUG. Þau era félaga- samtök Macintosh-notenda og hafa aðsetur í háskólanum í Berkeley í Kalifomíu. Fjöldi félagsmanna er kominn yfir 10.000 og eru þeir búsett- ir víðs vegar um heiminn. BMUG veitir símaþjónustu, raf- eindatöflu („bulletin board“), gefur út fréttabréf og hefur mikið safn hugbúnaðar til ráðstöfunar sem seld- ur er til utanfélagsmanna, jafnt sem félagsmanna, á kostnaðarverði mið- ilsins. í sumum tilvikum er ætlast til að notendur sendi höfimdi hógværa upphæð, oftast frá 300 til 1200 kr. Höfundar hafa þó enga leið til þess að innheimta þetta gjald og má reikna með að þeir fái aðeins greiðslu frá litlum hluta þeirra er nota forrit- in. BMUG gefur út bók sem inniheldur stutta lýsingu á hverju forriti. í for- ritasafni BMUG má finna nokkur hundrað mismunandi leturgerðir, hjálpartæki fyrir forritara, „Desk Accessories (DAs)“, kennsluforrit, myndir, viðskiptahugbúnað o.fl. Þeir sem hafa áhuga á að gerast félags- menn geta skrifað til BMUG en heim- fiisfangið er 1442A Walnut Street Þ 62, Berkeley, CA 94709, U.S.A. Ný íslensk félagasamtök í Reykjavík var tfi skamms tíma starfandi félag Macintosh-notenda sem kallaði sig Makkís. Það starfaði í nokkur ár og gaf út fréttabréf en starfsemi þess virðist nú hafa fjarað út. Þrátt fyrir mikla tölvunotkun á ís- landi undanfarin ár hefur ekki verið mikið um slík félög hér á landi. Þetta er þó að breytast og á síðasta ári vora stofnuð þrjú félög fyrir tölvu- notendur. Macintosh-forritarar stofnuðu félagið Makkarefir sem hef- ur það hlutverk að miðla upplýsing- um til félagsmanna. PC-tölviaklúbb- ur var stofnaður fyrir notendur ein- menningstölva og er starfsemin aðal- lega fólgin í dreifingu deiliforrita og aðstoð við lausn vandamála. Tölvu- tæknifélag íslands hefur það hlut- verk að stuðla að stöðlum, umbótum og samræmingu í tölvunotkun hönn- uða og tæknimanna. Skýrslutæknifélag íslands Fjölmennast íslenskra félaga á tölvusviðinu er Skýrslutæknifélag íslands með yfir 1000 félaga á skrá. Félagið er samtök allra áhugamanna um upplýsingamál og upplýsinga- tækni. Starfsemi þess er aðallega fólgin í útgáfu blaðsins Tölvumála, ráðstefnu- og fundahaldi. Hjá Skýrslutæknifélaginu er starf- andi siðanefnd og orðanefnd og ný- lega var innan félagsins stofnaður sérhópur um hlutbundna hugbúnað- argerð (á ensku: Object-Oriented Programming). Eir.nig er verið að vinna að því að stofna sérhópa fyrir tölvuráögjafa, einmenningstölvunot- endur og þá sem starfa að tölvumál- um hjá heilbrigðisstofnunum. Næsta fostudag verður haldinn ársfundur Skýrslutæknifélagsins og þá verður rætt um framtíðina og stefnumótun og þá sérstaklega tengsl íslands við Evrópu og áhrif þeirra á neytendur og framleiðendur upplýs- inga. Árgjald fyrir einstakling er 5.800 kr. Skrifstofa Skýrslutæknifé- lagsins er að Hallveigarstíg 1 og sím- inn er 27577. DECUS ísland Digital Equipment Corporation User Society (DECUS) er alþjóðlegur félagsskapur einstaklinga og fyrir- tækja sem nýta sér tölvubúnað frá DEC. Félagið var stofnað árið 1961 og er markmiö þess að sameina not- endur og starfa sem þrýstihópur á DEC og söluaðfia þeirra hvað varðar verð, gæði, nýjungar og þjónustu en einnig sem fagfélag sem miðlar upp- lýsingum. Acer frá Heim- ilistækjum M. Acer, sem Heimilistæki hf. hafa út myndir og texta í 256 gráum tón- umboð fyrir, hefur nýlega sent frá um. Acer kynnti einnig á síðasta sér nýja tölvulínu sem spannar allt ári svokallaða ChipUp-tækni í Ac- frá ferðatölvum til netkerfa, þ.e. frá erPower 486SX tölvu sinni. Chip- 386SX 20 MHz tfi 486 50 MHz. Helstu Up-tækni gerir kleift að auka gerðir eru AcerAnyWare-ferða- vinnslu tölva með litlum tfikostn- tölvur; AcerMate, AcerPower, Ac- aöi. Einfaldlega er nýr örgjörvi er 1125E, AcerPower og AcerPower settur í tölvuna sem breýttr um 500 EISA-tölva, einnig stórtölvum- leiö uppsetningu vélarinnar, t.d. ar AcerFrame 100,300,1000 og 3000 AcerPower 386SX í 486SX. Ac- (486/33). AcerFrame 3000 varfyrsta erPower 486SX er þvi hægt að tölvan sem kjmnt var með 50 Mhz skipta í 486 33 Mhz. Einungis þarf örgjörvamun, eða degi eftir að Intel aö kaupa nýjan örgjörva, ekki kynnti sjálfan örgjörvann. hluta úr móðurborði, og era því kaupendumir ekki bundnir viö Þá hefur Acer einnig sent frá sér hluti frá Acer. Stækkun úr 386SX fyrsta gráskalageislaprentaranh í486SXkostarþvisemnemurverði fyrir PC/XT/AT samhæföar tölvur, örgjörvans. AcerLaser mG, sem getur prentað DECUS á íslandi gefur út frétta- bréf, heldur mánaðarlega fundi og ráðstefna er haldin einu sinni á ári. DECUS á íslandi hefur 275 félags- menn. Meðlimir DECUS, sem áhuga hafa á Vax-tölvum, petkerfum, einkatölvum og skrifstofukerfum, hafa myndað. sérhópa. Kristján Ó. Skagfjörð hf. annast skrifstofuhald fyrir DECUS. Félagsgjöld í DECUS era engin. Félagsskapur kerfis- og tölvunarfræðinga Einnig má nefna að starfandi era tvö félög fólks er starfar í tölvuheim- inum. Þau eru Félag tölvunarfræð- inga og Kerfis, félag kerfisfræðinga og forritara. Þessi félög munu ásamt Skýrslutæknifélaginu halda árshátíð að Ömmu Lú fóstudaginn 14. febrúar nk., sama dag og ársfundur Skýrslu- tæknifélagsins verður haldinn. -ig NB900 ~mföiM} Öflug lausn * fyrir athafriamanninn GEA NB 900 Minnsta, léttasta og ódýrasta fistölvan á markaðnum. Mú er lausnin komin íyrir þá sem vilja fislétta tölvu sem jafnframt er öflug. Hún kemst auðveldlega fyrir í skjalatöskunni og býr yfir tengingum og vaxtarmöguleik- um sem gera hana hagnýta hvar og hvenær sem er. HB 900 frá QEA er fisöflug tölva sem leysir málin á skrifstofunni, heimilinu og feröalaginu. * 386SX/20 MMz örgjörvi og sökkull fyrir reikni- örgjörva * VQA pappirs-hvitur IXD/CCFT skjár, baklýstur og aftengjanlegur * 1 Mb minni, stækkanlegt í 5 Mb * 40 Mb, 2.5" 13.7 ms harðdiskur (losanleg- ur), aukalega 60 Mb og 80 Mb diskar * 3.5" 1.44 Mb disklingadrif * Lyklaborð lyrir 80/81 lykla * fiiCad endurrafhlaða (endist ca. 2 tima) Prentaratengi og RS232 raðtengi Tengi fyrir VQA litaskjá Tengi fýrir stórt lyklaborð Tengi fyrír 5 1/2" diskettudrif Tengi fyrir mótald/fax Spennubreytir, 220 V og 110 V Mjúk taska fylgir Ummál: 28 x 22 x 4,4 cm Þyngd 2,6 kg (m/rafhlöðu) Verð: 149.900,- stgr./ 159.900,- afbv. TÆKNIVERSLUN Laugavegí 89 • Sími 91-613008

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.